Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alþjóðlega fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm var fyrir fimm árum að kanna möguleika á að koma upp nýrri fiskeldisstöð. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að hún gæti vel ver- ið á Íslandi. Framkvæmdir við fyrsta áfanga eldisstöðvarinnar í Höfnum hófust árið 2012 og lauk árið eftir. Fyrstu senegalflúrulirfurnar komu frá Spáni sumarið 2013 og þar með hófst eldi nýrrar hlýsjávartegundar hér á landi. Að meðaltali tekur um 14 mánuði að ala flúruna í sláturstærð. „Þetta var langtímaáætlun og nú er hún orðin að veruleika, sem er al- veg magnað,“ sagði Pablo García, forstjóri Stolt Sea Farm. Hann kom hingað til lands í tilefni af því að í gær var fyrstu senegalflúrunum frá stöð- inni slátrað til útflutnings. „Þetta er fyrsta flúrueldisstöðin af þessari stærðargráðu í heiminum,“ sagði García. „Ætlun okkar er að markaðssetja framleiðsluna í gegn- um sölukerfi okkar um allan heim. Sérstaða Íslands auðveldar okkur að þjóna Bandaríkjamarkaði. Þegar við verðum búnir að fínstilla fram- leiðsluferlið þá munum við stækka stöðina hér í Höfnum.“ Senegalflúran er flutt héðan fersk og fer til aðaldreifingarmiðstöðvar Stolt Sea Farm í Boulogne-sur-Mer í Frakklandi. Flúran verður einnig flutt til austurstrandar Bandaríkj- anna, svo og seld hér á landi. En hef- ur García bragðað á íslensku senegalflúrunni? „Já og hún er stórkostlega góð,“ sagði García „Stjórn móðurfélagsins, Stolt-Nielsen Ltd., hélt stjórnarfund í Reykjavík í maí síðastliðnum. Stjórnarmennirnir skoðuðu fjárfest- inguna og við fengum að borða flúru.“ García var mjög hrifinn af eld- isfiskunum í Höfnum og hafði á orði hvað þeir væru þykkir og glæsilegir. „Þetta er afrakstur draums sem nú er orðinn að veruleika,“ sagði García. Bragðgóður fiskur Halldór Óskar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Stolt Sea Farm Ice- land hf., sagði stefnt að því að frá stöðinni færi sending af fiski upp á 12-15 tonn í hverri viku. Fiskurinn verður stærðarflokkaður og slátrað upp í pantanir. Framleiðslugeta fyrsta áfanga eld- isstöðvarinnar er rúmlega 500 tonn á ári. „Þegar við verðum komin í fulla stærð, sem við stefnum að 2018-2019, þá verða framleidd um 2.000 tonn af fiski á ári,“ sagði Halldór. Fiskeld- isstöðin er nú 22.000 fermetrar að stærð og öll yfirbyggð en verður 75.000 fermetrar fullbyggð. Nú eru rétt um 20 starfsmenn hjá fyrirtæk- inu en reiknað er með að þeir verði 60-70 þegar stöðin verður fullbyggð. Halldór sagði að mögulega yrði haf- ist handa við næsta áfanga þegar á næsta ári.. Það gekk framar vonum að koma flúrueldinu af stað, að sögn Halldórs. Hann sagði mikilvægt að njóta sér- þekkingar og reynslu Stolt Sea Farm. Margir erlendir sérfræðingar hafa veitt aðstoð við að hefja flúru- eldið. Fisklirfurnar eru fluttar inn frá Spáni og kemur sending í hverjum mánuði. Halldór kvaðst vona að seiðaeldi gæti hafist hér eftir um þrjú ár. Sérhannað flúrufóður er einnig flutt inn. Halldór sagði að vöxtur fiskanna hér væri sambærilegur við það sem þekkist í annarri flúrueld- isstöð fyrirtækisins. Hann kveðst hafa trú á að árangurinn verði enn betri þegar starfsemin hefur slípast. Halldór var búinn að smakka flúruna og sagði að hún væri af- skaplega góð. En hvernig bragðast hún? „Það er erfitt að bera hana saman við íslenskan fisk, ef til vill er hún einna áþekkust skötusel. Hún er mjög lík Dover-flúru (Dover Sole) sem er mjög vinsæl í Bretlandi.“ Halldór sagði að heimamarkaður- inn myndi ekki gleymast við mark- aðssetninguna. „Margir Íslendingar hafa spurt mig hvort flúran verði ekki hér á boðstólum. Það verður hún svo sannarlega. Við munum kynna hana innan skamms og viljum helst nota einhvern dreifingaraðila sem hefur gott dreifikerfi inn á íslenskan markað. Ég vona að af því geti orðið í þessum mánuði. Það verður gaman að vita hvernig Íslendingar taka við þessum nýja fiski,“ sagði Halldór. Sælkerafiskur alinn í Höfnum  Stærsta flúrueldisstöð í heiminum er í Höfnum  Framleiðir 500 tonn á ári af senegalflúru í fyrsta áfanga  Stefnt er að fullbyggðri eldisstöð með 2.000 tonna ársframleiðslu á árunum 2018-2019 Morgunblaðið/Eggert Slátrun Volgur sjór frá Reykjanesvirkjun er notaður við eldi senegalflúrunnar. Í gær voru tekin 500 kg úr lagerkerjum Stolt Sea Farm og sett í krapabað. Morgunblaðið/Eggert Stoltir Pablo García forstjóri og Halldór Ó. Sigurðsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Eggert Senegalflúra Þessi heitsjávarfiskur vex hratt við góðar aðstæður. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 VERKFÆRI MEISTARANS Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899Netfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.