Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Eir, hjúkrunarheimili og öryggisíbúðir, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. ( 522 5700 milli 8:00 og 16:00 virka daga. Öryggisíbúðir Eirar til leigu Mosfellsbæ og Reykjavík Vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Mosfellsbæ og Reykjavík. Eirborgir, Fróðengi 1-11, Grafarvogi, Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3-5, Grafarvogi, Reykjavík. Eirhamrar, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðar- fullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. • Öryggisvöktun allan sólarhringinn. • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð. • Góðar gönguleiðir í næsta nágrenni. Rúm 30% félagsmanna í Félagi iðn- og tæknigreina (FIT) vilja leggja mesta áherslu á að ná kaup- máttaraukningu og stöðugleika í komandi kjaraviðræðum, rúm 24% vilja áherslu á prósentuhækkun og 23,6% á krónutöluhækkun launa skv. könnun sem félagið gerði. 70,7% segjast tilbúin til að fara í verkfall náist samningar ekki. Hilmar Harðarson, formaður FIT, sem er jafnframt formaður Sam- iðnar, segir í leiðara nýjasta fréttabréfs FIT að rétta þurfi hlut iðnaðarmanna í komandi kjara- samningsviðræðum. „Yfir 70% félagsmanna segjast tilbúin í átök ef samningar takast ekki. Sá baráttuvilji sem þarna kemur fram er gott veganesti fyrir samningamenn okkar. Þetta eru skýr skilaboð um að sækja eigi sambærilegar hækkanir og ríki og sveitarfélög hafa samið um á síð- ustu vikum og mánuðum. Þar hafa stjórnvöld gefið tóninn og sent skilaboð sem hljóta að hafa tals- verð áhrif á gang viðræðna á al- mennum vinnumarkaði,“ segir Hilmar í leiðaranum. Hann bendir á að atvinnurek- endur beri jafnan fyrir sig að ekki megi gera miklar kröfur í kjara- samningum vegna þess að fram- leiðni og framlegð í rekstri fyr- irtækja sé lakari hér á landi en í nágrannalöndunum. „Þessi mál- flutningur kemur íslenskum iðn- aðarmönnum undarlega fyrir sjón- ir því kannanir sýna að gríðarleg eignatilfærsla hefur verið frá þeim sem minna eiga til hinna ríkari. Rétt er að benda atvinnurekendum á að starfs- kraftar íslenskra iðnaðarmanna eru mjög eft- irsóttir á alþjóð- legum vettvangi. Ef raunin er sú að framleiðni og framlegð sé lak- ari í íslenskum fyrirtækjum en í nágrannalönd- unum er rétt að vísa ábyrgð á því á hendur þeirra sem stjórna fyr- irtækjunum.“ Kröfugerðin væntanlega af- greidd um miðjan febrúar Enn er verið að safna upplýs- ingum frá aðildarfélögum Sam- iðnar til að nota við frágang kröfu- gerðar og segir Hilmar að þeirri vinnu muni ljúka á næstu dögum og stefnt sé að því að kröfugerðin verði endanlega afgreidd af mið- stjórn og samninganefnd Sam- iðnar um miðjan febrúar. Vænt- anlega komist skriður á kjaraviðræðurnar næstu vikur þar á eftir. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar meðal félagsmanna í FIT eru rúm 26% félagsmanna sem starfa á höfuðborgarsvæðinu með heildarlaun á bilinu 450-549 þús- und á mánuði og 19,6% eru á bilinu 400-449 þúsund. Í könnuninni var einnig spurt hvort félagsmennirnir hefðu feng- ið höfuðstólsleiðréttingu verð- tryggðra fasteignalána og sögðust um 55,8% hafa fengið hana en 23% svöruðu því neitandi. omfr@mbl.is Rúm 70% segjast tilbúin í verkföll  Iðnaðarmenn eftirsóttir í útlöndum Hilmar Harðarson FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Óvissan um þá stöðu sem kjaravið- ræðurnar eru komnar í fer vaxandi dag frá degi. Í gær vísaði Starfs- greinasambandið kjaradeilu þess við Samtök atvinnulífsins formlega til ríkissáttasemjara og er undirbún- ingur aðgerða að hefjast. Ekki verð- ur boðað til sáttafundar í deilunni fyrr en í næstu viku. SGS fer með umboð 16 aðildar- félaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á almenn- um vinnumarkaði. Kröfugerð Flóa- félaganna svonefndu mun væntan- lega taka á sig endanlega mynd um 10. febrúar og reikna má með að í síðari hluta næstu viku gangi önnur aðildarfélög og landssambönd ASÍ endanlega frá launakröfum sínum. Einstök aðildarfélög ASÍ og lands- sambönd fara með samningsumboð- ið hvert í sínu lagi. Það hefur því enginn vald yfir þeirri atburðarás sem er farin í gang og enginn sér fyr- ir hver hún verður næstu vikurnar. Eru heimildarmenn innan verka- lýðshreyfingarinnar á einu máli um að félögin muni öll fara fram á miklar launahækkanir líkt og Starfsgreina- sambandið hefur þegar gert, sem Samtök atvinnulífsins höfnuðu sam- stundis. „Það mun enginn undir- bjóða Starfsgreinasambandið,“ segir viðmælandi. Virðast öll félög og sam- bönd innan ASÍ ganga út frá því að línan fyrir launakröfur hafi verið lögð í samningum hins opinbera við kennara og ýmsa háskólahópa í fyrra og ekki síður í læknasamningunum. Samningar á almenna vinnumark- aðnum renna út í lok mánaðarins. Ef ekkert þokast við samningaborðið í síðari hluta febrúar má að óbreyttu gera ráð fyrir fyrstu verkfallsboðun- um um eða upp úr miðjum mars. Ýmsum hrýs hugur við að gera kjarasamning til þriggja ára við nú- verandi aðstæður og er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins m.a. til skoðunar nú að í kröfugerðum verði út frá því gengið að gerður verði kjarasamningur til eins árs. Þetta verði gert í trausti þess að eitthvað gerist á þeim tíma í efnahagsmálun- um sem leiði til þess að viðsemjend- ur á vinnumarkaði geti að ári mögu- lega farið inn á þá braut í samn- ingum, sem líkleg sé til að skila varanlegum árangri. Allar hug- myndir um víðtæka þjóðarsátt með stöðugleika að markmiði hafa verið settar til hliðar þessa dagana í verkalýðshreyfingunni. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki síst sagð- ar torvelda að sú leið verði farin. Skv. upplýsingum innan ASÍ hafa engir fundir farið fram milli forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar að undanförnu. Telja ráðlegast að semja til eins árs  Ganga frá launakröfum og „mun enginn undirbjóða SGS“ Morgunblaðið/Ómar Framkvæmt Tæpar fjórar vikur eru í að kjarasamningar á almenna vinnu- markaðnum renni út. Deilu 16 félaga í SGS hefur verið vísað til sáttameðferðar. „Við áttum tvo fundi með Sam- tökum atvinnulífsins á síðasta ári um sérkröfur en höfum ekki hitt þá á þessu ári. Við erum þessa dagana að leggja lokahönd á kröfur um launaliðinn,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðn- aðarsambands Íslands, um stöðuna í kjaraviðræðunum við viðsemjendur þess. Reikna má með að RSÍ leggi kröfugerðina fyrir atvinnurekendur upp úr 10. febrúar. Horfa til skammtímasamnings Kristján segir að menn líti til þess að gerður verði skammtímasamn- ingur. „Eins og staðan er í dag treystum við okkur ekki til að gera lengri samning í þeirri óvissu sem uppi er. Það mætir allt litlum skiln- ingi hjá ríkisstjórninni og öðrum að- ilum sem hafa mest áhrif á efna- hagsstjórn landsins,“ segir hann. Gerð var viðhorfskönnun meðal félagsmanna RSÍ undir lok síðasta árs og forystumenn þess fóru í fundaherferð um allt land til að kanna viðhorf félagsmanna fyrir kjaraviðræðurnar. „Maður heyrir það alls staðar um landið að menn eru mjög ósáttir við stöðu mála og að hafa farið þá veg- ferð að tryggja stöðugleika en af- markaðir hópar sem sömdu við ríkið fengu svo töluvert miklar launa- hækkanir umfram okkur. Ég held að þeir samningar sem gerðir voru á opinbera markaðnum muni marka mjög þá kröfugerð sem við munum leggja fram,“ segir Kristján. Háar tölur í kröfugerðinni Margir félagsmanna í Rafiðn- aðarsambandinu tilheyra milli- tekjuhópum sem hafa ekki haldið í við launaþró- unina í sam- anburði við aðra hópa, að sögn Kristjáns. Aðspurður segist Kristján reikna með að í kröfugerð RSÍ verði settar fram háar tölur um launahækkanir og að því leyti sambærilegar kröfugerðum annarra innan ASÍ. Ekki liggur endanlega fyrir hvort rafiðnaðarmenn muni leggja meiri áherslu á prósentuhækkanir eða krónutöluhækkanir í viðræðunum sem framundan eru en reikna má með að farið verði fram á hækkun launataxta til samræmis við greidd laun í kjaraviðræðunum. Menn eru mjög heitir Baráttuhugur er í rafiðnaðar- mönnum sem eru reiðubúnir að fylgja kröfunum fast eftir ef þörf krefur. Kristján segist hafa kannað hug félaganna og hvort vilji væri til átaka ef til þess komi. „Menn eru mjög heitir og eru frekar til í átök en auðvitað þurfum við að spyrja að leikslokum ef strandar á kröfunum. Við erum með fjölda samninga eða um 27 kjarasamninga alls og það er mismunandi hugur í mönn- um. Ég er nýkominn af fundi með einum hópi þar sem er mikill hugur í mönnum að fara í átök ef þeir fá ekki kröfum sínum framgengt,“ seg- ir Kristján að lokum. omfr@mbl.is Tilbúnir að fara í átök ef þörf krefur  RSÍ-félög leggja lokahönd á kröfur Kristján Þórður Snæbjarnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.