Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Ó lö f B jö rg STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ó Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s 20. febrúar vinnur heppinn áskrifandi Morgunblaðsins Volkswagen e-Golf. Rafmagnað samband við áskrife dur. Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf. Við opinbera útför hinn 11. febr- úar syrgjum við stjórnmálaskörung sem hafði gríðarleg áhrif á ímynd Þýskalands í heiminum. Richard von Weizsäcker var forseti Sam- bandslýðveldisins Þýskalands tvö kjörtímabil, frá 1984 til 1994, eftir að hafa gegnt starfi borg- arstjóra Berlínar frá 1981-1984. Fyrir tæpum þrjátíu árum, í maí 1985, flutti hann afar mikilvæga ræðu þegar hann ávarpaði þýska sambandsþingið í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá stríðslokum. Þunga- miðja ræðunnar var sú setning þar sem hann sagði að 8. maí 1945 hefði ekki verið „dagur ósigurs“ heldur „dagur frelsunar“. Nágrannar okkar í Evrópu skildu þau orð sem viðurkenningu sem lengi hafði verið beðið eftir: stjórn Hitlers bar ábyrgð á manndráps- stríðinu, helförinni og þeim óteljandi glæpum sem framdir voru á þjóðum Evrópu – og að sigur á Þýskalandi var nauðsynleg forsenda friðar og nýs samstarfs í Evrópu. Fyrir þýska þjóð var viðurkenn- ing forsetans einnig frelsandi, frá þeirri ranghugmynd að stríðið hefði snúist um að berjast fyrir tilveru sinni gegn ofurefli óvina. Richard von Weizsäcker og kona hans Marianne komu í opinbera heimsókn til Íslands árið 1992. Richard von Weizsäcker fallinn frá Thomas H. Meister Á Þingvöllum Richard von Weizsäcker gengur ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra, Vigdísi Finnbogadóttur og föruneyti niður Almannagjá.Weizsäcker kom í opinbera heimsókn til Íslands 16. til 20. júlí 1992. Höfundur er sendiherra Þýskalands á Íslandi. Ljósmynd/Fassbender Á Bessastöðum Vigdís Finnbogadóttir tekur á móti þýsku forsetahjón- unum, Richard og Marianne von Weizsäcker sumarið 1992. Ljósmynd/Fassbender Móttaka Vigdís Finnbogadóttir forseti heilsar Richard von Weizsäcker, forseta Þýskalands, og konu hans, Marianne, á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Fassbender Handritin Jónas Kristjánsson, þáverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, sýnir Richard von Weizsäcker handritasafn stofnunarinnar. Thomas Meister BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridsdeild Breiðfirðinga Það var spilað á 9 borðum 1. feb. sl. Þetta var 2. dagur í 4 daga keppni þar sem 3 bestu gilda. Úrslit kvöldsins í N/S: Björn Arnars. – Jón Viðar Jónmundss. 290 Guðm. Sigursteins. – Unnar A. Guðmss. 247 Karl Karlss. – Sigurður Steingrss. 240 Úrslit A/V Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 270 Oddur Hanness. – Árni Hannesson 261 Rúnar Láruss. – Guðlaugur Sveinss. 243 Staðan eftir tvo daga: Guðm. Sigursteins. – Unnar A. Guðmss. 514 Oddur Hanness. – Árni Hannesson 493 Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 478 Ingibj. Guðmundsd. – Kristín Andrews 467 Rúnar Lárusson – Guðlaugur Sveinsson 467 Spilað er á sunnudögum kl. 19. Jöfn og góð þátttaka í Gullsmáranum Jöfn og góð þátttaka er í Gull- smára þessa dagana. Spilað var á 13 borðum mánudaginn 2. febrúar. Úrslit í N/S: Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 348 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 320 Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinss. 307 Viðar Valdimarss. - Óskar Ólason 282 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 273 A/V: Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 326 Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnas. 319 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 290 Guðbjörg M. Jóelsd. - Guðm. Pálsson 280 Haukur Bjarnason - Hinrik Láruss. 277

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.