Morgunblaðið - 02.02.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 02.02.2015, Síða 1
M Á N U D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  27. tölublað  103. árgangur  GILDI HREYFINGAR Í BARÁTTU VIÐ ÝMSA SJÚKDÓMA NÆR ÖLD FRÁ ÞJÓÐARMORÐI Á ARMENUM AÐEINS ÍSLAND NÁÐI STIGI Á MÓTI FRAKKLANDI Í KATAR TÍMAMÓT 26 HEIMSMEISTARAR Í 5. SINN ÍÞRÓTTIRHREYFISEÐLAR 10 Morgunblaðið/Eggert Týndur Það er gott að búa yfir góðu korti.  Kortagrunnur Loftmynda ehf., sem nú þekur allt Ísland, er 10 til 25 sinnum nákvæmari en kort Land- mælinga Íslands. Er hann í mæli- kvarðanum 1:2.000 til 1:5.000 en kort Landmælinga af landinu eru í mælikvarðanum 1:50.000. Þetta segir Karl Arnar Arnarson, fram- kvæmdastjóri Loftmynda, í samtali við Morgunblaðið. Veltir hann einn- ig upp þeirri spurningu af hverju íslenska ríkið nýti sér ekki korta- grunn annarra í stað þess að við- halda ónákvæmum kortum. Karl Arnar segir fyrirtæki sitt nú reiðubúið til samninga við íslenska ríkið um að gera kortagrunn sinn, í mælikvarðanum 1:5.000, aðgengi- legan fyrir bæði almenning og fyr- irtæki í landinu. Forstjóri Land- mælinga segist ekki útiloka við- skipti við einkaaðila. »4 Kortagrunnur Loft- mynda nákvæmari en Landmælinga Vinnumarkaður » Sjúkraliðar telja sig hafa setið eftir miðað við samninga sem gerðir voru við kennara, lækna o.fl. » Forseti ASÍ segir ljóst að þeir sem sömdu fyrst í fyrra á grundvelli stöðugleika telji sig eiga inni leiðréttingu. Guðni Einarsson Benedikta Br. Alexandersdóttir Ekki verður af boðuðu verkfalli fé- laga í Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) sem hefjast átti hjá Múla- bæ/Hlíðabæ á morgun. Samningar náðust í síðustu viku en þeir gilda til 30. apríl nk. líkt og aðrir samn- ingar sjúkraliða. „Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en ég efast um að samningar náist fyrir enda apríl. Ég er sannfærð um að það á allt eftir að loga hérna miðað við hljóðið í atvinnurekendum,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ. „Það er augljóst að þeir sem sömdu fyrst í fyrra á grundvelli stöðugleika telja sig eiga inni leið- réttingu gagnvart því sem síðar gerðist,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann sagði það vera fyrst og fremst í höndum ríkis- stjórnarinnar að búa svo um hnút- ana að þjóðarsátt gæti skapast. Gylfi nefndi í því sambandi skatt- kerfið, velferðarkerfið, bæði hús- næðismál og heilbrigðismál, og eins menntakerfið. Þá sagði Gylfi að til þess að hægt yrði að gera almenna kjarasamn- inga hér þannig að þeir stæðust samanburð við kjarasamninga launafólks annars staðar á Norð- urlöndum þyrfti æði margt að ger- ast á vettvangi stjórnmálanna og eins atvinnulífsins. »2 og 4 „Allt á eftir að loga hérna“  Formaður Sjúkraliðafélagsins telur líkur á átökum á vinnumarkaði  Forseti ASÍ segir það vera í höndum ríkisstjórnarinnar hvort hér næst þjóðarsátt Morgunblaðið/ÞÖK Í skóla Börn með kæfisvefn geta átt erfitt með að einbeita sér að námi. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Einkenni kæfisvefns eru önnur hjá börnum en fullorðnum, en um 4% ís- lenskra barna eru með kæfisvefn að sögn Michaels Clausens barnalækn- is sem vinnur m.a. við svefnrann- sóknir á vegum Hins íslenska svefn- rannsóknarfélags. Þeim börnum sem koma til rannsóknar hjá félag- inu fjölgar ár frá ári. Ómeðhöndlaður kæfisvefn getur leitt til ýmissa sjúkdóma hjá börn- um, rétt eins og hjá fullorðnum, eins og t.d. sykursýki 2 og sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi, en að auki getur hann valdið hegðunarvandamálum sem geta haft svipuð einkenni og ADHD, vandamálum á borð við óró- leika og einbeitingarskort, sem geta svo leitt til námserfiðleika. „Ef ástandið er meðhöndlað rétt ganga einkennin til baka,“ segir Michael. Hann segir algengt að kæfisvefn sé tengdur við fullorðið fólk, síður við börn. Því átti foreldrar sig ekki alltaf á því hvað sé á ferðinni. »6 Óróleg og vansvefta börn  Einkenni kæfisvefns hjá börnum geta verið svipuð ADHD Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, setti séra Þórhildi Ólafs, nýskipaðan prófast Kjalar- nessprófastsdæmis, inn í embætti síðdegis í gær. Athöfnin fór fram að viðstöddu fjölmenni í Hafn- arfjarðarkirkju þar sem séra Þórhildur er prest- ur. Þórhildur er fyrsta konan sem gegnir emb- ætti prófasts í Kjalarnessprófastsdæmi. Það er þriðja stærsta prófastsdæmi landsins á eftir Reykjavíkurprófastsdæmunum tveimur. Kjalar- nessprófastsdæmi nær yfir Kjós og Kjalarnes, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfjörð og öll Suð- urnesin. »6 Fyrsti kvenprófastur Kjalarnessprófastsdæmis Morgunblaðið/Kristinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, setti séra Þórhildi Ólafs inn í embætti prófasts í gær  Ungir athafna- menn, nýútskrif- aðir úr fram- haldsskóla, eru í óðaönn að koma Krummispice á laggirnar; al- þjóðlegu fyrir- tæki sem selur indverskt krydd og veitir fórnar- lömbum sýru- árása vinnu. Er um að ræða hóp í indversku samfélagi sem upplifir fordóma og útskúfun í atvinnulífinu og sér oft fáar leiðir færar til að sjá sér farborða. »14 Viðskiptahugmynd sem bætir heiminn Kormákur Arthursson Gróskan í ferðaþjónustunni hefur orðið til þess að auka aðsókn í nám á hótel- og matvælasviði Mennta- skólans í Kópavogi, „kokkaskól- ann“ svokallaða. Þar eru nú 300 nemendur. Að auki eru um 250 nemendur á ferðamálasviði skól- ans. Þetta kemur fram í umfjöllun um Kópavog í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Í heimsókn dagsins er einnig staldrað við í Kópavogskirkju og rætt við séra Sigurð Arnarson, for- vitnast er um Yndisgarðinn í Foss- vogi og leitað fregna af starfi Mark- aðsstofunnar í bænum. »12-13 Fjölgun í „kokkaskól- anum“ í Kópavogi Morgunblaðið/Þórður Nám Aðsókn í nám á hótel- og mat- vælasviði MK hefur aukist talsvert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.