Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 23

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 23
JÓNAS ÞORBERGSSON: Hugsjónir. Hugsjónir eru sköpunarmáttur; afl, sem lyftir Grettistökum framfaranna. Sérhver þjóð, sem á hugsjónaheitan æsku- lýð, á sér vonir og framtíð. I æðum og sál hins heilbrigða æskumanns brennur eld- ur vaxtarins; í draumum hans, vonum og loftköstulum rísa hin óleystu verkefni vax- andi þjóðar. Islendingar hafa á síðastliðinni hálfri öld hafið mikið landnám. Æskumenn síðustu kynslóða hafa verið miklir hugsjónamenn. Og þeir hafa vaxið, til þess að verða dug- andi menn til framtaks og athafna. Aldrei mun verða komið tölu á þau átök og framkvæmdir Islendinga á síðustu ára- tugum, sem eiga upphaf sitt í hugsjónalífi æskumanna, karla og kvenna. Meðal þeirra átaka er baráttan gegn berklaveikinni. Heilsuhælin tvö og Reykjalundur eru meðal þeirra loftkastala hugsjónamanna, sem tek- izt hefur að koma á múrfastan grunn og sem standa óbrotgjörn, öldum og óbornum til líknar og varnar. En á leið æskumannsins til elliára leyn- ast hættur síngirninnar, hjartakuldans og Sagt er þó af kunnugum, að gleðibragð trúðanna sé aðeins á yfirborðinu, brosið sé einn þáttur af erfiðum skyldustörfum og tilbreytingin aðeins dapurlegur hversdags- hugarsvefnsins. Valdgræðgin kemur í stað fórnarlundar. Makindi og sjálfsdekur í stað áhugavinnu og sjálfboðastarfa í þágu óleystra verkefna þjóðarinnar. Allur þorri manna tek- ur að „lifa sjálfa sig“, eins og það er kallað, þegar þeir komast yfir ákveðið aldurs- mark. Of margir taka þá að myrða eigin afkvæmi hugsjónaauðugrar æsku sinnar. Of margir deyja, áður en þeir andast. S. I. B. S. stendur enn í miðju starfi. Enn er langt að lokatakmarki. Og lokamarki slíkrar hreyfingar verður raunar aldrei náð. Þótt berklaveikin hverfi með öllu úr land- inu, verður Reykjalundur ávalt líknar- og hvíldarstofnun, eða máske menntaklaustur, ef fyrir líkn og hvíld verður séð með öðrum ráðum. — Slíkir draumórar ná langt út í óráðna framtíð. — En við erum enn í miðju starfi, að koma Reykjalundi á fastan grunn; gera hann að ævarandi tákni íslenzkrar hugsjónabaráttu og fórnarlundar á tuttug- ustu öld. Eg vildi mega biðja lesendur þessara fáu orða, að gera sér það ljóst og hafa það hugfast, að meginbarátta S. I. B. S. eins og allra annarra sjálfboðaliðshreyfinga af líkri gerð, verður ávallt háð gegn síngirninni, hjartakuldanum og hugarsvefninum; gegn andlegum hrörnunarsjúkdómum, sem leita á og sýkja eða deyða hugsjónalíf og fórnar- lund þeirra manna, sem í dag eru ungir og vaskir. ☆ ☆☆☆☆☆☆*☆☆☆☆☆*☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ☆ & ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ★ Kjörorð S. í. B. S. er: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. ☆':■☆'☆*☆☆☆☆☆☆'☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆'☆'☆☆☆☆☆☆ ☆ .☆☆☆☆'?☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆' Reykjalundur 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.