Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nauðsynlegt er að fara íherferð gegn tröllahvönní landi Reykjavíkur-borgar. Plantan er ágeng, skyggir á annan gróður, dreifir hratt úr sér og eitraður safi hennar getur valdið varanlegum skaða á fólki. Þetta segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá borginni, sem hefur lagt fram tillögur að aðgerðum gegn tröllahvönn til næstu þriggja ára. „Þessi planta er viðsjárverð,“ segir Þórólfur sem segir trölla- hvönn upphaflega hafa verið rækt- aða sem garðplöntu, enda sé plantan tignarleg með stórum blöðum og blómum. Hann segir að um sé að ræða tvær tegundir, bjarnarkló og húnakló, og einstakar plöntur geti orðið allt að þrír metrar á hæð. Plantan þarf frjóan jarðveg og gæti því þrifist einkar vel í lúpínubreiðum og gömlum görðum. Þórólfur segir litla vistfræðilega ógn stafa af plönt- unni enn sem komið er, en margt bendi þó til að hún sé farin að dreifa úr sér víða. Hún geti dreift hratt úr sér, því hver planta getur framleitt allt að 20.000 fræ. „Við höfum fylgst með henni um tíma og óttumst að hún gæti breiðst út meira en góðu hófi gegnir,“ segir Þórólfur og nefnir Laugarnesið og Ægisíðuna sem dæmi um staði þar sem plantan hef- ur haft sig í frammi meira en góðu hófi gegnir. Getur valdið blindu Tröllahvönn er eitruð því safinn í stönglum hennar og blöðum inni- heldur efnasamband sem heitir fúr- anókumarín. Berist safinn á húð get- ur hann valdið sterkum exem- viðbrögðum sem geta verið þrálát, að sögn Þórólfs. Safinn veldur roða og sviða, síðan geta myndast sársauka- fullar blöðrur sem geta skilið eftir sig varanleg ör. Berist safinn í augu er hætta á tímabundinni og jafnvel varanlegri blindu. Þórólfur segir að safi geti t.d. skvest á þann sem slái tröllahvönnina með orfi og því sé mikilvægt að klæðast hlífðar- búnaði þegar unnið er að garðyrkju í námunda við plöntuna. Þá eru dæmi um að börn að leik hafi fengið safann á sig fyrir slysni. Spurður um í hverju aðgerðir gegn tröllahvönninni gætu falist segir Þórólfur að fyrsta skrefið sé að kortleggja útbreiðslu hennar í borgarlandinu og það sé áætlað í sumar. Þá þurfi að forgangsraða þeim stöðum þar sem mest liggur við að útrýma plöntunni, en það er t.d. gert með því að grafa upp stakar plöntur, nota illgresiseyði eða skera hana ítrekað upp. „Hún er býsna harðgerð, einkum ef hún er orðin gömul, og það gæti þurft mikið til, jafnvel endurteknar aðgerðir í nokkur ár, til að ráða niðurlögum hennar,“ segir Þórólfur og bætir við að plantan geti orðið nokkurra ára- tuga gömul. Fræðsla mikilvæg „Við myndum setja í forgang þá staði þar sem börn eru að leik, það er algerlega óviðunandi að hún vaxi ná- lægt leiksvæðum, þótt við vitum reyndar engin dæmi þess núna. En það er ekki síður mikilvægt að fræða fólk um tröllahvönnina, því það eru nokkrar plöntur sem líkjast henni fljótt á litið,“ segir Þórólfur og nefnir þar skessujurt og kerfil. „Ekki vilj- um við að einhver móðursýki grípi um sig. En við viljum stemma stigu við tröllahvönninni áður en við stöndum frammi fyrir því að við eig- um erfitt með að ráða við hana.“ Atlaga gegn eitraðri og ágengri plöntu Morgunblaðið/Árni Sæberg Sakleysisleg Tröllahvönnin virðist býsna meinlaus. En hún er ekki öll þar sem hún er séð, að mati deildarstjóra náttúru og garða hjá borginni. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Allt frá alda-mótum,þegar Hugo heitinn Chavez komst til valda, hefur Venesúela verið eitt af sósíal- ísku sæluríkjunum sem vinstrisinnar á Vesturlöndum hafa litið á sem fyrirmynd. Chavez gat höfðað til alþýð- unnar með loforðum um bætt kjör á grundvelli áætl- unarbúskapar. En á bak við kjarabæturnar reyndist eng- inn alvöru grunnur, heldur var þeim haldið uppi með aðstoð olíuiðnaðarins. Með olíunni var ávallt hægt að sparsla í þau göt sem mynd- uðust þegar áætlanir kerfis- karlanna brugðust sem endra- nær. Með olíunni reistu stjórnvöld í Caracas sér glæsi- leg Pótemkín-tjöld. Lækkun olíuverðsins hefur komið sér illa fyrir efnahaginn, og gert er ráð fyrir að hagkerfið muni dragast saman um nærri því sjö prósent á þessu ári. Á sama tíma er talið að verðbólga verði um 56%, og má skrifa það mestmegnis á það að skuldum ríkisins er jafnan mætt með aukinni peningaprentun. Pótemkín-tjöldin eru að falla, og á bak við glittir í hinn ljóta raunveruleika Chavism- ans. Heilbrigðiskerfið er kom- ið að fótum fram, þar sem ekki fást jafnvel einföldustu nauð- synjavörur. Þrálátur vöru- skortur er í landinu, sem hefur leitt af sér skömmtun og bið- raðir í búðum, svo að minnir á austantjaldslöndin forðum. Vegna fyrirskipana frá ríkinu um að verslunum sé skylt að hafa hillur sínar fullar er ofgnótt af tann- kremi í apótekum, en engir fást tann- burstarnir svo eitt dæmi sé tekið. Vandinn hefur gengið svo langt að meira að segja Jorge Giordani, sem áð- ur var helsti efnahagsráðgjafi Chavez, hefur sagt efnahaginn standa á brauðfótum. Nicolas Maduro, arftaki Chavez, hefur brugðist við vandanum á hefðbundinn hátt. Hann ásakar Bandaríkin um að vilja steypa sér af stóli, og tal- ar fjálglega um pólitíska and- stæðinga sína sem fasista. Hef- ur hann til að mynda sakað Joseph Biden, varaforseta Bandaríkjanna, um að hafa lagt á ráðin um valdarán í land- inu. Gífuryrði Maduros geta þó vart falið það, að hann nýtur nú einungis stuðnings um fimmt- ungs þjóðar sinnar, og að undir niðri kraumar óánægjan með hina nýju stöðu mála. Tæpt ár er nú frá fjölmenn- um mótmælum í landinu, sem barin voru niður af lögreglu og öfgasveitum Chavistanna, með þeim afleiðingum að 43 létust og um 3.000 voru fangelsaðir. Í þeim mótmælum sást að líkt og í öðrum sæluríkjum sósíalism- ans eru það einungis völdin sem heilla ráðamenn og að þeir munu ganga langt til þess að halda í þau. Þess vegna er allt útlit fyrir að almenningur í Venesúela muni áfram þurfa að líða fyrir enn eina tilrauna- starfsemina sem gerð er í nafni sósíalismans. Chavisminn var innistæðulaus og þoldi ekki lækkandi olíuverð } Bak við Pótemkín-tjaldið Grimmd liðs-manna Ríkis íslams virðist tak- markalaus. Ný dæmi birtust mönnum á dögunum. Hern- aður er í sínu eðli viðurstyggi- legur, en þó eru til skráðar og óskráðar reglur um að draga beri úr verstu broddunum, einkum skaðaverkum á sak- leysingjum, sem eru fylgikvill- ar stríðsaðgerða. Miklu skiptir hver er í hlutverki árásaraðila og hver grípur til varna í nauð. Um þá einkunn má iðulega deila, en annað er óumdeilt. Þýskaland Hitlers gekk sí- fellt lengra í aðgerðum og ögr- unum og velviljaðir stjórn- málamenn stunduðu friðkaup við hann, þótt þeir væru snuð- aðir í hvert sinn. Ljóst er, að sú stefna, svo mannúðleg sem hún þótti og svo yfirgnæfandi stuðnings sem hún naut í könnunum, reyndist dýrkeypt. Bandaríkja- menn og banda- menn þeirra áttu sína formlegu sig- urstund bæði í Afganistan og Írak. En gleðin stóð stutt. Írak er í upplausn og Afganistans bíður sömu ör- laga. Aðgerðir Nato í Líbíu hafa haft skelfilegar afleið- ingar. Vegna þessa klúðurs hefur hvorugur stóru flokkanna vestra vilja eða styrk til þess að hvetja til landhernaðar gegn trylltum hermdarverka- mönnum Ríkis íslams. Tónn repúblikana er herskárri, en þeir fara þó ekki yfir fyrrnefnt strik. Þeir gagnrýna Obama forseta fyrir að hafa enga áætlun um hvernig taka skuli á óhugnaðinum. En ástæða þess er, að engin aðgerð hefur fund- ist, sem tryggir sigur án þess að „stígvélin stappi stríðs- svaðið“. Ástæða fumsins blasir við}Skiljanlegt er að vilja vanti Flestir ef ekki allir sem ég þekki eruhlynntir bókasöfnum. Þau hafayfir sér rómantískan blæ, hljóðlátog virðuleg afdrep fyrir vits-munaverur, ungar sem aldnar, og ekki skemmir fyrir að þar er hvenær sem er hægt að fá brakandi ferskar bækur fyrir skitn- ar 1.600 krónur á ári. Helvíti góður díll, ekki síst ef horft er til þess að í dag minnir verðmið- inn á nýjum skáldsögum í bókabúðum á tann- aðgerðir eða lögfræðiþjónustu fremur en menningu og listir. Segjum að þú hafir áhuga á fimm nýjum bók- um sem komu út fyrir síðustu jól. Hvort ætt- irðu að kaupa þær allar fyrir, segjum, 20-30 þúsund krónur, eða panta þær á bókasafni fyrir sama og ekki neitt? Þetta er kristaltært dæmi um það sem á ensku kallast no brainer. Fáir sem ég þekki vita hins vegar hvernig höfundar fá greitt frá bókasöfnum. Hérna er svarið: Höfundar bóka sem koma út á íslensku fá 17,5 krónur á hvert útlán. Berðu það saman við fjárhæðina sem þú greiddir fyrir leigu á síð- ustu VOD-mynd. 1.000 útlán gefa höfundi 17.500 kr. Af hverju eru það 17,5 krónur en ekki 18,5 krónur? Vegna þess að hið opinbera ákveður þá upphæð einhliða í fjár- lögum hverju sinni sem það getur hugsað sér að nurla saman handa höfundum. Til samanburðar er þessi upp- hæð tífalt hærri í ýmsum löndum sem við „viljum bera okkur saman við“ og er lifibrauð margra höfunda þar. Þetta yfirgengilega og ósanngjarna fyrirkomulag er m.a. ein af forsendum þess að rithöfundar eru í 99% tilvika upp á náð listamannalauna komnir vilji þeir eiga einhvern möguleika á að geta unnið, að minnsta kosti tímabundið, við iðju sína. Hið opinbera lætur ekki nægja að skattleggja sölu höfundarverka þeirra og taka svo tekjuskatt af þeim sjálfum, heldur lánar það þessi sömu höfundarverk út í massavís árið um kring og ákveður svo ein- hliða hvaða grínupphæð það greiðir þeim fyrir hverju sinni. Vandamálið er fyrirkomulagið og valdníðsl- an í því, ekki fjárhæðin í Bókasafnssjóði hverju sinni. Rithöfundar geta haldið áfram næstu ár og áratugi að vera enn einn máttlausi þrýsti- hópurinn sem berst við að kría út meira af op- inberu fé, en eitthvað segir mér að þeir muni seint hafa erindi sem erfiði, enda verða rithöf- undar aldrei vinir yfirvalda. Væri svo fráleitt að taka upp hófsama gjaldtöku fyrir lán á nýj- um bókum, segjum t.d. 200-300 kr.? Ég er ekki viss sjálfur, en velti þessu upp. Það væri bæði til þess fallið að rétta hlut höfunda, þó ekki nema örlítið, og myndi jafn- framt stuðla að því að bækur þeirra rötuðu til lesenda sem hefðu raunverulegan áhuga á að lesa þær. Mikil ósköp, ég þekki þessar tölur vegna þess að ég hef sjálfur sent frá mér bækur. Ég er hagsmunaaðili. En ég fjalla líka um þetta mál á þessum vettvangi vegna þess að Íslendingar eru þjóð sem ítrekað lýgur að sjálfri sér í gegnum tækifærisræður ráðamanna að hún sé í hjarta sínu eitthvað sem nefnist bókaþjóð. Að bækur – og þar með höfundar – hafi vægi og skipti máli í hennar augum. Ég hef frá barnæsku aldrei skilið þennan stimpil og get ekki séð að það sé líklegt til að breytast á fullorðinsárum. haa@mbl.is Halldór Armand Pistill Réttlæti ríkismenningar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Reykjavík er ekki eina sveitarfélagið sem telur ástæðu til að stemma stigu við tröllahvönn. Til dæmis beindi sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þeim tilmælum til landeigenda í sveitinni vorið 2012 að uppræta plönt- una og 2009 lagði Náttúrustofa Vesturlands til að henni yrði útrýmt í Stykkishólmi. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að tröllahvönn sé á lista yfir þær erlendu plöntur sem óheimilt sé að flytja inn. Þar segir að hún sé fremur sjaldgæf utan garða, en hafi þó náð að mynda stórar breiður á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði. Tröllahvönnin er óvinsæl BANNAÐ AÐ FLYTJA INNÞórólfur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.