Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Mér finnst skipta máli að þeir sem finna í hjarta sínu þörf til að styrkja þá sem minna mega sín séu upplýstir um það hverjir njóti þeirra framlags. Það er nefnilega ekki tryggt að fátækt fólk í þinni heimabyggð njóti gjafa þinna, þó þú standir jafnvel í þeirri trú! Ég var alinn upp í fátækt og af þeim sökum þykir mér trúlegt að fátækt og hagsmunir þeirra sem minna mega sín séu mér sér- staklega hugleikin. En hvað sem því veldur þá hef ég fylgst vel með úthlutunum hjálparstofnana und- anfarin 15 ár. Margt er gott og flest er frábært en ég vil þó vekja athygli á eftirfarandi. Hér áður fyrr taldi ég, eins og svo margir aðrir, að það sem ég gæfi mæðrastyrksnefnd færi til allra sem ættu bágt á Íslandi. En svo komst ég að því að svo var bara alls ekki. Þá hafði ég samband og vildi vita hvert styrkirnir færu. Ég vildi m.a. vita hvort fólk á Suðurnesjum eins og annars staðar þar sem engar mæðrastyrksnefndir voru starfandi fengi styrkina frá mér eða tengdum aðilum. Mér hefur nefnilega alltaf skilist að mæðra- styrksnefndir hjálpuðu öllum fá- tæklingum sem til þeirra leituðu óháð búsetu. Það reyndist hins vegar rangt hjá mér. Þá vildi ég vita hvort greiðslur sem við al- menningur innum af hendi í poka- sjóði o.fl. rynnu til allra hjálp- arsamtaka. En það reyndist alls ekki svo. Hlutverk mæðrastyrksnefnda er að aðstoða fólk, ekki bara mæður þó nafnið gefi það til kynna, í því sveitarfélagi sem viðkomandi mæðrastyrksnefnd starfar í. Gott mál. Aðrar hjálpastofnanir úthluta hins vegar öll- um jafnt óháð búsetu. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur „markaðssett“ sig með eindæmum vel, enda orðin samnefnari fyrir mæðrastyrks- nefndir á Íslandi. En sú nefnd starfar í Reykjavík eingöngu og er því í raun eng- inn samnefnari. Ég sem og margir aðrir taldi að ef ég gæfi nefndinni eitthvað nytu allir góðs af því en svo er ekki. Nú skal ég segja þér af hverju. Þeir sem styrkja t.d. Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur eru að styrkja fólk sem býr í Reykjavík. Það er nefnilega svo að hlutverk viðkomandi mæðrastyrksnefnda er að styðja fólk í því sveitarfélagi, þar sem er starfandi mæðra- styrksnefnd. Ef í sveitarfélaginu er ekki starfandi mæðrastyrks- nefnd þá nær það ekki lengra. Stundum hafa þessar mæðra- styrksnefndir haft samstarf sín á milli sem er gott mál. Er þá ekki allt í himnalagi? getur einhver spurt. Stutta svarið er nei. Dæmi: „Hér áður komu að máli við mig tvær ungar konur. Önnur búsett í Hafnarfirði og hin á Suðurnesjum. Báðar á sama aldri, báðar einstæðar mæður. Báðar með sama barnafjölda. Báðar voru öryrkjar og með sömu tekjur. Báðar sem sagt í nákvæmlega sömu stöðu. Eini munurinn á hög- um þeirra var einfaldlega búsetan! Í mínum huga áttu þessar konur að eiga jafnan rétt til styrkja, því svöng börn eru jafn svöng hvar sem þau búa. Báðar konurnar höfðu gengið gegnum sama um- sóknarferli en Suðurnesjakonunni var síðar vísað frá þar sem mæðrastyrksnefndin sagði sig í samstarfi við úthlutun á Suð- urnesjum, en þangað skyldi hún fara. Henni var tjáð að það myndi ekki skipta hana nokkru máli, hún fengi það sama þar og hjá þeim enda nefndirnar í samstarfi með úthlutanir. Eftir úthlutun báru konurnar undir mig pokana er þær fengu af- henta og þá kom í ljós að þar sem Mæðrastyrksnefndir Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar unnu saman að fjársöfnun og höfðu fengið svo mikla styrki frá lands- mönnum öllum, fékk konan í Hafnarfirði meira í pokann sinn en konan frá Suðurnesjum. T.d. gjafabréf til að geta keypt jóla- gjafir handa börnum sínum. Það var frábært nema að konan á Suðurnesjum, sem sama nefnd hafði samþykkt og sent áfram með því fororði að hún fengi það sama og vinkonan úr Hafnarfirðinum, fékk ekkert slíkt. Enda var sam- starf mæðrastyrksnefnda við önn- ur hjálparsamtök ekki meira en það að skjólstæðingar mæðra- styrksnefndanna fengu einfaldlega ríkulegri úthlutanir en þeir sem þurftu eða voru neyddir til að leita annað vegna búsetu sinnar. Og það var einfaldlega vegna þess að þeir sem styrktu nefndirnar vissu oft ekki að gjafir þeirra kynnu að leiða til mismununar! Dæmi lýkur. Þetta fannst mér mjög rangt þar sem börn fátæklinga á Suð- urnesjum þarfnast jafn mikið lít- illa gjafa á þessum fallega tíma sem jólin eru og börn fátæks fólks annars staðar. Ég hafði á þessum tíma sam- band við Coca Cola á Íslandi, Eimskip, Pokasjóð o.fl. sem styrktu þá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur dyggilega og hafði það engin áhrif. Þeir ræddu jú við mig en tóku orð mæðrastyrks- nefndar fyrir því að nefndirnar myndu gæta jafnræðis í framtíð- inni. Síðar fóru hjálparsamtök að út- hluta saman í sama húsnæði. En þessi jól sem nú eru að líða fór þetta í gamla farið. Nú velti ég því fyrir mér hvort mismununin sé aftur komin í gang og að fólk sem gefi til mæðrastyrksnefndanna viti ekki til hvaða fólks styrkirnir renni í raun? Ég gef til Fjölskylduhjálpar Ís- lands eða kirkjunnar þar sem ég veit að það eru samtök sem hjálpa öllum sem minna mega sín óháð búsetu. Það er það sem ég geri. Þú lesandi góður verður svo að ákveða hvað þú vilt gera. Um mæðrastyrks- nefndir – er fátæku fólki mismunað eftir búsetu? Eftir Jakob Inga Jakobsson »Hlutverk mæðra- styrksnefnda er að aðstoða fólk, ekki bara mæður þó nafnið gefi það til kynna, í því sveit- arfélagi sem viðkomandi mæðrastyrksnefnd starfar í. Jakob Ingi Jakobsson Höfundur er lögfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridshátíð lauk sl. sunnudag með sveitakeppni þar sem sveit Janet de Botton sigraði, hlaut 194 stig. Janet er bresk en meðspil- arar hennar eru Pólverjinn Artur Malinowski og Norðmennirnir Thor Erik Hoftaniska og Thomas Charlesen. Þeirra helstu andstæðingar voru Danir sem fengu 191 stig og sveit Gronaldo frá Þýskalandi með 189 stig. Sveit John Helge Herland frá Noregi varð fjórða með 185 stig og sveit Lögfræðistofu Íslands fimmta með 182 stig. Alls tóku 90 sveitir þátt í mótinu. Á fimmtudag og föstudag var spilaður tvímenningur með þátt- töku 148 para. Þar sigruðu Þjóð- verjarnir Michael Gromoeller og Martin Redher af öryggi með 59,8% skor. Okkar landsliðsmenn, Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson urðu í öðru sæti með 56,9%. Norðmennirnir Thor Erik Hoftaniska og Thomas Charlesen urðu þriðju með 56,3%. Með sömu skor voru Nevena Senior og Ru- men Trendafilov, par frá Bretlandi og Búlgaríu. Snorri Karlsson og Þorlákur Jónsson urðu fimmtu með 56,1% og Norðmennirnir Jo Owensen og Tolle Stabell sjöttu með 55,8%. Forseti Bridssambandsins, Jafet Ólafsson, afhenti verðlaun í móts- lok ásamt Birki Hólm, fram- kvæmdastjóra Icelandair undir tónum trompetleikara sem kom skemmtilega á óvart. Sigurvegararnir í sveitakeppninni á Bridshátíð ásamt Jafet Ólafssyni for- seta Bridssambandsins og Birki Hólm framkvæmdastjóra Icelandair Þjóðverjarnir Michael Gromoeller og Martin Redher sigruðu af öryggi í tvímenningnum Erlendu þátttakendurnir sigursælir á Bridshátíð – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.