Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Heiðamæður II, 1995; Feneyjar engu líkar, 1996; Fákalönd, 1996; Hestaþing I, 1997; Hestaþing II, 1998; Víkingar I, 1999; Landsmót 2000, 2000; Víkingar II, 2001; Hrossanöfn, 2002; Frjáls og óháður, starfsævisaga, 2009, og Þúsund og ein þjóðleið, 2011, en sú bók hlaut bókmenntaverðaun starfsfólks bókabúða. Yfir 10.000 greinar Jónasar eru aðgengilegar á www.jonas.is. Á vefnum (jonas.is) er að finna for- ystugreinar Jónasar í dagblöðum allar götur frá 1973, veitingarýni hans í blöðum og tímaritum frá 1980, erlenda ferðarýni hans og safn ís- lenskra reiðleiða, gamalla og nýrra. Gagnabanka hans um hrossarækt er að finna á vefnum (hestur.is). – Jónas, þú hefur verið að gagn- rýna kerfið og skamma embættis- og stjórnmálamenn um áratuga skeið, eða frá því þú skrifaðir þinn fyrsta leiðara. En þegar þú lítur um öxl, finnst þér það hafa borið árangur? „Ég veit það ekki. En þetta er bara svo fjári gaman. Sérstaklega þegar maður bloggar á eigin ábyrgð. Það var allt annað að skrifa leið- ara fyrir stóran fjölmiðil sem eðli málsins samkvæmt hafði hagsmuna að gæta á ýmsum sviðum. Við slíkar aðstæður þarf alltaf að taka eitt- hvert tillit til einhverra. Hér áður fyrr fékk ég útrás í margra daga hestaferðum um há- lendið. Ég hef ekki sama þol fyrir slíkar ferðir og áður. En þá fæ ég út- rás með því að láta gamminn geisa á ritvellinum. Þótt ég sé ekki jafn- léttur á mér og áður er kollurinn í góðu lagi og það kostar ekkert að hugsa.“ Fjölskylda Eiginkona Jónasar er Kristín Halldórsdóttir, f. 20.10. 1939, stjórn- málakona. Hún er dóttir Halldórs Viglundssonar, f. 11.6. 1911, d. 15.4. 1977, vitavarðar, og Halldóru Sig- urjónsdóttur, f. 26.6. 1905, d. 10.4. 1994, skólastjóra. Börn Jónasar og Kristínar eru Kristján, f. 27.3. 1964, jarðfræð- ingur; Pálmi, f. 15.5. 1968, frétta- maður og sagnfræðingur; Pétur, f. 24.12. 1970, kerfisfræðingur; Hall- dóra, f. 7.1. 1974, flugmaður. Barnabörnin eru nú orðin tíu. Systir Jónasar er Anna Halla, f. 19.4. 1946, lögfræðingur. Foreldrar Jónasar: Kristján Jón- asson, f. 12.5. 1914, d. 27.7. 1947, læknir, og Anna Pétursdóttir, f. 11.6. 1915, d. 24.9. 1976, bókari. Úr frændgarði Jónasar Kristjánssonar Jónas Kristjánsson Pálmi Þóroddsson pr. í Höfða Þóranna Pálmadótir húsfr. á Akureyri og á Siglufirði Pétur Pétursson kaupm. á Akureyri og á Siglufirði Anna Pétursdóttir bókari Rannveig Magnúsdóttir húsfr. á Eiríksstöðum Pétur Björnsson b. á Eiríksstöðum í Svartárdal Ásta Jónasdóttir kennari í Rvík Jóhannes Nordal íshússtjóri Þorbjörg Pálmad. húsfr. á Sauðárkróki Alda Möller leikkona í Rvík Leifur Þórarins. tónskáld Friðrika Hallfríður Pálmadóttir húsfr. á Blönduósi Baldur Vilhelmsson prófastur í Vatnsfirði Sigrún Pálmad. húsfr. á Reynisstað Sigurður Jónsson b. á Reynisstað Jón Pálmason b. á Þingeyrum Guðrún Jónsd. arkitekt Páll Jakob Líndal dr. í umhverfissálfr. Bjarni Benedikts. kaupm. og útgerðarm. á Húsavík Sigurður Nordal prófessor Jóhannes Nordal seðlabankastjóri Jónas Bjarnason efnaverkfr. og næringafr. Regine Magdalene Hansdóttir Benediktsson húsfr., af ætt Bjarna riddara Sívertsen, Linnetætt og dönsku- og sænsku konungsættunum Benedikt Kristjánsson prófastur á Grenjaðarstað Hansína Bendediktsdóttir húsfr. á Sauðárkróki Jónas Kristjánsson læknir og alþm. á Sauðárkróki og stofnandi NLFÍ Kristján Jónasson læknir í Rvík Steinunn Guðmundsdótir húsfr. á Snæringsstöðum, bróðurdóttir Frímanns, afa Valtýs Stefánssonar ritstjóra Kristján Kristjánsson b. á Snæringsstöðum í Svínadal, bróðursonur Péturs, afa Þórðar Sveins- sonar yfirlæknis á Kleppi, af Harðabóndaætt Ólöf Nordal innanríkisráðherra Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar Gunnar Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur Bryndís Bjarnad. húsfr Sigtryggur Sigtryggsson fréttastj. á Morgunblaðinu Halldór Gunnars. pr. í Holti undir Eyjafjöllum Stefán Jónsson verslunarstj. á Sauðárkróki Jón Stefánsson listmálari Anna Jónsdótir húsfr. í Höfða 100 ára Lárus Sigfússon 90 ára Ingibjörg Sæmundsdóttir Margrét Kr. Sigurpálsdóttir 85 ára Steinunn Guðbrandsdóttir 80 ára Kristján Heimir Lárusson 75 ára Eggert Sigurðsson Þórður Óskarsson 70 ára Ari Albertsson Ágúst Karl Sigmundsson Edil Jónína Jensdóttir Gils Stefánsson Gunnar P. Jensson Pétur Einarsson Örn Arnþórsson 60 ára Anna María Markúsdóttir Ásgerður Garðarsdóttir Birna Garðarsdóttir Grazyna Teresa Chrapinska Helgi Sigurbjartsson Jóhanna María Gunnarsdóttir Linda Hrönn Ágústsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Róbert Albert Darling Steinunn Guðnadóttir Sveinn Hermann Sörensen Þóra Bjarnadóttir 50 ára Benedikt Níels Óskarsson Fjölnir Geir Bragason Guðmundur Tryggvason Guðrún Þorbjörg Hannesardóttir Kristín Anna Gunnólfsdóttir Óli Valur Jónsson Senad Babic Stefán Lárus Karlsson Sævar Eiríkur Jónsson Þorvar Þorsteinsson 40 ára Árni Einar Birgisson Björn Sveinsson Chang Yu Guðlaug Harpa Rúnarsdóttir Heiða Björg Bjarnadóttir Jóhannes Arnar Ragnarsson Kristinn Þór Kristinsson Oddgeir Björn Oddgeirsson Sigurlaug Ýr Gísladóttir Unnar Óli Þórsson Þórunn Arnardóttir 30 ára Baldur Freyr Guðmundsson Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Hilmar Þór Sigurjónsson Kristjana Ingimarsdóttir Lilja Björg Rúnarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Stefán ólst upp í Brautarholti í Skagafirði, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði og er bóndi, smiður og verktaki. Unnusta: Unnur Gott- sveinsdóttir, f. 1988, ferðamálafr. og sér um rekstur Miðgarðs. Börn: Marta Fanney, f. 2013 og óskírður, f. 2015. Foreldrar: Haraldur Stef- ánsson, f. 1952, og Ragn- heiður G. Kolbeins, f. 1957, bændur. Stefán Gísli Haraldsson 40 ára Ómar býr í Garða- bæ, lauk prófi í efnaverk- fræði og starfar hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. Maki: Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1978, viðskiptafræðingur. Dætur: Agnes, f. 2004, og Ragnhildur og Eyvör, f. 2007. Foreldrar: Gústaf Jóns- son, f. 1944, tæknifr., og Erla Árnadóttir, f. 1946, viðskiptafr. og fyrrv. aðal- bókari Seðlabankans. Ómar Gústafsson 30 ára Guðlaug ólst upp á Akureyri, býr í Eyjafjarð- arsveit og starfar við umönnun á Hlíð. Systur: Sólrún Tryggva- dóttir, f. 1974; Kolbrún Tryggvadóttir, f. 1976, og Guðrún Bergrós Tryggva- dóttir, f. 1987. Foreldrar: Tryggvi Geir Haraldsson, f. 1951, verk- stæðismaður hjá MS á Akureyri, og Hrefna Hall- varðsdóttir, f. 1952, starf- ar við umönnun á Hlíð. Guðlaug S. Tryggvadóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Eva Sverrisdóttir varði doktorsritgerð sína í lyfjarannsóknum við Kaup- mannahafnarháskóla 28. janúar sl. Ritgerðin ber heitið „Population Pharmacokinetic-Pharmacodynamic Modelling of Morphine-Induced Anal- gesia“ og var doktorsverkefnið unnið í samvinnu við Kaupmannahafnarhá- skóla og Háskólasjúkrahús Álaborgar ásamt Háskóla Suður-Ástralíu í Ade- laide í Ástralíu þar sem Eva var í sex mánuði við rannsóknir meðan á verk- efninu stóð. Rannsóknin fjallaði um virkni og skammtastærðir morfíns í verkja- meðferð. Áhrif morfíns eru afar ein- staklingsbundin og erfitt getur verið að stilla af rétta skammtastærð fyrir hvern einstakling sem getur leitt til ónauðsynlegra þjáninga sjúklings í sumum tilfellum eða óþarflega stórra skammta í öðrum tilfellum. Til að flækja málin enn frekar hefur eitt nið- urbrotsefna morfíns, morfín-6- glucuronide (M6G), ekki aðeins verkjastillandi áhrif heldur einnig aukaverkanir. Niðurstöður rannsóknar Evu munu stuðla að auknum skilningi á virkni morfíns í mönnum og auka skilvirkni morfíngjafar. Í stað þess að heil- brigðisstarfsfólk þurfi að prófa sig áfram til að finna hæfilega skammtastærð fyrir hvern einstakling verður hægt að fara eftir líkani sem byggist á áreiðanlegum gögnum og lít- ur til fjölmargra ólíkra þátta. Rannsóknin skýrir lyfjahvörf mor- fíns og M6G eftir lyfjagjöf um munn, í æð, í vöðva, undir húð og um enda- þarm hjá nýburum og fullorðnum með líkani sem tekur til fjölda þátta, svo sem þyngdar, aldurs, meðgöngulengd- ar nýbura við fæðingu og kreatín- útskilnaðar í þvagi. Líkanið skýrir að hluta til breytilega virkni morfíns og M6G hjá mismun- andi einstaklingum en þó eru frekari rannsóknir nauðsynlegar til að auka enn frekar skilning á lyfjahvörfum og lyfjahrifum morfíns og M6G. Eva Sverrisdóttir Eva Sverrisdóttir er dóttir Sverris Albertssonar og Hólmfríðar Magnúsdóttur. Hún ólst upp fyrstu árin á Tjarnarbraut í Hafnarfirði og hóf skólagöngu í Lækjar- skóla en fluttist síðan á Hólabraut í Hafnarfirði og var þá í Hvaleyrarskóla. Eva fluttist með fjölskyldu sinni til Hanstholm í Danmörku árið 1999 og varð stúdent frá Thisted Gymnasium árið 2006. Hún lauk B.Sc. í „Medicine with Industrial Specialisation“ árið 2009 og M.Sc. í sömu grein við Álaborgarháskóla árið 2011. Eva mun starfa áfram hjá Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla við rann- sóknir og kennslu. Doktor Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á ÍslandiFæst í öllum helstu raftækjaverslunum Allt í eldhúsið frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.