Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fálki þessi, sem ljósmyndari rakst á við Kerling- ardalsá skammt austan við Vík í Mýrdal, hafði vart tíma til að líta upp í myndavélina, svo ein- beittur var hann að því að rífa í sig gulönd sem á vegi hans hafði orðið. Fálkinn, sem hefur verið alfriðaður hér á landi frá árinu 1940, nærist mest á rjúpu en fálkar sem lifa nærri sjó veiða sér gjarnan sjófugla. Fálkinn er staðfugl á Ís- landi en talið er að hér verpi 300 til 400 pör. Fálkinn fúlsar ekki við gulönd Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson Svangur fálki við Kerlingardalsá skammt austan við Vík í Mýrdal Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður at- vinnuveganefndar, kvaðst í gær eiga von á að 1. umræðu um frum- varp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa lyki fljótlega. Frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. Þá fer málið til atvinnuvega- nefndar og verður sent til umsagn- ar hjá hagsmunaaðilum. Jón taldi víst að margir myndu koma á fram- færi athugasemdum og tillögum um úrbætur. Hann kvaðst frekar eiga von á því að meirihluti atvinnuvega- nefndar mundi gera nokkrar breyt- ingartillögur varðandi frumvarpið. „Ráðherrann hefur svo sem al- veg opnað fyrir það í umræðunni, að hún sé ekkert ósátt við að gerð- ar verði einhverj- ar breytingar á málinu í meðför- um þingsins,“ sagði Jón. Fram hefur komið að þingmenn, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, hafi ýmislegt við frumvarpið að at- huga. Jón sagði að frumvarpið hefði á sínum tíma verið afgreitt úr þing- flokki Sjálfstæðisflokksins með ákveðnum fyrirvörum nokkurra þingmanna. Sama hefði verið uppi á teningnum í þingflokki Framsókn- arflokksins. Hann sagði að það hefði því lengi verið ljóst að skiptar skoðanir væru um frumvarpið, jafn- vel innan stjórnarliðsins. Jón kvaðst vera viss um að ein- hver leið yrði fundin til að inn- heimta gjald til að stuðla að vernd náttúru landsins og uppbyggingu og viðhaldi ferðamannastaða. Áhyggjur af umsýslukostnaði „Ágreiningurinn snýst ekki um gjaldtökuna sjálfa heldur um aðferðafræðina,“ sagði Jón. „Ég tel að það sé almenn sátt um að það þurfi að fara fram innheimta til þess að fá fjármagn til að geta byggt frekar upp ferðamannastaði og eins til að búa betur um hnútana þar sem þörf er á. Það virðist líka vera almenn sátt um það hjá hags- munaaðilum í ferðaþjónustu.“ Jón sagði að ýmsar hugmyndir hefðu verið nefndar í þessu sam- bandi. Hann nefndi t.d. gistinátta- gjaldið en kvaðst ekki vera viss um að það væri rétta leiðin. Þá kæmu fleiri leiðir til greina. Jón kvaðst telja mikilvægt að atvinnuvega- nefnd fyndi leið sem gæti leitt til víðtækari stuðnings við öflun fjár til uppbyggingar ferðamannastaða. Hann kvaðst hafa haft áhyggjur af því að með þeirri aðferð sem kynnt er í frumvarpinu yrði um- sýslukostnaðurinn of mikill. Reikn- að er með því í frumvarpinu að kostnaður við rekstur náttúrupass- ans verði ekki meiri en 3,5% af tekjum. Greinir ekki á um gjaldtöku  Formaður atvinnuveganefndar býst við að nefndin fái brátt frumvarp um nátt- úrupassa til meðferðar  Á von á að málið taki breytingum í meðförum þingsins Jón Gunnarsson Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) samþykktu í síðustu viku tvo kjarasamninga hjá ríkissátta- semjara. Annars vegar við Múla- bæ/Hlíðabæ og hins vegar við FAAS, Félag áhugafólks og að- standenda Alz- heimerssjúkl- inga. Boðað verkfall sem átti að hefjast á morgun hjá Múlabæ/- Hlíðabæ hefur því verið blásið af. Samningarnir gilda til 30. apríl þeg- ar þeir verða aftur lausir eins og aðr- ir samningar sjúkraliða. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, er ekki vongóð um að kjarasamningar náist fyrir enda aprílmánaðar þegar núverandi samningar falla úr gildi. „Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en ég efast um að samn- ingar náist fyrir enda apríl. Ég er sannfærð um að það á allt eftir að loga hérna miðað við hljóðið í at- vinnurekendum,“ segir Kristín. Þá telur hún að reynt hafi á þolin- mæði sjúkraliða til hins ýtrasta og það gæti ýtt undir átök í komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að sjúkraliðar telja sig hafa setið verulega eftir í samningum við stofn- anir og ríkið í ljósi þeirra samninga sem hafa verið gerðir á undanförn- um mánuðum við kennara, lækna og aðra,“ segir Kristín. Þá segir hún sjúkraliða horfa sérstaklega til samninga við lækna í komandi kjara- viðræðum. „Það eru ekki bara læknar sem hverfa héðan af landi brott vegna lélegra launa því það er alveg sama hvar borið er niður varð- andi starfsstéttir í heilbrigðisgeiran- um. Það er eitt að ætla að halda stöð- ugleika hér á landi með því að reyna að semja af skynsemi en það þýðir ekkert að leita eftir því að við milli- stéttarfólkið, eða þeir með lægstu launin, eigum að halda uppi kerfinu,“ segir Kristín. Dreggjarnar af síðasta ári Þrátt fyrir þetta segir Kristín fé- lagsmenn ánægða með nýjustu samningana. „Það eru allir glaðir og fegnir því að það hafi ekki þurft til verkfallsins að koma,“ segir Kristín. Samningarnir sem um ræðir eru nýir af nálinni því ekki hafa áður ver- ið gerðir sérstakir kjarasamningar við þessar stofnanir. „Við höfum hingað til aðeins gert með okkur samkomulag um það sem skyldi fara eftir í ríkissamningunum. Það fór svo að verða sífellt erfiðara að kom- ast að samkomulagi um eftir hverju átti að fara,“ segir Kristín. Með samningunum eru ákveðnir þættir, líkt og verklag sjúkraliða, orðnir skýrari, auk þess sem kaup og kjör voru hækkuð í samræmi við það sem samið var um við aðrar stofn- anir í marsmánuði á síðasta ári. Far- ið var yfir það á báðum stöðum að verkþættir og störf sjúkraliða væru sambærileg á milli stofnana. Í samn- ingnum við FAAS var einnig samið um að greiða starfsfólki eftir því hversu lengi það hefur starfað hjá stofnunninni. Þolinmæði sjúkraliða brátt á þrotum  Sjúkraliðafélag Íslands undirritar tvo nýja kjarasamninga  Framtíðin óljós Kristín Á. Guðmundsdóttir Morgunblaðið/Golli Átök Sjúkraliðar vilja auka sinn hlut og horfa til samninga lækna. Gasmengun barst frá gosstöðvunum í Holuhrauni yfir á norðaustanvert landið í gær. Nokkur styrkur var í mengun frá Höfn og norður á Akureyri en svo dreifðist úr meng- uninni. Sam- kvæmt mæl- ingum Umhverfisstofnunar var loft víðast hvar gott, en þó urðu margir varir við mengunina. Aðalsteinn Sig- urðsson á Egilsstöðum var einn þeirra. „Hér er bláleitt skyggni og við finnum vel fyrir menguninni í dag. Maður heyrir það á rollunum sem hósta og ef maður reynir líkamlega á sig úti. Þá finnur maður sviða í barka og lungum alveg um leið. Það er eins og áhrifin magnist í frostinu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Morgun- blaðið í gær. Íbúar á Djúpavogi og Seyðisfirði kváðust einnig hafa orðið varir við bláa slikju í loftinu þótt þeir fyndu ekki fyrir menguninni. „Svona um há- vetur veit maður ekki hvort maður er með nefrennsli út af frostinu eða menguninni,“ sagði Pétur Krist- jánsson á Seyðisfirði. Í dag berst mengunin suður og suðaustur af eld- stöðvunum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er ekki ástæða til að fólk grípi til sérstakra varúðar- ráðstafana. benedikta@mbl.is Bláleitt skyggni og hósti Holuhraun Þaðan berst mengun.  Gosmengunin fær- ist suður á landið Fimm starfsmönnum Hrafnistu í Reykjavík var sagt upp fyrir helgi þar sem ríkið hefur ákveðið að end- urnýja ekki samning um rekstur end- urhæfingarrýma sem ætluð eru öldr- uðum sem búa enn í eigin húsnæði. Samningur ríkisins við Hrafnistu um rekstur 20 endurhæfingarrýma renn- ur út í vor en hann hefur verið í gildi síðan 2009. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafn- istu, segir miður að ekki skuli hafa náðst samningar um endurnýjun end- urhæfingarúrræðisins. Hann segir að rýmin verði notuð í aðra þjónustu fyr- ir aldraða, t.d. hjúkrunar- og hvíldar- rými. benedikta@mbl.is Sagt upp á Hrafnistu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.