Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 SELTJARNARNES H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Tæplega 4.400 manns búa í Sel- tjarnarnesbæ. Fyrr á tíð náði sveit- arfélagið yfir miklu stærra svæði en nú. Í núverandi mynd varð sveit- arfélagið til árið 1948 og þá bjuggu þar 500 íbúar. Á vef bæjarfélagsins segir að flestir íbúanna hafi þá búið í Lambastaðahverfi, en einnig all- margir á Framnesinu. Við Tryggvastaðabraut, sem nú heitir Lindarbraut, voru komin nokkur hús, þar sem búið var allt árið. Hinn 29. mars 1974 voru sam- þykkt lög frá Alþingi um kaupstað- arréttindi Seltjarnarness og skyldi hreppsnefnd stýra kaupstaðnum til bráðabirgða, þar til bæjarstjórn hefði verið kosin. Formlegur stofn- dagur kaupstaðarins taldist undir- skriftardagur laganna sem var 9. apríl 1974. Þegar Seltjarnarnes fékk kaupstaðarréttindi voru íbúar tæplega 2.500. Var nú einkum byggt í Strandahverfi, Neshverfi og á Melhúsatúni. Bæjarstjórnarkosn- ingar fóru í fyrsta sinn fram á Sel- tjarnarnesi vorið 1974 og voru kosnir 7 fulltrúar. Ungt bæjarfélag en á gömlum grunni Á fimmta þúsund búa á Seltjarnarnesi Skúli Halldórsson sh@mbl.is Áður fyrr stóð á Hrólfsskálamel stórt og mikið hús Ísbjarnarins, sem Bubbi Morthens gerði ódauðlegt í lagi sínu Ísbjarnarblús. Húsið var rifið 2004. Á sama reit standa Stólpar nú fyrir byggingu fjölbýlisshúss sem mun vera með rúmlega 30 íbúðir. Í samtali við Morgunblaðið segir Gísli Steinar Gíslason, forsvarsmaður fé- lagsins, að íbúðirnar hafi fengið góðar viðtökur. „Við erum búnir að selja tuttugu íbúðir en þær eru á bilinu 120 til 230 fermetrar að stærð. Nú erum við bara að fín- pússa húsið og er- um í raun nánast búnir, það er að- eins þessi lokafrá- gangur sem er eft- ir,“ segir Gísli. Hægt er að fullyrða að íbúar hússins muni njóta góðs útsýnis því til suðurs gefur að líta Reykjanesið og til norðurs er Faxaflóinn fjöllum prýddur. Gísli seg- ir að öllu hafi verið kostað til við smíði hússins. „Við kusum að hafa lofthæðina heila þrjá metra sem þekkist varla annars staðar. Þá eru franskar svalir til norðurs til viðbótar við þær sem snúa í suður,“ segir Gísli og bætir við að innréttingar séu einnig mjög vand- aðar. „Þær eru eingöngu íslensk sér- smíði, eins og best verður á kosið.“ Endurgerðu aðsetur Advania Að hans sögn var lóðin búin að standa auð í þónokkurn tíma áður en félagið keypti lóðina og hóf uppbygg- ingu. „Við sáum okkur leik á borði þar sem mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Nesinu, enda frábær staður til að búa Morgunblaðið/Árni Sæberg Fallegt Í fjölbýlishúsinu eru rúmlega þrjátíu íbúðir og eru tuttugu þeirra nú þegar seldar væntanlegum íbúum. Íbúðir í bóli Ísbjarnar á Hrólfsskálamelnum  Stólpar reisa þriggja hæða fjölbýlishús á gamla Ísbjarnarreitnum Gísli Steinar Gíslason Útivistarsvæði Seltirninga laðar að sér marga fuglaáhugamenn. Á Nes- inu og ekki síst við Bakkatjörn er fjölskrúðugt fuglalíf. Þar og í grenndinni hafa sést yfir hundrað fuglategundir. Á vefsíðu bæjar- félagsins segir að staða tegundanna sé mjög breytileg. Sumar séu að- eins flækingar sem sést hafi í fá skipti. Margar tegundir séu íslensk- ir varpfuglar en aðrar séu svokall- aðir fargestir eða umferðarfuglar, sem verpa ekki hér á landi en stoppa við á ákveðnum tímum árs. Að lokum séu það vetrargestir sem dvelja á svæðinu um lengri eða skemmri tíma yfir vetrarmánuðina. Af varpfuglunum er krían lang- algengust. Níu tegundir af andfugl- um verpa á Nesinu, flestar þeirra sjaldgæfar, nema æðarfuglinn sem er önnur algengasta fuglategund svæðisins. Á Nesinu verpa einnig stokkönd, gargönd, duggönd, skúf- önd, hávella og toppönd. Grágæs hóf varp á Nesinu í lok sjötta ára- tugarins. Svanahjón hafa nýlega hreiðrað um sig í hólmanum í Bakkatjörn. Vaðfuglategundirnar eru sjö og þar eru stelkur og sand- lóa algengust. Er þá aðeins fátt tal- ið af fuglunum á Nesinu. Morgunblaðið/Ómar Fuglar Æðarfuglar koma inn til lendingar á Bakkatjörn. Svæðið laðar að sér fuglaáhugamenn  Fuglalífið við Bakkatjörn afar fjölbreytt 30 ÁRA Frábær merino ullarnærföt sem henta í alla útivist: Göngur, hlaup, veiði, fjallgöngur, skíði, hjólreiðar, útilegur. og allt hitt líka. Útsölustaðir: Hagkaup • Afreksvörur – Glæsibæ • Bjarg – Akranesi • Fjarðarkaup – Hafnarfirði Jói Útherji – Reykjavík • JMJ – Akureyri • Icewear – Akureyri • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag V-Húnvetninga Kaupfélag Skagfirðinga • Nesbakki – Neskaupsstað • Skóbúð Húsavíkur – Húsvík • Blossi – Grundarfirði • Efnalaug Dóru – Hornafirði Efnalaug – Vopnafjarðar • Siglósport – Siglufirði • Heimahornið – Stykkishólmi • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.