Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 22

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 22
Cirkus Zoo. — Filarnir. og viðbrögð þeirra eftir því fjarstæðukennd og furðuleg. Þá eru enn aðrir, sem lagt hafa stund á jafnvægisæfingar, bæði á gólfi og í rjáfri uppi, langt yfir höfðum áhorfenda. Listir slíkra manna eru með sömu ólíkind- um og annarra þegna úr ævintýraríki hring- sviðsins. Margra atriða úr venjulegri leikskrá verð- ur að engu getið hér, en þó er enn eitt, sem vert er að minnast. Eins og þjóðhöfðingjar fyrri alda töldu hirð sína eigi fullskipaða meðan hirðfíflið var fjarri, er fjölleikahús hvergi nærri sínu rétta eðh, án fífla, eins eða fleiri. Fíflið, þessi kringilega manngerð, færð í afkáralegasta gerfi, sem upphugsað verður, fylgir sýningaratriðum frá upphafi til enda og brúar bilið milli þátta þann veg, að þau hverfa áhorfendum. Leiftrandi fyndni og hárbeitt hnífilyrði fljúga af vörum skríp- isins, þess á milli virðist það bera allar sorg- ir veraldar, en fólkið hlær að sorgunum. Sýningin verður því sem einn óslitinn þáttur og heldur áhorfendum í þrotlausum spenningi frá upphafi til enda. Geðhrif manna taka sífelldum, snöggum breytingum. Dynjandi hlátur víkur skyndilega fyrir djúpri þögn, sem fyr en varir er aftur rofin af dynjandi lófataki. Fjölhtir geislavendir kljúfa loftið og baða sviðið í töfraljóma, undrasviðið langt að komna úr löndum æv- intýranna, til þess að vekja útþrá unghng- anna, en létta um stundarsakir fargi hvers- dagsleikans af herðum hinna fullorðnu. Andrúmsloftið er mettað af römmum þef villidýra og sætri angan af röku sagi, sem þekur sviðið allt. Sýningar fara fram í tröllauknu tjaldi sporöskjulöguðu. Sviðið er í miðju, en sæta- raðirnar mynda hvern hringinn af öðrum í kringum það og fara hækkandi eftir því, sem aftar dregur. Allflestir cirkusar eru á faraldsfæti. Starfsliðið, dýr og farangur er flutt stað úr stað, land úr landi á húsvögnum, sem hest- um er beitt fyrir. Vagnarnir, sem oft skipta tugum að tölu, eru venjulega málaðir með sterkum, fjölbreyttum litum. Þegar vagna- lestin mjakast eftir þjóðveginum með skær- um bjölluklið, er henni jafnan veitt meiri athygli en öðru því, er um veginn fer. Marg- ur unglingurinn horfir löngunaraugum eftir henni, og' þykir, sem þar fari óskabörn hamingjunnar, hinir öfundsverðu, frjálsu og glöðu farandmenn. 20 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.