Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Þorri Allra veðra er von um þessar mundir og betra að gá til veðurs áður en haldið er í hann. Erfitt getur reynst fyrir hesta að finna æti í haga en þó er oft von í skjóli trjáa. RAX Stundum hrekkur maður í kút og spyr sig spurninga þegar stór tíðindi berast í fjöl- miðlum. Um helgina sem leið bárust fréttir um að vegna gjaldeyr- ishaftanna og þess að Seðlabanki Íslands gefur plastframleiðslu- fyrirtækinu Promens ekki undanþágu frá gjaldeyrishöftunum er þetta þriðja stærsta fyrirtæki lands- ins á förum til útlanda með höfuð- stöðvar sínar. Fyrsta hugsun er hver á þetta fyrirtæki og engin rödd kom og talaði fyrir málinu í frétt- um? Önnur hugsun hvers vegna læt- ur Seðlabankinn svona, en hann býr auðvitað enn við reglur sem voru settar landinu til bjargar. Svo segja menn í sófanum heima: Seðlabankinn er vond- ur og ósanngjarn og ríkisstjórnin hálfu verri. Svo skýtur ann- arri hugsun upp í koll- inum á undirrituðum en voru þeir ekki að tala um það ráðamenn þjóðarinnar, þeir Sig- mundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráð- herra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra, að í vet- ur ætli þeir að afnema gjaldeyrishöftin og hirða stóran hluta af gróða vogunarsjóðanna? Og þar með verði Ísland frjálst og full- valda ríki á ný. Hvað veldur því að eigendur Promens vilja ekki hinkra og sjá efndir leiðtoganna? Ósköp liggur honum Jóni blessuðum í Pro- mens á, hvað sem hann heitir nú annars eigandinn, af hverju bíður hann ekki eftir niðurstöðu rík- isstjórnarinnar? En þá kemur stóra bomban eins og köld vatnsgusa yfir mann því Jón á ekki Promens. Fólk- ið í landinu á fyrirtækið, helmings- eigandi er Landsbankinn, rík- isbanki. Hinn helminginn á Framtakssjóður Íslands og fólkið á þann sjóð í gegnum lífeyrissjóðina. Svo fer maður að lesa sér til um Framtakssjóðinn, þá var hann stofnaður af lífeyrissjóðum lands- manna í framhaldi af bankahruninu. Hver var tilgangurinn? Lífeyr- issjóðirnir vildu stuðla að end- urreisn íslensks atvinnulífs og nýta fjárfestingartækifæri til að end- urheimta hluta af tapaðri ávöxtun þeirra vegna hrunsins. Lífeyrissjóð- irnir hafa ár hvert 120 milljarða af almennafé til fjárfestinga og ávöxt- unar, miklir peningar þar. Hver seldi fyrirtækið Icelandic? Svo rennur upp fyrir mér að Framtaks- sjóðurinn átti líka orðið eitt öfl- ugasta fiskútflutningsfyrirtæki Ís- lands í áratugi með nafni landsins og hreinleikans, Icelandic. Þetta fyrirtæki seldi Framtakssjóður í hendurnar á samkeppnisaðilanum í Bandaríkjunum fyrir nokkru síðan. Sem sé erlent fyrirtæki eignaðist Icelandic-merkið sjálft. Bóndinn í Bláskógaheiðinni táraðist forðum yfir klukku landsins sem var brotin með sleggju og fór í að endurreisa kóngsins Kaupmannahöfn. Máttum við missa þetta öfluga útflutnings- fyrirtæki og merki landsins, væri ekki gott að það væri enn í okkar höndum? Hvað ef þeir Framtaks- sjóðs- og Landsbankamenn hefðu átt fyrirtæki undir merkinu Ísland hf.? Hefðu þeir einnig selt það? Í mínum huga er þetta framferði og ætlunarverk sem fréttir helgarinnar sögðu frá ekki sprottið af neyð, þar ráða einhver önnur sjónarmið. Á sama tíma og ákveðin öfl brjótast um með þessum hætti með fulla vasa fjár af peningum sem lands- menn eiga þá heyrir maður af mörg- um öðrum fyrirtækjum erlendum sem eru að koma hingað eða íhuga það þrátt fyrir að gjaldeyrishöft séu enn til staðar, ég minni á banda- rísku verslunarkeðjuna Costco. Við hljótum að gera kröfu til þess að nú verði farið yfir þau lög og markmið sem bæði Framtakssjóðurinn, Pro- mens og Landsbankinn búa við í lögum, samþykktum og markmiðum eigendanna. Eftir Guðna Ágústsson » Svo segja menn í sóf- anum heima: Seðla- bankinn er vondur og ósanngjarn og ríkis- stjórnin hálfu verri. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Framtakssjóður Íslands, hvert stefnir hann? Fyrir stuttu kom út skýrsla starfshóps at- vinnuvega- og ný- sköpunarráðherra um tollamál. Þar kemur skýrt fram að mark- mið tollverndar er að verja innlenda fram- leiðslu. Stóraukinn innflutningur með til- heyrandi birgðasöfn- un á kjöti vegur hins vegar að íslenskum bændum. Markmiðið að verja innlenda fram- leiðslu. Tollvernd er liður í að vernda innlenda landbúnaðarfram- leiðslu samkvæmt þeim mark- miðum sem sett eru í búvörulög- um. Í markmiðskafla þeirra segir m.a. að tilgangur þeirra sé fram- leiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Í skýrslunni er að finna ítarlega greiningu á viðskiptasamningum sem varða landbúnaðarafurðir, tolla og verð á tollkvótum síðustu ár og innflutningi og útflutningi búvara. Stefna Íslands í þessum málum hefur verið alveg skýr þ.e. að lækkanir tolla á innfluttum bú- vörum eða tollfrjálsir kvótar koma á móti auknum markaðsaðgangi fyrir íslenskar búvör- ur erlendis. Í búvöru- lögunum er að finna heimildir til að veita opna tollkvóta þegar innlent framboð annar ekki eftirspurn. Fram kemur að verð fyrir tollkvóta sé verulegur hluti þeirra álaga sem eru á innfluttar bú- vörur. Verð fyrir toll- kvóta lýtur þó öðrum lögmálum en tollarnir sjálfir. Tilboð innflytj- enda ráðast af innkaupsverði og væntingum um útsöluverð. Þróun á heimsmarkaðsverði og gengi krónunnar eru mikilvægir þættir í þessu sambandi. Í skýrslunni segir m.a. um þetta: „Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga að með lækkun heimsmarkaðsverðs má ætla að eftirspurn aukist eftir toll- kvótum sem jafnframt hækkar kvótaverð og þ.a.l. útreikning á hlutfalli tollverndar.“ Í reynd er hér verið að tala um innkaupsverð í íslenskum krónum þar sem sveiflur á gengi krónunnar hafa sambærileg áhrif og sveiflur í heimsmarkaðsverði. Umtalsverð aukning á innflutningi Tveir viðskiptasamningar vega þyngst hvað snertir innflutning á óunnum landbúnaðarvörum. Ann- ars vegar WTO-samningurinn frá 1995 og hins vegar viðskiptasamn- ingur Íslands og ESB á grundvelli 19. gr. EES-samningsins. Veruleg aukning hefur verið á innflutningi búvara síðustu misseri, meðan verðmæti útfluttra búvara hefur dregist saman þótt magn í tonnum hafi aukist. Í niðurlagi kaflans um tollvernd segir ennfremur: „Erfitt er að segja nákvæmlega til um þróun tollverndar út frá töflu 8, margir þættir í útreikningunum eru breytilegir og geta haft mikil áhrif á niðurstöðurnar frá ári til árs, þótt tollar og tollkvótar séu óbreyttir milli ákveðinna ára. Þó má draga þær ályktanir að toll- vernd hafi í raun dregist saman þegar litið er til aukinna tollkvóta og lækkunar tolla á vörum frá ESB vegna 19. gr. samningsins frá 2007.“ Nær allt innflutt kjöt er beinlaust, þ.e. vöðvar og hakk eða hakkefni. Innlend framleiðsla og neysla er hins vegar ávallt gefin upp í heilum og hálfum skrokkum með beini. Til að mæta þessu eru innflutningsölur umreiknaðar með stuðlum sem taldir eru end- urspegla meðalnýtingu. Í ljós kem- ur að innflutningur á kjöti, sem nýtur tollverndar, hefur aukist stórlega frá 2010. Markaðs- hlutdeild innflutts kjöts er orðin á bilinu 10-15% í kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Fyrstu 11 mánuði ársins 2014 varð 52% aukning á innflutningi kjöts miðað við allt ár- ið 2013 og því stefnir þetta hlutfall í að hækka enn. Ísland er því í heildina að veita markaðsaðgang á margvíslegum sérkjörum (lágum tollum eða tollalausum) fyrir margfalt meira magn en sem nem- ur 5% af neyslu áranna 1986-1988, eins og Samtök atvinnurekenda hamra stöðugt á. Aðferðir ís- lenskra stjórnvalda við að úthluta tollkvótunum eru fyllilega lögmæt- ar og í samræmi við markmið þeirra samninga sem þeir byggjast á. Birgðasöfnun innflytjenda Í ljósi þess að innflutningur hef- ur aukist gríðarlega og tollvernd lækkað eins og segir í skýrslunni, er mikilvægt að ræða framkvæmd tollverndar í landbúnaði og sam- spil hennar við aðra þætti land- búnaðarstefnunnar. Ef framfylgja á markmiðum búvörulaga um að innlend framleiðsla uppfylli eft- irspurn getur svarið ekki verið að veita opna tollkvóta svo mánuðum skiptir sem nýttir eru til að byggja upp birgðir hér innan- lands. Dæmið um innflutning svínakjöts í september í fyrra tal- ar skýrt sínu máli. Fyrstu 9 mán- uði ársins 2014 voru flutt inn 490 tonn af svínakjöti (áður en um- reiknað er í heila skrokka). Í sept- ember einum, sem var síðasti mánuðurinn á tímabilinu þar sem veittir voru opnir tollkvótar fyrir svínasíður, voru flutt inn 148 tonn sem lét nærri að vera 57% af mánaðarsölu á innlendu kjöti um- reiknað í heila skrokka. Engin bú- grein hvorki svínakjötsframleiðsla né önnur kjöt- eða búvörufram- leiðsla mun vaxa og dafna við slík- ar aðstæður heldur mun smám saman grafa undan henni, fram- boð minnka og í kjölfarið verða opnað fyrir enn meiri opna toll- kvóta. Hér þarf því að sporna við ef ekki á illa að fara. Það er verk- efni atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra að nýta þessa skýrslu til að grípa til þeirra að- gerða sem nauðsynlegar eru til að standa vörð um framtíð íslensks landbúnaðar þannig að þegar verði snúið frá hnignun til nýrrar sóknar. Eftir Ernu Bjarnadóttur » Þó má draga þær ályktanir að toll- vernd hafi í raun dregist saman þegar litið er til aukinna tollkvóta og lækkunar tolla á vörum frá ESB. Erna Bjarnadóttir Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Stöndum vörð um íslenskan landbúnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.