Morgunblaðið - 05.02.2015, Page 1

Morgunblaðið - 05.02.2015, Page 1
F I M M T U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  30. tölublað  103. árgangur  HEILLARÁÐ TIL AÐ VERJAST DRAUGUM GÆTI GREITT FYRIR AFNÁMI HAFTANNA FJÖLBREYTTIR OG FRÆÐANDI BÓK- STAFATÓNLEIKAR VIÐSKIPTAMOGGINN EYÞÓR INGI ORGANISTI 30DRAUGALEIÐSÖGN 10 Norðurljósavélin Hekla Aurora í aðflugi að Reykjavík- urflugvelli í gær eftir útsýnisflug yfir borgina. Um borð voru m.a. fulltrúar erlendra fjölmiðla sem komnir eru á ráðstefnu Icelandair. Flugvélin þykir bæði sér- kennileg og áberandi enda er markmiðið að vekja at- hygli á Íslandi og norðurljósunum. »4 Norðurljósavél til lendingar Morgunblaðið/Ómar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala nýrra bíla hefur aukist um tugi prósenta hjá einstaka umboðum á milli ára og er útlit fyrir að hátt í 12 þúsund nýir fólksbílar seljist á árinu. Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, telur að leiðrétting lána, styrking krónu og skattalækkanir skýri mikla söluaukningu. Sala Brimborgar á nýjum bílum til ein- staklinga jókst um 82,5% milli ára í janúar og um 77% í notuðum bílum. þúsund krónum hærri en árið áður. Til viðbótar kostaði evran 6 kr. minna í gær en sama dag í fyrra og má lauslega áætla að dæmigerður launamaður hafi nú að meðaltali 4.400 fleiri evrur í heildarlaun á ári. Þessi þróun ætti að öðru óbreyttu að skila auknum kaupmætti í bílum. Bílabúð Benna spáir 20-25% aukningu í sölu nýrra bíla í ár og að hátt í 12.000 nýir fólksbílar seljist á árinu. Bílasalan tekur kipp  Sala nýrra fólksbíla jókst um tugi prósenta hjá einstaka bílaumboðum í janúar  Forstjóri Brimborgar telur leiðréttinguna örva sölu  Toyota jók sölu um 44% MStærri hópur … »6 Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota, segir umboðið hafa selt 44% fleiri nýja bíla í janúar en í fyrra. Neytendur kaupi orðið dýrari bíla og velti kaupunum ekki jafn lengi fyrir sér og á síðustu árum. Kaupmáttur almennings til kaupa á nýjum bílum hefur aukist mikið, en flestir bílar eru keyptir inn í evrum. Tölur um meðallaun í janúar hafa ekki verið birtar. Út frá breytingum á launavísitölu má hins vegar áætla að heildarlaun fullvinnandi hafi verið um 561 þúsund í desember, eða 35 Morgunblaðið/Golli Á Klettshálsi Stígandi er í sölu nýrra og notaðra bíla á Íslandi. „Þetta er mjög stór dagur fyrir okkur,“ sagði Pablo García, for- stjóri Stolt Sea Farm, þegar fyrstu senegalflúrunum frá fiskeldisstöð fyrirtækisins í Höfnum var slátrað og pakkað á markað í gær. Ein- ungis var um 1.000 fiskum slátrað að þessu sinni, eða um 500 kg. Búið var að ala flúrurnar í 400-500 gramma stærð sem þykir ákjós- anlegt fyrir slátrun. Þannig flúra er hæfilegur skammtur fyrir einn. Flúrurnar voru settar í krapabland- aðan sjó og pakkað til útflutnings hjá AG Seafood í Sandgerði. »12 Fyrstu senegal- flúrurnar  Hálfu tonni slátrað í Höfnum í gær Morgunblaðið/Eggert Slátrun Flúrurnar settar í fiskkör.  Reykjavíkurborg hyggur nú á herferð gegn tröllahvönn í borg- arlandinu, en plantan er ágeng, dreifir sér hratt , er eitruð og hefur verið að færa sig upp á skaftið. Kortleggja á útbreiðsluna og í framhaldinu útrýma plöntunni og verða staðir þar sem börn eru að leik í forgangi. Safi plöntunnar inniheldur eitrað efnasamband sem getur valdið sterkum exemvið- brögðum. Berist hann í augu getur það valdið tímabundinni, jafnvel varanlegri blindu. »18 Borgin í herferð gegn eiturplöntu Óæskileg Borgin vill tröllahvönn burt. Ráðgátan um fornu hringlaga tóft- irnar vestan Nesstofu á Seltjarn- arnesi er enn óleyst þótt liðnir séu meira en þrír áratugir síðan forn- leifafræðingar veittu þeim fyrst at- hygli. Fjármagn skortir til að senda sýni í aldursgreiningu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í um- fjöllun um Seltjarnarnes í greina- flokknum Heimsókn á höfuðborg- arsvæðið í blaðinu í dag. »14-15 Ráðgátan um fornu hringina enn óleyst  Eignir norska olíusjóðsins hafa aukist mikið á síðustu árum og eru þær nú metn- ar á sem nemur 114 þúsundum milljarða ís- lenskra kr. og hafa aldrei verið meiri. Viðskiptamogginn heimsótti höfuðstöðvar sjóðsins í miðborg Óslóar og fór Trond Grande, að- stoðarforstjóri sjóðsins, við það tækifæri yfir helstu þætti starfsem- innar. Sjóðurinn hefur ákveðið að stórauka eign sína í fasteignum en hann á nú hlut í yfir 8.000 fyrir- tækjum víðsvegar um heim. Norðmenn hafa aldrei verið ríkari Trond Grande

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.