Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Þórður Sögukona Björk hlakkar til að rifja upp draugasögur, mildilegar fyrir börnin en hryllilegri fyrir fullorðna. „Við höfum kvendrauga, karl- drauga og líka uppvakninga, en það voru sendingar sem galdramenn vöktu upp til að senda á óvini sína. Best er að ná sér í einhvern nýdauð- an, því þá lætur hann betur að stjórn en sá sem lengi hefur legið. Oft voru valin börn sem höfðu kannski orðið úti eða dáið af öðrum ástæðum, því eitt af því sem þarf að gera til að vekja upp draug, er að berjast við hann og fá hann til að lúffa fyrir viðkomandi, og sá sem flaugst á við draug hafði meiri möguleika á að vinna ef hann var smávaxinn. Ef draugurinn hafði betur, þá dró hann viðkomandi ofan í gröfina með sér og til hans spurð- ist aldrei síðan, fólk tók því sem minnsta áhættu í þessum drauga- glímum.“ „Þar drapstu loksins helvísk“ Björk segir að ekki sé hægt að drepa drauga, en þá sé hægt að kveða niður. „Til er saga frá Seyðisfirði frá því snemma á 20. öld um karl sem sagði þegar gömul kerling datt niður stiga og lést: „Þar drapstu loksins helvísk.“ Kerlingin gekk aftur og elti karlinn sem ekki fékk frið. Hann fékk upplýsingar um hvað væri til ráða, hann þurfti að skilja höfuðið frá búknum á líki konunnar og setja það við rassinn á henni. Þetta gerði karlinn en gleymdi hnífnum í kist- unni og þá varð hann hræddur og fór og opnaði aftur kistuna og sótti hníf- inn.“ Björk segir ýmis ráð til að kom- ast að því hvort fólk sé að tala við draug. „Þeir endurtaka orð sín, rétt eins og djákninn á Myrká gerði, og draugar geta ekki sagt nein orð sem innihalda orðið Guð, því getur verið gott að reyna að plata þá til að segja Guðmundur eða Guðrún. Einnig er til ráð um hvernig verjast skal draugum, en það fann ég í Þjóðháttum Jónasar frá Hrafna- gili, það þykir þjóðráð að hrækja aft- ur fyrir sig og reka við.“ Til eru tvær tegundir drauga, annars vegar afturgöngur sem eiga harma að hefna eða elska eitthvað svo mikið að þær vilja fá það aftur, manneskju eða peninga. Hinsvegar eru það uppvakningar en þar eru nokkrar undirtegundir, til dæmis mórar og skottur.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móð- urmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Ef svo er, þá er lag að mæta í dag kl. 16.30 í Stúdentakjallarann við Há- skóla Íslands, þar sem verður stefnu- mót tungumála og tungumálanem- enda og „happy hour“ á Café Lingua Borgarbókasafnsins. Markmið Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Ís- lands með fólki hvaðanæva og auðg- að mannlíf og menningu, sem og að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála- og menningarheima og tilvalinn vett- vangur fyrir þá sem vilja efla tungu- málakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ólíkum tungumálum. Café Lingua í Stúdentakjallaranum í dag Íslenskuborðið Það er gaman að hitta fólk sem er að læra ólík tungumál. Eflið tungumálakunnáttuna Nú stendur yfir samsýning Íslendinga og Finna, WE LIVE HERE, á Stock- holm Design Week, en þar rugla sam- an reytum íslenskir og finnskir hönn- uðir. Þetta er gert á afar skemmti- legan hátt því hönnuðirnir hófu sambúð á þessari margrómuðu hönn- unarviku í Stokkhólmi, þeir fluttu inn í fallega íbúð við Regeringsgatan 86, þar sem allt innbú samanstendur af framúrskarandi hönnunarmunum frá báðum löndum, Íslandi og Svíþjóð. Í dag verður gleðin við völd því þá verður haldið innflutningspartí, en auk þess verða ýmsir viðburðir í gangi í íbúðinni meðan á sýningunni stendur. Hægt er að kynna sér dag- skrána á vefslóðinni www.we-live- here.squarespace.com/events Samstarfsverkefnið „WE LIVE HERE“ hefur það markmið að veita breiða innsýn í finnska og íslenska hönnun, en hátt í 80 hönnuðir sýna verk á sýningunni. Við búum hér Stefnumót Spennandi þegar íslenskir og finnskir hönnuðir flytja saman. Íslenskir og finnskir hönnuðir bjóða í innflutningspartí Kl. 18: Leiðsögn á ensku með draugaívafi. Kl. 19: Drauga- leiðsögn fyrir börn, þar sem Björk segir ekki of hræðilegar draugasögur. Kl. 20: Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur drungalega tónlist í grunnsýningu safnsins. Kl. 21: Sýnd verður kvikmyndin Húsið frá 1983 í leikstjórn Egils Eðvarðssonar, þar sem reim- leikar koma við sögu. Kl. 23: Draugagangur í Þjóðminja- safninu, ætlað fullorðnum og ekki fyrir viðkvæma, Björk segir óhugnanlegar draugasögur. Drauga- dagskrá SAFNANÓTT Á ÞJÓÐMINJASAFNINU Fjarðarkaup Gildir 5.-7. feb. verð nú áður mælie. verð Folaldagúllas úr kjötborði................................. 1.598 2.078 1.598 kr. kg Folaldabuff úr kjötborði.................................... 1.698 2.182 1.698 kr. kg Nauta innralæri úr kjötborði ............................. 2.998 3.742 2.998 kr. kg Nauta entrecote úr kjötborði............................. 3.298 4.158 3.298 kr. kg Hamborgarar 2x115 g m/brauði....................... 506 562 506 kr. pk. Litla gula hænan kjúklingur .............................. 1.529 1729 1.529 kr. kg Litla gula hænan leggir .................................... 1.469 1.729 1.469 kr. kg Litla gula hænan læri....................................... 1.598 1.864 1.598 kr. kg Litla gula hænan bringur .................................. 2.744 3.062 2.744 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.