Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 ispan@ispan.is ispan.is CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Tíska & förðun PÖNTUN AUGLÝSINGA, fyrir kl. 16 mánudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir, sími: 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 13. febrúar 2015 Það var farið að dimma í bænum Marsta nálægt Upp- sölum í Svíþjóð þegar fulltrúar íslensku þjóð- kirkjunnar komu í heimsókn nú fyrir jólin. Fyrir utan bæinn var gamalt hús sem áður var heimavistarskóli. Húsið stendur enn því þrjár kristnar konur keyptu skólann og ákváðu að gera heiminn aðeins betri. Það var ljós í öllum gluggum og hlýlegt heim að líta. Dyrnar eru aldr- ei læstar hér. Í forstofunni voru ótal skópör í öllum stærðum, snjógallar, húfur og vettlingar og smám saman birtust andlit af stórum og smáum, börnum og fullorðnum, svörtum og hvítum og allt litrófið þar á milli. Íslensku gestirnir voru komnir í heimsókn þar sem flóttafólk alls stað- ar að úr heiminum átti skjól. Þau voru ekki öll lögleg í landinu, en þau fengu að borða, þeim var hlýtt og þar ríkti kærleikur. Fólk var ekki spurt um þjóðerni og ekki beðið um vega- bréf. Stutta heimsóknin minnti gestina á óbreytanlegan sannleikann: Við bú- um öll á einni jarðarkúlu. Við eigum hana sameiginlega og það voru mann- eskjur sem fundu upp landamæri. Landamæri eru ekki náttúruleg, nema kannski hér á Íslandi af því við búum á eyju. Við sem búum á þessari jörð erum öll á sama báti. Við erum öll af holdi og blóði. Við eigum okkar sorgir og gleði. Við eigum öll djúpar tilfinningar, sem geta verið sárar, en líka fylltar svo óumræðilegri gleði. Því miður ríkir ekki alls staðar frið- ur á jarðarkúlunni okkar og því er skiljanlegt að fólk vilji flýja ófriðinn. Þess vegna finnst okkur að við eigum að taka þeim sem vilja flýja ófrið og annan ófögnuð opnum örmum. Okkur finnst ekki sæmandi að senda vega- bréfslaust fólk orðalaust í fangelsi. Við eigum að virða það eins og okkur sjálf. Frelsarinn á flótta og kirkjan hans Fyrir tveimur árþúsundum fædd- ist í Betlehem barn í fátækt. Þetta barn bjó við ógn og ofsóknir. Það þurfti að leggja á flótta undan ofríki ungt að árum. Hann þekkti það að vera flótta- maður. Hann var ekki með neitt vegabréf. Til þess að skilja líf frels- arans sem heild er það því ómissandi þáttur að skoða þann hluta ævi hans. Þess vegna er það nægileg ástæða til að íslenska þjóðkirkjan vill láta sér annt um flóttafólk. Prestur innflytj- enda hefur verið starfandi við Þjóð- kirkjuna síðan 1996 og hann sinnir fólki hvaðan sem það kemur og spyr hvorki um trúarbrögð né vegabréf. En kirkjan vill gera betur. Á Prestastefnu Íslands, sem haldin var á Ísafirði í júní 2014, bar biskup Ís- lands upp tillögu að svohljóðandi ályktun: „Prestastefna haldin á Ísa- firði 10.-12. júní hvetur til þess að biskup standi fyrir ráðstefnu þar sem fjallað yrði um málefni hælisleitenda. Yrði sú ráðstefna haldin í samvinnu við innanríkisráðuneytið, RKÍ og Út- lendingastofnun. Ráðstefnan yrði haldin næsta vetur.“ Tillagan var samþykkt samhljóða. Staða flóttafólks í heiminum í dag er geigvænleg og fréttir af stjórn- lausum skipum á Miðjarðarhafi bera vott um ótrúlega mannvonsku og fé- græðgi. Talið er að um 52 milljónir manna séu á flótta í heiminum í dag og hefur þeim fjölgað gríðarlega, en í lok ársins 2013 var flóttafólk sem flúði eigið land um 16 milljónir og flóttafólk sem var á vergangi í eigin landi var um 33 milljónir. Árið 2013 sóttu 172 um hæli á Ís- landi og í lok ársins 2013 voru 56 um- sóknir í vinnslu. 110 manns fengu synjun, en 12 fengu hæli. Brottvísanir vegna Dyflinnar-reglugerðarinnar Þjóðkirkjunni er umhugað um flóttafólk Eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur og Toshiki Toma » Það viljum við gera með því að veita flóttafólki þjónustu bæði á kirkjulegum grundvelli og mann- úðlegum grundvelli. Solveig Lára Guðmundsdóttir Toshiki Toma Sigurður Jónasson (1863-1887) frá Eyj- ólfsstöðum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu féll frá ungur maður, drukknaði af skipi á 24. aldursári. Hann var mörgum harm- dauði og eðlilega sár missir foreldrum sín- um og fjölskyldu, vin- um og vandamönnum. Það er sjaldgæft að menn sem hafa lifað jafnstutta ævi og Sig- urður hafi unnið svo eftirminnileg andleg afrek að í minnum verði höfð löngu eftir þeirra dag. En þegar Sigurði var skyndilega kippt burt hafði sannast að mikils var af honum að vænta. Hann yrði líklega einn af bestu sonum þjóðar sinnar á tímum framfara og nýrra tæki- færa. Áður en Sigurður féll frá hafði honum auðnast að þýða rit sem heitir á frummálinu „On the Sub- jection of Women“ og er eftir enska heimspekinginn og stjórn- málafræðinginn John Stuart Mill. Ritið kom fyrst út árið 1869 og reyndist verða grundvallarrit í sögu kvenréttindabaráttu í heim- inum. Það var snemma þýtt á fjölda tungumála. Bókin kallast á íslensku „Kúgun kvenna“ og er þýðingin á einstaklega fallegu og hreinu máli. Bregður svo við að un- un er að lesa þótt efnið sé víðfeðmt og rök- semdafærslan stund- um margslungin. Nokkuð dróst að handrit Sigurðar yrði gefið út en það mun þó hafa nýst áhugafólki um kvenréttindi þann rúma áratug sem leið frá andláti hans til út- gáfu ritsins að til- stuðlan Hins íslenska kvenfélags árið 1900. Útgáfa þessi dugði síðan vel og lengi en þar kom að Hið íslenska bókmenntafélag gaf hana út árið 1997 að áeggjan nem- enda og kennara í Kvennafélags- fræði við Háskóla Íslands og öðru sinni árið 2003. Bókin er eitt Lær- dómsrita Bókmenntafélagsins, en í henni eru jafnframt frægir fyr- irlestrar Páls Briem, „Um frelsi og menntun kvenna. Sögulegur fyr- irlestur“ (1885), og Bríetar Bjarn- héðinsdóttur, „Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna“ (1887), auk ít- arlegs forspjalls Auðar Styrk- ársdóttur. Sigurður Jónasson var sonur hjónanna Jónasar Guðmundssonar (1835-1913) og Steinunnar Steins- dóttur (1840-1915) á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Hann var námfús og varð stúdent frá Reykjavíkurskóla árið 1884. Hélt hann þá til Kaup- mannahafnar og lagði stund á mál- fræðinám við háskólann þar. Sig- urður var á leið út til að halda áfram námi sínu er hann féll út- byrðis skammt frá Vestmanna- eyjum 7. ágúst 1887. Systir Sig- urðar, Margrét Oddný (1879-1961), var þá 8 ára en á Eyjólfsstöðum var annað barn, senn eins árs, sem þau Jónas og Steinunn ólu upp, bróðursonur Jónasar, Sigurður Jó- hannesson Nordal (1886-1974). Við fráfall Steinunnar 1915 skrif- aði Sigurður prófessor fallega minningargrein um hjartkæra fóstru sína þar sem hann lýsir því hve mjög hún vel gefin stúlkan hefði farið á mis við menntun í upp- vexti sínum. Þetta var hlutskipti kvenna á þeirri tíð. Hann nefnir líka hve margt hún vissi þrátt fyrir það og var þá viðkvæðið gjarnan: „Hann Sigurður minn sálugi sagði mér það“, og átti þá við sinn fróða son sem hún missti. (Sigurður Nor- dal: Mannlýsingar III, Almenna bókafélagið 1986, bls. 94). Slysfarirnar við Vestmannaeyjar urðu vini Sigurðar Jónassonar og skólabróður, Einari Benediktssyni, að yrkisefni og lýsir hann martröð sinni í kvæðinu „Draumur“. Nánar um Sigurð má sjá í grein eftir mig í „19. júní“, Ársriti Kvenréttinda- félags Íslands 1999, bls. 56-57: https://view.publitas.com/ kvenrettindafelag/19-juni-1999/ page/56-57 . Staðið hefur til alllengi að gera skil minningu Sigurðar Jónassonar með einhverjum áþreifanlegum hætti. Færi vel á að reisa honum látlausan minnisvarða á 100 ára af- mælisári kosningaréttar kvenna í höfuðstað Húnvetninga, Blönduósi. Hefur verið vel í þá hugmynd tekið hjá þeim sem hún hefur verið kynnt fyrir. Vona ég að svo verði raunin hjá öðrum þar til rætist. Sigurður Jónasson frá Eyjólfs- stöðum og „Kúgun kvenna“ Eftir Þór Jakobsson » Sigurður Jónasson (1863-1887) frá Eyjólfsstöðum íslensk- aði eitt höfuðrita í bar- áttusögu mannréttinda, „Kúgun kvenna“, eftir John Stuart Mill. Þór Jakobsson Höfundur er veðurfræðingur. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.