Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn - nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 6.390 m2 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Niðurstöður mælinga á náttúru- legum birkiskógum landsins færa sönnur á að flatarmál birkiskóga hefur aukist töluvert á 25 árum, frá því það var síðast mælt. Er þetta fyrsta staðfesta framfara- skeiðið eftir margra aldra hnignun sem talið er að hafi í raun hafist við landnám Íslands. Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá hefur lokið endurkortlagn- ingu náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs á Íslandi en hún hefur unn- ið að því verkefni frá árinu 2010. Niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Birki þekur 1.506 ferkílómetra sem er 1,5% af flatarmáli Íslands. Nýliðun stærri en Holuhraun Í rannsókninni eru skógarnir flokkaðir eftir hæð. 11.451 hektari skóga er með trjám sem ná 5 metra hæð, eða 8%, skóganna, 84.522 ha eru skógar með trjám sem verða 2-5 metrar á hæð og 54.673 ha eru í kjarri þar sem trén ná ekki 2 metra hæð og þekja 36% þess svæðis sem talið er til nátt- úrulegra birkiskóga. Nýliðun frá síðasta mati sem gert var fyrir aldarfjórðungi er alls 129 ferkílómetrar. Björn Trausta- son landfræðingur bar nýliðunina saman við stærðir sem talsvert hafa verið í umræðunni, þegar nið- urstöðurnar voru kynntar á Mó- gilsá í gær. Nýliðunin svarar til flatarmáls alls höfuðborgarsvæð- isins og gott betur en það og hún er miklu umfangsmeiri en Holu- hraun sem talið er 84 ferkílómetr- ar. Voru aðeins skógarleifar Niðurstöðurnar nú eru bornar saman við fyrri kortlagningar nátt- úrulegra birkiskóga sem gerðar voru á áttunda og níunda áratugn- um. Niðurstaða fyrra matsins sýndi að skógarnir náðu yfir 1.250 fer- kílómetra eða 1,2% landsins. Arnór Snorrason skógfræðingur sagði við kynningu á niðurstöð- unum nú að þá hafi aðeins verið hægt að tala um skógarleifar við fyrstu kortlagninguna. Til sam- anburðar gat hann þess að áætlað hafi verið að birkiskógar hafi þakið 25 þúsund ferkílómetra landsins við landnám, eða 25% landsins. Frá þeim tíma hafi 95% skóganna tap- ast. Gerði hann að umtalsefni mik- ilvægi birkiskóganna fyrir náttúru landsins. Þeir hafi myndað ytri verndarskjöld gróðursins. Þegar skjöldurinn hafi verið rofinn með eyðingu skóga hafi annað fylgt með. Gat hann þess að skógi hafi verið eytt í þéttbýlustu og bestu landbúnaðarhéruðum landsins á fyrstu öldum landnáms. Trén hafi verið mikill orkugjafi og smíðaefni, fram eftir síðustu öld. Einnig hafi kólnandi veðurfar haft sín áhrif. Stærðarmatið sem nú hefur ver- ið birt er það þriðja í sögunni. Arnór sagði að það hefði mesta þýðingu í samanburði við síðasta mat sem er frá 1987. „Það færir sönnur fyrir því að flatarmál birki- skóga hefur aukist töluvert á þess- um stutta tíma í gróðursögunni,“ sagði Arnór. Vestur- og Suðurland bæta við Ástæður jákvæðrar þróunar í náttúrulegum birkiskógum hafa ekki verið greindar en Arnór Snorrason segist í samtali við Morgunblaðið geta haft sínar til- gátur um það. Hann nefnir beit- arstjórnun og hlýnandi veðurfar, eins og fleiri fundargestir gerðu. Athygli vekur að nýliðun er mjög misjöfn á milli landshluta. Mest hafa skógarnir á Vest- fjörðum og Suðurlandi stækkað, eða um 43-44 ferkílómetra sem svarar til 13-14% aukningar. Tals- vert aukning hefur einnig orðið á Vesturlandi en minnst á Norður- og Austurlandi. Arnór segir nauðsynlegt að rannsaka frekar ástæður þessa. Hann nefnir þó að þar sem tölu- verð beit er nái skógarnir ekki að breiðast út en þeir hafi náð að þéttast. Landbúnaður hefur mjög dregist saman á Vestfjörðum og birkiskógarnir þar ná yfir mikið svæði. Því er jaðar þeirra mikill og það eykur möguleika þeirra til að breiða enn frekar úr sér. Þá nefnir Arnór að skordýraplágur hafi herjað mjög á skógana á Austur- landi í byrjun þessarar aldar. Það hafi örugglega dregið úr út- breiðslu birkis þar. Ágeng tegund Birki er langútbreiddast í Borg- arbyggð, þegar skógunum er skipt eftir sveitarfélagamörkum. Flat- armál birkis þar er liðlega 22 þús- und hektarar. Bláskógabyggð er í öðru sæti með liðlega 11 þúsund ha. Ef aðeins er litið til skóga með hærri trjám er Borgarbyggð áfram í fyrsta sæti með tæplega 9 þúsund hektara en Norðurþing í öðru sæti með liðlega 6 þúsund hektara. Íslenska birkið er einhver ágengasta tegundin sem ræktuð er á Íslandi, sagði Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri í umræðum á kynn- ingunni í gær. Ekki aðeins að nátt- úrulegir birkiskógar breiði úr sér heldur er íslenska birkið ennþá mest ræktaða trjátegundin hér á landi. Íslenska birkið breiðir úr sér  Niðurstöður kortlagningar náttúrulegra birkiskóga sýna að þeir ná yfir 1506 ferkílómetra og þekja 1,5% Íslands  Nýliðun svarar til 129 ferkílómetra og nær yfir mun stærra svæðið en Holuhraun Morgunblaðið/Ómar Birkiskógur Þingvallaskógur gerir tilkall til titilsins stærsti náttúrulegi birkiskógur landsins. Búrfellshraun á Mý- vatnsöræfum er stærri skógur en afar gisinn. Skógarnir í Fnjóskadal eru stærri þegar aðeins er litið til hærri trjáa. Morgunblaðið/Kristinn Kynning Arnór Snorrason kynnti niðurstöður kortlagningarinnar ásamt Birni Traustasyni. Þeir eru starfsmenn rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá. Birkiskógar » Stærsti náttúrulegi birki- skógur landsins, óháð stærð trjánna, telst vera Búrfells- hraun á Mývatnsöræfum, 3627 hektarar að stærð. Skógurinn er afar gisinn þannig að Þing- vallaskógur sem næstur kemur gerir með nokkrum rétti kröfu til fyrsta sætisins. » Þegar litið er til skóga þar sem trén ná fimm metra hæð eru skógarnir í Fnjóskadal langstærstir. Þórðarstaða- skógur er 392 ha að stærð og Vaglaskógur 356 ha. » Meira en helmingur frí- stundahúsa í landinu er í birki- skógum eða ræktuðum skóg- um, 5569 hús sem er 53% frístundahúsa landsins. Telst það hátt hlutfall í ljósi þess hve lítill hluti landsins er skógi vax- inn en sýnir að fólk velur sér stað í skógi eða ræktar skóg eftir að það hefur komið sér fyrir. Fimmtungur húsanna er í birkiskógum eða - kjarri. Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland Flatarmál alls 391 310 287 186 332 1.506 28 44 8 7 43 129 7% 14% 3% 4% 13% Landshlutar Flatartmál birkis árið 2014 (km2) Nýliðun frá 1989 (km2) Nýliðun hlutfall Heimild: Skógrækt Ríkisins Dreifing birkis um landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.