Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Lífskjör þjóða ráð- ast aðallega af fram- leiðslu þjóðarinnar á íbúa og hagkvæmni. McKinsey-skýrslan og samráðsvettvangurinn sem starfaði í fram- haldi af útkomu henn- ar greindi vandamálin ágætlega og útskýrði þau. Landið okkar býður ekki upp á jafn góð lífskjör og þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að þjóðarframleiðsla á mann er minni og hagkvæmni minni en hjá þeim. Árið 2013 vorum við í 21. sæti á lista Alþjóðabankans yfir þjóð- arframleiðslu á mann (E: GDP pr. Capita) með um 5,6 m.kr á mann á ári. Hæst eru Mónakó, Liechten- stein og Lúxemborg með frá 20,2 m.kr til 13,7 m.kr. Svo kemur Nor- egur með 12,5 m.kr, rúmlega tvöfalt á við okkur! Danmörk og Svíþjóð eru með um 7,3 m.kr, um 50% hærra en við. BNA er með 6,5 m.kr og Þýskaland með 5,6 m.kr eins og Ís- land. Þetta nægir Þýskalandi, 80 milljón manna samfélagi, sem er vel staðsett á meginlandi Evrópu. Landið er fjárhagslega öflugt og lífs- kjör góð. En Ísland þarf mun meira. Til að hafa jafn góð lífskjör og fólk í Skandinavíu verðum við að hafa 20 til 30% meiri þjóðarframleiðslu á mann en þær þjóðir vegna þess að við erum óhagkvæm eining, mannfá í stóru, afskekktu, norðlægu landi. Hátt verðlag og óheyrilegur fjár- magnskostnaður minnkar einnig það sem afgangs er. Til að ná Dönum og Svíum þurfum við þannig að auka þjóðarframleiðslu á mann um 50%+30% = 80% og allt að 100% meira til að ná Norðmönnum. Auk þess er verðlag lægra í Danmörku og Svíþjóð. Sóknarfærin eru mörg. Við höfum alls ekki verið nægilega raunsæ og markviss undanfarna áratugi. Framleiðni vinnuafls er 20% minni en í samanburðarlöndunum og fjárfesting í atvinnulífinu 8% minni. Skýringin er meðal annars mjög mikill fjármagnskostnaður sem dregur úr fjárfestingu og íþyng- ir einstaklingum en einnig þarf víða að bæta vinnubrögð. Til að efla atvinnulífið þarf traust- an alþjóðlega gjaldgengan gjaldmið- ill sem kemur á stöðugleika og lækk- ar vexti. Besti kosturinn er, að sögn Seðlabankans og samkvæmt al- mennri skynsemi, evran, með fullri aðild að ESB. Fyrirtækin munu geta greitt hærri laun og fjármagns- kostnaður heimila mun minnka um hundruð þúsunda á ári. Aðildin færir okkur einnig að borði þar sem obbinn af framtíð- arlögum og -reglum þjóðfélagsins verður mótaður. Opna þarf á tollfrjálsan innflutn- ing matvæla og minnka nið- urgreiðslur til landbún- aðar um 2/3, niður í Evrópumeðaltal, hvort sem við göngum í ESB eða ekki. Við þetta aukast ráðstöf- unartekjur heimila um hundruð þúsunda á ári. Útlit er fyrir að okk- ar sjávarútvegi muni vegna vel innan ESB en til að meta það end- anlega þarf að leiða að- ildarsamningana til lykta. Menntakerfið þarf að bæta. Unga fólkið kemur seinna út á vinnumark- aðinn og margir með slakari mennt- un en í samanburðarlöndunum. Stytta þarf grunn- og framhalds- skóla og bæta menntun á öllum skólastigum þannig að við fáum vel menntaða einstaklinga fyrr út á vinnumarkaðinn. Fleira mætti til- taka en þetta eru aðalatriðin. Hagvöxtur síðustu ára byggist á auknum ferðamannastraumi og makríl. Þetta hjálpar, en til að stór- bæta lífskjörin þurfum við raun- verulegar breytingar á grunn- stoðum samfélagsins. Aðilar vinnumarkaðarins ættu í komandi kjarasamningum að draga rík- isstjórnina að borðinu og krefjast slíkra aðgerða en fara varlega í krónutöluhækkanir umfram það sem innistæða er fyrir. Viðræðuslit við Evrópusambandið er ekki eitt af því sem við þurfum núna. Slíkt væri þvert á móti skemmdarverk gagnvart þjóðinni sem mun ef til kemur tefja lífs- kjarabatann um mörg ár. Núverandi ríkisstjórn væri þá eins konar slita- stjórn Íslands því ef okkur tekst ekki að bæta lífskjörin verulega höldum við áfram að dragast aftur úr nágrannaþjóðunum og þá fjarar hratt undan okkar góða þjóðfélagi. Bætum lífskjörin um 50%+ Eftir Guðjón Sigurbjartsson Guðjón Sigurbjartsson » Framleiðni vinnuafls er 20% lægri en í samanburðarlöndunum og fjárfesting í atvinnu- lífinu 8% minni. Fjár- magnskostnaður er allt of hár. Höfundur er viðskiptafræðingur. Þjóðarframleiðslaámann 1 2 3 4 5 – – 6 7 8 9 10 11 12 13 14 – 15 16 17 18 19 20 21 22 – 20,2 16,7 13,8 12,5 11,6 11,3 10,5 10,0 8,4 7,7 7,3 7,2 7,0 6,8 6,6 6,4 6,2 6,1 5,9 5,9 5,9 5,8 5,6 5,6 5,6 5,5 Efstu ríki árið 2013 Gengi ISK 124 gagnvart USD. Mónakó Liechtenstein Lúxemborg Noregur Katar Makaó Bermúdaeyjar Sviss Ástralía San Marínó Danmörk Svíþjóð Kúveit Singapúr Bandaríkin Kanada Isle of Man Austurríki Holland Írland Finnland Andorra Belgía Ísland Þýskaland Færeyjar Röð Land M. kr. á ári Heimild: TheWorld Bank Mikið hefur verið rætt um flugbraut 06/ 24 eða svo kallaða „neyðarbraut“ á Reykjavíkurflugvelli að undanförnu og nokkur samkomulög verið gerð um hana. Þegar þessi samkomulög eru skoðuð nánar þá er al- veg ótrúlegt að verið sé að leggja að veði flugöryggi. Í samkomulagi Ögmundar Jón- assonar f.v. innanríkisráðherra og Jóns Gnarr, f.v. borgarstjóra, frá 19. apríl 2013 er m.a. að finna eftirfar- andi: – Að undirbúnar verði end- urbætur á aðstöðu fyrir farþega, þjónustuaðila og rekstraraðila flug- vallarins. – Að norð-austur/suð-vestur flug- brautin verði lögð af. / Innanrík- isráðuneytið auglýsi lokun flug- brautar samhliða auglýsingu deiliskipulags nýrrar flugstöðvar. – Að flugöryggi við notkun aust- ur/vestur flugbrautar verði bætt með því annars vegar að séð verði til þess að gróður í Öskjuhlíðinni skagi ekki upp í hindrunarfleti nú- verandi flugbrautar og hins vegar að heimiluð verði uppsetning aðflug- sljósa fyrir nákvæmnisblindaðflug vestan við brautina. / Breytt deili- skipulag vegna aðflugsljósa verði auglýst samhliða breytingum vegna flugstöðvar. Í samkomulagi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fv. innanrík- isráðherra, og Jóns Gnarr f.v. borg- arstjóra frá 25. október 2013 er m.a. að finna eftirfarandi: – Aðilar fylgi eftir auglýstu deili- skipulagi sem gerir ráð fyrir stækk- un alþjóðlegu flugstjórnarmiðstöðv- arinnar í Vatnsmýri. – Aðilar ljúki vinnu við endur- skoðun á deiliskipulagi fyrir flug- vallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess. – Þegar lokun NA/SV braut- arinnar hefur verið staðfest verða ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flug- starfseminnar. Í báðum sam- komulögunum er samið um að „þið“ fáið ekki aukið flugöryggi nema við fáum að loka „neyðarbrautinni“. Það er alveg ótrúlegt að ráðherrar innanrík- ismála skuli láta borg- arstjóra höfuðborg- arinnar teyma sig út í svona vitleysu. Vita þessir aðilar ekki hvað „flugöryggi“ er? Umræður um flugbraut 06/24 „neyðarbrautina“ eru alls ekki nýjar af nálinni því í tíð Sturlu Böðv- arssonar í stóli samgönguráðherra 1999 var þetta einnig til skoðunar. En margt hefur breyst síðan þá og tel ég að nú þurfi að stoppa og skoða málið frá grunni. Á und- anförnum árum hefur heilbrigð- isþjónusta á landsbyggðinni breyst mikið, í Vestmannaeyjum er t.d. bú- ið að loka fæðingardeild og skurð- stofu og á þetta við um fleiri sjúkra- hús á landsbyggðinni. Í staðinn er verið að flytja sjúklinga í miklu meiri mæli á Landspítalann há- skólasjúkrahús í Reykjavík með stórauknu sjúkraflugi en m.a. var um 70% aukning á sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum á síðasta ári. Þetta verðum við að setja inn í um- ræðuna um öryggi og nýtingu Reykjavíkurflugvallar og má þá hvergi slá af flugöryggi. Við eigum að halda Reykjavík- urflugvelli þar sem hann er í dag óskertum, allt tal um að loka honum og flytja annað er óábyrgt tal þar sem einfaldlega eru ekki til fjár- munir í það verkefni. Er ekki tímabært að við tökum upp gamla góða slagorðið „Skyn- semin ræður“? Samkomulögin um Reykjavíkurflugvöll og „neyðarbrautina“ Eftir Val Stefánsson Valur Stefánsson »…„þið“ fáið ekki aukið flugöryggi nema við fáum að loka „neyðarbrautinni“ Höfundur er formaður AOPA á Ís- landi, félags flugmanna og flugvéla- eigenda. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Ég tek undir orð sagn- fræðingsins Jóns Hjalta- sonar í grein hans Ekki meir, ekki meir, sem birt- ist í Velvakanda 29.1. 2015. Eins og Jón skrifar: Berum virðingu fyrir ísl- am og múslímum, virð- ingu fyrir náunga okkar, sem trúir á heilagt bann við allri hlut- gervingu Múhameðs. Hann á að lifa í orðinu einu. Opinberlega gerum við t.d. ekki lengur grín að sönglaginu um 10 litla negrastráka, sem voru m.a. í góðum og gildum vísnabókum hér fyrir ekki svo löngu. Þó svo að við, sem teljum okkur kristin, höfum nánast afhelgað okkar guð með gríni og háði. Okkar kristnu hátíðir, eins og jól, páskar og hvítasunna eru svo útvatnaðar að engu tali tekur. Við er- um að glata okkar eigin trú vegna skorts á virðingu við hana. Sýnum náunga okkar virðingu og látum ógert að grínast og hæðast að guði annarra í þeim eina tilgangi að erta, særa og niðra eins og Jón skrif- ar. Með kveðju. Helgi Pálsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Sammála Jóni Hjaltasyni Skopmyndir Sýnum náunga okkar virðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.