Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Byko Engar flækjurEkkert vesen www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Skammtari fyrir plastfilmur Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt gott samtal við einhvern sem þér þykir mjög vænt um. Gerðu ráð fyrir að draumar þínir geti orðið að veruleika. 20. apríl - 20. maí  Naut Flótti og umræður um að komast á brott frá öllu amstrinu höfða til þín í dag. Tal- aðu við embættismenn, bókaðu þig, falastu eftir ráðleggingum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú rekst á kastljós, leyfðu því þá að skína á þig. Gakktu í málið strax og þér gefst tími til og hættu ekki fyrr en þú hefur leyst það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Manngildi og frægð haldast ekki allt- af í hendur svo þú skalt varast að láta frægð- ina blinda þig. Gættu sérstaklega að útgjöld- unum og dragðu þau saman eftir mætti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er sótt að þér úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig allan við að verja þig og þína. Er sambandið þitt alveg heilbrigt? Farðu í skoðun til þíns innri ástarlæknis. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hikaðu ekki við að segja hug þinn, hver sem í hlut á. Hreinskilni þín er oft hár- beitt en um þessar mundir ertu jafnvel fær um að selja ís á norðurpólnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu daginn til þess að ljúka gömlu máli. Að öðrum kosti dregst þú bara aftur úr og missir svo af lestinni á endanum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er komið að því að þú þarft að leita til vina og vandamanna um aðstoð ef þú ætlar að koma hugðarefni þínu í endan- legan búning. Betri vinnuaðstaða gæti verið á næsta leiti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Gullhamrar þínir koma þér alltaf á draumaáfangastaðinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reiði getur leitt til þess að þú ger- ir mistök í vinnunni í dag. Vertu ögrandi og hagaðu þér eins og þú vilt að félagar þínir geri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert með svo mörg járn í eld- inum að þér gefst enginn tími til þess að staldra við og meta stöðuna. Leggðu þig síð- an fram um að gera þær breytingar sem þú vilt sjá í lífi þínu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Aðstæður heima fyrir eru kannski ekki eins og best verður á kosið en þeim má breyta ef vilji er fyrir hendi. Sýndu öðrum þínar bestu hliðar. Ólafur Stefánsson skrifaði umdruslur í Leirinn: – „Til er tölu- vert af slíkum skáldskap og aug- ljóslega margt af því mjög gamalt, og ekki auðvelt að staðsetja drusl- urnar í tíma og rúmi. En ein drusla lifir góðu lífi austur í Tungum og er í miklum metum, nánast einkennissöngur Tungna- manna. Það er „Kristján í Stekk- holti“ og fjallar um bónda sem lifði og bjó hér upp með Hlíðum frá 1892 til 1915. Vísan er skýr og lýsandi, og ef höfundurinn er skáldið Páll á Hjálmsstöðum, eins og margt bendir til, þá gat hann hafa séð bóndann ríða hjá garði, komandi úr Tungum yfir nýju Brúarárbrúna sprettandi úr spori á merinni góðu eftir Kóngs- veginum dýra, á leið í kaupstaðinn með nautin sín. Lagboðinn er „Lofið vorn Drottin“. Kristján í Stekkholti í kaupstað með nautin sín ríður. Kúfskjótta merin sem ljósgeisli um jörðina líður. Hátt ber hann lof. Hans mun þó aldrei um of. Safnaðarfulltrúinn fríður.“ Skírnir Garðarsson sagðist vera að rifja upp vísur Þorbjarnar leir- skálds Þórðarsonar (Æra-Tobba). Hann bjó á Mýrum. Honum er eignuð vísa um Flóamenn: Argara sargara úranum illt er að búa í Flóanum þambara vambara þeysum skrið þó er enn verra Ölfusið. Skírnir segist hafa heyrt vísuna á uppvaxtarárum öðruvísi. Agara, gagara úranum illt er að hokra í Flóanum, þambara, vambara þeysum skrið þó er það betra en Ölfusið. Ari Jósefsson orti „Atomvísur Æra-Tobba“ á menntaskólaárunum og birti í Munin: Þambara skrambara skrítin er þessi veröld: Sumir deyja úr sulti hér en sumra fyllast gulli ker; skíragulli skálka fyllast keröld. Prangara mangara maður er hér á glugga. „Við skulum ekki hafa hátt“ heldur tauta ofur lágt: agara gagara ambrum bramb og skrugga. Sigrún Haraldsdóttir orti á Leirn- um um umdeildan dóm Hæstaréttar: Nálgunar- beitum ei -bönnum, barsmíðum seint niður týnum, öftrum ei mannýgum mönnum að misþyrma konum sínum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Einkennissöngur Tungnamanna og Atomvísur Æra-Tobba Í klípu ENGINN HÉLT AÐ HJÓNABANDIÐ MYNDI ENDAST. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EINHVERJAR FLEIRI KVARTANIR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila húsverkunum. OG HÉR TIL ÞESS AÐ ÚTSKÝRA TILGANG LÍFSINS ER HANN ODDI ÉG HEF ALDREI VERIÐ NÁNARI ÞÉR ÉG GET ÞETTA EKKI LENGUR!!! ALLT SEM ÉG GERI HÉRNA ER AÐ ELDA, ELDA OG ELDA! ENGINN KANN AÐ META MIG!! AF HVERJU BÝÐ ÉG EKKI ÁHÖFNINNI OG ÖLLUM NÁGRÖNNUM OKKAR YFIR Í MAT Í KVÖLD? MÁ ÉG KYNNA FYRIR YKKUR, HERRA OG FRÚ STUNDARKORN Víkverji þakkar guði fyrir að HM íhandbolta sé lokið og að gest- gjafarnir í Katar hafi ekki unnið, þó að velgengni Frakka sé heldur ekk- ert sérstakt gleðiefni. Þetta heims- meistaramót lyktar langar leiðir af spillingu í leikjum Katara og það er handboltaíþróttinni alls ekki til framdráttar. Dómgæslan í sumum leikjum Katar var aðhlátursefni og Víkverji hafði mikinn skilning á svekkelsi Pólverja og þar áður Aust- urríkismanna. Aðdáunarvert var t.d. hvernig Patrekur okkar Jóhann- esson, þjálfari Austurríkis, sat á honum stóra sínum eftir leikinn gegn Katar, þegar dómararnir dæmdu trekk í trekk hreint fárán- lega dóma. x x x Með peningum er hægt að geraallt, m.a. setja saman landslið í íþróttum og kaupa til þess bestu fá- anlegu íþróttamenn í viðkomandi grein. Þetta hafa Katarar gert í handbolta og munu eflaust ekki láta stoppa sig í öðrum greinum, ef leik- reglurnar heimila það. Kannski sjáum við Messi, Ronaldo, Rooney og Gylfa Þór í búningi Katar á næstu heimsmeistarmótum í knattspyrnu. Hver veit? x x x Víkverji ætlar ekki að eyða mörg-um orðum í árangur „strákanna okkar“ í landsliði Íslands. Þeir voru einfaldlega ekki klárir í Katar, hvorki andlega né líkamlega, og því miður höfðu barsmíðarnar mikið að segja sem Aron Pálmarsson varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur um hátíð- irnar. Víkverji ætlar rétt að vona að árásarmennirnir verði dregnir fyrir dóm og dæmdir til þyngstu refs- ingar. x x x Víkverji ætlar að endingu að hrósaÞóru Arnórsdóttur fyrir hennar frammistöðu í HM-stofunni á RÚV. Það var tilbreyting að fá konu í sett- ið í þetta karlaveldi sem íþrótta- fréttamennskan er. Fyrstu þættir voru stirðir en fóru hratt batnandi eftir því sem leið á mótið. Siggi Sveins hélt uppi stuðinu og mikið sem Víkverji saknar þess ágæta pilts af leikvellinum. Sá gat sko þrumað með vinstri! víkverji@mbl.is Víkverji Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá. (Sálmarnir 34:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.