Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað.S ur snúið og félagið vaxið hratt í gegnum árin og hefur nú um 1.100 iðkendur. Segir hún nafn félagsins dregið af Gróttuvitanum sem sé ákveðið kennileiti Seltjarnarness. 90% leikmanna uppalin Handknattleiksdeild Gróttu hefur staðið sig vel á yfirstandandi tímabili og er meistaraflokkur kvenna til að mynda í efsta sæti úr- valsdeildarinnar og stefnir á fleiri sigra á þeim mótum sem framundan eru, segir Arnar Þorkelsson, for- maður Handknattleiksdeildar Gróttu. Þá er karlaliðið í efsta sæti í fyrstu deild og stefnir ótrautt á úr- valsdeildina. Arnar telur að gott gengi liðanna megi þakka öflugu starfi Gróttu og góðri þjálfun í gegn- um árin hjá yngri flokkunum. „Um 90% af leikmönnum okkar í meist- araflokki kvenna eru uppalin hér hjá Gróttu,“ segir Arnar og bendir á að það sé mjög stórt hlutfall og leik- menn séu að koma aftur heim eftir að hafa spilað með öðrum liðum. „Lífga upp á leikina“ Arnar segir að mikinn stuðning megi finna frá íbúum Seltjarnarness og nú nýlega hafi tekið til starfa stuðningsmannafélagið Áttan. „Þeir draga nafn sitt af áttunda leikmann- inum,“ segir Arnar glaður í bragði og bætir við að hópurinn, sem sam- anstandi að mestu af strákum úr yngri flokkunum, hafi lífgað veru- lega upp á leiki Gróttu í vetur. „Fyr- ir mér er íþróttafélagið hryggjar- stykki bæjarins þar sem mikið er um að vera fyrir leiki og þess utan,“ seg- ir Arnar en fyrir leikina er grillað of- an í mannskapinn sem hefur á með- an tækifæri til að spjalla og ná saman. Viðburðir utan vallar eru margir og vel sóttir en þar ber þorrablótið hæst ásamt haustballi og kvenna- og karlakvöldum og eru stór liður í fjáröflun félagsins. „Íþróttahúsið sem hýsir alla starf- semina stendur því sem fastur punktur í félagslífi ungra sem ald- inna á Nesinu,“ segir Arnar. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson Áttan Stutt er dyggilega við bakið á meistaraflokkum í handbolta hjá Gróttu. Nemendurnir eyða fjórum vikum að vori eftir prófin í fornleifaupp- gröftinn og að hausti rannsaka þeir svo þá muni sem þeir höfðu upp úr krafsinu. „Þetta er fyrsta reynsla þeirra af alvöru uppgreftri og þau virðast bara kunna verulega vel við þetta,“ segir Gavin og bætir við að torfbærinn Móakot sé fullkominn í nemendaverkefni því uppgröft- urinn sé ekki of flókinn og heldur ekki of einfaldur. Hringlaga mannvirki óútskýrð Í námunda við Vesturtún á Sel- tjarnarnesinu hafa fundist mörg hringlaga mannvirki og enn er allt á huldu með uppruna þeirra. Forn- leifafræðinemarnir rannsökuðu þau einnig og freistuðu þess að komast að tilgangi þeirra á sínum tíma. Engar vísbendingar hafa þó fundist sem varpað geta ljósi á ástæðu þessara hringamyndana. „Þau eru gerð úr torfi og steini ásamt því að vera mörg og af mis- munandi stærð á svæðinu,“ segir Gavin en bætir við að tekið hafi ver- ið sýni til að komast að aldri þeirra en ekki hafi enn fengist fjármagn til að senda það til rannsóknar. Ga- vin gerir því þó skóna að hringlaga mannvirkin eigi rætur sínar að rekja til landnámsaldar. „Þetta er því enn hin mesta ráðgáta,“ segir Gavin að lokum. laufey@mbl.is Ljósmynd/Gísli Pálsson Fornleifauppgröftur Yfirlitsmynd tekin þegar nemendur hófu uppgröft að nýju við torfbæinn Móakot norðan við Nesstofu í fyrravor. Diskóið verður við völd á safnanótt á Seltjarnarnesi föstudaginn 6. febrúar, en Seltjarnarnesbær tekur virkan þátt í Vetrarhátíð dagana 5.-8. febrúar með þéttri, fjölskyldu- vænni og ókeypis dagskrá í Bóka- safni Seltjarnarness á föstudags- kvöldinu og Sundlaug Seltjarnar- ness á laugardagskvöldinu. Nýr sýningarsalur, Gallerí Grótta, verður opnaður á safna- nótt. Fyrsti listamaðurinn til að sýna í salnum er myndlistar- og tónlistarmaðurinn Lóa Hlín Hjálm- týsdóttir. Hún er meðlimur í hljóm- sveitinni FM Belfast. Safnanótt stendur frá kl. 19-24 og er lögð áhersla á að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi, en diskótaktur og diskóljós er undirliggjandi þema næturinnar. Gallerí Grótta er á 2. hæð á Eiðistorgi við hlið Bókasafns Seltjarnarness. Á laugardagskvöld, 7. febrúar, býður Sundlaug Seltjarnarness öll- um ókeypis í sund frá kl. 20-24 und- ir yfirskriftinni Baðaðu þig í menn- ingu. „Hvað er ljúfara en kvöldstund í sundi? Jú, kvöldstund í sundi með ljósin slökkt, upplestur úr bókum, stjörnuskoðun og tónlist- aratriði,“ segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Golli Ókeypis Líklega verður fjölmenni í sundlauginni á laugardagskvöld. Diskó verður í fyr- irrúmi á safnanótt  Ókeypis í sund- laugina laugardags- kvöldið 7. febrúar Morgunblaðið/hag Sýning Listakonan Lóa Hjálmtýs- dóttir sýnir við opnun gallerísins. Lovísa Thompson er ein af efnilegri handboltaspil- urum Gróttu en hún spilar nú með meistaraflokki kvenna þrátt fyrir að vera einungis fimmtán ára gömul. Lovísa hefur æft hjá handknattleiksdeild Gróttu frá því hún var níu ára gömul og þakkar gott gengi sitt þeim sem komið hafa að þjálfun hennar í gegnum tíðina. „Það hafa allir passað rosalega vel upp á mig og að ég sé ekki að gera of mikið,“ segir Lovísa. Þá bætir hún við að skólinn hennar hafi einn- ig komið vel til móts við hana þegar leikirnir rákust á við námið og gert henni kleift að sinna hvorutveggja. „Kennararnir fylgjast líka margir vel með handboltanum,“ segir hún glöð í bragði og segir mikla stemningu fyrir íþróttinni bæði hjá kenn- urum og nemendum. Jafnaldrar hennar eru margir hverjir einnig í hand- boltanum og segir hún að íþróttahúsið sem hýsir starfsemi Gróttu sé einskonar félagsmiðstöð fyrir krakkana. „Þar eyðum við nánast öllum okkar frítíma þannig að þar er oft mikið fjör,“ bætir hún við. Segir hún mikla stemningu vera á leikjum liðsins og fleiri séu nú farnir að mæta á leiki meistaraflokks kvenna en áður. Lovísa stefnir á atvinnumennskuna í framtíðinni en einbeitir sér að næstu sigrum með Gróttu þangað til. Fimmtán ára í meistaraflokki HANDKNATTLEIKSDEILD GRÓTTU Lovísa Thompson Ný og glæsileg verslun Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.