Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 4. febrúar ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi Peysu- og boladagar þessa viku 50% afsláttur v/Laugalæk • sími 553 3755 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Mikil reiði og sorg ríkir nú í Japan eftir að hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams birtu myndband um helgina sem sýndi afhöfðun japanska gísls- ins Kenji Goto sem verið hafði í haldi samtakanna síðan í október á síðasta ári. Þá er talið víst að samtökin hafi afhöfðað annan japanskan gísl, verk- takann Haruna Yukawa, í síðustu viku eftir að japönsk stjórnvöld greiddu ekki tvö hundruð milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar tæp- um 27 milljörðum íslenskra króna, í lausnargjald. Fór til að frelsa Yukawa Í myndbandinu er Goto á hnján- um, klæddur í appelsínugulan galla, en grímuklæddur maður stendur við hlið hans vopnaður hníf. Kennir maðurinn japönsku ríkisstjórninni um „slátrun“ Goto. Myndbandið endar á mynd sem tekin er af líkama Goto þar sem höfuðið hvílir á baki hans. Ekki hefur verið formlega staðfest að myndböndin sýni raun- verulega atburði. Japönsk yfirvöld telja þó enga ástæðu til að ætla að svo sé ekki og hafa fordæmt morðin. Goto, sem var 47 ára gamall, var virtur fjölmiðlamaður, þekktur fyrir umfjallanir sínar um þjáningar stríðshrjáðra borgara. Hann ferðað- ist til Sýrlands í október, að sögn til að reyna að frelsa Yukawa. Haft er eftir móður Goto, Junko Ishido, að dauði hans skildi hana eftir orðlausa og að hann hefði farið til Sýrlands vegna góðmennsku sinnar og hug- rekkis. Bróðir Goto, Junichi, sagðist hafa vonað að hann kæmi heill heim. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, hefur lýst því yfir að Japan muni ekki gefa eftir gagnvart hryðjuverkamönnum og að hann hygðist auka stuðning við lönd sem berðust gegn þeirri vá en Ríki Ísl- ams segir slíkan stuðning Japana einmitt helstu ástæðu gíslatökunnar. Hafa yfirlýsingar Abe vakið nokkra óánægju meðal Japana sem segja hann að hluta til ábyrgan fyrir því hvernig fór fyrir gíslunum. Rishawi enn í fangelsi Hryðjuverkasamtökin breyttu ný- lega um kröfu en í stað lausnargjalds í formi fjármagns fóru þau fram á að fanganum Sajida al-Rishawi yrði sleppt af dauðadeild fangelsis í Jórd- aníu. Rishawi er meðlimur í al-Qaeda en hún hefur verið dæmd í lífstíð- arfangelsi í Jórdaníu fyrir hlutverk sitt í sprengjuárás árið 2005 þar sem sextíu manns létu lífið. Ef gengið yrði að kröfunum átti að þyrma Goto og öðrum gísl, jórdanska flugmann- inum Maaz al-Kasasbeh sem var tek- inn til fanga af samtökunum eftir að flugvél hans brotlenti í Sýrlandi í desember. Japönsk og jórdönsk stjórnvöld höfðu unnið að því undanfarna daga að ná gíslunum úr haldi hryðju- verkasamtakanna. Abdullah kon- ungur Jórdaníu hafði til að mynda heitið fullu samstarfi við japönsk yf- irvöld um að sjá til þess að Goto yrði sleppt, en hann og utanríkisráðherra Japans funduðu fyrir tæpri viku síð- an. Þess má geta að í síðasta mynd- bandinu sem birt var af Goto á með- an hann var enn á lífi segir hann að samtökin muni drepa flugmanninn ef Rishawi verði ekki sleppt við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Rishawi er enn á bak við lás og slá. Jórdanar hyggjast frelsa gíslinn Yfirvöld í Jórdaníu hétu því í gær að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bjarga hermanni sínum úr greipum hryðjuverkasam- takanna. Sagði talsmaður ríkis- stjórnarinnar að Jórdanía myndi „gera allt sem hægt væri að gera til að bjarga lífi og tryggja lausn“ flug- mannsins. Fleiri þjóðarleiðtogar hafa fordæmt morðin, meðal ann- arra Barack Obama forseti Banda- ríkjanna, breski forsætisráðherrann David Cameron, forseti Frakklands François Hollande og Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu. AFP Harmur Japanar syrgja nú gíslana tvo en Jórdaninn Maaz al-Kasasbeh er enn í haldi hryðjuverkasamtakanna. Afhöfðuðu japanska gíslinn og tóku það upp  Jórdanski flugmaðurinn enn í haldi  Vilja Rishawi lausa Sergio Mattarella frá Sikiley var kosinn forseti Ítalíu á laugardaginn. Mattarella, sem er 73 ára gamall, er af mörgum álitinn táknmynd bar- áttu Ítala gegn skipulagðri glæpa- starfsemi en hann hefur meðal ann- ars starfað sem dómari. Studdur af forsætisráðherra Mattarella naut stuðnings for- sætisráðherrans Matteo Renzi og flokks hans, Lýðræðisflokksins, fyr- ir kosningarnar og tekur við af hin- um vinsæla Giorgio Napolitano sem leggur starfið á hilluna sökum ald- urs. Mattarella á að baki 25 ára fer- il sem þingmaður og hefur verið í ráðherrastöðu oftar en einu sinni fyrir rík- istjórnir báðum megin við miðj- una. Hann er annálaður fyrir heiðarleika en hann hóf stjórn- málaferil sinn eftir að eldri bróðir hans var myrtur af mafíunni á Sikiley. „Erfiðleikar og vonir borgara okkar eiga hug minn allan þessa stundina,“ sagði Mattarella í stuttri ræðu eftir að úrslitin voru ljós. Dómarinn Mattarella var kjörinn forseti Ítalíu Sergio Mattarella Að minnsta kosti fjörutíu létust í átökum úkraínskra hermanna og aðskilnaðarsinna um helgina. Úkra- ínsk yfirvöld segja fimmtán her- menn og tólf óbreytta borgara hafa látist og aðskilnaðarsinnar segja þrettán úr sínum röðum hafa fallið. Þá hafa aðskilnaðarsinnar tilkynnt að þeir hafi tekið yfir bæjinn Vu- hlehirsk og umkringt Debaltseve sem er lykilsvæði hernaðarlega séð, en úkraínsk heryfirvöld hafna þeim yfirlýsingum. Fulltrúar Úkraínu, Rússlands og aðskilnaðarsinna komu saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlans, um helgina til að ræða tillögur um vopnahlé og fangaskipti. Sam- kvæmt AFP var viðræðunum slitið án nokkurs árangurs. Þá kölluðu François Hollande, forseti Frakk- lands, og Ewa Kopacz, forsætisráð- herra Póllands, eftir vopnahléi í Úkraínu fyrir skemmstu. Þau skor- uðu einnig á stjórnvöld í Rússlandi að hætta stuðningi sínum við að- skilnaðarsinna í austurhluta lands- ins. Að minnsta kosti fjörutíu féllu í Úkraínu Króatíska ríkis- stjórnin mun í dag gefa skuld- urum landsins óvenjulega gjöf en skuldir þús- unda Króata verða þá afskrif- aðar. Verkefn- inu, sem yfirvöld kalla „nýtt upp- haf“, er ætlað að hjálpa einhverjum þeirra 317 þús- und Króata sem hafa þurft að sæta lokun á bankareikningum sínum sökum skulda. Íbúar Króatíu eru aðeins 4,4 milljónir og því er hlut- fall skuldugra töluvert. Skuldafen íbúa Króatíu hefur komið illa niður á efnahag landsins og eru hagvaxt- arspár lágar fyrir þetta ár. „Við teljum að þetta úrræði muni gagnast um 60 þúsund manns,“ seg- ir aðstoðarforsætisráðherra lands- ins, Milanka Opacic, í samtali við fréttastofu Reuters. KRÓATÍA Afskrifar skuldir landsmanna Afskriftir Þús- undir Króata fagna í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.