Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is SELTJARNARNES H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Þessa dagana er verið að kynna til- lögur að nýju deiliskipulagi fyrir nokkur hverfi á Seltjarnarnesi. Þetta eru Melshúsatún, Strandir, Bollagarðar og Hofgarðar. Nýja deiliskipulagið felur aðallega í sér staðfestingu á núverandi ástandi, en einnig er gerð tillaga að upp- byggingu á nokkrum lóðum. Á Melhúsatúni er gert ráð fyrir sjö nýjum einbýlishúsum. Þrjár lóð- ir eru núna alveg óbyggðar, Steina- vör 8 og 12 og Hrólfsskálavör 1. Þá er gert ráð fyrir að Steinavör 10 verði skipt upp í fjórar lóðir, tvær með aðkomu frá Steinavör og tvær frá Hrólfsskálavör. Gert er ráð fyrir að byggt verði á óbyggðri lóð við Hofgarða 16. Úti- vistarsvæði á horni Hofgarða og Lindarbrautar á að endurgera svo það nýtist betur íbúunum. Á lóðunum Vesturstönd 12 og 14 og Víkurströnd 4 og 15 verður heimilað að byggja tveggja hæða einbýlishús, en flest íbúðarhúsin í hverfinu eru á tveimur hæðum. Tillögurnar að hinu nýja deili- skipulagi liggja frammi á bæjar- skrifstofu Seltjarnarness, Austur- strönd 2, fram til 16. mars næstkomandi. Einnig má sjá tillög- urnar á vef bæjarfélagsins, www.seltjarnarnes.is. Þá eru haldnir íbúafundir, sá fyrsti í gær og einnig verður fundað í kvöld og annað kvöld í íþróttamiðstöðinni. Hvetja bæjaryfirvöld þá sem telja sig eiga hagsmuna að gæta að kynna sér tillögurnar. Bærinn kynnir nýtt deiliskipulag Morgunblaðið/Kristinn Seltjarnarnes Verið er að kynna nýtt deiliskipulag fyrir nokkur hverfi. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Íþróttafélagið Grótta er rótgróinn þáttur í bæjarlífi Seltirninga enda fagnar það fimmtugsafmæli innan tveggja ára. Félagið heldur úti fjór- um íþróttadeildum sem allar sinna öflugu starfi fyrir bæði börn og full- orðna ásamt því að halda árlega við- burði fyrir alla bæjarbúa eins og sjá mátti á nýafstöðnu þorrablóti Gróttu. „Við höldum úti starfi í handbolta, fótbolta, fimleikum og kraftlyftingum,“ segir Kristín Finn- bogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu, og bætir við að ásóknin í kraftlyftingarnar hafi aukist gríð- arlega á stuttum tíma þar sem iðk- endum hafi fjölgað úr rúmlega 12 manns í hátt á annað hundrað manns. Þátttaka í öðrum deildum fé- lagsins er góð og vel gengur að fá krakka til liðs við félagið þar sem íþróttastarfið er fellt saman við skólastarfið svo úr verður sam- felldur vinnudagur fyrir krakkana. „Bærinn stendur mjög vel við bakið á okkur og rekur meðal annars íþróttahúsnæðið ásamt því að styrkja okkur mánaðarlega. Þá styrkir bærinn líka foreldra með fimmtíu þúsund króna tóm- stundastyrk,“ segir Kristín. Í fótbolta á túninu heima Garðar Guðmundsson stofnaði félagið fyrir tæpum fimmtíu árum og þjálfar enn hjá félaginu að sögn Kristínar. Segir hún skemmtilegt hvernig félagið varð til en Guð- mundur hafi séð nokkra pilta í fót- boltaleik á túninu heima hjá sér og í kjölfarið boðist til að leiðbeina þeim. „Hann keyrði þá á leiki í bílnum sín- um og konan hans saumaði bún- ingana,“ segir Kristín létt í bragði og bætir við að síðan hafi ekki verið aft- Morgunblaðið/Þórður Grótta Á degi hverjum flykkjast börn í íþróttahús Gróttu til æfinga ýmist í fimleikum, fótbolta eða handbolta. Íþróttafélagið er ein af máttarstoðum bæjarins  1.100 iðkendur í fjórum íþróttadeildum  Vel styrkt af bænum Við Móakot, bæjarhól norðan við Nesstofu á Seltjarnarnesi, hafa nemendur fyrsta árs í fornleifa- fræði við Háskóla Íslands staðið að fornleifauppgreftri á hlöðnum torfbæ sem er liður í samstarfs- verkefni Seltjarnarnesbæjar, Há- skóla Íslands og Þjóðminjasafns Ís- lands. Megintilgangur verkefnisins er að gera gögn sem tengjast forn- leifarannsóknum á svæðinu að- gengileg á einum stað og einnig að tryggja að nemendur í fornleifa- fræði fái víðtæka yfirsýn yfir alla þætti fornleifarannsóknar, allt frá vettvangsrannsókn og skýrslugerð til frágangs gagna og gripa á söfn- um. Verkefnið hófst árið 2005 og hefur uppgröftur einnig farið fram á fleiri svæðum í grennd við Nes- stofu Hvergi nærri búin „Fornleifauppgröftur tekur mörg ár í vinnslu og myndi ég áætla að það væru um þrjú ár eftir af uppgreftrinum á torfbænum Móakoti,“ segir Gavin Murray Lu- cas, doktor í fornleifafræði og kennari við Háskóla Íslands, en hann stýrir uppgreftri nemanna ár hvert. Komist hefur verið að raun um að bærinn er frá seinni hluta sautjándu aldar en þar hafa þó fundist munir frá nítjándu öld sem bendir til að menn hafi ekki endan- lega yfirgefið rústirnar á 18. öld, að sögn Gavins. „Sem dæmi erum við að finna þarna leir- og glermuni, fiskibein, dýrabein, hnappa og svo höfum við fundið eina mynt,“ segir Gavin og bendir á að allir þessir munir samrýmist því sem finna mátti í húsum á þessum tíma. Fornu mannvirkin eru enn óútskýrð  Torfbær frá 17. öld fannst við Nesstofu Ljósmynd/Guðmundur Ólafsson Árlegt Fornleifafræðinemarnir og Gavin virða fyrir sér rústirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.