Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 17

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 17
beinast mjög að þeim. Mikilvægt er að vel takist til um atvinnuval þeirra, svo að bati sá, er fengizt hefur, haldizt og sjúkdómur- inn taki sig ekki upp. Augljóst er, að námið hlýtur að miðast við þær atvinnugreinar, sem fyrir hendi eru. Berklasjúklingar verða, margir hverjir, að fara mjög varlega með sig af ýmsum ástæð- um. Loftbrjóstaðgerð, ígerð í brjósthimnu, rifjaskurður með fylgikvillum eða hægfara bati án aðgerða krefjast nákvæms eftirlits og mikillar varúðar, en þrátt fyrir það ætti að vera hægt að nota einhvern hluta tím- ans, sem sjúklingurinn er að ná sér eftir veikindin til að búa hann undir eitthvert starf. Nútíma sálfræðingar, er leiðbeina við atvinnuval, telja þol og líkamsburði ein- staklingsins, ásamt varanlegum áhuga, það er mestu máli skiptir.Þar af leiðir, að leið- beiningarnar mega ekki vera flausturslegar. Hvern einstakling þarf að rannsaka af mestu nákvæmni og ganga úr skugga um, að hvorki líkamleg né andleg veila geri honum ókleift að vinna ákveðin störf. Við heilsuverndarstöðina í Stokkhólmi höfum við í sex ár starfað að þessum málum á þann hátt, er hér hefur verið lýst, og teljum við þetta hafa reynst vel og borið mikinn árangur. Stofnunin leiðbeinir fólki við atvinnuval og leysir það verk af hendi eins vel og mögulegt er. Þar fæst ekki að- eins úr því skorið hvort einstaklingurinn er fær um að vinna einhver ákveðin verk- smiðju eða iðnaðarstörf heldur einnig and- leg störf og hverskonar nám. Arum saman hafa bær og ríki lánað öryrkjum fé til stofnunar fyrirtækja, t. d. blómaverzlana, vefnaðarvöruverzlana, smærri iðnfyrirtækja o. s. frv. Reglan um stuðning til sjálfsbjargar er því orðin að veruleika og hefur gefið góða raun. Einnig hefur verið hafizt handa um að veita félagslega aðstoð. Einstaklingum er þá hjálpað við lausn þjóðfélagslegra vanda- mála og einnig einkamála. Við það starf vinnur maður, er ferðast á milli hælanna og kynnir sér hvaða mál þar bíða úrlausn- ar og hefur einnig ákveðna viðtalstíma fyr- ir þá, er þess óska. Allt starf hans er unnið í samráði við læknana og með samþykki þeirra. Oft valda ýmsar áhyggjur kvíða og ör- yggisleysi, sem síðan veikir taugakerfið og spillir batahorfum sjúklinganna. Störf þessa manns — félagsráðgjafans — eru einmitt í því fólgin, að aðstoða þetta fólk, svo að það geti á ný litið björtum augum á framtíðina. Ég hef hér í stuttu máli reynt að skýra í hverju félagsleg aðstoð er fólgin og hvernig bezt er að vinna að henni, bent á hversu mikilvæg aðstoð við stöðuval er, og sýnt fram á, að allt er þetta liður í félagslegum lækningum. S. í. B. S. hefur hlotið verðskuldaða við- urkenningu bæði í hinum gamla og nýja heimi. Það hefur með starfi sínu rutt nýj- ar brautir í heimi læknavísindanna og skap- að sér sérstöðu. Veitið sambandinu nú aðstöðu til að starfa einnig að þessum málum, svo að vinnugeta öryrkjanna verði nýtt eins vel og kostur er. JÓN ÚR VÖR: Nýársljóð í stríðsgróða Nú þakka ég guði hin gengnu ár, og gleðilegt nýár býð ég þér, mitt heiðríkjuland, mín heiðna þjóð, sem kaupir þér grið fyrir gull og tár, en gleymir að lífið er stríð og blóð. Og enn bíður þú eins og þjóðleikhús í þagnarfjötrum til síðsta dags, sem hernumið land, sem heimur í skuld við hetjur, sem þorðu að deyja strax, sem vissu að gullsins gengi er valt, að greiða verður sá þúsundfalt, er stelur úr framtíðar frelsisins sjóð. Þeim einum er gleymskan og gröfin mjúk, sem guldu hugsjónum líf sitt allt. 1944 Reykjalundur 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.