Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Til sölu Toyota Hilux 2004 2,4 dísil Breyttur fyrir 33. Grind og krókur. Ekinn 181 þús. Verð: 2.190.000. Upplýsingar í síma 698-9898. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Smáauglýsingar Elsku Dúnna frænka hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Ég sé hana fyrir mér á Sogaveginum brosandi að veifa okkur bless á útitröppunum eins og hún gerði svo oft eftir heimsókn til hennar. Ég hef þekkt Dúnnu frænku síðan ég man eftir mér. Það var alltaf stutt í brosið, hláturinn og húmorinn hjá henni. Hún var heilsuhraust kona, spræk og létt Guðrún Ingibjörg Kristófersdóttir ✝ Guðrún Ingi-björg Krist- ófersdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 11. september 1921. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík 21. jan- úar 2015. Útför Guðrúnar fór fram frá Bústaðakirkju 29. janúar 2015. á fæti. Þegar við syst- urnar vorum litlar heyrðum við og sáum myndir af því þegar hún spilaði handbolta og stund- aði fimleika af miklu kappi en oft- ar en ekki var hún til í boltaleiki með okkur, ég man meira segja eftir því að hún fór leikandi í splitt á eldhúsgólfinu á Sogaveginum þegar hún og Fríða amma voru að undirbúa matinn. Það var alltaf gaman að vera í kringum Dúnnu, hún var heldur ekki ein af þeim fullorðnu sem höfðu gleymt barninu í sér og það var einstaklega gaman að hlæja með henni enda hafði hún smitandi hlátur. Á mínum fullorðinsárum fékk ég svo að kynnast henni á annan hátt og ekki síðri þegar ég bjó undir sama þaki og hún á Soga- veginum, þar bjó hún á efri hæð- inni og ég ásamt fjölskyldu minni á þeirri neðri. Sogavegurinn var hús sem afi Leifur byggði, og þar leið öllum vel, einhver óútskýranlega góður andi þar inni, það var merkilegt hvað flestir sem litu inn um dyrnar höfðu orð á því, og við nutum þeirra forréttinda að fá að búa þar. Það var notalegt að vita af Dúnnu frænku á efri hæðinni og það var einstaklega kært á milli Friðriku Bjartar dóttur minnar og Dúnnu, hún var rétt nýfarin að skríða þegar hún stefndi í átt að dyrunum, benti og vildi fara upp stigann, þar uppi voru ýmis leikföng og óskert athygli Dúnnu frænku sem lék og söng með þeirri litlu og höfðu þær gaman hvor af annarri. Eftir á hugsa ég að barn á aldrinum 0-4 ára hefði ekki geta fengið betri örvun í þroskaferl- inu, en að alast upp með Dúnnu nálægt sér og erum við afskap- lega þakklát fyrir það. Þegar Friðrika var um það bil þriggja ára, þá heyrði ég hana telja upp alla fjölskyldumeðlimi, þeir voru þá: hún sjálf, mamma, pabbi og Dúnna frænka, hún bjó jú á efri hæðinni, mér þótti það falleg hugsun. Ég minnist nú þeirra tíma þegar ég sat í próf- lestri á Sogaveginum þegar bankað var létt á dyrnar, þar var Dúnna að athuga hvort ég hefði ekki gott af því að taka mér smá hlé frá lestrinum og fá mér kaffi- sopa. Það voru kærkomnar stundir og hef ég hugsað til þeirra núna svolítið langt frá fjölskyldu og vinum hvað það væri notalegt að geta gengið upp stigann og fengið rjúkandi kaffi úr brúsanum og eins og einn súkkulaðimola. Nú á nýársdag síðastliðinn var Dúnna ásamt öðrum í fjölskyldunni viðstödd skírn yngri dóttur okkar og það gladdi okkur mikið að hún skyldi hafa tök á að koma þar sem okk- ur fannst mikilvægt að hafa hana með. Dúnna frænka hafði sterka trú á Guð sem er ómet- anlegt, ekki síður fyrir okkur sem þurfum að kveðja hana, því þá vitum við að hún er á betri stað, laus við þreytu og verki. Við gleymum Dúnnu aldrei, minning hennar er varðveitt í hjörtum okkar og við þökkum Guði fyrir að hafa fengið hana í líf okkar. Laufey Fríða Guðmundsdóttir og fjölskylda. Þeir kveðja einn af öðrum vinir og samherjar. Nú fyrir skemmstu frændi og heimilisvin- ur, Björn Hólm Björnsson, eftir erfið veikindi, tæplega níræður. Hraustmenni sem stóð meðan stætt var. Lengi kenndur við Rangá, þar sem hann ólst upp. Árið 1955 reisti Björn ásamt konu sinni, Elfu Björnsdóttur, nýbýlið Stangarás í Vallahreppi og bjuggu þau þar með hefð- bundnum hætti í 40 ár. Þá breyttu þau hjón yfir í garðrækt og framleiddu garðávexti sem Björn Hólm Björnsson ✝ Björn HólmBjörnsson fæddist 2. apríl 1925 á Stóra- Steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá. Hann lést á sjúkradeild HSA Egilsstöðum 6. janúar 2015. Útförin fór fram í kyrrþey, 16. jan- úar 2015, að ósk hins látna. báru af fyrir útlit og gæði. Á yngri árum var Björn hrókur alls fagnaðar, stund- aði íþróttir og skemmtanir. Hann var kappsamur lom- berspilari, lista- dansari, hafði mikla og fallega söngrödd og var iðulega kjör- inn söngstjóri í mannfagnaði. Ég minnist vetrarkvöldanna hér á bæ við lomberspil og söng. Þá var glatt á hjalla. Öll fram- koma Björns, orðfar, klæðaburð- ur og hvaðeina sem hann fékkst við einkenndist af fágun, metnaði og smekkvísi. Á síðustu árum hafði Björn hægt um sig en hélt sinni reisn og skoðunum. Það fennir seint í spor slíkra manna. Björn Hólm mun verða samtíð- armönnum sínum lengi minnis- stæður. Fátækleg orð með samúðar- kveðjum til Elfu og ættingjanna. Þórunn á Skipalæk. Hvernig á maður að byrja á þessu? Hvernig á maður að geta sagt bless við þig elsku afi, þú hefur alltaf verið svo hraustur og litið unglega út, bæði þú og amma. En svo grein- ist þú með krabbamein og berst við það í tvö ár, eins og hetja. Afi, þú varst alltaf svo dugleg- ur að kenna okkur íslensku, en færeysku talaðir þú aldrei, en all- ir skildu þig og allir í Vági þekktu þig, svo það var svo gaman að labba um götur í Vági með þér. Ég hef alltaf verið stolt að kalla þig afa minn. Þið hafið bæði tvö verið svo dugleg að heimsækja okkur í Færeyjum og þegar við höfum komið til Íslands hefur verið dekrað við okkur endalaust og alltaf verið gaman að koma til ykkar. Að koma í bústaðinn til ykkar fannst mér æði. Þegar ég flutti til Íslands 2008 Pétur Guðbjörn Sæmundsson ✝ Pétur Guð-björn Sæ- mundsson fæddist 14. desember 1939. Hann lést 20. jan- úar 2015. Útför hans fór fram 29. janúar 2015. til Símun voruð þið eins og foreldrar mínir. Þið hjálpuðuð mér með allt, hringduð í mig á hverjum degi, til að athuga hvort ég væri búin að borða og hvort ég kæmi í heimsókn. Þið hugs- uðuð alltaf svo vel um mig. Ég var hjá ykkur næstum því á hverjum degi, ég gat talað við ykkur um allt, þið voruð alltaf svo dugleg að hlusta. Elsku Pétur afi, þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, sama hvað það var, og ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Er svo þakklát fyrir tímann sem ég hef fengið með þér, elsku afi. Ég veit ekki hvernig ég á að enda þetta, mér finnst ómögulegt að segja bless við þig. En elsku besti afi minn, þú hefur alltaf ver- ið flottastur. Hvar sem þú hefur verið hafa allir elskað þig. Ég elska þig ótrúlega mikið afi, einhvern daginn sjáumst við aftur. Bless, elsku besti Pétur afi. Kveðja Edith María Samuelsen. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Í dag kveðjum við mæta og góða konu, Guðnýju (Gyðu) Jóhannsdóttur, sem við áttum margar góðar stundir með. Við kölluðum okkur „sunddrottningar“ og hittumst á hverjum morgni í Laugar- dalslauginni í ótal mörg ár og gerum enn. Gyða, eins og hún var alltaf kölluð, var hrókur alls fagnaðar á meðal okkar með sínar skoðanir á málunum. Fagurkeri, fróð, rausnarleg, kát og vildi hafa hlutina fallega í kringum sig. Meistarakokkur var hún og naut þess að bjóða vinum og vandamönnum í mat Gyða Jóhannsdóttir ✝ Gyða (skírn-arnafn Guðný) Jóhannsdóttir fæddist 19. sept- ember 1923. Hún lést 23. janúar 2015. Útför Gyðu var gerð 2. febrúar 2015. til sín. Við nutum góðs af og heim- sóttum hana á hennar fallega heimili. Hún var mjög skipulögð í öllu sem hún gerði, bæði með kaup á íbúð, bíl og innan- stokksmunum og vissi alltaf hvað hún vildi. Eftir að Gyða komst ekki í laugina heimsótti hún okkur í kaffið eftir sundið og leyfði okkur að frétta af högum sín- um. Það er margt sem hægt er að læra af Gyðu. Búin að ganga frá öllu þegar hún flutti á Brúnaveginn og sá til þess að fjölskyldan þyrfti ekki að sjá um það. Blessuð sé minning hennar. Megi hún hvíla í friði. Kær kveðja Áslaug, Auður, Kristín, Hlíf, Hrönn, Elísabet og Sigríður. Mig langar að minnast Fríðu Pét- ursdóttur í örfáum orðum. Ég kynntist Fríðu ömmusystur minni þegar ég dvaldi ásamt manni mínum og nýfæddri dótt- ur í Bolungarvík jólin 1992. Ég þekkti aldrei Rögnu ömmu mína þar sem hún var látin þegar ég fæddist. Mér fannst því mjög merkilegt að fá að kynnast syst- ur hennar, ömmusystur minni. Blóðböndin eru svo sterk. Fríða frétti af komu okkar til Bolung- arvíkur. Að koma að Sólbergi var eins og að koma heim til sín og mér var tekið opnum örmum af þeim hjónum Fríðu og Guð- mundi. Fyrir mig var þetta eins og að eignast ömmu því Fríða sýndi mér einstaka væntum- þykju og hlýju. Fríða sat við hannyrðir og sýndi mér margt Fríða Pétursdóttir ✝ Fríða Péturs-dóttir fæddist 11. apríl 1926. Hún lést 13. janúar 2015. Útför hennar fór fram 24. janúar 2015. fallegt sem hún hafði gert. Hún tók eftir því að dóttur mína vantaði gott vatterað teppi til að liggja á á gólfinu og gaf hún Rögnu dóttur minni mjög fallegt teppi sem ég varðveiti enn þann dag í dag. Það var einstaklega fallegt um að litast í Bol- ungarvík á þessum tíma, að horfa frá fjöllum niður að sjó, allt á kafi í snjó, hvítt og blátt. Mér fannst alltaf eins og ég ætti eftir að koma aftur að Sólbergi að hitta hana Fríðu frænku mína og sendi ég henni jólakort í mörg ár og fékk hún þannig að fylgjast með börnunum fjölga hjá mér. Fríða fylgdist vel með og fékk ég ævinlega kveðju til- baka frá henni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmusystur minni og þeirri góðu fyrirmynd sem hún var. Minningin lifir. Fjölskyldu hennar votta ég mína dýpstu samúð. Sigrún Ragna Helgadóttir. Það er með djúp- um söknuði sem við kveðjum nú Sóldísi Aradóttur vinkonu okkar. Við höfum átt því láni að fagna að eiga Sól- dísi og Jóhannes að vinum frá unga aldri. Við byggðum húsin okkar hlið við hlið í Hálsaselinu 1978 og þar ólust börnin okkar upp í góðu nábýli og oft var glatt á hjalla. Eftir að börnin komust á legg og við höfðum flutt úr Hálsasel- inu hélt samband okkar áfram og við bættust utanlandsferðir, sumar menningarlegar, aðrar bara skemmtilegar, ásamt því að reglulegar leikhúsferðir og sin- Sóldís Aradóttir ✝ Sóldís Aradótt-ir fæddist 21. febrúar 1948. Hún lést 17. janúar 2015. Útför Sóldís- ar fór fram 30. jan- úar 2015. fóníutónleikar urðu hluti af fé- lagsskapnum. Við gáfumst að vísu upp á rauðu röð- inni, en hvað um það. Veikindi Sóldísar bar snöggt og óvænt að. Hún lét þau ekki raska ró sinni og áfram héldu leikhúsferð- irnar og sinfónían allt fram til þess síðasta og hvergi var gefið eftir. Það fer vel á að kveðja Sól- dísi með erindi úr ljóði Páls Ólafssonar. Eftirmæli enginn fær ástúðlegri þínum að þú lifðir öllum kær unz þú hvarfst þeim sýnum. Jóhannesi, Ara, Smára og fjölskyldum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Sigríður og Steinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.