Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 19
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. fimleikahús við Vatnsendaskóla í Kórahverfinu. „Það er enn á teikni- borðinu en áætlað er að verkinu ljúki í lok árs 2016. Það var sagt við mig þegar við fengum þetta hús ár- ið 2005 að við myndum aldrei ná að fylla það en það gerðist bara á örfá- um árum. Fimleikar eru svo vinsæl- ir að það kæmi mér ekkert á óvart þó að nýja húsið myndi fyllast líka.“ Meistararitgerð um félagið Í nágrannalöndum er gjarnan litið til Gerplu sem fyrirmyndar hvað varðar þætti íþróttastarfs. „Okkar rekstrargrundvöllur þykir í raun öfundsverður og mað- ur finnur fyrir því að á Norður- löndum er mikið litið upp til okkar. Þá veit ég til þess að verið er að skrifa meistararitgerð um félagið í Danmörku,“ segir Auður. „Hér er lítil starfsmannavelta enda erum við með frábært starfs- fólk, sömu stjórnendur og þjálfarar hafa unnið hjá okkur lengi,“ segir Auður og bætir við að óhætt sé að segja að félagið sé í fararbroddi á Norðurlöndum. „Hins vegar á sér stað gríðar- leg uppbygging íþróttamannvirkja í Skandinavíu og við erum í raun að dragast aftur úr. Með nýja húsinu vonast ég þó til að hægt verði að jafna leikinn.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Sveifla Íþróttastarf fyrir börn og unglinga er lykilhluti í starfsemi félags- ins að sögn Auðar Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Gerplu. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 sem leigu- og eignarhúsnæði bjóða upp á, meiri sveigjanleika, minni kostnað og minna fjárframlag, auk þess sem þú forðast skulda- og við- haldsáhættu þar sem Búseti sér um stóru viðhaldsþættina.“ Fjölbreytt flóra íbúa Eigendur Búseta eru allir fé- lagsmenn en félagsaðild er opin öll- um og kostar hún 5.500 krónur á ári. Félagið á eignir á öllu höfuðborg- arsvæðinu en megnið af þeim er í nýrri hverfum borgarinnar og öðr- um bæjarfélögum, sem skýrist að hluta til af aldri félagsins. Að sögn Gísla er í félaginu nokkuð fjölbreytt flóra íbúa. „Félagið er að sjálfsögðu opið öllum þjóðfélagshópum og innan okkar raða er verkafólk til jafns við háskólamenntað fólk. Margir hafa kynnst þessu formi erlendis og vilja sækja í þetta þegar þeir koma hing- að heim.“ Íbúar geta flutt á milli íbúða innan kerfisins eða endurselt bú- seturéttinn. Ákveðið hámark er þá á verðinu, sem er framreiknað sam- kvæmt vísitölu, og flestir fá andvirði þess hámarks, að sögn Gísla. Hann segir aðsókn í félagið sífellt aukast og dæmi eru um að kornung börn séu skráð til aðildar. Eins og verslunarstjóri með tómar hillur „Það er alltaf nokkuð um að ung börn séu skráð í félagið eða að þau fái aðild í fermingargjöf, en börn undir 18 ára aldri borga aðeins hálft gjald,“ segir Gísli og bætir við að hann finni fyrir aukinni spurn eftir fasteignum Búseta. „Með tilkomu nýju bygging- anna þá snúast flest símtöl sem við fáum um það hvenær sé hægt að fara að kaupa. Á móti kemur að það er mjög lítil hreyfing á eignum þar sem íbúar eru flestallir mjög ánægð- ir með íbúðirnar sínar. Mér hefur liðið svolítið eins og verslunarstjóra með tómar hillur, eftirspurnin er svo miklu meiri en framboðið.“ Morgunblaðið/Þórður Steinþór Runólfsson býr í Búsetaíbúð í nýja Kóra- hverfinu, en hann fékk ungur að gjöf aðild að félag- inu. „Árið var 1991 þegar foreldrar mínir voru að flytja inn í Búsetaíbúð og í leiðinni skráðu þau mig, fimm ára gamlan, í félagið,“ segir Steinþór og bætir við að hann sé þakklátur foreldrum sínum fyrir þessa forsjálni. „Þetta nýttist okkur vel þegar ég og unn- usta mín hófum húsnæðisleit fyrir tveimur árum.“ Steinþór er læknir og starfar á Landspítalanum en unnusta hans, Fanney Hrund Hilmarsdóttir, er hér- aðsdómslögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. „Ef þessi möguleiki hefði ekki staðið okkur til boða þá hefðum við líklega þurft að kaupa húsnæði. Þá værum við í per- sónulegum skuldbindingum fyrir láni sem stæði ekki til að klára,“ segir Steinþór og bendir á að hugurinn standi til frekara náms erlendis. Hann segir þó að þau séu ánægð með lífið í Kópavogi og telur að líklega muni þau snúa þangað aftur eftir framhaldsnámið. „Hesthúsið er bara í 500 metra göngufæri sem gerir okkur auðvelt að stunda okkar helsta áhugamál. Við vöknum við fuglasönginn á morgn- ana og tínum berin á haustin, þetta er sannkölluð sveit í borginni.“ Fuglasöngur og berjatínsla UNGIR FRUMBYGGJAR Í KÓRAHVERFINU Steinþór Runólfsson „Atvinnusvæðin í bænum hafa styrkst mikið undanfarið eftir sam- drátt. Auðbrekkusvæðið, frá Ný- býlavegi að Hamraborg, hef- ur verið að byggj- ast upp. Ég hef fylgst náið með uppbyggingunni þar og unnið að því með þeim sem hagsmuna eiga að gæta að laða áhugaverð fyr- irtæki þangað,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Mark- aðsstofu Kópavogs. Tæpt ár er síðan starfsemi mark- aðsstofunnar hófst, en að henni standa bæjaryfirvöld og um 70 fyr- irtæki í bænum. „Við höfum ekki sótt stíft á fyrirtækin, heldur hafa stjórnendur þeirra sýnt áhuga á að taka þátt í að byggja upp öflugt hreyfiafl fyrir atvinnulífið í Kópa- vogi. Slíkt er mikils virði. Kópavogsbær er á miðju höf- uðborgarsvæðisins og í góðum tengslum við lykilstofnbrautir og því eru frábær tækifæri til uppbygg- ingar,“ segir Áshildur og bendir á að vegna staðsetningar séu nokkur atvinnusvæði í bænum mjög sterk. Nefnir þar Smiðjuhverfi, Dalveg, Smáratorg, Lindir, Hlíðasmára og svo og Nýbýlaveginn. Hvörfin eru annað atvinnusvæði sem hefur styrkst mikið undanfarið, að sögn Áshildir. Hún nefnir þar að verkfræðistofa flutti höfuðstöðvar sínar nýverið í Urðarhvarf og þá var þar nýlega opnuð líkamsrækt- arstöðin Rebook. Meira sé í píp- unum. „Með stofnun Markaðsstofu Kópa- vogs er aukin áhersla á að efla sam- starf ólíkra aðila. Við höfum hvatt stjórnendur fyrirtækja á einstaka svæðum til að koma á hagsmuna- samtökum. Nú þegar hafa verið stofnuð samtök fyrir Smiðjuhverfi og meira er í bígerð. Við væntum mikils af því,“ segir Áshildur. Miðsvæðis Auðbrekkan er atvinnusvæði er þykir vera í mikilli sókn. Laða að fyrirtæki  Markaðsstofan er öflug  Hagsmuna- samtök stofnuð úti í atvinnuhverfunum Áshildur Bragadóttir Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.