Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 KÓPAVOGUR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 „Kirkjan á Borgarholtinu er á margan hátt kennimark bæjarins og tengsl fólksins við þessa bygg- ingu eru sterk. Margir velja því að athafnir tengdar sér og sínum séu hér, þótt fólk sé ef til vill flutt fyrir löngu úr sókn- inni, jafnvel til útlanda,“ segir sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kópavogskirkju. Kópavogsbær skiptist upp í fjór- ar kirkjusóknir. Þær eru kenndar við Lindir, Hjalla, Digranes og Kársnes og hefur Sigurður þjónað hinni síðastnefndu frá 2009. Sóknin nær frá Hamraborg og þaðan suður nesið, en á þessu svæði búa alls um 4.500 manns og af þeim eru um ¾ þjóðkirkjufólk. Þetta er ein fá- mennasta sóknin á höfuðborgar- svæðinu og kemur þar til að á svæð- inu býr nokkur fjöldi erlends fólks sem aðhyllist önnur trúarbrögð. Margir sækja Mál dagsins „Starfið er líflegt, messur og guðsþjónustur ágætlega sóttar, fermingarbörn vorsins eru hátt í 60 í vor og um 60-70 manns sækja vikulega yfir veturinn á þriðjudög- um það sem við köllum Mál dagsins. Þar er sungið saman í hálfa klukku- stund undir stjórn Friðriks Krist- inssonar og Lenku Mátéová. Eitt- hvert málefni er tekið fyrir í hálfa klukkustund og svo drukkið kaffi og með því. Á þriðjudaginn var er- indi um Ástralíu og næsta þriðju- dag verður fjallað um sumarbúðir í Tyrklandi,“ segir sr. Sigurður Arn- arson. sbs@mbl.is Tengsl fólksins við kirkjuna eru sterk Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarholt Kársneskirkja er svipsterk og arkitektúrinn stef í bæjarmerki. Sigurður Arnarson Í Fossvoginum, norðan við Kjarr- hólma og vestan við Gróðrarstöðina Mörk, leynist trjásafnið í Meltungu, sem þrátt fyrir ungan aldur er orð- ið eitt hið stærsta hérlendis. Pétur N. Ólason, betur þekktur sem Per í Mörk, kom trjásafninu á laggirnar eftir að hafa lagt það til við Kópavogsbæ árið 1995. Árið 1997 hófust fyrstu gróðursetningar og nú er svo komið að safnið hefur að geyma rúmlega 800 tegundir trjáa og runna. Finna má aragrúa sjaldgæfra tegunda í trjásafninu en einna sjaldgæfastar eru jurtirnar snæ- lenja, hvítlenja og körfurunni sem eiga uppruna að rekja til Eldlands, við syðsta odda Suður-Ameríku. Þá eru í safninu þrír garðar og þeirra stærstur er Yndisgarðurinn sem er runnasafn í tengslum við verkefnið Yndisgróður á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Því næst er Aldingarðurinn þar sem finna má úrval berjarunna og þar vaxa epli, plómur, perur og kirsuber. Minnstur garðanna er Sí- græni garðurinn og eru í honum meðal annars margar forvitnilegar tegundir frá Færeyjum og Orkn- eyjum. sh@mbl.is Morgunblaðið/RAX Prýði Undir snjónum leynist fallegur gróður sem kemur betur í ljós í vor. Snælenjur alla leið frá Suður-Ameríku  Eitt stærsta trjásafn Íslands í Kópavogi Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Menntaskólinn í Kópavogi hefur tekið talsverðum breytingum frá stofnun hans þegar 125 nemendur hófu nám við skólann árið 1973. Smám saman hefur skólinn víkkað starfsemi sína og eru nú 1.400 nem- endur sem stunda nám á þremur sviðum skólans. Flestir leggja stund á bóklegt nám til stúdentsprófs en um 300 nemendur eru á hótel- og matvælasviði og um 250 í ferða- málanámi sem skiptist í Ferðamála- skólann og Leiðsöguskólann. Stefna MK er að bjóða upp á metnaðarfullt bóknám og verknám og bæta við sérhæfingu skólans og auka námsframboð í takt við þarfir atvinnulífsins á hverjum tíma. MK er nú leiðandi á ýmsum sviðum menntamála. Hótel- og matvælasvið saman- stendur af fjórum iðngreinum til sveinsprófs ásamt námi í hótel- stjórnun á háskólastigi. Iðnnáms- greinarnar fjórar eru bakaraiðn, framleiðsla, kjötiðn og matreiðsla. Flestir nemendanna leggja stund á matreiðslu og hefur talsverð fjölgun orðið á nemendum þar og í fram- leiðslunni. Þar að auki er MK eini skólinn á Íslandi sem býður upp á nám í hótelstjórnun en námið er unnið í samvinnu við Centre Cesar Ritz háskólann í Sviss. Ferðamaðurinn hefur áhrif Fjölmargir þættir hafa áhrif á aukna aðsókn nemenda í iðnnám. Baldur Sæmundsson, áfangastjóri verknámsgreina MK, segir aukinn ferðamannastraum eiga stóran þátt í aukinni aðsókn í nám á hótel- og matvælasviði. „Þörfin fyrir að bæta þjónustustigið í matvælaiðnaðinum hefur aukist með auknum ferða- Morgunblaðið/Þórður Flottir Nemendum á hótel- og matvælasviði Menntaskólans í Kópavogi hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Gróska í ferðaþjónustu hefur áhrif á námsval  Sérhæft nám Menntaskólans í Kópavogi leiðandi á landsvísu Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandað vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.