Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 11
Gleði Asako á leið á fjöll með góðum vinum sínum þeim Gunnhildi Ólafsdóttur og Ingvari Hlynssyni á Egilsstöðum. hún kom til Íslands á ný. Þá sótti hún fjögurra vikna íslensku- námskeið í málaskólanum Mími til að ná grunntökum á íslenskunni en segist þó hafa lært hana mest af því að tala við Íslendinga. Allir hafa verið hjálplegir „Mér finnst mjög áríðandi að læra það tungumál sem talað er þar sem ég bý hverju sinni, af því mað- ur kynnist fólki ekki almennilega nema maður tali sama tungumál, maður skilur ekki landið þar sem maður dvelur fyrr en maður talar tungumálið. Ég læri yfirleitt ný tungumál á eigin spýtur, með því að tala mikið við heimafólk. Vissulega er það erfitt í byrjun, en það kemur fljótt.“ Stuttu eftir að hún fluttist til Íslands fór hún að ganga á fjöll með Fjallafólki og segir það frábæran félagsskap. „Allir voru svo almenni- legir og hjálplegir og í framhaldinu fór ég í Leiðsögumannaskólann, og þar fer námið fram á íslensku svo ég hef bætt íslenska orðaforðann minn mikið,“ segir Asako sem talar samtals sex tungumál. Hún er fædd og uppalin í Jap- an en fluttist til Sviss þegar hún var 8 ára. „Ég er vön því að skipta um búsetu og flytja milli landa, ég hef búið á Spáni, á Nýja Sjálandi og á ólíkum málsvæðum í Sviss.“ Fjallamennskan heillar Asako hóf fljótt störf sem arki- tekt hér á Íslandi, en það var aðeins tímabundið og eftir það fór hún að vinna hjá ferðafyrirtæki en stóð stutt við. „Ég hóf síðan störf hjá Ís- lenskum fjallaleiðsögumönnum núna í janúar og mér finnst það frá- bært. Fjallamennskan og allt sem henni tengist heillar mig. Mér finnst ég ná andanum svo vel hérna á Íslandi, ég held ég hafi verið ís- lensk í fyrra lífi,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki vita hversu lengi hún verði hér, kannski eitt ár, kannski fimm, kannski lengur. Það eina sem hún segist sakna er píanó- ið en henni hefur ekki tekist að fá hér leigt hljóðfæri. Jú, einnig segist hún sakna einhverra tegunda fersks grænmetis. Þó er söknuður- inn ekki það mikill að hún vilji fara héðan „Ég er svo hamingjusöm að ég hef enga ástæðu til að fara héð- an.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First™ Snjallara heyrnartæki Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt! Á dagskrá Vetrarhátíðar næstkom- andi laugardag er Heimsdagur barna. Á milli klukkan 13 og 16 verður því fjölbreytt og skapandi dagskrá í fjór- um af starfsstöðvum Borgar- bókasafnsins en þær eru í Menning- arhúsum í Gerðubergi, Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Börnum og samferðafólki gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttum listsmiðjum og njóta margskonar skemmtunar víða um borgina. Þar verður meðal annars hægt að gera sinn eigin vampírubúning, taka þátt í efnafræðibrellum með dularfullum vökvum, skapa sitt eigið furðugælu- dýr og dulbúast með glæsilega grímu. Heimsdagur barna hefur lengi ver- ið órjúfanlegur hluti Vetrarhátíðar í Reykjavík. Dagskráin á hverjum stað verður kynnt á vetrarhatid.is, borg- arbokasafn.is og í bæklingi Vetr- arhátíðar. Á vef Borgarbókasafnsins er dag- skráin birt á tíu tungumálum auk ís- lensku. Þessi tungumál eru enska, pólska, litháska, filippseyska, taí- lenska, víetnamska, spænska, alb- anska, serbneska og rússneska. Spennandi listasmiðjur fyrir skapandi börn Skuggamyndir Börn bregða á leik í einni listasmiðjunni á Heimsdegi barna. Heimsdagur barna órjúfanlegur hluti Vetrarhátíðar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.