Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is –– Meira fyrir lesendur . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 20. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Food and Fun verður haldin í Reykjavík 25. feb. - 1. mars Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að von sé á niður- stöðu hans alveg á næstunni í al- mennri athugun sem hann hafi unnið á tilteknum þáttum í starfsemi Seðlabanka Íslands. Sú athugun var gerð í tilefni af kvörtun Heiðars Más Guðjónssonar hagfræðings til umboðsmanns í nóv- ember 2010 vegna þess að Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) stöðvaði það að Ursus ehf., félag í eigu Heið- ars Más, fengi í félagi við aðra fjár- festa að kaupa stóran hlut í trygg- ingafélaginu Sjóvá. Tryggvi segir að vissulega hafi orðið óhóflegur dráttur á málinu en á meðan mál séu rekin fyrir dómstól- um rannsaki umboðsmaður Alþingis ekki kvartanir um sömu mál. Öll gögn málsins lágu fyrir Hinn 26. júní í fyrra birtist grein eftir Heiðar Má í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Umboðsmaður Alþingis sinnir ekki skyldum sín- um“. Í þeirri grein rakti Heiðar Már sögu kvörtunar sinnar frá því 2010. Þar sagði hann m.a.: „Ég sendi strax kvörtun til um- boðsmanns Alþingis, í nóvember 2010, og embættið átti í bréfaskipt- um við Seðlabankann fram á sumar 2011. Á þeim tíma lágu öll gögn málsins fyrir og umboðsmanni var ekkert að vanbúnaði að ljúka með- ferð málsins og gefa út álit sitt. Nú eru þrjú ár liðin frá því öll gögn málsins lágu fyrir hjá umboðsmanni og hátt á fjórða ár frá því ég kvart- aði. Ekkert bólar hins vegar á áliti hans.“ Valdið falið í trúverðugleika Í lok greinar sinnar sagði Heiðar Már: „Embætti umboðsmanns hefur ekki úrskurðarvald í málum og getur ekki þvingað stjórnvöld til aðgerða. Vald hans hefur því einkum falist í trúverðugleika embættisins. Á sama tíma og hann átelur stjórnvöld fyrir drátt á málsmeðferð og brot á máls- hraðareglum stjórnsýslulaga dregur hann mikilsverð mál svo árum skipt- ir. Það getur vart talist trúverðugt. Reynsla mín gefur mér ekki tilefni til að mæla með því við neinn, að hann láti reyna á rétt sinn með kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Það er ábyrgðarhluti af umboðs- manni Alþingis að taka að sér jafn vandmeðfarið hlutverk og sinna því ekki betur en raun ber vitni.“ Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, skrifaði svargrein til Heiðars Más, sem birtist í Morg- unblaðinu daginn eftir, hinn 27. júní í fyrra. Tryggvi skrifaði m.a.: „Í blaðagrein sem Heiðar Guð- jónsson ritar í Morgunblaðið í gær gerir hann athugasemdir við drátt sem orðið hafi á því að umboðsmaður Alþingis afgreiði kvörtun sem félag hans Ursus ehf. sendi embættinu í nóvember 2010. Vissulega er ástæða til að biðja Heiðar afsökunar á því að athugun umboðsmanns á málinu hef- ur ekki verið lokið.“ Heyrir til undantekninga Í lok greinar sinnar segir Tryggvi: „Ég hef talið rétt, með hliðsjón af því hvernig starfssvið umboðsmanns er afmarkað, að fylgjast með úr- vinnslu tiltekinna atriða hjá stjórn- völdum og dómstólum áður en ég sendi frá mér afgreiðslu mína á mál- inu. Þar sem ég hafði hafið athugun á þessum almennu atriðum og ekki var ljóst hver yrði framvinda hluta þeirra á vettvangi dómstóla þegar ég fór í leyfi frá daglegum störfum kjör- ins umboðsmanns Alþingis 15. febr- úar sl. tókst ekki að ljúka málinu fyr- ir þann tíma. Hins vegar var talið rétt að ég ynni áfram að málinu og hafði ég gert ráð fyrir að birta niður- stöðu mína þegar ég kem aftur til starfa 1. júlí nk. að loknu leyfi. Ég tek að síðustu fram að sá tími sem kvörtun Ursusar ehf. hefur verið til meðferðar hjá umboðsmanni Alþing- is heyrir til undantekninga og skýr- ist annars vegar af því að í upphafi var talið rétt að bíða eftir endanlegri niðurstöðu stjórnvalda og hins vegar af þeirri almennu athugun sem unnið hefur verið að eftir að kvörtunin barst.“ Lýk athugun alveg á næstunni Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá 1. júlí í fyrra og enn bólar ekkert á skýrslu umboðsmanns vegna kvört- unar Heiðars Más. Morgunblaðið spurði Tryggva Gunnarsson í gær hverju þetta sætti: „Í þessu hafa verið álitaefni sem hafa verið til meðferðar fyrir dóm- stólum. Það er almennt fylgt þeirri reglu hér, að á meðan mál eru rekin fyrir dómstólum, þá er umboðsmað- ur ekki að rannsaka þau á sama tíma. Nú tel ég hins vegar að það liggi fyr- ir lyktir þeirra mála og sá farvegur hafi myndast að ég geti lokið þessu máli. Ég á von á því að ég geti lokið frumkvæðisathugun minni alveg á næstunni,“ sagði Tryggvi Gunnars- son, umboðsmaður Alþingis. Á fimmta ár liðið frá því að kvartað var  Fjallar ekki um mál meðan þau eru fyrir dómstólum Morgunblaðið/Ómar Langur tími Það var í nóvember 2010 sem Heiðar Már Guðjónsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis eftir að ESÍ kom í veg fyrir viðskipti Ursusar ehf. Heiðar Már Guðjónsson Tryggvi Gunnarsson Lögmannafélagið hefur sent Morg- unblaðinu athugasemd vegna um- mæla framkvæmdastjóra Útfarar- stofu kirkjugarðanna í blaðinu á mánudaginn. Þar var haft eftir framkvæmda- stjóranum að að misskilnings hefði gætt í afstöðu Lögmannafélagsins til áforma útfararstofunnar. Fyrirtæk- ið hygðist aðeins bjóða upp á þjón- ustu sem félli utan einkaréttar lög- manna. „Af því tilefni leyfir Lögmanna- félagið sér að benda á að ekki er um misskilning að ræða af hálfu félags- ins. Fyrir liggur að framkvæmda- stjóri Útfararstofu kirkjugarðana var með virk lögmannsréttindi og hugðist starfa á grundvelli sérstakr- ar undanþágu. Sú undanþága felur á hinn bóginn í sér að sala á lögfræði- þjónustu til þriðja aðila er bönnuð, og gildir einu í því sambandi þótt þjónustan sem um ræðir falli utan einkaréttar lögmanna, enda geta lögmenn ekki skotið sér undan lög- mannsskyldum sínum á öðrum svið- um þjónustu sinnar en þeim sem einkaréttur þeirra tekur til. Jafn- framt liggur fyrir að fyrirtækið aug- lýsti eftir lögfræðingi til starfa, þar sem fram kom að lögmannsréttindi væru æskileg. Útfararstofa kirkju- garðanna hefur í bréfi til Lögmanna- félagsins m.a. upplýst að hún hyggist ekki ráða lögmann til starfa og jafn- framt hefur framkvæmdastjóri þess upplýst að hann muni leggja inn lög- mannsréttindi sín,“ segir í athuga- semdinni Sala á lögfræði- þjónustu til þriðja aðila er bönnuð Ekið var á um 50 ljósastaura í umsjá Orkuveit- unnar (OR) og Orku náttúrunn- ar í desember og janúar sl. Tjónið gæti numið allt að 10 milljónum króna, segir í til- kynningu frá OR. Fyrirtækin tvö sjá um rekstur um það bil 44.500 ljósastaura á svæðinu frá Garðabæ upp á Kjalarnes. Á milli stauranna liggja tæplega 1.600 kílómetrar af rafstrengjum. Er þessi búnaður í eigu sveitarfé- laga, Vegagerðarinnar og í sumum tilvikum sjá fyrirtækin um lýsingu á einkalóðum. Af um 50 tilvikum var OR til- kynnt um tjónið í 30 tilvikum en í öðrum var ekið af vettvangi. Þrír staurar brotnuðu í veðurham og strætóskýli fauk á einn. Viðgerð á einum ljósastaur getur kostað 150- 200 þúsund krónur. Ekið á 50 ljósa- staura í eigu OR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.