Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 rannsóknum á þjóðarmorðum lýstu því sérstaklega yfir árið 1997 að at- burðirnir 1915 féllu undir skilgrein- inguna á slíkum glæpum, og for- dæmdu ríkisstjórn Tyrklands fyrir afneitun sína á því. Að auki má nefna að 43 af 50 ríkjum Bandaríkj- anna hafa viðurkennt þjóðar- morðið. En hvaða máli skiptir slík viður- kenning? „Þetta snýst ekki bara um viðurkenningu, heldur um það að horfa til framtíðar. Ég veit til dæmis að hér á landi kom fram til- laga á þinginu um viðurkenningu, en ég veit ekki hver niðurstaðan var. Hins vegar mun fræðileg um- ræða hvetja þessa þróun áfram.“ Armenum var gleymt Aðspurður hvaða lærdóm sé hægt að draga af þjóðarmorðunum segir Narek að það sé nauðsynlegt að geta borið kennsl á slíka glæpi þegar þeir séu að gerast og grípa inn í. „Eitt af því sem gerir þjóð- armorð möguleg er þegar önnur ríki sitja hjá og sýna tómlæti.“ Vísar hann til þess að bæði Adolf Hitler og Benito Mussolini hafi vís- að til armenska þjóðarmorðsins með kaldlyndum hætti. „Þegar Hit- ler var að ræða við æðstu herfor- ingja sína í ágúst 1939 um vænt- anlega styrjöld við Pólverja réttlætti hann yfirvofandi útrým- ingarherferð sína með spurning- unni: „Hver man eftir Armen- unum?“ Mussolini sagði sömuleiðis að hann myndi efna til blóðbaðs eins og Tyrkirnir hefðu gert. Í báð- um þessum tilfellum vísuðu þeir til þess hvernig alþjóðasamfélagið hafði gleymt Armenum.“ enunum?“ AFP verða í apríl liðin frá upphafi þess. Dauðaganga Hér sést hópur Armena vera rekinn frá borginni Kharpert í Tyrklandi áleiðis til búða í Sýrlandi. Fjölmargir dóu á leiðinni. Bresk-bandaríski ljósmyndarinn og pistlahöfundurinn Gabrielle Motola opnar í dag sýningu með völdum ljósmyndum úr verkefninu Women of Iceland í íslenska sendiráðinu í Lundúnum. Gabrielle er menntuð í kvikmyndagerð, ljósmyndun og sál- fræði og hóf að vinna að verkefninu árið 2013 með það að markmiði að kynnast nokkrum af fremstu hugs- uðum hins íslenska nútímasamfél- ags, skv. tilkynningu. Hún varpar ljósi á framsæknar hugmyndir tengdar menntun, viðskiptum, vís- indum, listum, tónlist, tungumálum og þroska barna og meðal viðmæl- enda hennar frú Vigdís Finnboga- dóttir, Margrét Frímannsdóttir, Liv Bergþórsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Margrét Pála Ólafsdóttir. Verkefnið er nú á loka- stigi. Framsækin Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, á ljósmynd Motola. Valdar myndir Motola sýndar í sendiráði Margrét Tryggvadóttir, þáverandi þingmaður Hreyfingarinnar, lagði tvisvar á síðasta kjörtímabili fram þingsályktunartillögu um að íslenska ríkið bættist í hóp þeirra sem viðurkenndu at- burðina 1915 sem þjóðarmorð, fyrst árið 2011 og síðan árið 2012. Margrét segir áhuga sinn á málinu hafa kviknað eftir að vin- kona hennar, sem gift er armönskum manni, hafi bent henni á þetta. „Ég fór að skoða þetta, og þá hafði Evrópusambandið lagt fram ályktun um málið.“ Hún segir að Árni Þór Sigurðs- son, þáverandi formaður utanríkismálanefndar, hafi tekið mjög vel í málið og haft töluverðan áhuga á því, en tillagan náði í gegnum fyrri umræðu árið 2012 og dagaði uppi í nefnd- inni. „Þegar ég lagði þetta fram fyrst helltist yfir mig póstur úr ýmsum áttum, þar á meðal frá tyrkneska sendiráðinu, þar sem þessu var mótmælt sem lygi.“ Segir Margrét bréfið hafa verið um 20 blaðsíður að lengd, en að frátalinni forsíðunni með nafni hennar á hafi það verið ljósritað. „Ég var því greini- lega ekki fyrsti þingmaðurinn sem hafði fengið þetta bréf sent.“ Hún tekur fram að hún hafi einnig fengið nokkra stuðn- ingspósta, einkum frá Armenum búsettum hér. Hún segir það geta skipt hópa sem verða fyrir ofbeldi af þessu tagi miklu máli að fá viðurkenningu á ofbeldinu, og vís- ar þar til helfarar nasista í síðari heimsstyrjöld þar sem marg- ir hópar fólks, sem urðu fyrir barðinu á henni, hafi þurft að berjast fyrir viðurkenningu á þeim glæpum sem framdir voru. „Þetta mál hefur fallið í nokkra gleymsku, og því skiptir það máli að geta sagt: já, þetta gerðist,“ segir Margrét. Hún segir að það sé full ástæða til þess, nú þegar styttist í að öld verði liðin frá þjóðarmorðinu, að Íslendingar noti þau tímamót til að þess að viðurkenna það. „Það væri vel til fund- ið.“ Viðurkenningin skiptir máli ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA UM ÞJÓÐARMORÐIÐ Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Aðeins sýnt út febrúar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Fös 6/2 kl. 20:00 Frumsýning Sun 15/2 kl. 20:00 Fim 26/2 kl. 20:00 Fim 12/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.