Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið/Kristinn Hreyfing Sú hreyfing sem til greina kemur með hreyfiseðlunum getur verið margvísleg, allt eftir því hvað hentar. semi hreyfingar sé ekki ný af nálinni má ef til vill orða það svo að nálgun heilbrigðisstéttarinnar á viðfangs- efnið sé ný. „Við getum farið úr því að segja sjúklingi að við ráðleggjum honum að hreyfa sig yfir í það að ávísa hreyfinguna sem meðferð,“ segir Jón Steinar og vísar þar til hreyfiseðlanna sem markvisst var byrjað að innleiða árið 2011 hér á landi að sænskri fyrirmynd. „Svíar hafa verið þar í forystu frá aldamótum hér um bil,“ segir hann. „Hreyfiseðillinn hefur verið inni á fjárlögum frá því á síðasta ári og þar með hluti af heilbrigðiskerf- inu en ekki eitthvert tilraunaverk- efni. Við erum að innleiða þetta verkfæri í öllu heilbrigðiskerfinu,“ segir Jón Steinar. Í fyrra lauk inn- leiðingunni á öllum heilsugæslu- stöðvum landsins og heilbrigð- isstofnunum úti á landi. Nú er verið að innleiða hreyfiseðlana hjá lækn- um sem starfa utan spítalans og heilsugæslunnar. LSH og Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, auk endurhæfingarstofnana ættu að hafa bæst við fyrir árslok. Að sögn Jóns Steinars er mark- miðið að allir læknar og vissir heil- brigðisstarfsmenn geti ávísað hreyf- iseðlum þegar fram líða stundir. Hvernig virkar hreyfiseðillinn? Læknir sem hittir sjúkling sem er með einhvern þann sjúkdóm sem hreyfing ætti að vera eða gæti verið hluti af meðferð getur boðið sjúk- lingi þetta úrræði. „Sjúkdómar sem gætu fallið þar undir væru fullorðins sykursýki, offita, háþrýstingur, vægt þunglyndi, stoðkerfisvandamál ýmiss konar og krónískir verkir, vefjagigt, astmi, langvinn lungna- teppa, beinþynning og margir fleiri sjúkdómar sem hreyfingin hefur gildi,“ segir Jón Steinar. Læknirinn kynnir úrræðið fyrir sjúklingnum og mikilvægt er að sjúklingurinn sé tilbúinn að takast á við eigin vanda. Sé hann reiðubúinn til þess er hann bókaður í tíma hjá svokölluðum hreyfistjóra sem er sjúkraþjálfari sem einnig hefur hlot- ið menntun í áhugahvetjandi sam- tali. „Hreyfistjórarnir eru núna tengdir öllum heilsugæslustöðvum eða heilbrigðisstofnunum um land- ið,“ segir hann. Sjúklingur og hreyf- istjóri hittast í einu klukkustund- arlöngu viðtali. Einfalt þolpróf er gert og hreyfistjóri leggur mat á stöðu sjúklingsins. „Síðan er gerð áætlun út frá sjúkdómnum fyrst og fremst, hvers konar hreyfimeðferð kemur til með að gagnast hverjum og einum,“ segir Jón Steinar. Hreyfingin getur verið ganga, sund, stafaganga eða annað. „Í sama viðtali er sjúklingnum kynnt tölvuprógramm sem er hannað, þró- að og útfært í þessum tilgangi. Sjúk- lingurinn skráir hreyfinguna þannig að í hvert skipti sem hann hreyfir sig samkvæmt áætluninni fer hann inn í forritið og hakar við. Hann sér þar myndrænt hvernig hann stendur sig miðað við áætlunina. Hreyfistjórinn fylgist með sín megin. Tölvan lætur hann vita ef sjúklingurinn fer niður fyrir 70% af áætluðu. Þá hefur hann samband við sjúklinginn og leiðbein- ir honum,“ segir Jón Steinar Jóns- son læknir um hreyfiseðlana. Allar nánari upplýsingar um hreyfiseðlana má fá hjá læknum á heilsugæslustöðvum og heilbrigð- isstofnunum. Morgunblaðið/Ernir Áætlun Hreyfistjóri gerir áætlun með sjúklingi um hreyfingu og notað er tölvuforrit til að fylgjast með gangi mála. Gera þarf grein- armun á hreyfing- arleysi sem áhættu- þætti og hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum. Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 akkar ök kjur Glæný línuýsa Hrogn og lifur Súr hvalur og hákarl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.