Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Ég er harður Akureyringur og vil helst hvergi annars staðarvera,“ segir Sigrún Lóa Kristjánsdóttir sem er fertug í dag.Sigrún lét reyndar slag standa og flutti til Egilsstaða þegar maðurinn hennar fékk vinnu við að þjálfa yngri flokka þar og bjó þar í tvö ár og svo bjó hún í þrjú ár í Louisana í Bandaríkjunum þeg- ar hún lærði sálfræði en annars hefur hún alltaf búið á Akureyri. Auk sálfræðinnar er Sigrún menntuð í uppeldis- og kennslufræði og er nú í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu með vinnunni, en hún er verkefnastjóri á fjármála-, starfsmanna- og rekstrarsviði hjá Há- skólanum á Akureyri. „Ég vinn með ýmis töluleg gögn, kem að launavinnslu og sinni fjölbreyttum verkefnum er snúa að rekstri og starfsmannamálum.“ Sigrún er íþróttagarpur, er mikið í öldungablaki, hleypur og stundar skíði. „Svo elska ég að spila fótbolta, spilaði með KA í gamla daga, en kemst alltof sjaldan núorðið. Ég spila þó árlega með Reyni frá Árskógsströnd á Pollamótinu sem Þór heldur, en það er fyrir „útbrunna“ fótboltamenn í fullu fjöri og er haldið á sama tíma og N1-mótið sem er fyrir krakkana. Ég sé hins vegar fram á að geta verið í blakinu fram yfir sjötugt og hlakka til að spila áfram með vinkonum mínum í félagi sem heitir Skautar.“ Eiginmaður Sigrúnar er Búi Vilhjálmur Guðjónsson, málari og knattspyrnuþjálfari hjá KA, og börn þeirra eru Patrekur Hafliði, f. 1999, Jóhannes Hafþór, f. 2005, og Sunna Bríet, f. 2009. Sigrún ætlar að taka því rólega á afmælisdaginn. „En við erum nokkrar vinkonur fertugar á árinu sem ætlum að fara á ströndina í Torrevieja á Alicante í september. Það verður hápunktur afmælisársins.“ Sigrún Lóa Kristjánsdóttir er fertug í dag Vinkonurnar Sigrún Lóa Kristjánsdóttir (til hægri) og Hólmfríður Indriðadóttir að loknu 13 km Jökulsárhlaupi 8. ágúst 2014. Ætlar að spila blak fram yfir sjötugt Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á morgun, 5. febrúar, verður 100 ára Lárus Sigfússon frá Kolbeinsá í Hrúta- firði. Hann býður ættingjum og vinum til samsætis í Hvassaleiti 56-58, í sal á jarðhæð, kl. 17 til 19 á afmælisdaginn. Árnað heilla Aldarafmæli G unnar Ari fæddist í Reykjavík 4.2. 1965 en ólst upp í Grindavík og hefur búið þar og starfað alla tíð, að undanskildum fjórum vetrum er hann stundaði nám. „Það var alltaf nóg að sýsla fyrir tápmikla stráka í Grindavík. Ef við vorum ekki að veiða marhnút og ufsa niðri á bryggju var verið að bardúsa úti í hrauni, sem bauð upp á alla sína felustaði og kynjamynd- ir. Þar var gaman að fara í feluleik og eltingaleik. Það var þó kannski aðalatriðið að maður ólst upp í þroskandi umhverfi sem veitti manni frelsi og fjölbreytileika.“ Gunnar var í Grunnskóla Grindavíkur, stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti einn vetur, við Menntaskólann á Ísafirði annan vetur og kláraði en lauk Gunnar Ari Harðarson, starfar hjá HH rafverktökum – 50 ára Heima í stofu Fjögur af börnunum, Þórey Ragna, Rakel Rán, tíkin Sunna, Þorgerður Anna og Hörður Ari. Hafa farið fimm sinn- um hringinn um landið Langfeðgar á sjó Afmælisbarnið með dótturson sinn, Mathias Jökul. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Friðrik A. Jónsson ehf - Miðhraun 13 - Garðabær - S: 552 2111 - www.faj.is Siglinga- fiskileitar og fjarskiptatæki Kortaplotter, dýptarmælir, sjálfstýring. Snertiskjár og takkar. Fáanleg í 7" 9" og 12" skjástærðum. Frístandandi eða innfelld. Frjáls skjámyndauppsetning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.