Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 28

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 28
DR. JÓN LÖVE: Barátta vísindanna gegn berklabakteríunni. Þótt vísindamenn víða um heim hafi nú háð langa baráttu við sýkla þá, sem valda berklaveiki, virðist enn vera langt í land, þar til unninn er bugur á þessum erkióvini mannkynsins. Þjóðverjinn Róbert Koch fann fyrst bakteríuna árið 1882, en á þeim tíma voru engar aðferðir þekktar til að valda niðurlagi sýkla með markvissum lyfjum. Ehrlich ruddi brautina í þeim efnum, þegar hann framleiddi fyrsta arsenik lyfið gegn syfilis bakteríunni árið 1910. Enn frekari framfarir fylgdu þegar Þjóðverjinn Domagk framleiddi fyrsta sulfalyfið 1935. Og fyrir síðasta stríð uppgötvaði Englendingurinn Fleming penicillin, sem hingað til hefur reynzt öruggast allra lyfja við þeim sjúk- dómum, sem það verkar á. Síðan hafa stór skref verið stigin í framleiðslu ýmissa efna gegn bakteríusjúkdómum, en þótt að vísu hafi fundizt nokkur lyf, sem verka geg'n berklabakteríunni, eru engin til enn, sem óbrigðul geta talizt. Helztu lyfin, sem nú eru notuð gegn berkl- um, eru amerísku lyfin streptomycin og vio- mycin, sænska lyfið PAS og þýzka efnið TBl, en ókostir þeirra allra eru hinir sömu: I fyrsta lagi er verkun þeirra á sýklana ekki nógu sterk. I öðru lagi eru þau tiltölulega skaðleg líkamanum. I þriðja og versta lagi mynda bakteríurnar mótstöðu gegn þeim. Þessa mótstöðu er hægt að fyrirbyggja um tíma með því að nota meira en eitt lyf í einu. Mótstaða sýklanna er talin myndast með stökkbreytingum í einstökum bakterí- um, svo að t. d. ein af milljón breytist. Ef tvö lyf eru notuð saman, geta bakteríurnar aðeins margfaldast ef þær mynda mótstöðu gegn báðum í einu, og það kann þá að taka billjón bakteríur. Með notkun þessarar að- ferðar hafa lyfin þrjú orðið að miklu gagni. Streptomycin hefur sterkasta verkun gegn bakteríunni, en sjúklingarnir tapa oft hluta af jafnvægistilfinningunni og verða stund- um heyrnarlausir, ef of mikið er gefið. Telja má líklegt, að örugg lyf gegn berkl- um verði að bíða þess tíma, þegar meira er vitað um eiginleika berklabakteríunnar. Rannsóknir á þessu sviði hafa verið mjög hægfara veg'na þess, hve ræktun þessara lífvera hefur verið erfið. Nú síðustu árin hefur mikil framför orðið í því efni. Þetta má þakka rannsóknum Dr. Dubos við Rocke- feller-stofnunina í New York. Áður fyrr höfðu þessir sýklar aðeins vaxið í stórum samhangandi hópum, einkum á yfirborði upplausnanna, sem notaðar eru til ræktunar, en með því að bæta við blönduna eins konar sápu, sem meinlaus er fyrir sýklana, tókst að dreifa þeim út um allt efnið. Á þann hátt margfaldast þeir miklu hraðar og eru auð- veldari viðfangs. Þetta hefur flýtt mjög fyrir rannsóknunum og gert kleyft að beita ýms- um aðferðum, sem áður voru útilokaðar. Jafnvel erfðafræðirannsóknir, sem mjög mikilvægar getá orðið á þessu sviði í fram- tíðinni, eru nú byrjaðar. Mjög' merkar athuganir hafa verið gerð- ar síðustu árin í Bandaríkjunum á samsetn- ingu berklabakteríunnar, sem sennilega verða grundvöllur ýmissa framtíðarverk- 26 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.