Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 23
með hverjum degi, glíman harðn- ar og gleðin hverfur. Við gætum lært af elju Guðna og einbeitni í íþróttum hvað þarf til að verða afreksmaður og ná árangri og einnig getum við lært af mistök- um hans í baráttunni við áfeng- issýkina. Því miður gátum við ekki hjálpað honum og þurfum að læra að sætta okkur við þá sáru staðreynd. Guð gefi okkur styrk, kjark og sátt við það sem fáum ekki breytt. Helga Sigrún Sigurjónsdóttir. Frá upphafi byggðar hér á landi hafa kraftar og hreysti ver- ið okkur Íslendingum mikið hugðarefni. Þær eru ófáar hetj- urnar sem hér hafa uppalist. Allt frá köppum fornaldar til samtíð- armanna. Nú barst sú helfregn að einn sá allra hraustasti sé fall- inn í valinn. Guðni Sigurjónsson var fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur orðið heimsmeistari í íþrótt sinni. Þá er til að taka í íþrótt sem hef- ur alþjóðlega útbreiðslu og við- urkenningu íþróttasamfélagsins. Þetta afrek vann hann í Örebro 1991 í –110 kg flokki á HM í kraftlyftingum. Þar fengu að lúta í gras margir bestu kraftlyftinga- menn heims. Það er skrifara ógleymanlegt að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu með því að aðstoða meistarann. Örstutta sögu læt ég fylgja hér. Hún lýsir vel persónunni Guðna sem var engum líkur. Þannig var að stað- an í keppninni var sú að með síð- ustu réttstöðulyftunni gat hann tryggt sér titilinn. Á stönginni voru 350 kg. Við vorum tveir að aðstoða Guðna við að undirbúa sig fyrir lyftuna. Allt klárt, næg- ur tími. Afarmennið gekk inn á pallinn. Skyndilega tók ég eftir að hann fór fram hjá dalli einum miklum sem í var magnesíumduft sem notað er til að treysta gripið. Kallaði þá hátt og snjallt: „Guðni, þú gleymdir magnesíunni!“ Hann sneri sér hálfvegis við en hélt síð- an áfram að stönginni. Reif þyngdina upp og varð heims- meistari. Síðar um kvöldið þegar við fögnuðum titlinum spurði ég Guðna hvort hann hefði ekki heyrt mig minna sig á duftið. „Jú jú, ég er nú ekki heyrnarlaus,“ svaraði kappinn. „En heims- meistaratitillinn var undir; þú hafðir nægan tíma?“ spurði ég. „Já, ég nennti ekki að snúa við, ákvað bara að kreista stöngina aðeins betur!“ Þannig var Guðni. Ekki uppnæmur fyrir smáatrið- um. Eftir glæsilegan feril í kraft- lyftingum sneri hann sér að hnefaleikum og hugðist verða at- vinnumaður í þeim. Þau áform gengu ekki upp af ýmsum ástæð- um. Síðustu árin voru honum erfið. En nú er tími til að minnast þessa góða drengs og stórkostlega íþróttamanns með virðingu og þakklæti. Margir eiga nú um sárt að binda, sérstaklega börnin hans, foreldrar og systkini. Þeim og öllum öðrum ástvinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Valbjörn Jónsson. Kær vinur minn Guðni Þór Sigurjónsson er fallinn frá aðeins 51 árs að aldri. Ég kynntist Guðna fyrst upp úr 1980 er hann byrjaði að æfa frjálsar íþróttir. Á yngri árum var hann landsliðsmaður í bolta- greinum. Hann vildi meira ögr- andi verkefni og urðu frjálsar fyrst fyrir valinu. Hann náði strax frábærum árangri í sprett- hlaupum og síðar köstum. Hann var valinn m.a. til að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikun- um. Varð hann oft Íslandsmeist- ari í spretthlaupum. Sumarið 1990 kepptum við í Bikarkeppni FRÍ norður á Ak- ureyri. Það var komið að sleggju- kasti. Keppnin í sleggjunni fór fram á bletti einum rétt utan bæjar. Kasthringur var en ekk- ert kastbúr. Í fimmtu umferð tók Guðni hrikalega á, snerist á yf- irhraða og varð áttavilltur. Sleggjan þeyttist langt út fyrir geira og lenti á þjóðvegi 1, sem betur fór var enginn bíll á ferð. Það er skemmst frá því að segja að Guðni sigraði. Það var mikið talað um að reisa ætti styttu við veginn af Guðna með sleggjuna. Þetta er ein af þessum sögum sem alltaf var skemmtilegt að rifja upp með honum. Guðni var orðinn mjög alhliða sterkur og sneri hann sér alfarið að kraftlyftingum. Það var ekki sökum að spyrja. Strax árið 1991 varð hann heimsmeistari fyrstur Íslendinga í kraftlyftingum. Gull- peningurinn er til sýnis á Íþróttaminjasafninu á Akranesi. Hann setti mörg Íslandsmet og varð oft Íslandsmeistari á ferli sínum í kraftlyftingum. Guðni náði líka mjög góðum árangri í ýmsum kraftakeppnum. Á leið sinni yfir Breiðafjörð í ferjunni Baldri gerði hann sér lítið fyrir og tók 371 kg í réttstöðulyftu sem var Íslandsmet þá. Kraftlyftinga- ferlinum lauk í lok árs 1993 stuttu eftir að hafa tekið sínar mestu þyngdir í öllum þremur greinunum og í samanlögðu. Hann lagði gríðarlega hart að sér til að ná þessum góða árangri, því á sama tíma vann hann við pípu- lagningar fullan vinnudag og oft meira. Árið 1994 byrjar Guðni að æfa hnefaleika og heldur fljótlega á vit ævintýranna. Til Las Vegas var haldið, en ekki hvað? Árin 1995 til 1997 var hann ytra við æfingar en erfitt reyndist að fá bardaga því ekkert bakland hafði hann. Guðni var líka fjölskyldu- maður og tók þá ákvörðun að koma heim. Lauk þar einkar glæsilegum íþróttaferli hæfi- leikaríks afreksmanns. Pípulagnir voru hans atvinna eins og fyrr er getið og lauk hann meistaraprófi árið 2001. Guðni var mjög handlaginn maður og útsjónarsamur, bóngóður og hjálpsamur. Hann var okkur fjöl- skyldunni ómetanlegur í lagfær- ingum á okkar húsi. Guðni var hjartahlýr og traustur vinur. Hann var ekki að flíka tilfinning- um sínum eða slá sér á brjóst. Sumarið 2013 var hann mikið á mínu heimili við vinnu og skemmtum við okkur hið besta, sögðum sögur og drukkum mikið kaffi. Hann tók sig mikið á og stefndi á heilsusamlegra líferni, en Bakkus hafði síðustu misserin verið mjög stjórnsamur í lífi hans. Því miður hafði vínguðinn betur. Ég kveð góðan félaga og votta öllum aðstandendum samúð mína. Helgi Þór Helgason.  Fleiri minningargreinar um Guðna Þór Sigurjóns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 verkin voru leikur í höndum þín- um, þú naust þín vel við að skapa ýmislegt fallegt. Mamma, þú varst til staðar fyr- ir okkur börnin þín, þú gafst okk- ur ráð og hvattir okkur áfram til að styrkja okkar sjálfstæði og sjálfsvirðingu. Mamma, þú kenndir okkur margt, t.d. að heimurinn í kringum okkur er eins fagur og okkur finnst hann vera hverju sinni. Bjartsýni, já- kvæðni ásamt nærgætni gafst þú okkur börnum þínum í vöggugjöf sem fylgir okkur að leiðarlokum. Takk fyrir allt, elsku hjartans mamma mín. Þín Margrét. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Í dag kveð ég Evu Óskarsdótt- ur, tengdamóður mína. Hún er nú farin í langþráða ferð til fundar við hann Stebba sinn. Amma Eva, eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili, var einstakur per- sónuleiki. Það var alltaf líf og gleði þar sem amma Eva var. Hún elskaði að spila á píanó og hljóm- borð, syngja, semja lög og texta. Hún mun halda því áfram á næsta stað. Elsku tengdamamma, amma Eva, takk fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Áslaug Hartmannsdóttir. Kær vinkona, Eva Óskarsdótt- ir, er látin. Á kveðjustund er gott að minnast löngu liðinna daga og minningarnar koma fram í hug- ann. Evu og Stefáni, eiginmanni hennar, kynntumst við fyrir tæp- um fimmtíu árum, svo við áttum langa vináttu að baki. Eva ólst upp hjá Ástu, móður sinni, ásamt Eddu systur sinni, en þær systur misstu föður sinn er þær voru enn í bernsku. Eva varð bæði fríð og greind stúlka og eftir hefðbundna skólagöngu stundaði hún nám við Verslunarskóla Íslands. Ung að árum kynntist hún Stebba, þau giftust og auðvitað var stefnan sett á að eignast þak yfir höfuðið og unnu þau að því með dáð og dug. Börnin þeirra, elskuleg, urðu fjögur, öll hafa þau gifst og eign- ast afkomendur. Það var svo þarna á vori lífsins, sem við vorum svo heppin að fá að eiga samleið með þeim, við vorum nokkur vin- ahjón sem nutum stundanna sam- an og voru þau Eva og Stebbi fremst í flokki, hvort sem það var í söng, undirspili, dansi eða bara brandarakeppni. Árlega var reynt að fara í útilegu og seinna sumarbústaðaferðir, alltaf er eins og sólin hafi skinið og alltaf var jafn gaman hjá okkur. Börnin okkar minnast þess hve sjálfsagð- ir gestir Eva og Stebbi voru í af- mælum, fermingarveislum og stúdentsveislum hjá okkur og hve létt og kát þau voru. En tíminn er fugl sem flýgur hratt og allt er breytingum háð, við eldumst og samferðarmenn kveðja. Þau hjón fengu að reyna margt á seinustu árum, ástvinamissi og mikið heilsuleysi. Eva varð ekkja fyrir nokkrum árum og tregaði hún mikið Stebba sinn, en þá hafði sá sjúkdómur sem engu eirir búið um sig hjá henni. Síðustu árin dvaldi hún í Sóltúni. Börnin hennar, fjölskyld- ur þeirra og Edda systir hennar, studdu hana vel og dyggilega þar til yfir lauk. Með þessum fáu minningarorðum hefur aðeins verið stiklað á stóru í lífsgöngu Evu. Nú er hún Eva okkar lögð af stað í sína hinstu för og gott ef ástin hennar er ekki farin að bíða eftir henni og kannske raula þau saman eitt lítið ljúft lag. En við gömlu vinirnir kveðjum og þökk- um og sendum innilegar samúð- arkveðjur til fjölskyldu Evu. Ragna og Guðmar. ✝ Þorvaldur JónMatthíasson fæddist á Skálará í Keldudal, Dýra- firði, 29. apríl 1934. Hann lést á Land- spítalanum 23. jan- úar 2015. Foreldrar hans voru Matthías Þor- valdsson frá Sval- vogum í Dýrafirði, f. 1908, d. 1946, og Gíslína Gestsdóttir frá Skálará í Keldudal, Dýrafirði, f. 1897, d. 1980. Þorvaldur var yngstur þriggja systkina. Systur hans eru 1) Jóhanna, f. 31. maí 1931, og 2) Sólborg, f. 17. sept. 1932. Þann 7. september 1956 kvæntist Þor- valdur eftirlifandi eiginkonu sinni, Svövu Sumarrós Ásgeirs- dóttur, f. 26. júlí 1934. Saman eignuðust þau tvö börn. Fyrir átti Svava dóttur, Ásgerði Þór- isdóttur, f. 21. mars 1953, sem Þorvaldur gekk í föður stað. Hennar maki er Kristinn Sig- Söndru, f. 1989. Móðir hennar er Hlín Guðjónsdóttir. Þorvaldur lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Núpi, Dýra- firði. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur, þar sem hann út- skrifaðist frá Samvinnuskólanum árið 1952. Að námi loknu hóf hann störf hjá Heildverslun Ein- ars Ágústssonar, þar sem hann starfaði í tvo áratugi. Þá stofnuðu Þorvaldur og Svava Skjólborg, heildverslun, og ráku þau fyr- irtækið með miklum sóma saman, fyrst á Miklubraut 15, síðan á Klapparstíg 38, og síðustu árin í Skútuvogi 12. Áhugamál Þorvaldar tengdust ætíð fjölskyldunni, en auk þess hafði hann mikinn áhuga á hvers kyns íþróttum, ekki síst hugar- íþróttum. Á árum áður spilaði hann brids og vann til fjölda verð- launa á þeim vettvangi. Skák var honum einnig hugleikin alla tíð. Útför Þorvaldar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. mundsson, f. 1. mars 1951. Þeirra synir eru a) Gunnar, f. 1979. Sonur hans er Mikael Bjarni, f. 2000, og b) Jóhann, f. 1988. Börn Þorvaldar og Svövu eru 1) Est- her, f. 6. desember 1955, maki Guðjón Kristleifsson, f. 7. maí 1953. Þeirra syn- ir eru a) Bjarki, f. 1978, kvæntur Valgerði Krist- jánsdóttur. Börn þeirra eru Óli- ver, f. 2006, og Esther Emilía, f. 2010. b) Þorvaldur, f. 1984, kvæntur Sigríði Tinnu Heim- isdóttur og c) Kristleifur, f. 1988, kvæntur Berglind Svönu Blomst- erberg. 2) Matthías Gísli, f. 15. júní 1966, maki Ljósbrá Bald- ursdóttir, f. 24. júní 1971. Börn þeirra eru a) Hrafnhildur Ýr, f. 1991, b) Eysteinn Orri, f. 1997, c) Svava Sól, f. 2000, d) Viktor Axel, f. 2007 og e) Eva Fanney, f. 2009. Fyrir átti Matthías dóttur, Elsku Valdi. Það er sárt að þurfa að kveðja þig. Við í Jakasel- inu vorum alls ekki tilbúin. Þetta gekk allt svo ótrúlega hratt fyrir sig og við sitjum eftir og söknum þín sárt. En þú skilur eftir margar góðar minningar og ég er þér svo þakklát fyrir þessi rúmlega tutt- ugu og fimm ár sem ég fékk að njóta þinnar visku, góðmennsku og stuðnings. Þú og Svava hafið alltaf verið stoð og stytta okkar og það er svo einstaklega mikilvægt að eiga góða fjölskyldu sem ávallt er hægt að treysta á. Það var margt í fari þínu sem ég kunni svo vel að meta. Þú varst sérstaklega mikill húmoristi og alltaf hrókur alls fagnaðar og því gaman að vera nálægt þér. Þú varst sannarlega góðhjartaður og þið Svava voruð ávallt tilbúin að hjálpa okkur. Þú varst snjall og fljótur að hugsa og gott að leita til þín með ýmis mál- efni. Það sem mér fannst samt besti eiginleiki þinn var hvað þú trúðir alltaf á okkur. Allt sem við Matti tókum okkur fyrir hendur studdir þú. Þú virtist aldrei efast um okkar ákvarðanir, þú treystir okkur. Það er gott að finna fyrir slíku trausti. Við Matti vorum ung þegar við fórum að búa saman og á þessum fyrstu árum var Rauða- gerði okkar annað heimili. Við vor- um alltaf velkomin og Svava eldaði iðulega tvöfaldan kvöldmat því hún reiknaði alltaf með að við myndum kíkja við. Einhverra hluta vegna áttum við svo ótrúlega oft leið um Rauðagerðið á kvöld- matartíma, fyrstu árin. Þú varst svo stoltur af börnun- um þínum og barnabörnum. Þér varð tíðrætt um það hvað þú værir heppinn og að lánið hefði leikið við þig og varst þá að vísa í barnahóp- inn sem þú taldir vera sérstaklega vel heppnaðan. Þið Svava voruð svo þolinmóð við þau og sinntuð þeim svo vel og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Ljósbrá Baldursdóttir. Elsku afi. Maður er aldrei reiðubúinn að kveðja í hinsta sinn. Jafnvel þótt heilsan þín hafi ekki verið upp á sitt besta og maður hafi þakkað fyrir hverja stund, þá á maður aldrei von á að sú síðasta renni upp. Það var þó raunin á afmælinu mínu, þegar við áttum rólega stund heima hjá þér og ömmu, ásamt Völu og börnunum. Við ræddum að vanda um heima og geima, húsið ykkar í Rauðagerð- inu og barnalán. Að vanda kvödd- umst við með því að minna hvor annan á að sundkeppnin okkar yrði milli jóla og nýárs. Við höfðum þá stefnt að henni í tíu ár eða svo. Við tökum hana bara síðar. Það er mitt lán að hafa fengið að eiga þig að í 37 ár. Það er lán barna minna að hafa átt þig að langafa. Við höfum öll verið svo lánsöm að geta komið inn á það ástríka heim- ili sem þið amma hafið búið til og eiga að þá stórkostlegu fjölskyldu sem þið og börn ykkar hafið stofn- að til. Þú varst yndislegur og góð- ur maður, glaðlyndur og góðhjart- aður. Skapgerð þín og blíða eru mér fyrirmynd. Afi minn. Takk fyrir allt. Enda- lausar þakkir. Þinn Bjarki. Hönd er stirð, og hjartað slær ei meir. Harpan er þögnuð, brostinn strengur hver. Í týndan grafreit lík mitt lögðu þeir. Ljóð mitt skildi ég eftir handa þér. (Gunnar Dal) Leiðir okkar Þorvaldar lágu fyrst saman þegar Matthías sonur hans tók að gera hosur sínar grænar fyrir Ljósbrá dóttur minni. Þessi samdráttur leiddi fljótt til þess að þau fóru að búa saman og festu síðan ráð sitt. Ég man vel þegar ég hitti Þorvald fyrst. Hann var glæsilegur, hár vexti, fríður sýnum, svipmikill og sópaði að honum hvar sem hann fór. Við nánari kynni kom í ljós að hann var mannkostamaður, greindur vel, glaðvær, brosmildur og hvers manns hugljúfi. Þorvaldur var fæddur og uppal- inn í Dýrafirði og mótaðist mjög af fögru umhverfi og því dugnaðar- fólki sem hann ólst upp með. Hann fór í Samvinnuskólann þá er hann var enn í Sambandshúsinu en þar réð Hriflu-Jónas ríkjum. Sóttist Þorvaldi vel námið. Að því loknu hóf hann störf við heildsölur í Reykjavík. Störf sín rækti hann af trúmennsku og dugnaði, var ráð- deildarmaður og farnaðist vel. Það var mikil gæfa í lífi Þorvald- ar þegar hann gekk að eiga konu sína Svövu Sumarrós Ásgeirsdótt- ur, glæsilega unga konu sem varð lífsförunautur hans og kjölfesta. Það voru margar fagrar stundirn- ar í samlífi þeirra enda mjög sam- stillt í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Árið 1972 stofnuðu þau heildverslunina Skjólborg og ráku hana saman af mikilli fyrir- hyggju allan sinn starfsaldur. Það voru ófáar ferðirnar sem þau fóru til útlanda að kaupa inn fatnað og vefnaðarvöru. Svava var mjög smekkvís í innkaupum, enda seld- ust vörur Skjólborgar vel um land allt. Þorvaldur sá um bókhald og fjármál og var farsæll og séður í fjárfestingum. Samstarf þeirra Svövu var til mikillar fyrirmyndar. Þorvaldur var fjölhæfur maður og áhugamál hans mörg. Þau Svava spiluðu bridge af ástríðu og höfðu af því yndi. Þorvaldur var áhugamaður um íþróttir og fylgd- ist af ákafa með enska boltanum. Útivist og ferðalög stunduðu þau af krafti. En Þorvaldur var þó fyrst og fremst ábyrgur fjöl- skyldufaðir. Hvergi leið honum betur en í faðmi fjölskyldunnar og tóku þau hjónin þátt í uppeldi og þroskaferli barnabarna sinna af óvenjulegri ræktarsemi. Bestu ánægjustundir þeirra voru í leik, gáska og gleði með barnaskaran- um. Þorvaldur hafði oft orð á því við mig hvað hann væri mikill gæfumaður að hafa eignast öll þessi heilbrigðu og efnilegu afa- börn. Í þeim væri fólginn fjársjóð- ur hans og hamingja. Ljóðið sem Þorvaldur skilur eftir handa okkur er hin fagra minning sem við geymum um ókomin ár um mannvininn og höfð- ingjann sem var okkur svo kær og við elskuðum heitt. Hann er nú horfinn úr þessu lífi. Við sem lifum í þeirri vissu að Guð sé til vitum að hann lifir þótt hann deyi. Baldur Óskarsson. Þorvaldur Jón Matthíasson Samúðarskreytingar •Útfaraskreytingar Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS GUÐBJÖRNS SÆMUNDSSONAR skipstjóra, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og krabbameinsgöngudeildar Landspítalans fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Edith María Óladóttir, Anna María Pétursdóttir, Sámal Jákup Samuelsen, Jón Pétursson, Guðbjörg Pétursdóttir, Guðlaugur Helgi Guðlaugsson, Pétur Óli Pétursson, Lilja Valþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.