Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Börn njóta sín betur þegarforeldrarnir halda ekki íhöndina á þeim og þá næég betra sambandi við þau og stemningin verður öðruvísi, þess vegna eru foreldrar bannaðir í draugaleiðsögninni fyrir krakkana,“ segir Björk Bjarnadóttir umhverfis- þjóðfræðingur sem býður á morgun tvisvar til sagnastundar í Þjóðminja- safninu, einu sinni fyrir börn og svo seinna um kvöldið fyrir fullorðna. „Þegar landnámsmennirnir komu til Íslands var sennilega eng- inn draugur hér, en svo fara þeir að birtast eftir því sem fleiri dóu í land- inu. Strax í Íslendingasögunum er til dæmis sagt frá draugunum Glámi og Hrappi. Sennilega rekumst við svo á einhverja drauga á leið okkar um safnið. Í myrkri torfbæjanna átti flestar draugasögur sér stað, því draugar virðast flestir vera ljós- fælnir og birtast helst á haustin og veturna, en minna ber á þeim á sumrin.“ Best að ná sér í nýdauðan Björk segist m.a ætla að kynna Írafellsmóra, sem var skemmtilegur draugur. „Hann var alltaf svangur og mjög hrifinn af skyri. Ef honum var ekki gefið skyr á sérstakan stað þá fór hann inn í búr og grýtti grjóti og torfi í kerin þar sem skyrið var geymt. Fólk þurfti því að passa að gleyma ekki að gefa honum að éta, svo hann væri til friðs,“ segir Björk og bætir við að íslenskir draugar séu skemmtilegir af því þeir séu svo fjöl- breyttir. Að hrækja aftur fyrir sig og reka við Eitt af þeim heillaráðum sem til eru til að verjast draugum er að hrækja aftur fyr- ir sig og reka við. Þetta segir Björk Bjarnadóttir, umhverfis-þjóðfræðingur, sem ætlar á morgun, föstudag, á Safnanótt að leiða gesti um sýningarsali Þjóðminja- safnsins, gægjast í skúmaskot og þefa uppi afturgöngur og uppvakninga. Rann- sókn frá 2006-2007 leiddi í ljós að fjórðungur Íslendinga trúir á drauga. Morgunblaðið/Ómar Draugur Þessi rís hér úr gröf sinni á Draugasetrinu á Stokkseyri. Þeir sem aldrei hafa búið með dúfur og hafa engan sérstakan áhuga á þeim taka kannski ekki neitt sér- staklega eftir þessum fuglum, finnst þeir jafnvel ómerkilegir. En fegurð þeirra er margbrotin, það vita þeir sem hafa skoðað þær og veitt þeim athygli, sérstaklega þeir sem hafa átt dúfur. Dúfan hér á myndinni fyrir of- an er svokölluð tyrkjadúfa og ber hún fegurðinni gott vitni. Hún hefur hald- ið til á Akranesi undanfarna daga og Sigurjón Einarsson náði þessari mynd af henni. Tyrkjadúfa er skógar- fugl og í heimkynnum sínum er hún staðfugl, upprunnin frá Asíu en hefur breiðst út um Evrópu á undanförnum áratugum. Hún hefur verpt hér endr- um og sinnum en fyrst sást hún svo vitað sé hér á landi árið 1971. Hún hefur sést alloft síðan og þá helst á suðvesturhorninu og um miðbik Austurlands. Vefsíðan www.fuglavernd.is Ljósmynd/Sigurjón Einarsson Tyrkjadúfa Sannarlega er hún fögur og friðsæl í hógværð sinni, blessunin. Fegurð dúfna er margbrotin Börn kunna sérstaklega vel að meta að láta segja sér sögur, enda taka þau oft fram þegar kemur að lestr- arstund fyrir háttinn, að þau vilji frekar láta segja sér sögur en láta lesa fyrir sig. Foreldrar og aðrir sem annast börn ættu að hafa þetta í huga og nýta hvert tækifæri til að láta einhverja sögu eða minningu lifna af vörum sínum svo börnin geti farið á flug. Börn hafa líka einstak- lega gaman af því að láta segja sér frá öllu því sem gerðist í gamla daga þegar mamma og pabbi eða afi og amma voru lítil. Sögustund er full- komin gæðastund. Endilega … … segið börn- unum sögur Morgunblaðið/Valdís Thor Sögustund Alltaf sérdeilis gaman. Um næstu helgi, laugardaginn 7. febrúar og sunnudaginn 8. febrúar, ætlar Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og leiðsögukona að vera með námskeið fyrir konur á Laugar- vatni. Námskeiðið heitir Umvafin og endurnærð, en þar verður unnið með hugleiðslu, jógaæfingar, öndun, farið í gongslökun og hver þátttakandi fær einkatíma í heilun til að koma auknu jafnvægi á orkukerfið. Kristbjörg segir námskeiðið henta vel konum sem langar til að hvílast á griðastað og byggja sig orkulega og líkamlega upp til að mæta lífsverk- efnum af meiri yfirvegun og gleði. Konur geta á námskeiðinu lært að ná tökum á nokkrum grunnatriðum til að auðvelda sér að viðhalda jafn- vægi á líkama, huga og sál í erli dags- ins. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Skráning og nánari upplýsingar á akk@graenilotusinn.is, s: 862-3700 og www.graenilotusinn.is Námskeið fyrir konur á Laugarvatni um helgina Langar þig til að hvílast á griðastað og byggja þig upp? Morgunblaðið/Styrmir Kári Námskeið Arnbjörg Kristín jógakennari og leiðsögukona þakkar fyrir það góða. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flot tir í fötum Frímúrarar – Oddfellowar Vönduðu þýsku kjólfötin komin aftur Ótrúlegt verð: 72.900,- með svörtu vesti á meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.