Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 vert þegar menn voru að gera ráðstaf- anir út af því,“ segir Hlíðar Þór um þennan áhrifaþátt. Óvissa um söluna 2015 Spurður hvernig þetta ár líti út fyr- ir sölu raftækja á Íslandi segir Hlíðar Þór að óvissan sé nokkur í upphafi árs. „Við rennum blint í sjóinn. Nú eru allar vörurnar talsvert ódýrari og því þarf að selja talsvert meira magn til að ná sömu veltu. Það er því dálítið óskrifað blað hvernig hlutirnir munu þróast.“ Þess má geta að Heimilistæki, Max raftæki og Sjónvarpsmiðstöðin eru tengd félög en rekstur þeirra er að- skilinn. Hjá þeim félögum fengust einnig þær upplýsingar að salan í jan- úar hefði verið mjög góð og þá sér- staklega sala á sjónvarpstækjum. Leiða má líkur að því að fleiri þætt- ir en afnám vörugjalda og lægri virð- isaukaskattur hafi örvað söluna. Það kann þannig að eiga þátt í sölu- aukningunni að laun hafa hækkað milli ára og meira í prósentum en í helstu viðskiptalöndum. Þá hefur raungengi krónu styrkst og kaup- máttur í erlendum vörum því aukist. Dæmigerður launamaður á Íslandi er því skemur að vinna sér inn fyrir raf- tæki en í fyrra. Morgunblaðið/Ómar Flatskjáir Meðal þeirra raftækja sem selst hafa vel að undanförnu eru stórir flatskjáir, eins og þessir í Elko. Sprenging varð í sölu raftækja hér á landi fyrstu vikur ársins  Allt að 88% söluaukning milli ára í Elko  Salan hjá Heimilistækjum tók kipp Söluaukning hjá Elko* Frá janúar 2014 - janúar 2015 Aukning í magni í % Stór raftæki – meðaltal Kæliskápar Kælifrystar(frystir+kælir) Örbylgjuofnar Uppþvottavélar Þvottavélar Sjónvörp Lítil raftæki – meðaltal Kaffikönnur Mínútugrill Brauðristar Vöfflujárn Straujárn Matvinnsluvélar 51 19 18,6 31 88 50 64,7 60,6 39 84 76 60 46 63 *Heimild: Elko Gestur Hjaltason Hlíðar Þór Þorsteinsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala á stórum raftækjum í Elko var ríflega 50% meiri í janúar en í sama mánuði 2014. Eins og sýnt er hér til hliðar eru dæmi um mun meiri söluaukningu í einstökum flokkum raftækja hjá Elko sem báru vörugjald. Salan á upp- þvottavélum eykst mest, eða um 88%, og leiðir Gestur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Elko, líkur að því að margar fjölskyldur hafi beðið eftir skattalækkuninni um áramót og gefið sér uppþvottavél í jólagjöf. Gestur segir þannig miklu muna að vörugjöld hafi verið afnumin um ára- mótin, auk þess sem lækkun efra þreps virðisaukaskatts, úr 25,5% í 24%, hafi áhrif til verðlækkunar. Þetta tvennt geti leitt til 17- 21% verðlækk- unar á raftækjum sem báru vörugjöld. „Ofurskattlagning ríkisins hefur háð okkur á síðustu árum. Nú er meiri kaupgeta á þessum hlutum. Sjónvörp hafa til dæmis lækkað mikið í verði. Bogin sjónvörp eru nú að ryðja sér til rúms og þá lækka hin tækin í verði. Nú er hægt að fá mjög fín sjónvörp á 130-200 þúsund krónur sem áður kostuðu hálfa milljón og það sér ekki fyrir endann á því,“ segir Gestur sem veltir því fyrir sér hvort fólk muni aft- ur fara að henda biluðum tæki í meira mæli. Létu gera við biluð tæki „Eftir hrun stórjókst aðsóknin á verkstæðið hjá okkur, fólk vildi láta gera við raftækin. Við þurftum að fjölga starfsmönnum í þjónustu- deildum til þess að taka á móti fólki sem kom með biluð tæki. Ég hef ekki tekið það saman hvort þetta hafi minnkað í janúar en það er ekki ólík- legt,“ segir Gestur. Sala á farsímum hjá Elko minnkaði hins vegar milli ára. „Salan á farsím- um getur sveiflast mikið til. Það getur haft mikil áhrif á söluna ef ný útgáfa af farsíma kemur fram.“ Það er víðar sem verslunarmenn greina áhrif skattalækkana. Hlíðar Þór Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Heimilistækja, segir það hafa tekið fólk nokkra daga eftir áramót að átta sig á breyttu verði. „Svo tók salan mikinn kipp. Útsalan var afskaplega góð. Svo bætist við að RÚV var að leggja niður hliðræna dreifikerfið um áramótin. Í síðari hluta janúar jókst sjónvarpssala tals- Verð á raftækjum lækkaði um 12% milli ára í ársbyrjun, frá janúar 2014 til janúar 2015. Stærstur hluti lækkunarinnar varð í kjölfar niðurfellingar vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts um ára- mótin. Þar af lækkaði verð um 8% milli mánaða í desember 2014 og janúar 2015. Emil B. Karlsson, forstöðu- maður Rannsóknaseturs versl- unarinnar, bendir á þetta og vís- ar til breytinga á einum af undirliðum verðvísitölunnar hjá Hagstofunni. Verð á hvítum raftækjum, þ.e. stórum raftækjum í eldhúsi og þvottahúsi, lækkaði meira milli ára. Það var þannig 14% lægra í janúar sl. en í sama mánuði 2014 og lækkaði verðið um 8% frá desember 2014 til janúar 2015. Emil telur verslanir hafa brugðist við fyrirhuguðu afnámi vörugjalda með því að lækka verð fyrirfram. Lækkuðu um 12% í verði VERÐ Á RAFTÆKJUM Á undanförnum þremur árum (2012-2014) hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt fyrir ferðir og rann- sóknir 156 krabbameinssjúklinga, sem hafa þurft að fara til Dan- merkur, á Rigshospitalet í Kaup- mannahöfn, til þess að að fá grein- ingu í svonefndum jáeinda-skanna (PET skanna). Samtals nemur kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þessara ferða á þessum ár- um rúmum 96 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Sjúkra- trygginga fóru 29 einstaklingar í ofangreindum erindagjörðum til Kaupmannahafnar árið 2012, 40 fóru árið 2013 og í fyrra fóru 87 einstaklingar utan til slíkra rann- sókna. Kostnaðurinn skiptist þannig að fargjöldin námu 17,7 milljónum króna, uppihald og gisting rúmlega 10 milljónum króna og meðferðin sjálf kostaði liðlega 68 milljónir króna. agnes@mbl.is Ferðir fyrir rúmar 96 milljónir  156 sjúklingar í skanna í Danmörku Meðferð Svonefndur PET-skanni. Fjármálaeftirlitið, FME, er með til skoðunar hvort í birtingu gagnanna, sem Víglundur Þor- steinsson kom fram með, felist brot gegn þagnarskyldu. Þetta kemur fram á vef FME. Sigurður Val- geirsson, upplýsingafulltrúi FME, segir að eftirlitinu sé þó ekki kunn- ugt um að gögnin hafi lekið frá stofnuninni, auk þess sem ekkert bendi til þess. Hann segir það liggja fyrir að gögnin hafi verið til á fleiri stöðum. „Fjármálaeftirlitið harmar að gögn sem þessi með ít- arlegum upplýsingum um einstaka viðskiptavini bankanna birtist op- inberlega,“ segir í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar. Kanna hvort FME leki Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Það er ýmislegt sem fólk leggur á sig til að tryggja sér fyrstu miðana á þorrablót og þar með bestu sætin í salnum. Í Grundarfirði hefur skap- ast sú hefð síð- ustu ár að sá sem er mættur fyrst- ur í röðina til að tryggja sér miða á blótið fær verð- laun sem nefnast Húnninn. Nafn- giftin vísar til þess að sá hinn sami sem hreppir verðlaunin er mættur fyrstur á hurðarhúninn. Miðasalan á þorrablót Grund- arfjarðarbæjar, sem haldið er um næstu helgi, hófst sl. sunnudag klukkan tólf á hádegi. Heimir Þór Ásgeirsson gerði sér lítið fyrir og mætti 20 mínútur í níu á laugardags- kvöldið, sem sagt kvöldið áður. „Ég nennti ekki að horfa á Euro- vision og hafði ekkert annað að gera. Því ákvað ég að fara snemma í röðina. Þetta er líka fyrsta þorra- blótið sem ég má mæta á og því vildi ég ná góðu sæti,“ segir Heimir Þór. Mikill keppnismaður Honum leiddist ekki biðin því á meðan gat hann farið í heitan pott, í pílukast og gert fleira skemmtilegt. Miðasalan fór fram í heimahúsi í bænum og þar var fyrirtaks aðstaða til afþreyingar. Félagi Heimis kom stuttu síðar og fleiri bættust í hópinn um miðja nótt og var því glatt á hjalla. „Hann [Heimir] hefur sett ný við- mið enda mikill keppnismaður. Und- anfarið hefur fólk mætt sífellt fyrr í röðina og í fyrra mætti sá fyrsti kringum miðnætti,“ segir Tómas Freyr Kristjánsson sem situr í stjórn Hjónaklúbbsins sem heldur þorra- blótið. Tómas segir töluverða stemningu skapast í kringum miðakaupin. Þeir sem sitja í nefndinni sjá um að selja miðana. Þeim sem kaupa miða stendur til boða að bíða inni, jafnvel inni í bílskúr og fá eitthvað að maula á meðan. Eingöngu meðlimir Hjóna- klúbbsins geta keypt miða á þorra- blótið. Þó nafn klúbbsins vísi til vígðs hjónabands er það ekki alveg reyndin um meðlimina í dag. Þeir sem eru einhleypir fá inngöngu við 25 ára aldur og hjón eða fólk í sam- búð kemst inn í klúbbinn fyrr. Áður fyrr voru reglurnar mun strangari og fengu eingöngu hjón að fara á þorrablótið, þeir sem höfðu skilið við maka sína urðu að sitja eftir heima sem og einhleypir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og eru allir velkomnir á þorrablót sem hafa náð aldri. Tómas býst við að uppselt verði á þorrablótið, nú þegar hafi selst um 160 miðar en pláss er fyrir 180-199 sæti. Sér skemmtinefndin um að halda uppi stuðinu á þorrablótinu. Um 900 manns búa í Grundarfjarð- arbæ. Mættur í röðina kvöldið fyrir sölu  Biðröð eftir miðum í þorrablót Grundfirðinga  Heimir nennti ekki að horfa á Eurovision Morgunblaðið/Þorkell Grundarfjörður Væntanlega verður mikið fjör á þorrablóti bæjarbúa. Heimir Þór Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.