Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Sérstætt hús ÁsmundarSveinssonar hefur orðiðkveikjan að samsýningusjö listamanna í Ásmund- arsafni en hún ber heitið A post- eriori: Hús, höggmynd. Við hönn- un hússins, þar sem Ásmundur hafði íbúð og vinnustofu, sótti myndhöggvarinn innblástur til ar- abískrar og egypskar bygging- arlistar. Síðar reisti hann við hús- ið bogalaga byggingu sem hýsti vinnustofu og sýningarsal – og loks kom Manfreð Vilhjálmsson til sögunnar og teiknaði viðbyggingu sem tengir byggingarnar tvær saman. Höggmyndagarður með styttum Ásmundar umlykur húsið en raunar má líta á húsið sjálft sem eitt af listaverkunum og eru það einmitt skúlptúrískir eigin- leikar þess sem lifna við á sam- sýningunni nú. Óljós mörk milli höggmyndar og húss eru undirstrikuð strax við inngang safnsins þar sem eru nokkrar höggmyndir Ásmundar á samlitum stöplum. Stöplarnir verða þannig áberandi hluti af verkunum sem mynda jafnframt samtal við skúlptúra eftir Guðjón Ketilsson, Vita, en það eru smækkaðir vitar á stöplum/ kössum. Hér er sem Guðjón túlki Ásmundarsafn sem vita í borgar- landslaginu, þokkafullt kennileiti sem rís yfir umhverfið – þó ekki til að yfirgnæfa það heldur til að lýsa upp leiðina þegar myrkur eða þoka byrgir sýn. Húsið sem lista- verk kemur einnig við sögu í veggverkum Guðjóns annars stað- ar í safninu, og í verkum Kristínar Reynisdóttur þar sem leikur á mörkum tvívíddar og þrívíddar gælir við skynjun áhorfandans. Birgir Snæbjörn Birgisson skír- skotar til byggingarsögu hússins í verkinu Hvíta hús serían en þar leggur hann út af sjálfu Hvíta húsinu í Washington og útfærir í samræmi við mismunandi útlit og ástand þess í aldanna rás. Hvíta húsið og Ásmundarsafn eiga hvíta litinn sameiginlegan sem og ákveðna „mónúmentalíska“ sam- hverfu forma. Hið fyrrnefnda er í nýklassískum stíl af því tagi sem einkennir mjög þær voldugu safn- byggingar er reistar voru á 19. öld í vestrænum stórborgum. Verk Birgis vekur að því leyti spurn- ingar um tengsl milli bygginga og valds, og einnig hvað varðar eig- inleika og tilgang listasafna. Óvænt tenging við Hvíta húsið og valdaátök er fólgin í Höfða, húsi sem er bæði hvítt og samhverft og varð með leiðtogafundinum 1986 eitt helsta kennileiti Íslands gagn- vart umheiminum (ásamt nátt- úruöflunum). Í verki Huldu Hákon sést hvar Höfði er umlukinn Mið- garðsormi. Hið karllæga vald sem oft hefur verið tengt við turna og reðurtákn virðist hafa lyppast eitt- hvað niður í verki Stefáns Jóns- sonar sem heitir Reðir Rafaels. Skúlptúrar Stefáns eru litsterkir og ögrandi í rýminu en þeir skír- skota til listasögunnar og þekkts verks eftir hinn ítalska Rafael, og um leið á spaugilegan hátt til end- urreisnarinnar. Þorbjörg Þorvaldsdóttir sýnir nákvæmt líkan af fjölbýlishúsi í Reykjavík og ljósmyndir sem varpa ljósi á náin tengsl hússins, og húsa yfirhöfuð, við lífsrými hvers og eins. Innviðir húsa og húsið sem heimili er einnig yrk- isefni Kathy Clark í verkinu Þess- ar löngu gleymdu langanir sem haldið er leyndum. Í verki hennar birtist heimilið sem hólfaður íverustaður þar sem minningar og duldar tilfinningar hafa fest ræt- ur. Sýningin er því velheppnaður áfangi í þeirri stefnu Listasafns Reykjavíkur að efna til samræðu milli núlifandi listamanna og Ás- mundarsafns og er þar skemmst að minnast sýningarinnar Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn á síð- asta ári þar sem ljósi var brugðið á verk yngri kynslóðar listamanna sem fást við óhlutbundna mynd- list. Á sýningunni A posteriori: Hús, höggmynd marka verk Ás- mundar einnig vissa viðmið- unarpunkta og jafnframt umgjörð sýningarinnar. Þar er gott sam- safn verka sem í samspili sín á milli og við verk Ásmundar skapa skemmtileg rýmisleg og sjónræn áhrif og kveikja margræð merk- ingartengsl sem auðga sýning- arreynsluna. Hús í húsi Morgunblaðið/Þórður Reðir Rafaels „Skúlptúrar Stefáns [Jónssonar] eru litsterkir og ögrandi í rýminu en þeir skírskota til listasögunnar og þekkts verks eftir hinn ítalska Rafa- el, og um leið á spaugilegan hátt til endurreisnarinnar,“ skrifar rýnir og segir gott samsafn verka á þessari sýningu í Ásmundarsafni. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn v/Sigtún A posteriori: Hús, höggmynd – Birgir Snæbjörn Birgisson, Guðjón Ket- ilsson, Hulda Hákon, Kathy Clark, Kristín Reynisdóttir, Stefán Jónsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir ásamt verkum Ásmundar Sveinssonar. bbbbn Til 8. febrúar 2015. Opið alla daga kl. 13-17. Aðgangur kr. 1.400, árskort kr. 3.300, námsmenn 25 ára og yngri kr. 800, hópar 10+ kr. 800, öryrkjar, eldri borgarar og börn 18 ára og yngri: ókeypis. Sýningarstjóri: Yean Fee Quay. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið/Þórður Vitar Verk Guðjóns Ketilssonar við innganginn. „Hér er sem Guðjón túlki Ásmundarsafn sem vita í borgarlandslaginu, þokkafullt kennileiti …“ Teiknimyndin um svampdýrið SpongeBob SquarePants, sem á ís- lensku nefnist Svampur Sveinsson, skilaði íslenskum kvikmyndahúsum mestum miðasölutekjum þessa helgina. Svampur Sveinsson: Svamp- ur á þurru landi klífur þar með yfir Paddington, sem hafði haldið efsta sætinu tvær helgar í röð. Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi þénaði hátt í ellefu milljónir kr. um helgina og var það um þrisvar sinnum meira en næsta kvikmynd, Paddington. Í heildina hefur sú síðari þó skilað inn tæpum sextán milljónum kr. hérlendis. Að þessu sinni eru aðeins tvær kvik- myndir nýjar en fyrir utan svamp- dýrsmyndina er kvikmyndin Wild Card, með Jason Statham í aðal- hlutverki, komin á topp tíu-listann. Þá hefur franska gamanmyndin Ömurlegt brúðkaup klifið upp í fjórða sæti. Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 30. jan. - 2. feb. 2015 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi Paddington Imitation Game Ömurleg brúðkaup (Serial BadWeddings) American Sniper Wild Card Wedding Ringer Hobbit: The Battle of the Five Armies Mortdecai Taken 3 Ný 1 3 9 2 Ný 4 6 7 5 1 3 2 2 3 1 3 6 2 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Svampdýrið situr á toppnum 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL 2 VIKUR Á TOPPNUM! BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.