Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus Kvikmyndinar Vonarstæti og París norðursins hljóta langflestar tilnefn- ingar til Edduverðlaunanna í ár, báð- ar eru tilnefndar til tólf verðlauna í ýmsum flokkum. Íslenska kvikmynda- og sjónvarps- akademían (ÍKSA) stendur að verð- laununum og kynnti tilnefningarnar á fundi í Bíó Paradís í gær. Í kjölfar þess að tilnefningarnar eru gerðar opinberar verður opnað fyrir kosn- ingu akademíumeðlima á milli til- nefndra verka. Verðlaun verða veitt í 24 flokkum á Edduverðlaunahátíðinni og auk þess verða heiðursverðlaun veitt, en hátíð- in verður haldin 21. þessa mánaðar og verður sjónvarpað beint frá henni og í opinni dagskrá á Stöð 2. Tilnefningarnar Tilnefndar sem besta kvikmyndin eru Borgríki 2: Blóð hraustra manna, París norðursins og Vonarstræti. Sem besti leikstjórinn er Baldvin Z tilnefndur fyrir Vonarstræti, Haf- steinn Gunnar Sigurðsson fyrir París norðursins og Maximilian Hult fyrir Hemma. Aðrar tilnefningar eru:  Besta handrit: Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti Bragi Valdimar Skúlason, Brynja Þorgeirsdóttir og Konráð Pálmason – Orðbragð Huldar Breiðfjörð – París norðursins  Besta kvikmyndataka: Bjarni Felix Bjarnason og Gunnar Heiðar – Borgríki 2: Blóð hraustra manna G. Magni Ágústsson – París norðurs- ins Jóhann Máni Jóhannsson – Von- arstræti  Besta klipping: Kristján Loðmfjörð – París norðurs- ins Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Ey- þórsson – Hemma  Besta hljóð: Gunnar Árnason – Borgríki 2: Blóð hraustra manna Huldar Freyr Arnarsson – París norðursins Huldar Freyr Arnarsson – Von- arstræti  Besta heimildamynd: Höggið: Lengsta nóttin – Elf films Ó borg mín borg Chicago – Þetta líf, þetta líf Salóme – Skarkali  Besti leikari í aðalhlutverki: Björn Thors – París norðursins Sigurður Sigurjónsson – Afinn Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti  Besta leikkona í aðalhlutverki: Hera Hilmarsdóttir – Vonarstræti Nína Dögg Filippusdóttir – Grafir & bein Ólafía Hrönn Jónsdóttir – Ó, blessuð vertu sumarsól  Besti leikari í aukahlutverki: Helgi Björnsson – París norðursins Jón Páll Eyjólfsson – Hraunið Magnús Jónsson – Grafir & bein  Besta leikkona í aukahlutverki: Katla Margrét Þorgeirsdóttir – Stelpurnar Nanna Kristín Magnúsdóttir – París norðursins Sólveig Arnarsdóttir – Hraunið  Besta barna- og unglingaefni: Stattu með þér! – Elinóra Stundin okkar – RÚV Ævar vísindamaður – RÚV  Besti frétta- eða viðtalsþáttur: Brautryðjendur – RÚV Brestir – Stöð 2 Kastljós – RÚV Landinn – RÚV Málið – Majestic Productions  Besta leikna sjónvarpsefni: Hraunið – Pegasus Hreinn Skjöldur – Hláturskast og Bentlehem Stelpurnar – Sagafilm  Besti lífsstílsþátturinn: Biggest loser – Sagafilm Gulli byggir – Stöð 2 Hið blómlega bú – Búdrýgindi Hæpið – RÚV Nautnir norðursins – Sagafilm  Besti menningarþátturinn: Djöflaeyjan – RÚV Inndjúpið – RÚV Með okkar augum – Sagafilm Útúrdúr – RÚV Vesturfarar – RÚV  Besti sjónvarpsmaður: Bogi Ágústsson Brynja Þorgeirsdóttir Hilda Jana Gísladóttir Logi Bergmann Unnsteinn Manúel Stefánsson  Besti skemmtiþáttur: Andri á Færeyjaflandri – Stórveldið Hraðfréttir – RÚV Ísland got talent – RVK Studios og Stöð 2 Logi – Stöð 2 Orðbragð – RÚV  Besta stuttmynd: Hjónabandssæla – Dórundur og Saga- film Sjö bátar – Masterplan Pictures og Join Motion Pictures Sub Rosa – Sub Rosa productions og Klikk productions  Besta leikmynd: Gunnar Pálsson – Vonarstræti Hálfdán Lárus Pedersen – París norð- ursins Linda Stefánsdóttir – Ártún  Bestu búningar: Brynhildur Þórðardóttir – Borgríki 2: Blóð hraustra manna Margrét Einarsdóttir – Vonarstræti Margrét Einarsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir – París norðursins  Bestu gervi: Helga Sjöfn Kjartansdóttir – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Von- arstræti Ragna Fossberg – Áramótaskaup 2014  Bestu brellur: Bjarki Guðjónsson – Harry og Heim- ir: Morð eru til alls fyrst Jón Már Gunnarsson – Hraunið Nicolas Heluani – Orðbragð  Besta tónlist: Barði Jóhannsson – De Toutes Nos Forces Ólafur Arnalds – Vonarstræti Svavar Pétur Eysteinsson – París norðursins Tvær með flestar tilnefningar  Kvikmyndirnar Vonarstræti og París norðursins með langflestar tilnefningar til Edduverð- launanna  Orðbragð með flestar tilnefningar sjónvarpsefnis  24 flokkar auk heiðursverðlauna Vonarstræti Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann í hlut- verkum sínum. Þorsteinn er tilnefndur fyrir leik í aðalhlutverki. París norðursins Helgi Björnsson er tilnefndur fyrir leik í aukahlutverki en Björn Thors fyrir aðalhlutverk í kvikmynd Hafsteins G. Sigurðssonar. Morgunblaðið/Ómar Opinberað Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, kynnti tilnefningarnar í flokkunum 24 fyrir gestum í Bíó Paradís í gær. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Talið er að tæplega 115 milljón manns hafi fylgst með Ofurskálinni svokölluðu á NBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Er þetta meðaltalið sem reiknað var út að hefði verið við skjáinn hverju sinni. Flestir voru við skjáinn þegar síðasti fjórðungur leiksins var í gangi, en þá sá tæplega 121 milljón New England Patriots vinna Seattle Seahawks með 28 stigum gegn 24. Er þetta þar með sá viðburður í sjónvarpssögu Bandaríkjanna sem hefur fengið mest áhorf. BBC grein- ir frá. Þá fylgdust tæpar 119 milljónir með hálfleiksskemmtun Katys Perry og er það nokkur bæting frá því á síðasta ári þegar Bruno Mars sá um hálfleiksatriðið. Atriðið í ár, sem einnig innihélt Lenny Kravitz og Missy Elliott, laðaði að sér mest- an fjölda áhorfenda hálfleiksatrið- isins fræga síðan árið 1991. Þess skal þó getið að áhorfstölurnar ná ekki yfir þá sem fylgdust með við- burðinum á stöðum á borð við íþróttabari og því er talið að áhorfið sé öllu meira en tölurnar gefa í skyn. Þá horfðu um sex hundruð þúsund manns á leikinn í spænskri útsend- ingu sjónvarpstöðvarinnar auk þess sem átta hundruð þúsund fylgdust með leiknum á vefsíðu sjónvarps- stöðvarinnar. Um 119 milljónir sáu atriði Perrys Stíll Katy Perry kom ríðandi inn á leikvanginn á þessu forláta ljóni.  Áhorfið á Ofurskálina hefur aldrei verið meira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.