Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 45

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 45
Brostnir hlekkir. Valgerður Sigurðardóttir. F. 5. nóv. 1918. D. 19. júní 1951. Þau fáu minningarorð, sem hér eru skráð um ungfrú Valgerði Sigurðardóttur, munu aðeins fjalla um síðasta þáttinn í lífi henn- ar, sjúkdómsárin í heilsuhæli og starf henn- ar, sem félaga í S. í. B. S., rituð fyrir hönd hinna mörgu vina hennar og aðdáenda. I aprílmánuði 1943, er Valgerður var 25 ára að aldri, sýktist hún af berklaveiki og innritaðist í Vífilsstaði. Hún hafði þá ný- lokið námi í klæðskeraiðn og bjó sig til utanfarar að frekara námi; að ráði þeirra, sem gjörla þekktu hagleiksgáfu hennar. Draumurinn um utanför varð að víkja fyrir von um endurheimt heilsu, en sú von brást. Hún átti ekki afturkvæmt af sjúkra- húsi. Dvöl Valg'erðar að Vífilsstöðum var ekki athafnalaus bið eftir að úr réðist um örlög hennar, enda var slíkt ekki að hennar skapi. Hugurinn var ríkur af áhugamálum og hendur hennar sívinnandi að gerð listrænna muna, sem um ómælda tíð munu geyma minningu um listagáfu hennar og furðulegan hagleik. Valgerður tók mikinn þátt í félagslífi sjúklinga. Kenndi fatasnið, við námsflokka Vífilsstaða, með frábærum árangri, meðan heilsa leyfði. Þáttur hennar í kennslunni var talinn hagnýtari fyrir sjúklinga en aðrar greinar námsins og var þó jafnan góðra kennara völ, þar á staðnum. Þrjú ár var hún í stjórn félagsins Sjálfsvörn og sat á þingi S. í. B. S. árún 1946—’48 og ’50. Hún lagði og gjörva hönd að frágangi sýningar á listmunum, gjörðum af berklasjúklingum, sem haldin var í Reykjavík árið 1949. Munir hennar vöktu sérstaka athygli og þóttu bera af um listgildi. Valgerður heitin var fríð kona sýnum og fyrirmannleg í fasi, en þó ljúf í viðmóti. Skapgerð hennar brotalaus, menntun víð- tæk, gáfur fjölþættar og nýtar. Enn á ný hefur hvítadauðanum á undan- haldi sínu, tekizt að valda lítt bærri sorg' í íslenzkri fjölskyldu og valdið þjóðinni óbætanlegu tjóni. Mál er að hermdarverkum hans linni. Mál er að sigrast á þjóðarböli. RICHARD KRISTMUNDSSON, læknir. Richard Kristmundsson, læknir að Krist- neshæli, lézt þar á staðnum 7. sept. s. 1. Richard hefur um ára bil staðið framarlega í samtökum berklasjúklinga og mun hans nánar getið síðar, í þessu riti. Reykjalunpur 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.