Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 23
tugum sviðsverka hjá þessum hús- um og ýmsum leikfélögum. Hann hefur leikið í ógrynni Áramóta- skaupa, leikið annað aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðunum Stelpunum, Ástríði og Pressu á Stöð 2, Hæ Gosa á Skjá einum og í Marteini á RÚV, lék í kvikmyndnum Perlur og svín, 1997; Sumarlandinu 2009, og Harry og Heimir 2014. Kjartan skrifaði um skeið fjöl- marga sketsa fyrir Stelpurnar á stöð 2, og vill gjarnan skrifa meira. Kjartan forðast félagsstörf eins og heitan eldinn og er reyndar fé- lagsfælinn. Hann var tilnefndur til Eddu-verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki tvö sl. ár, fyrir hlut- verk sín í Pressu og Ástríði. Við út- skrift úr Laugarlækjarskóla var hann sæmdur titlinum „Eft- irminnilegasti nemandi skólans frá upphafi“ en titillinn var sérhannaður fyrir hann af skólastjóranum. Áhugamál Kjartans eru fótbolti, golf og skíðaferðir. Hann hafði einu sinni áhuga á hestum en komst svo að þeirri niðurstöðu að þeir séu nautheimsk flóttadýr. Hundurinn hans er hins vegar hálfur Labrador og hálfur Husky. Fjölskylda Fyrrverandi kona Kjartans er Svava Ingimarsdóttir, f. 12.11. 1970, líffræðingur. Sonur Kjartans og Svövu er Guð- jón Árni Kjartansson, f. 23.9. 1999, nemi. Stjúpsonur Kjartans, sonur Svövu, er Steinar Viðarsson, f. 3.3. 1994, nemi. Systkini Kjartans eru Pétur Guð- jónsson, f. 3.6. 1946, stjórn- unarráðgjafi Reykjavík; Snævar Guðjónsson, f. 15.8. 1949, húsamálari í Osló; Árni Pétur Guðjónsson, f. 19.8. 1951, leikari og leiðsögumaður í Reykjavík, og Herdís Guðjónsdóttir, f. 28.4. 1957, matvælafræðingur í Reykjavík. Foreldrar Kjartans. Guðjón Guðnason, f. 23.6. 1923, d. 31.1. 1998, yfirlæknir í Reykjavík, og Friðný G. Pétursdóttir, f. 4.1. 1922, sagnfræð- ingur og ættfræðingur. Úr frændgarði Kjartans Guðjónssonar Kjartan Guðjónsson Hildur Jónsdóttir „fróða“ húsfr. á Ásmundarstöðum Jón Árnason b. og smiður á Ásmundarstöðum á Sléttu Þorbjörg Jónsdóttir húsfr. á Oddsstöðum Pétur Siggeirsson b. á Oddsstöðum á Melrakkasléttu Friðný Guðrún Pétursdóttir sagnfræðingur og ættfræðingur Borghildur Pálsdóttir húsfr. á Oddsstöðum Siggeir Pétursson b. á Oddsstöðum Eyjólfur Agnar Guðnason ráðunautur og ritstj. í Rvík Hólmfríður Pétursdóttir húsfr. í Sveinungsvík og Ármannslóni í Þistilfirði Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Rvík Jón Sigurður Pétursson vélstj. og skrif- stofum. í Rvík Jakob Pétursson b. í Árnagerði og Brimnesi í Fáskrúðsfirði Stefán Pétur Jakobsson kaupm. og útgerðarm. á Fáskrúðsfirði Jakob Baldur Stefáns. verkstj. í Kópavogi Stefán Baldurs. óperustj. í Rvík Magni Sigurjón Jónsson læknir í Rvík Andri Snær Magnason rithöfundur Viðar Pétursson tannlæknir í Rvík Véný Viðarsdóttir húsfr. í Rvík Halldór Gylfason leikari Jakobína Jóhanna Þorgrímsdóttir húsfr. í Rvík Lárus Pálsson leikari og leikstjóri Hilmar Örn Agnarsson tónmenntakennari og kórstjóri Jóreiður Ólafsdóttir vinnuk. víða í Ölfusi Sigurður Sigurðsson „blindi“ vinnum. á Hjalla í Ölfusi og víðar Sigrún Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Guðni Eyjólfsson verkstj. í Gasstöðinni í Rvík og vinsælt revíuskáld Guðjón Guðnason yfirlæknir í Rvík Guðríður Þórðardóttir vinnuk. í Drangshlíð og á Mosfelli í Grímsnesi Eyjólfur Snorrason vinnum. í Mýrdal og undir Eyjafjöllum Afmælisbarnið Kjartan í vígahug. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 Ólafur Björnsson fæddist íHjarðarholti í Dölum 2.2.1912. Faðir hans var Björn, síðast prófastur á Auðkúlu í Húna- þingi, Stefánssonar, prests á Auð- kúlu, Jónssonar, bókara í Reykjavík, Eiríkssonar. Móðir Stefáns var Hólmfríður Bjarnadóttir Thor- arensen, stúdents á Stóra-Ósi, Frið- rikssonar, prests á Breiðabólstað, Þórarinssonar, ættföður Thor- arensenættarinnar, Jónssonar. Móðir Björns í Auðkúlu var Þorbjörg Hall- dórsdóttir, stúdents á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, Sigurðssonar. Móðir Ólafs var fyrri eiginkona Björns, Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, prófasts í Hjarðarholti í Dölum, Ólafssonar, kaupmanns í Hafnarfirði. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1931, stundaði lögfræðinám í Háskóla Ís- lands 1931-1932, nam síðan hagfræði í Kaupmannahafnarháskóla og lauk þar hagfræðiprófi 1938. Hann var prófessor við Háskóla Íslands 1948- 1982. Ólafur var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1956-1971 og kjörtímabilið 1967-1971 var hann fyrsti varaforseti sameinaðs þings. Ólafur var formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1948-1956, formaður Íslandsdeildar norrænu menningarmálanefndarinnar 1954- 1971, sat í bankaráði Seðlabanka Ís- lands 1963-1968, formaður bankaráðs Útvegsbanka Íslands 1968-1981, for- maður stjórnar Lífeyrissjóðs sjó- manna 1971-1981 og formaður stjórn- ar Aðstoðar Íslands við þróunarlöndin 1971-1981. Ólafur samdi kennslubækur í hag- fræði og aðrar fræðibækur, m.a. Frjálshyggja eða alræðishyggja (1978) og ritgerðasafnið Ein- staklingsfrelsi og hagskipulag (1982). Árið 1986 sæmdi HÍ hann nafnbót heiðursdoktors í hagfræði. Kona Ólafs var Guðrún Aradóttir, f. 29.6. 1917, d. 24.11. 2005, húsmóðir. For.: Ari Jóhannesson og k. h. Ása Aðalmundardóttir. Synir þeirra: Ari Helgi, Björn Gunnar og Örnólfur Jónas. Ólafur Björnsson lést 22.2. 1999. Merkir Íslendingar Ólafur Björnsson 90 ára Helgi Björnsson 85 ára Gunnar Pétursson Sunneva Jónsdóttir 80 ára Guðrún Stefanía Gísladóttir Ormar Þór Guðmundsson 75 ára Guðmundur A. Arason Halldór Jónasson Inga Svandís Magnúsdóttir Sigfríður Hallgrímsdóttir 70 ára Björn Lárusson Eiríkur Kristjánsson Georg O. Gunnarsson Guðfinna S. Gunnþórsdóttir 60 ára Gestur Valgarðsson Grozdana Pavlovic Ingibjörg Guðjónsdóttir Jónína Katrín Jónsdóttir Karl Guðmundur Friðriksson Ljiljana Dragojlovic Sigríður Ísól Gunnarsdóttir Torfi Þorsteinn Þorsteinsson Úlfar Sigurðsson Örn A. Nielsen 50 ára Guðmundur Ingi Guðmundsson Ingi Pétur Ingimundarson Karólína R Sigurðardóttir Sigurlaug K Gunnarsdóttir Sigurlína Berglind Jack Tómas Björn Bjarnason 40 ára Alexandra Eva V. Guðmundsdóttir Auður Ösp Gylfadóttir Árni Guðjónsson Belinda Chenery Florie Latifi Georgi Vasilev Velinov Jóhanna Íris Jakobsdóttir Rúnar Haukur Gunnarsson 30 ára Agnieszka Wojdat Aleksander Mateusz Wojtalik Elsa Bjarnadóttir Eva María Friðriksdóttir Guðrún Andrea Einarsdóttir Javier Reig Fabra Jenný Rut Arnþórsdóttir Rolandas Ramonas Viðar Snær Gunnarsson Til hamingju með daginn 40 ára Selma er Vopn- firðingur en býr í Rvík og vinnur við bókhald hjá Loft & raftæki. Maki: Geirmundur J. Hauksson, f. 1975, hús- vörður við Háaleitissk. Börn: Elín Hrefna, f. 1995, Tanja, f. 1997, og Hlynur Freyr, f. 2004. Foreldrar: Víglundur Pálsson, f. 1930, fv. úti- bússtj. Landsb. á Vopnaf. og Elín Friðbjörnsdóttir, f. 1936, vann við hjúkrun Selma Dögg Víglundsdóttir 30 ára Friðrik er Breiðhylt- ingur, hann er hljóðhönn- uður og útvarpsmaður á FM 957 og plötusnúður til ellefu ára og er einnig í hljómsveitinni KSF. Systkini: Kristín, f. 1982, Haraldur Hrafn, f. 1988, og Þórður Darri, f. 1990. Foreldrar: Gísli Frið- riksson, f. 1963, mál- arameistari, bús. í Hafn- arfirði, og Steinunn Thorlacius, f. 1961, hár- greiðslukona í Reykjavík. Friðrik Fannar Thorlacius 40 ára Össur er uppalinn á Álftanesi, býr í Garðabæ og er flugmaður og þjálf- unarstjóri hjá Icelandair. Maki: Laufey Einarsdóttir, f. 1973, flugmaður hjá Ice- landair. Börn: Hrafnhildur Helga, f. 1997, Birta Rún, f. 2004, og Einar Örn, f. 2010. Foreldrar: Brynjólfur Steingrímsson, f. 1947, og Guðrún Helga Össurar- dóttir, f. 1951. Össur Brynjólfsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.