Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 ✝ Hjálmar Krist-insson fæddist í Keflavík 13. febr- úar 1957. Hann lést 25. janúar 2015. Faðir hans var Kristinn Sigurðs- son, f. 22.7. 1928, d. 9.2. 2013. Móðir Hedda Louise Gan- dil, f. 17.8. 1933, d. 5.6. 1974. Bræður: Helgi Gunnar, f. 1.5. 1960, kvæntist Birnu Sig- þórsdóttur, f. 2.11. 1960, þau skildu. Börn: Tryggvi Steinn, eiginkona Ingunn Anna Hjalta- dóttir, þau eignuðust tvíbura Freyr Kristinsson, og Bryndís Lóa, unnusti Döggvi Már Ár- mannsson. Sigurður, f. 26.1. 1951. Sigurður kvæntist Björgu Pétursdóttur, f. 22.2. 1952, þau skildu. Dætur: Björg Unnur, gift Rúnari Inga Kristjánssyni. Börn: Aron Ingi og Dögg. Rúnar átti fyrir einn son. Kolbrún, giftist Aðalsteini Friðjónssyni, f. 27.12. 1962, d. 3.9. 2010, og Rúna Krist- ín, gift Hauki Arnari Gunn- arssyni. Börn: Kristinn Arnar, Stella Rún og Björgvin Páll. Hjálmar kvæntist Jóhönnu Kristínu Ragnarsdóttur, f. 3.2. 1961, d. 11.4. 2008. Börn: Hjalti, f. 11.5. 1984, og Helga, f. 28.10. 1988, unnusti Gissur Jónasson, f. 8.9. 1983, sonur Erik Breki, f. 11.3. 2010, og dóttir, Jóhanna Kristín, f. 10.10. 2014. Útför Hjálmars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 2. febrúar 2015, kl.13. 20.10. 2014. Hanna Þóra, eiginmaður Jóhann Sig- urleifsson, sonur Tómas Örn, Eyrún Sif, unnusti Sig- urvaldi Guðmunds- son, og Andri Rafn, unnusta Ýris Eva Einarsdóttir. Helgi er kvæntur Hildi- gunni Bjarnadótt- ur, f. 29.12. 1964, hún á 3 börn. Jóhann Örn, f. 15.7. 1963, kvæntur Eddu Björgu Benón- ýsdóttur, f. 12.2. 1963. Dætur: Hedda Kristín, unnusti Grímur Ó Jesús kom með kærleik þinn. Ó Kristur ver oss hjá. Í sorg og gleði sértu minn, við saman stöndum þá. Og þegar dimmu dregur að, á dögum eins og nú. Þá vertu hér á stund og stað, með styrk í okkar trú. (Sigurður R. Ragnarsson.) Í dag kveðjum við mætan mág, svila og vin, Hjálmar Kristinsson, sem lést langt um aldur fram að- faranótt 25. 1. sl. eftir erfið veik- indi. Hjalli kvæntist Hönnu Stínu systur og mágkonu og hófu þau búskap í Hafnarfirði. Síðan lá leið þeirra austur í Neskaupstað og þar vann Hjalli sem verkstjóri í frystihúsinu, rak eigin fiskvinnslu en lengst af var hann háseti á togaranum Beiti. Hjalli fékkst við ýmis sölustörf eftir að þau fóru aftur suður. Hann var alls staðar vel liðinn, kurteis og alltaf í góðu skapi, húmorinn var aldrei langt undan. Hjalli var vinur vina sinna og átti stóran vinahóp og tryggur þeim sem hann kynntist. Eins var hann duglegur að heimsækja fólk og láta vita af sér þegar hann var hér í Neskaupstað, þetta var hans staður líka. Þau voru miklir nátt- úruunnendur og fóru í skipulagð- ar gönguferðir á hverju ári, Hjalli tók mikið af myndum og hugfang- inn sýndi hann þær. Það var ákaf- lega gaman að bjóða honum í mat, allt var gott og var hann með sér- stök lýsingarorð við hverja mál- tíð. Hjalli var hugsjónamaður og hugmyndasmiður, má segja dell- umaður, hann var alltaf með eitt- hvað í bígerð til að búa sér til meiri tekjur og oft fannst honum hann vera hænufet frá milljónun- um, allt var svakalega flott eins og hann tók gjarnan til orða sjálf- ur. Árið 2005 greindist Hanna Stína með krabbamein sem hún tókst á við og allir héldu að væri læknað. Það var mikið áfall árið 2008 þegar þau veikindi tóku sig upp aftur af miklum krafti og lést hún í apríl 2008. Þá var fótunum kippt undan Hjalla, veröldin hrundi og sorgin var mikil hjá honum, börnunum og okkur öll- um í fjölskyldunni. Í kringum áramótin 2014 greinist Hjalli síðan með krabba- mein í höfði. Aftur þurftu hann, börnin og fjölskyldan að horfast í augu við þennan vágest. Hann ákvað að takast á við þetta sem verkefni sem hann ætlaði að ljúka þó að hann vissi að möguleikarnir væru ekki miklir. Hann stundaði líkamsrækt og heilsusamlegt líf- erni af fullum krafti en allt kom fyrir ekki. Hann bar sig vel og sagði að þetta væri allt í áttina, já- kvæðni var alltaf hans aðals- merki. Hann greindist síðan með beinkrabbamein í byrjun árs og var lagður inn á sjúkrahús um miðjan janúar, sýnt var að bar- áttan var töpuð og lést hann eins og áður sagði 26.1. Nú er elsku vinurinn kominn aftur til Hönnu sinnar sem hann saknaði alla tíð. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir honum og elsku Hjalta, Helgu, Gissuri, Erik Breka og litlu Jóhönnu Kristínu, sem og öllum ættingjum og vin- um. Þín, Sigurður Rúnar Ragnarsson og Ragnheiður Hall, Neskaupstað. Barn spyr móður: „Mamma, af hverju tekur guð það góða fyrst?“ Móðir svarar: „Þegar þú ferð út í garð að tína blóm, hvaða blóm tekurðu fyrst?“ Barnið hugsar í smástund og svarar svo: „Þau fallegustu.“ Hjalli frændi var einn af þeim góðu, hann var fallegur og ljúfur, að innan sem utan. Hann var sá sem allir vildu hafa og eiga að lengi, en hann var fallega blómið í garðinum sem var týnt fyrst. Hjalli var tekinn of snemma, en við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum. Á vegg fyrir utan krabba- meinsdeild Landspítalans má sjá eftirfarandi: Veistu ef þú vin átt þann er vel þú trúir og vilt af honum gott geta geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft. (Hávamál). Þessi orð gætu vel hafa verið lífsmottó Hjalla frænda, því fáir voru jafngóðir vinir vina sinna og hann. Alltaf tók hann okkur opn- um örmum, með sólskinsbros á vör, sama hvað bjátaði á. Hann var jákvæður og sá alls staðar tækifæri í lífinu, sum voru far- sælli en önnur, en ef þau heppn- uðust ekki, sneri hann sér að því næsta. Hann var góð fyrirmynd, jákvæður, stoltur pabbi, ástríkur afi og umfram allt dásamleg per- sóna. Við vonum að þér líði vel í faðmi Hönnu Stínu þinnar, með afa Kidda og Heddu. Við munum sakna þín. Hjalti, Helga og Gissur. Við sendum ykkur okkar samúð og Guð gefi ykkur styrk. Rúna frænka, Haukur, Kristinn, Stella og Björgvin. Lífsins leið er óráðin. Það var þéttur hópur stráka á svipuðum aldri á Holtinu í Hafnarfirði. Við höfðum mikið ósnortið leiksvæði og mikið frelsi allt frá Sædýra- safni, hraunið, Ástjörnina, fót- bolta- og handboltavöll. Við höf- um fylgst að frá því við voru litlir strákar í leik og í skóla. Alla tíð hefur vináttan verðið djúp og sterk. Við höfum notið mikillar gleði, en einnig tekist á við erfiðar sorgarstundir. Missir Hjalla var mikill þegar móðir hans lést úr krabbameini þegar hann var 17 ára. Hjalli var einstaklega jákvæð- ur, bjartsýnn og glaðsinna alveg frá fyrstu tíð. Hann sýndi aldrei fantaskap þegar tekist var á í strákaleikjunum. Sjónin háði Hjalla oft þegar rigndi og erfitt var að sjá út um gleraugun sterku. Það var hættuför þegar við brunuðum á kassabílnum og Hjalli við stýrið. Engir hjálmar voru notaðir í þá daga. Þó að við kútveltumst þá sluppum við með skrámurnar. Það var svo í byrjun árs 2014 sem Hjalli greindist með stórt ill- kynja æxli í heilanum. Hjalli var strax ákveðinn í að gera allt sem hann gæti til að sigrast á meininu. Hjalli hafði gaman af dansi og tónlist. Þar var Eric Clapton og Genesis í sérstöku uppáhaldi. Hann heimsótti vin okkar Óla Immu núna 13. janúar og þeir hlustuðu saman á tónleika með Eric Clapton. Hjalli var sárþjáð- ur í bakinu en engan grunaði þá hvað var í vændum. Meinið í höfð- inu hafði minnkað en það mein sem hafði myndast í hryggnum kom öllum í opna skjöldu og nú varð ekki við neitt ráðið. Í stuttri minningargrein verð- ur lífshlaup Hjalla ekki rakið. Hann eignaðist sína yndislegu konu, Hönnu Stínu. Það var Hjalla og börnunum þeirra, Hjalta og Helgu, afar þungbært þegar Hanna Stína féll frá í blóma lífsins árið 2008. Slíkt áfall breytir lífinu. Eftir að við strák- arnir fórum að búa hafa eiginkon- ur og börn bæst í hinn sterka vinahóp. Við höfum notið margra ógleymanlegra stunda og sýnt hinn sterka vinarhug þegar á hef- ur reynt. Hjalli hélt alltaf sinni einstöku jákvæðni og bjartsýni. Hann starfaði í mörg ár við sölu- mennsku og náði þar oft frábær- um árangri. Hjalli var áhugasam- ur um nýsköpun og hugurinn sífellt leitandi að nýjum og spenn- andi tækifærum. Hann stoppaði því ekki lengi við hvert verkefni og naut því oft á tíðum ekki þeirra „elda“ sem hann kveikti. Þeir sem reyna margt gera líka fleiri mis- tök, en það er þá einnig fleira til að læra af. Alveg sama hvernig litið verð- ur á lífshlaup Hjalla þá verður hans minnst fyrir sína jákvæðni, breiða bros og hreina hjartalag. Hann var ómetanlegur og sterk- ur hlekkur í vinarkeðju okkar strákanna af Holtinu. Við finnum alltaf betur og betur hversu mik- ilvægt er að njóta lífsins í dag. Gera ekki rellu út af því sem í raun skiptir ekki máli. Styðja hvert annað og njóta meðan heils- an er góð. Ég votta Hjalta og Helgu, fjöl- skyldu og vinum, mína dýpstu samúð. Megi góðu minningarnar og jákvæðni Hjalla fylgja okkur um ókomna tíð. Sál þín fari í friði, kæri vinur. Njóttu frelsis. Þorvaldur Ingi Jónsson. Hjálmar Kristinsson HINSTA KVEÐJA „Í allri okkar leit, það eina sem við höfum fundið sem gerir tóma- rúmið bærilegt er hvort annað.“ Carl Sagan Hjalti Hjálmarsson. ✝ Gyða (skírn-arnafn Guðný) Jóhannsdóttir fæddist á Þrasa- stöðum í Fljótum í Skagafirði 19. sept- ember 1923. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 23. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Gísladóttir, f. 8.7. 1896, d. 4.12. 1977, og Jóhann Guðmundsson, f. 29.5. 1898, d.13.7. 1983. Systkini Gyðu voru Ástrún, f. 2.4. 1925, Margrét, f. 23.5. 1927, d. 30.9. 2010, Gísli Benedikt, f. 5.8. 1929, d. 24.7. 1964, og Einar, f. 5.7. 1939, d.7.4. 1974. Hinn 14. október 1944 giftist Gyða Sigurði Jónssyni, fyrrv. framkvæmdastj. Síldarverk- smiðja ríkisins og síðar forstjóra Sjóvátryggingafélags Íslands hf., f. 11.12. 1913, d. 11.11. 2007. Foreldrar hans voru Jón Berg- steinn Pétursson, f. 28.1. 1884. d. 24.7. 1958, og kona hans Jóna Gísladóttir, f. 16.2. 1890, d. 22.11. 1980. Börn: 1) Valtýr, f. 2.3. 1945, kona hans Steinunn Stefánsdóttir, f. 1945 (skildu). Sonur: Sigurður, f. 1967. Kona Gyða lauk gagnfræðaprófi frá Siglufirði 1940 og prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944. Hún stundaði enskunám í Englandi 1962-63 og spænsk- unám um árabil. Gyða vann skrifstofustörf frá ferming- araldri hjá Þormóði Eyjólfssyni, konsúl á Siglufirði. Síðar keypti hún og rak verslunina Túngötu 1 þar í bæ um árabil. Hún tók svo við rekstri fyrirtækisins Þormóður Eyjólfsson hf. árið 1959, sem hafði m.a. umsjón með vöruflutningum og af- greiðslu á póstbátnum Drang, Skipaútgerð ríkisins og Eim- skipafélagi Íslands. Gyða flutti til Reykjavíkur 1964, en dvaldi þó áfram hluta árs á Siglufirði. Hún var meðal stofnenda Golfklúbbs Sigu- fjarðar 1971. Þá var hún í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1973-74 og formaður 1975. Hún hafði forgöngu um stofnun Samtaka aldraðra 1973 í þeim tilgangi að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir eldra fólk. Hún stofnaði ásamt öðrum byggingarfélagið Gimli 1981, en á þess vegum var fjöl- býlishúsið Miðleiti 5-7 byggt með 38 íbúðum. Gyða tók saman og bjó til prentunar niðjatal Þrasastaðaættarinnar sem kom út 1989. Gyða skrifaði fjölda greina í blöð, einkum um mál- efni aldraðra. Útför Gyðu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 2. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. hans Berglind Skúladóttir Sigurz, f. 1970. Börn: Bryn- dís Kara, f. 1999, Stefán Ingi, f. 2001. Kona Valtýs Svan- hildur Kristjáns- dóttir, f. 1952 (skildu). Börn: a) Ásthildur, f. 1979, maður hennar Juan Camillo Román Estrada, f. 1978. b) Kristín Anna, f. 1982, c) Gyða, f. 1982, d) Jónas, f. 1996. Kona Valtýs: Sigríður Hjaltested, f. 1969. Börn Sigríðar: Helena Birna, f. 1997, og Bjarni Geir, f. 1999. 2) Jóhann Ágúst, f. 3.2. 1948. Kona hans Valgerður Edda Benediktsdóttir (skildu). Börn þeirra: a) Gísli Heimir, f. 1967. Kona hans Thelma B. Friðriksdóttir (skildu). Dóttir: Bríet Eva, f. 2000, b) Vala Dröfn, f. 1973, samb. Gísli Þor- steinsson, f. 1971. Sonur: Þor- steinn, f. 2010, sonur Völu: Jó- hann Ágúst Ólafsson, f. 2001. Dætur Gísla: Selma Kristín, f. 1999, og Sunna Sigríður, f. 2003. c) Margrét Gyða, f. 1985. Kona Jóhanns Linn Okkenhaug Getz, f. 1962. Börn: a) Iðunn Getz, f. 1997, b) Jan Getz, f. 1999. Fallinn er frá einn mesti kven- skörungur landsins, hin eina sanna amma Gyða. Frá unga aldri og til dauðadags var hún sérlega litríkur karakter, ákveðin og röggsöm. Hún sagði alltaf það sem henni bjó í brjósti og dró ekk- ert undan – svo stundum þótti manni nóg um, sérstaklega á ung- lingsárunum. Enginn sem ég þekki hefur átt ömmu sem stjórn- aði fyrirtæki, spilaði á gítar og munnhörpu, söng og jóðlaði að hætti Týróla. Ef henni datt í hug að læra spænsku, þá gekk hún bara á ókunnuga konu í kjörbúð á Spáni og spurði hvort hún vildi ekki kenna henni spænsku fyrir smá aur. Sem hún og gerði. Einn mesti lærdómur sem amma Gyða skilur eftir sig er að lifa lífinu til fulls og framkvæma það sem mann langar að gera. Amma Gyða var einnig sérstaklega hlý og gjaf- mild, henni leið best þegar hún vissi að fólkinu hennar vegnaði vel og hún gat deilt með því öllu sem hún átti að gefa, hvort sem um var að ræða dýrindis máltíðir, ást og umhyggju eða veraldlega hluti. Æskuminningar mínar um ömmu Gyðu snúast að miklu leyti um mat og tónlist. Í huganum ómar sænska þjóðlagið „Vem kan segla“ sem amma kenndi mér og við sungum oft saman. Kvæðið á vel við nú þegar ég kveð ömmu Gyðu hinsta sinni, því það fjallar um að hægt sé að framkvæma ótrúlegustu hluti ef viljinn er fyrir hendi; sigla án vinds og róa án ára, en ekki er hægt að komast hjá því að fella tár við missi ást- vinar. Hvíl í friði, elsku amma. Vala Dröfn Jóhannsdóttir. Ég var svo lánsöm að kynnast Gyðu og Sigurði á síðari hluta ævi þeirra, eftir að ég hitti Jóhann og flutti frá Noregi til Íslands árið 1995. Mitt fyrsta verk var að setj- ast á skólabekk og læra íslensku. Enda þótt ég hefði töluverða reynslu af tungumálanámi var þetta nám ansi erfitt. Þegar þörf var á hvíld frá náminu og um helg- ar var gott að heimsækja Gyðu og Sigurð, fá sér tesopa, ristað brauð og jafnvel marengstertu. Þá auðnaðist mér einnig að kynnast öðrum íslenskum gæðakonum, systrum Gyðu, þeim Ástrúnu og Grétu og fjölskyldum þeirra. Ég var orðin hluti af Þrasafjölskyld- unni. Gyða var óvenjuleg kona. Hún var ekki mikið fyrir gagnkvæmar eða djúpar samræður, en dugleg við að tjá sínar eigin skoðanir. Mér var í upphafi ekki alveg ljóst hvort hún hlustaði á það sem við hin höfðum að segja, en gerði mér síðar grein fyrir að hún var ótrú- lega næm á að skynja umhverfið, samskiptin og ná heildarmynd- inni. Hún lét heldur ekki aldurinn aftra sér við ferðalögin. Hún brá sér t.d. í útsýnisflug yfir eldstöðv- arnar í Grímsvötnum árið 2004. Ekki lét hún Sigurð vita af þessu ferðalagi fyrr en eftir á til að valda honum ekki óþarfa áhyggjum. Fyrir nokkrum árum brá hún sér til Afríku, þá á níræðisaldrinum. Þar fékk hún iðrasýki og lá á sjúkrahúsi um stund. Ekki lét hún heldur vita af þeirri dvöl fyrr en eftir á, enda einkenndist líf henn- ar af því að bjarga sér sjálf og vera ekki upp á aðra komin. Þegar börnin okkar Jóhanns, Iðunn og Jan, komu í heiminn nutu þau einnig ömmu og afa, enda þótt þau væru komin vel á aldur. Gyða var afskaplega örlát kona. Hún lét sér annt um allar tengdadætur sínar, sem voru mun fleiri en synirnir, svo og barna- börnin. Hún lagði sem fyrr segir mikla rækt við ættmennin. Hún bauð til sinnar síðustu Þrasa- veislu 30. desember sl. og er sú samverustund öllum minnisstæð sem þar voru. Gyða var höfðingi til síðustu stundar. Þar sem fjölskylda okkar er nú búsett í Noregi var það eng- an veginn sjálfgefið að Gyða yf- irgæfi þennan heim með báða syni sína, Valtý og Jóhann, sér við hlið eins og raun bar vitni. En svona var amma Gyða. Við minnumst hennar með auðmýkt og söknuði. Linn, Jan og Iðunn. Amma Gyða er látin. Þar kvaddi einn snillingurinn þennan heim. Eitt sinn hringdi hún í mig, var þá á bílaleigubíl vegna þess að hennar bíll var á verkstæði. Hún kom bílnum ekki í bakkgír og komst því ekki út úr bílastæðinu. Ég átti að koma og bakka bílnum út. Hún hringdi aftur stuttu síðar og sagðist vera búin að redda þessu. Hvernig fórst þú að því? spurði ég. „Nú, ég ýtti honum bara út“ og þarna var hún 87 ára. Þetta lýsir ömmu. Hún var ekki að bíða eftir að hlutirnir gerðust, heldur gekk strax í málin. Amma og afi voru dugleg að hjálpa mér og hinum barnabörn- unum níu að koma undir okkur fótunum og ég get fullyrt fyrir okkur öll að það hafði mikið að segja. Amma var kraftmikil kona og litríkur karakter. Já, amma Gyða hafði margt fram að færa og kenndi manni margt. Þar sem amma stendur við Gullna hliðið gæti ég ímyndað mér hana segja þessi orð um leið og hún klípur Lykla-Pétur í kinnina: „Þú ert ágætur … en get ég fengið að tala við eigandann?“ Hennar er sárt saknað. Hvíl í friði, amma Gyða. Gísli H. Jóhannsson. Glæsileg, kraftmikil og sköru- leg kona er kvödd. Ég var svo lán- samur að kynnast Gyðu fyrir fjór- um áratugum gegnum Steinunni konu mína, fyrrverandi tengda- dóttur hennar. Hún kynnti mig stundum kankvís fyrir fólki sem tengason sinn. Það þótti mér vænt um enda sýndi þetta í hnot- skurn fordómaleysi hennar. Ég var strax boðinn velkominn í fjöl- skyldu hennar og Sigurðar og hélst það meðan hún lifði. Gyða átti gott líf, hafði skoðanir á mörgu og skrifaði oft stuttar greinar í blöð um þau málefni sem voru henni hugleikin. Um margra ára skeið héldu þau hjón fjöl- skylduveislu á jóladag. Ekkert var til sparað í mat og drykk og veislurnar ævintýri líkastar. Hjónin voru bæði söngvin og Gyða tók fram gítarinn og síðan hófst fjöldasöngur viðstaddra. Á efri árum tók hún sig til og lærði á tölvu. Tók hún saman niðjatal Þrasastaðaættar og gaf út í veglegri bók 1989. Oft hringdi hún til mín til þess að fá ráðleggingar varðandi heim- ilisbílinn. Mér er það sannur heið- ur að hafa fengið að kynnast þess- ari merkiskonu. Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur og þakka liðna tíð. Hún hvíli í friði. Einar Magnússon. Gyða Jóhannsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hjálmar Kristinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Gyðu Jóhannsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.