Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flutt voru til landsins 2.758 tonn af frosnu alifugla-, nauta- og svínakjöti á síðasta ári. Er það liðlega 1.000 tonnum meira en á árinu á undan og er aukningin 61%. Mest munar um fjórföldun í innflutningi nautakjöts. Mest er flutt inn af úrbeinuðu kjöti. Þegar það hefur verið um- reiknað í kjötskrokka og borið sam- an við innlendu framleiðsluna kem- ur í ljós að innflutta kjötið hefur náð um 20% markaðshlutdeild. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bænda- samtaka Íslands, segir að tollvernd- in hafi minnkað með því að opnaðir hafi verið tollkvótar fyrir ákveðnar vörur. Ekki sömu kröfur Erna segir að samkeppnisstaðan sé skökk. Á meðan gerðar séu gríð- arlegar kröfur til innlendra fram- leiðenda varðandi sjúkdómavarnir og lyfjanotkun flæði hingað kjöt frá löndum þar sem aðrar framleiðslu- aðferðir séu notaðar. Nefnir hún að meira en helmingur kjötsins komi frá Þýskalandi. Þar sé mesta lyfja- notkun við kjötframleiðslu í Evrópu. Hér sé lyfjanotkun aðeins um 1% af því sem gerist í Þýskalandi. „Meinum við eitthvað með þeim kröfum sem við gerum til íslenskra framleiðenda? Af hverju eru gerðar meiri kröfur til þeirra en erlendra keppinauta?“ segir Erna. Hún segir að hnignun verði í innlendri gæða- framleiðslu á meðan ekki sé spornað við þessari þróun. Aukin eftirspurn Vandamál innlendu nautgripa- framleiðslunnar liggur dýpra, það liggur í því að kúabændur leggja mikla áherslu á mjólkurframleiðslu og það dregur í bili úr framboði nautgripakjöts. Aukin eftirspurn, ekki síst vegna fjölgunar ferðafólks, skýrir einnig hluta af auknum inn- flutningi. Þá eiga sérhæfð holda- nautabú undir högg að sækja vegna þess að ekki hafa fengist leyfi til að kynbæta stofnana. Kúabændur hafa í fimm ár óskað eftir því að fá að flytja inn erfðaefni frá Noregi til að bæta stofninn og skapa betri grund- völl fyrir þessa búgrein. Nú hillir undir að slíkt leyfi fáist. Frumvarp sem heimilar innflutning erfðaefnis til kynbóta holdanauta- stofnsins liggur fyrir og verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Jafn- framt vinnur starfshópur að und- irbúningi skilyrða sem gerð verða til þeirra búa sem vilja nýta sér sæði eða fósturvísa um einangrun dýranna. Verður vinnan væntanlega notuð við setningu reglugerðar, verði frumvarpið samþykkt. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, bendir á að verðmæti þess nautakjöts sem flutt var inn til landsins á síðasta ári, hingað komið, hafi verið yfir 900 milljónir kr. Það sýni hvað sé í húfi. Ef fyrr hefði ver- ið brugðist við hefði stór hluti þess- ara verðmæta orðið til hér innan- lands. Þótt innflutningsfrumvarpið verði samþykkt í vor og hægt verði að hefja notkun innflutts erfðaefnis í sumar, líða margir mánuðir og ár þangað til fyrsta kjötið sem fram- leitt er úr því kemur á disk neyt- enda. Það verður í fyrsta lagi í lok árs 2017.  Stóraukinn innflutningur á kjöti  Innflutta kjötið komið með fimmtungs markaðshlutdeild  Frumvarp sem heimilar innflutning erfðaefnis til kynbóta á holdanautastofnum lagt fram á næstunni Innflutningur nautakjöts fjórfaldast Innflutt kjöt* * Einingar eru í kílóum 2013 2014 Alifuglakjöt Nautakjöt Svínakjöt Aðrar kjötvörur af áðurtöldu Samtals 929.241 265.990 465.374 48.401 1.709.006 1.066.228 1.047.456 589.563 55.245 2.758.492 Heimild: Hagstofa Íslands, bráðabirgðatölur Morgunblaðið/Árni Sæberg Steik Eftirspurn eftir góðu nauta- kjöti eykst með fjölgun ferðafólks. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Rúm milljón sótti vefinn Tímarit.is heim á síðasta ári og alls voru þar skoðaðar tæplega sex milljónir vef- síðna. Vefsíðan er stafrænt safn tímarita og dagblaða frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, sífellt bætist í safnið sem er í umsjá Lands- bókasafns Íslands. Örn Hrafnkels- son, sviðsstjóri varðveislu og staf- rænnar endurgerðar þar, segir að sig hefði aldrei órað fyrir því að síð- an yrði svona vinsæl þegar henni var hleypt af stokkunum 2002. „Meirihlutinn, eða næstum því tveir þriðju, kemur inn á vefinn frá leitarvélum og fer þá beint inn á við- komandi gögn,“ segir Örn. „Hlutfall þeirra sem koma inn á vefinn með snjalltækjum er minna en gengur og gerist og næsta skref hjá okkur er að huga að því að gera vefinn snjall- tækjavænni. Það er orðið aðkallandi, en gæti tekið talsverðan tíma því þetta er stór gagnagrunnur.“ Innlit frá Kína Að sögn Arnar eru 4,7 milljónir skjala á vefnum, en dæmi um skjal er ein síða í dagblaði. Þá eru þar 950 titlar, flestir á íslenskum dagblöðum og tímaritum, hitt er frá Grænlandi og Færeyjum. Meðallengd heim- sóknar eru fjórar og hálf mínúta, að meðaltali eru um sex síður sóttar í hverri heimsókn og á síðasta ári var hlutfall nýrra notenda um 37%. „Mogginn er vinsælastur og hefur alltaf verið á toppnum,“ segir Örn spurður um hvaða titill sé vinsæl- astur. Þessu til sönnunar nefnir hann tölur úr nýliðinni viku þar sem 17.577 heimsóknir voru á vefinn og þar af flettu 5.994 Morgunblaðinu, eða rúmur þriðjungur. Dagblöðin virðast njóta mestrar hylli, því að á lista á síðunni yfir mest lesnu titlana er DV og gamla Dagblaðið í öðru sæti, þá kemur Vís- ir, Tíminn sálugi er í fjórða sæti og Þjóðviljinn í því fimmta. Flestar heimsóknanna eru frá ís- lenskum IP-tölum, um 80%, en at- hygli vekur að um 11% heimsókna hafa undanfarið komið frá Kína. „Ég kann engar skýringar á því,“ segir Örn spurður um þennan áhuga Kín- verja á íslenskum blöðum og tímarit- um. „Hugsanlega er þetta vegna ein- hverra tenginga við leitarvélar.“ Einstakt í sinni röð Örn var einn þeirra sem komu að stofnun vefjarins í kringum aldamót- in og segir að sig hafi ekki órað fyrir því að hann myndi hafa jafnbreiða skírskotun og raun ber vitni. Hann segir timarit.is einstakan í sinni röð á heimsvísu. „Ég hef farið á nokkrar dagblaðaráðstefnur bókasafna og þar er fólk sammála um að vefurinn okkar sé einstakur gagnagrunnur, sambærilegir vefir erlendis eru yf- irleitt ekki svona umfangsmiklir. En hér erum við með öll dagblöð og tímarit á tilteknu tímabili og nú vinnum við að því að þétta netið og fá inn yngri titla. Ég heyri t.d. frá háskólanemum að þeir nota timarit- .is mikið við rannsóknir og svo eru auðvitað margir sem nota hann sér til skemmtunar. Þegar við byrjuðum á þessu óraði okkur ekki fyrir að þetta myndi höfða til svona margra.“ Mogginn hefur alltaf verið á toppnum  Tímarit.is vill snjalltækjavæðast Morgunblaðið/Ómar Vinsæll vefur Örn segir hylli tíma- rit.is hafa komið á óvart. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Við stefnum á að byrja jarðvinnu á næstu vikum,“ segir Gísli Steinar Gíslason hjá fasteignaþróunarfélaginu Stólp- um um framkvæmdir sem hefjast fyrir vorið við byggingu fjölbýlis- og verslunarhúsnæðis á svonefndum Hörp- ureitum 1 og 2 við Austurbakka. Byrjað verður á að reisa bílakjallara með 120 stæðum en umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur nú til umfjöllunar umsókn Landstólpa þróunarfélags ehf. um leyfi til að hefja framkvæmdir við bílakjallarann. Þetta er fyrsta uppbyggingin sem ráðist er í á Hörpureitunum frá því að að lokið var við byggingu Hörpu. Uppbyggingin á reitum 1 og 2 fer fram á lóðinni við hlið Tollhússins á milli Geirsgötu og Tryggvagötu. Þar eru nú bílastæði fyrir 198 bíla en eins og fram hefur komið verður væntanlega lokað fyrir þau þegar framkvæmdir hefjast. Áður en hafist verður handa við byggingu bílakjall- arans þarf að grafa upp fornminjar á svæðinu og skrásetja þær að sögn Gísla sem segir verið að semja við verktaka um að taka það verkefni að sér. Yfirlit liggur fyrir frá Borgarsögusafni Reykjavíkur yfir minjar á þessum reit- um og eru þær að sögn Gísla annars vegar gamlir pakk- hússgrunnar og svo sjóvarnargarður sem liggur í gegnum lóðina. Gamla steinbryggjan sem hlaðin var nokkru fyrir aldamótin 1900 liggur hins vegar fyrir utan byggingarreit- ina. 4-6 sex hæðir og 30 þúsund fermetrar Í fyrra var gengið frá kaupum Regins hf. á öllu versl- unar- og þjónusturými sem byggt verður á reitum 1 og 2. „Þeir eru komnir með okkur í verkefnið að þróa góðan og sterkan verslunarkjarna, sem mun vinna mjög vel með miðbænum,“ segir Gísli. Um er að ræða þriggja ára verk- efni og verða byggingarnar fjögurra til sex hæða, með 80 íbúðum auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Að bílakjall- aranum meðtöldum verða byggingarnar samtals 30 þús- und fermetrar. Gísli segir að verið sé að leggja lokahönd á hönnun allra bygginganna og svæðisins á reitunum, sem verði fljótlega kynntar opinberlega. „Við brjótum þetta mikið upp þannig að bygging- arnar falli vel inn í umhverfið og ásýndin sé mjög létt. Þetta er viðkvæmur reitur og við reynum að vanda sem best til verka þannig að þetta falli vel að umhverfinu.“ Jarðvinna hefst brátt á lóðinni við Tollhúsið  Skrá fornminjar  Byggja síðan 120 stæða bílakjallara Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppbygging Framkvæmdir hefjast brátt á Hörpureitum 1 og 2 þar sem í dag eru bílastæði fyrir tæplega 200 bíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.