Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 ✝ Guðni Þór Sig-urjónsson fæddist í Reykjavík 14. september 1963. Hann lést á heimili sínu 24. jan- úar 2015. Foreldar hans voru Sigurjón Ein- arsson pípulagn- ingameistari, f. 29.5. 1938 og Auð- ur Jóna Auð- unsdóttir húsmóðir, f. 10.3. 1937. Guðni var næstelstur af fimm systkinum en þau eru Helga Sigrún, lífeindafræð- ingur, f. 1958, maki Ágúst Sig- urðsson bílstjóri, f. 1954, Eyja Guðrún, kennari, f. 1967, maki Pétur Halldórsson rafvirkja- meistari, f. 1967, Jón Auðunn, pípulagningameistari, f. 1969, 1988, maki Kristján Rúnar Eg- ilsson, f. 1988. Guðni ólst upp í Kópavogi og gekk í Kópavogsskóla og síðan í Víghólaskóla. Guðni lauk sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1983 og fékk meistararéttindi í pípulögnum árið 2001. Hans að- alstarf alla ævi var pípulagnir. Hann á að baki glæstan íþrótta- feril og hans helstu afrek eru heimsmeistaratitill í kraftlyft- ingum 1991 og heimsmeist- aratitill í réttstöðulyftu 1991- 1992-1993. 1993 varð hann Ís- landsmeistari í sjómanni og Íslandsmeistari í kraftlyftingum 1990 og 1993. Hann setti Ís- landsmet í 50 m hlaupi innan- húss 1988, hann keppti fyrir Ís- lands hönd með drengjalands- liðinu í knattspyrnu og spilaði 9 landsleiki, einnig keppti hann í frjálsum íþróttum á Smáþjóða- leikunum sem haldnir voru í Mónakó 1987. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 5. febrúar 2015, kl. 13. maki Guðbjörg Lilja Svansdóttir leikskólakennari, f. 1969 og Jórunn Dóra hönnuður, f. 1972, maki Jón Þór Sigurðarson bíl- stjóri, f. 1967. Guðni var í sambúð með Berglindi Ár- mannsdóttur versl- unarmanni, f. 1966 og áttu þau börnin Auði Eiri snyrtifræðing, f. 1988 og Guðna Þór, f. 1994. Dætur Auðar Eirar eru Birgitta Líf Magnúsdóttir, f. 2009, og Írena Eir Pétursdóttir, f. 2013. Síðar var hann í sambúð með Birnu Guðmundsdóttur þroskaþjálfa, f. 1965 og eignuðust þau Sig- urjón, f. 1999. Dóttir Birnu er Katrín Melkorka Hlynsdóttir, f. Ástin mín, ég hef kvatt þig í síðasta sinn í þessari jarðvist, söknuðurinn er mikill og sorgin nístir hjarta mitt. Líf okkar hefur verið samofið svo lengi, við kynntumst fyrst í gaggó, ég þrettán ára og þú fimmtán, síðan þá hefur þú átt svo stóran hlut í huga mínum og hjarta. Síðar hitt- umst við á ný og eigum saman Sigurjón okkar, fyrir áttir þú Auði og Guðna. Þú varst alltaf svo stoltur af börnunum þínum. Þú varst mikill afreksmaður í íþróttum, einstakur maður sem vildir allt fyrir alla gera og öllum þótti vænt um þig. Elsku Guðni minn, vegferð þín í lífinu var ekki sú sem við ósk- uðum okkur, enginn mannlegur máttur gat komið í veg fyrir þá vegferð, þú réðst ekki við hana sjálfur. Við höfum verið svo hjálpar- vana síðustu mánuði gagnvart veikindum þínum og vanlíðan, það er mikil huggun að þér líður betur núna. Ég veit í hjarta mínu að pabbi hefur tekið á móti þér og hjálpar þér að fóta þig í nýjum heimkynnum. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá – það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér, blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson) Hvíl í friði elsku vinur. Þín Birna. Elsku pabbi minn. Ekki eru allir svo heppnir að hafa átt heimsmeistara-pabba eins og við systkinin. Þú varst svo góður maður, vildir öllum vel og ég er stolt að ég skuli vera dóttir þín, ég hefði ekki getað valið mér betri pabba, þó við höfum ekki haft mikið samband seinustu ár vegna drykkju þinnar. Finnst svo hræðilegt hvað þessi sjúkdómur, alkóhólismi, var búinn að fara illa með þig en alltaf varstu samt svo ljúfur og góður og ef ég hefði þurft á þér að halda hefðirðu ver- ið til staðar, þú vildir öllum svo vel. Ég man þegar ég var lítil hvað við vorum mikið saman, þú skammaðir mig næstum aldrei og við hjóluðum oft frá Grandaveg- inum upp í Kópavog til ömmu og afa og þú tókst mig með á æfing- ar og mót. Þegar þú fórst til Las Vegas var ég ekki með og ég man hvað ég saknaði þín mikið. Ég man þegar ég var að byrja að djamma niðri í bæ og komst ekki inn vegna aldurs og var búin að týna veskinu mínu og síman- um þar inni og ég hringdi í þig og bað þig að hjálpa mér, vildi að þú mundir berja dyraverðina vegna þess að þeir vildu ekki hleypa mér inn. Þú komst, varst ekki lengi á leiðinni en auðvitað tal- aðiru bara við þá til að finna sím- ann og fórst með mig heim. Þú varst bara eitt símtal í burtu og hefðir alltaf komið að hjálpa ef ég hefði þurft þess en nú ertu farinn og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sjá þig í vikunni sem þú fórst og knúsaði þig og kyssti. Ef ég hefði vitað að þetta væri í seinasta sinn hefði ég aldrei sleppt þér og mér finnst svo vont að þú hafir farið og ekki vitað hvað ég elska þig mikið en ég vona að þú sért kominn á betri stað og að þér líði vel. Ég trúi að þú sért hér með okkur í anda og að þú vakir yfir okkur systkinun- um og barnabörnum þínum. Nótt eina dreymdi hann drauminn, hann dreymdi’ að hann gengi á strönd. Hann dreymdi’ að hann gengi með Guði. Þeir gengu þar hönd í hönd. Hann leit um öxl og líf sitt gat lesið af sporum þeim, sem geymd voru’ og greypt í sandinn, og gengin af báðum tveim. Hann sá þau samhliða liggja og sólin í heiði skein. Þá sá hann á spotta og spotta að sporin voru ein. Það vakti’ honum vafa og furðu, það virtist oft gerast þar, sem sorti á líf hans sótti og sorgir að höndum bar. Hann leit aftur líf sitt yfir, og litla stund hann beið, en eftir það yrti á Drottin eitthvað á þessa leið: „Þú hafðir mér heitið forðum, ef hlýða ég vildi þér, og þér myndi þjóna og treysta, að þú skyldir fylgja mér. En hví sé ég spor þín hvergi, þá harmi sleginn var?“ Drottinn brosti að bragði: „Barnið mitt ég var þar.“ Þar sem í fjörunni finnst þér fótsporin vera tvenn, við hönd mér þig löngum leiddi, líkt og ég geri enn. Þar för eftir eina fætur fjaran einungis ber, það var á þrautastundum, þegar ég hélt á þér. (Þórhallur Hróðmarsson) Þín dóttir, Auður Eir. Í dag fylgjum við til grafar góðum dreng sem var litli bróðir minn. Dugnaður og vinnusemi var hans aðalsmerki og þrátt fyr- ir erfiðleika og veikindi síðustu ár var uppgjöf ekki hans stíll. Ég var fimm ára þegar Guðni fæddist. Grátur um nætur og magaverkir tóku allan tíma mömmu og pabba fyrstu mánuði lífs hans. Sem barn var hann mjög glaðlyndur en ákveðinn ef hann tók það í sig og lét ekki stjórna sér. Pabbi okkar var hans fyrirmynd, hann lék allt eftir honum. Enginn pabbi átti flottari bíl, Skódinn var langflottastur og hélt hann þeirri stöðu allt að fermingardeginum. Þá spurði Guðni pabba hvort hann gæti ekki lagt langt frá Kópavogs- kirkju. Á unglingsárum kynntist hann Bakkusi, þeim harða húsbónda og vímugjafa. Í fyrstu var þetta skemmtilegur vinur, veitti gleði og slökun, auðvelt varð að tala og tilfinningar losnuðu úr læðingi. Fjörið með Bakkusi var þó oft að- eins of mikið og andvökunætur foreldra minna hófust að nýju. Guðna fannst áhyggjur þeirra ástæðulausar, hann væri sterkur strákur sem gæti séð um sig sjálfur. Sterkur varð hann, fræg- ur íþróttamaður sem sópaði að sér viðurkenningum og Íslands- metum. Hann varð landsfrægur fyrir að handleggsbrotna í sjó- mann í keppninni Sterkasti mað- ur Íslands, viljinn var sterkari en beinin. Hann varð heimsmeistari í kraftlyftingum og reyndi síðar fyrir sér í boxi. Þrátt fyrir afrek- in fékk Bakkus oft að vera með og miklir menn og stórir þurftu að drekka mikið, annað var bara aumingjaskapur. Þrátt fyrir bænir, grát mömmu og allar til- raunir til að fá þennan flotta bróður minn til að segja skilið við Bakkus varð ekki við neitt ráðið. Hann fylgdi Bakkusi út af tveim- ur heimilum, úr meðferðum og sjúkrahúsum og gafst aldrei upp á þeim vinskap. Á tímabili var hann þó laus við félagsskapinn og fann leið með 12 spora samtökum og góðum vinum um nokkurra mánaða skeið. Guðna var margt gott gefið, hann átti auðvelt með að læra og var góður verkmaður. Guðni reyndi fyrir sér í rekstri tengdum íþróttum, átti Orkubankann lík- amsræktarstöð, opnaði sólbaðs- stöð og flutti inn sérstaka bekki sem voru nýjung fyrir bakveika. Hann vildi öllum hjálpa og að- stoðaði marga við þjálfun. Hann var viðkvæm sál þrátt fyrir sína stóru vöðva, vildi ekki vera einn þó svo að veislur og mannfagn- aðir væru ekki á vinsældalistan- um. Nú við fráfall hans skilur hann eftir sig mikinn auð, frábær og hæfileikarík börn sem hann var mjög stoltur af og barnabörn sem eiga dásamlegar mæður og fjölskyldur sem hugsa vel um þau. Ég á þá ósk að allir sem Guðna þekktu og dáðu skilji að samver- an með Bakkusi er dauðans al- vara og sá sjúkdómur sem hann sýkir menn af verður erfiðari Guðni Þór Sigurjónsson HINSTA KVEÐJA Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín systir, Eyja. ✝ Eva Ósk-arsdóttir var fædd 12.4. 1934 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 22. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Óskar Jónsson, f. 25.4. 1900, d. 26.3. 1936 og Ásta Halldórs- dóttir, f. 24.3. 1907, d. 5.7. 1997. Systir Evu er Edda Óskarsdóttir, f. 5.7. 1931. Í apríl 1954 giftist Eva Stefáni Jóns- syni pípulagningameistara, f. 6.1. 1931, d. 8.8. 2011. Foreldrar Stefáns voru Jón Ingvar Guð- mundsson, f. 17.10. 1908, d. 18.1. 1938 og Pála Kristjáns- dóttir, f. 1.2. 1911, d. 22.12. 1995. Börn Evu og Stefáns eru: 1)Margrét, f. 10.9. 1954, maki Sigurður Jónsson, f. 2.2. 1951, d. 19.8. 2001. Börn þeirra eru Eva útskrifaðist úr Verzl- unarskóla Íslands árið 1953. Eva starfaði bæði innan og utan heimilis en lengst af starfaði hún við Teiknistofuna Ármúla. Einnig starfaði hún á seinni ár- um sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands. Hún var virkur félagsmaður Klúbbs 44, eig- inkvenna pípulagningamanna, til margra ára og þar af formað- ur 1996-1997. Hún var í hverf- afélagi sjálfstæðismanna í Langholtshverfi, sem og í for- eldrafélagi Vogaskóla á bernskuárum þess. Eva var gædd miklum tónlist- argáfum, sem nutu sín við org- elspil, söng og kórstjórn á alls kyns mannamótum. Hún söng með Pólýfónkórnum í mörg ár undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar og tók þátt í tónleikum bæði hér- og erlendis. Eva var mikil hannyrðakona og lista- kona, hún skilur eftir mikið handverk í ýmsum myndum. Útför Evu fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 5. febrúar 2015, kl. 13. Eva María, f. 23.9. 1976, d. 19.8. 2001 og Jón Stefán, f. 10.8. 1980, í sam- búð með Jónínu Tryggvadóttur, þeirra barn er Gabríel Tryggvi, f. 2013. Seinni maki Margrétar er Ingv- ar Jónadab Karls- son, f. 13.9. 1947. 2) Ingvar, f. 19.3. 1958, maki Áslaug Hartmanns- dóttir, f. 5.11. 1958, þeirra börn Kristín Ósk, f. 1984 og Hart- mann, f. 1989. 3) Ásta Edda, f. 4.1. 1962, maki Birgir Björg- vinsson, f. 21.2. 1957, þeirra börn eru Andri Björn, f. 1988 og Brynja Dóra, f. 1995. 4) Ellert Kristján, f. 27.6. 1969, hans börn eru Ragna Lára, f. 1990, Stefán, f. 1993, Amanda Sif, f. 2002, Ísar Máni, f. 2004 og Veronica Sif, f. 2008. Jæja, elsku hjartans mamma mín, þá skilur leiðir að sinni. Nú ertu komin á draumastað- inn þinn, til hans Stebba þíns, pabba okkar, sem fór nokkrum ár- um á undan þér. Þú sagðist alltaf hlakka svo til að deyja til að hitta hann aftur, svo sterk var ást ykk- ar. Ótal oft spurðir þú mig: „Hvar er Stebbi?“ Og alltaf svaraði ég því eins: „Hann er hjá Guði, mamma mín, að smíða sumarbú- stað og er að bíða eftir þér“ og þá birti yfir andliti þínu og ljóminn skein úr augunum. Þá leið mér vel. Ég vil þakka þér fyrir æsku mína, óendanlega skemmtilega, hamingjusama og kærleiksríka. Hvað þú reyndir að koma mér í sveit eða sumarbúðir en ég sagði alltaf nei takk. Það var svo gaman heima hjá þér. Ég vil þakka þér fyrir fullorðinsárin mín, þar sem ég gat endalaust leitað til þín. Ef ég var þreytt og illa fyrirkölluð þá fór ég oft til ykkar pabba í hádeg- ismat til að hlaða batteríin og allt- af kom ég til baka fullhlaðin orku á við Kárahnjúka, gjörsamlega óstöðvandi. Þú lést okkur systk- inin endalaust finna hve mikils virði við værum bæði þér og öll- um heiminum. Alltaf hlæjandi og með faðminn galopinn. Nú hugsa ég bara til þín og fæ orkuna í gegnum fallegu yndis- legu minningarnar. Seinni árin hef ég verið að uppgötva hversu mikil listakona þú varst. Áður tók maður því allt- af sem sjálfsögðum hlut að þú kynnir að spila á píanó, gítar, meira að segja fiðlu. Allt lék líka í höndum þér, saumaskapur og alls kyns föndur. Samdir leikrit og ljóð og söngst eins og engill. Nýlega, hins vegar, uppgötvaði ég að þú kunnir að steppa. Það gerðirðu í skóbúðinni í fyrra þeg- ar þú varst að máta skó. Skelltir bara skónum á þig og byrjaðir að steppa. Allt í búðinni stöðvaðist og allir horfðu í forundran á þessa 79 ára dansandi konu. En skórnir voru ómögulegir fyrir stepp svo við keyptum þá ekki. En mikið hlógum við og allir í búðinni. Endalaust snertir þú svona við fólki og ég gæti sagt óteljandi svipaðar sögur. Elsku mamma, ég kveð þig nú með þessum örfáu þakklætisorð- um. Hvíl þú í friði í faðmi guðs og engla og líka faðmi pabba. Þín dóttir, Ásta Edda. Elsku hjartans mamma mín. Komið er að leiðarlokum hjá þér í okkar jarðnesku veröld og við tekur nú ferðalag þitt til æðri heima. Þú varst sátt við að hverfa úr þínum fallega líkama. Þín fal- lega sál heldur áfram inn í eilífð- ina. Elsku mamma, þú varst orðin södd lífdaga og sagðir oft „ég hlakka til að fara til himnaríkis og hitta elsku Stebba manninn minn“, góða ferð, elsku hjartans mamma mín. Minningar um þig fara á flug. Brosið þitt innilega og stutt í hlát- ur þinn. Þú varst einstaklega list- ræn á mörgum sviðum, þú hafðir undur fallega söngrödd, jafnvíg á ýmis hljóðfæri en rafmagnsorgel- ið var leikur í höndum þínum. Kveðskapur þinn var rómaður og nærvera þín gladdi alla. Lista- Eva Óskarsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LÁRA SVEINBERGSDÓTTIR, Tjarnarmýri 41, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. janúar. Hún verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju 10. febrúar kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hennar láti Ljósið njóta þess. Reikningsnúmer 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Hjartans þakkir til starfsfólks 11E á Landspítalanum fyrir auðsýnda ást og umhyggju í veikindum Láru. Örlygur Jónatansson, Bergrún Brá Kormáksdóttir, Harpa Lind Örlygsdóttir, Níels Árni Árnason, Jónatan Arnar Örlygsson, María Leifsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG FINNBOGADÓTTIR frá Vattarnesi, Mávabraut 10a, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugardaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13.00. . Kristín E. Kristjánsdóttir, Unnur H. Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Lindasíðu 2, Akureyri, lést laugardaginn 31. janúar á Dvalarheimilinu Hlíð. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum samúð og hlýhug okkur til handa vegna fráfalls hennar. . Gunnar Lúðvíksson, Hrefna Svanlaugsdóttir, Hallur Guðmundsson, Garðar Svanlaugsson, Tordis Albinus, Halla Svanlaugsdóttir, Aðalgeir M. Jónsson, Margrét Svanlaugsdóttir, Guðmundur V. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.