Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is ,,Ég ætla að halda eina tónleika fyrir hvern staf í stafrófinu þannig að ég tengi hvern staf fyrir sig við tónskáld, nöfn verka, tóntegundir og fleira,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, kórstjórnandi, kennari, fyr- irlesari, einleikari og áhugaljósmyndari. Hann fékk þá nýstárlegu hugmynd að halda tónleikaröð, sem hann kallar æviverkefni sitt, þar sem hverjum bókstaf stafrófsins er gert hátt undir höfði. Fyrstu tónleikarnir, sem haldnir verða í kvöld, verða tileinkaðir bók- stafnum A og munu öll verkin tengjast bók- stafnum með einum eða öðrum hætti. Gerir Ey- þór ráð fyrir að þegar allt verður yfirstaðið muni hann hafa spilað á 25-30 bókstafa- tónleikum. Gerir hann ráð fyrir að verkefnið muni taka hann 10-15 ár. Upphaflega stóð til að Eyþór myndi hefja tónleikana fyrir tveimur ár- um, þegar hann varð fertugur, en vegna gríð- arlegra anna varð hann að fresta verkefninu þar til nú. Aðspurður segir hann gaman að setja saman fjölbreyttar efnisskrár og hafa ákveðin stef í efnisskránum, sérstaklega ef þau skera sig úr á einhvern hátt. ,,Í stað þess að hafa klassískt þema á borð við tónskáld í Leipzig, fannst mér skemmtilegra að hafa öðruvísi þema. Ég er bú- inn að spila svo mikið í gegnum tíðina og mér líkar að prófa nýja hluti.“ Eyþór segir aðalhugmyndina bakvið tón- leikana að standa fyrir tónlistarfræðslu. ,,Með- an á þeim stendur mun slæðusýning vera uppi á vegg, þar sem fólk getur fengið upplýsingar um verkin.“ Hann sækist eftir fjölbreytni í hljóð- færaleik og tónleikarnir í kvöld verða mjög fróð- legir um hljóðfæraleik gamalla tíma en Eyþór mun spila á orgel, tvö harmóníum, virginal og trommu. Spannar fjórar aldir Tónlistin verður með fjölbreyttara móti og spannar langt tímabil í tónlistarsögunni. ,,Ég mun spila tónlist frá 16. til 20. aldar. Yngsta verkið var samið árið 1986. Tónleikarnir verða mjög aðgengilegir og fræðandi í senn. Ég mun ekki spila löng og þung stykki. Svo mun ég tala á milli verka og benda fólki á, hverju það skuli hlusta eftir og hverju sé vert að taka eftir.“ Hann telur ekki víst að allir tónleikarnir í A-Ö tónleikaröðinni verði haldnir á Akureyri og er opinn fyrir fleiri tónleikastöðum. ,,Ég ætla að láta það ráðast. Það væri gaman ef þeir væru ekki allir hér. Ef hentugt rými býðst mun ég örugglega slá til.“ Eyþór virðist hafa óvenju margar klukku- stundir í sólarhringnum en fyrir utan að vera organisti við Akureyrarkirkju er hann stjórn- andi kammerkórsins Hymnodiu, listrænn stjórnandi Barokksmiðju Hólastiftis, tónlistar- kennari, fyrirlesari, einleikari og áhuga- ljósmyndari. Aðspurður hvernig hann hafi tíma fyrir þetta allt, kveðst hann eiga afar þolinmóða eiginkonu, Elvy G. Hreinsdóttur. ,,Satt að segja hef ég ekki tíma fyrir þetta allt en ég hef gaman af því að hafa mikið að gera. Ég sinni sumum verkefnum af fullri hörku á tímabili og vanræki þá önnur á meðan.“ Á leið til Noregs Að hans sögn fer þó mestur tími í að stjórna kammerkórnum Hymnodiu. ,,Fyrir utan dag- legu vinnuna mína, auðvitað sem organisti,“ bætir hann við. Hymnodía er með um 30 tón- leika á ári og mun spila mikið fram á vor. Í þess- um mánuði og þeim síðasta stendur kórinn t.a.m. fyrir sjö tónleikum. Kórinn fer einnig í heimsókn til Noregs í lok mánaðarins í boði norsks þjóðlagaseturs þar sem þjóðlagatónlist verður leikin. Barokksmiðja Hólastiftis er samtök áhuga- fólks á Norðurlandi um barokktónlist en fé- lagsskapurinn stendur fyrir árlegri hátíð á Hól- um í Hjaltadal. ,,Þar koma saman áhugamenn, atvinnutónlistarmenn og dansarar, bæði inn- lendir og erlendir. Þeir spila saman, halda tón- leika og fyrirlestra,“ greinir Eyþór frá. Hátíðin er aðalverkefni smiðjunnar en þar fyrir utan heldur hún fyrirlestra, námskeið og tónleika yf- ir veturinn. Eyþór kennir í Tónskóla Þjóðkirkj- unnar og einnig tónlist í Akureyrarkirkju en hann hefur minnkað kennsluna í vetur, sökum anna. Þá heldur kirkjukórinn í Akureyrarkirkju þrenna tónleika á næstu vikum og mánuðum. Tónelsk fjölskylda Loks vinnur Eyþór að verkefni með eig- inkonu sinni, Elvy, sem er söngkona. ,,Við velj- um aðeins léttari efnisskrá og spilum hugljúfa tóna. Við útsetjum þjóðlagatónlist og flytjum hana saman. Þar sem ég er áhugaljósmyndari eru tónleikarnir okkar oft tengdir ljósmyndum, þannig að við setjum upp slæðusýningu meðan á flutningi stendur.“ Þau fóru í tónleikaferð um Norðausturland síðasta haust, sem lauk með tónleikum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, þann 27. nóvember sl. Börn þeirra hjóna eru tónelsk einnig, sér í lagi 15 ára stjúpsonur Eyþórs, sem spilar á gít- ar með foreldrunum en Eyþór segir hann mjög efnilegan. Samanlagt eiga hjónin fimm börn á ýmsum aldri, eða 8, 12, 15, 18 og 22 ára. Aðgengilegir og fróðlegir bókstafatónleikar  Eyþór Ingi Jónsson organisti hefur í kvöld tónleikaröð sína sem nefnist Frá A-Ö Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í Akureyrarkirkju Eyþór Ingi Jónsson stendur fyrir tónleikaröðinni A-Ö. Einir tónleikar fyrir hvern staf í stafrófinu. Hann leikur fjölbreytta tónlist fyrir orgel, harmóníum, sembal og önnur hljómborðshljóðfæri. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skapa skemmtun í skammdeginu og gefa fólki tækifæri til að njóta menn- ingar og samveru,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, kynning- arstjóri Vetrarhátíðar, en hátíðin verður sett í dag og stendur til sunnu- dags. Að sögn Sigríðar verða sex meginviðburðir á Vetrarhátíð í ár; safnanótt, sundlauganótt, ljós- listaverk, heimsdagur barna, Edmon- ton calling og snjófögnuður. „Samtals falla um 200 viðburðir undir þessa sex meginviðburði,“ segir Sigríður og tekur fram að hátíðin fari fram í öll- um sex sveitarfélögum höfuðborg- arsvæðisins, en allir viðburðir eru ókeypis. Vetrarhátíð verður sett á Skóla- vörðuholtinu í kvöld kl. 19.30. „Mar- cos Zotes opnar hátíðina með ljós- listaverkinu „Ljósvörðu“ sem umbreytir Hallgrímskirkju og þekur yfirborð þessa þekkta kennileitis í kraftmikilli sjónrænni upplifun. Verkið vann Zotes með þátttöku ungra og upprennandi listamanna á leikskólanum Grænuborg, sem eiga heiðurinn af teikningum sem varpað verður á kirkjuna. Auk þess taka þátt í verkinu nemar á samtímadans- braut Lista- háskóla Íslands,“ segir Sigríður og tekur fram að Zotes leitist við að virkja borgarbúa til að upplifa mann- gert umhverfi sitt á óhefðbundinn máta. „Í beinu framhaldi af setningu há- tíðarinnar er tilvalið fyrir gesti og gangandi að leggja leið sína á Arn- arhól og njóta snjóbrettapartís, en þar munu færustu snjóbrettamenn landsins sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið undir taktföstum skífuþreytingi plötusnúða áður en al- menningi gefst tækifæri á að spreyta sig,“ segir Sigríður. Ljóðadagskrá í Ráðhúsinu Þaðan ætti leiðin, að sögn Sigríðar, að liggja niður í ráðhús þar sem fram Lýsa upp skammdegið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir  Vetrarhátíð í 12. sinn 5.-8. febrúar Eyþór Ingi Jónsson, organisti með meiru, mun hefja tón- leikaröðina A-Ö í Akureyrar- kirkju í kvöld. Hann segir tón- leikaröðina æviverkefni sitt og stefnir á að ljúka því á 10-15 árum. Á hverjum tónleikum mun hann tileinka efnið ein- hverjum bókstaf og verða tón- leikarnir um 25-30 þegar upp er staðið. Í kvöld mun hann spila verk sem tengjast bók- stafnum A með einhverjum hætti, hvort sem nöfn verk- anna eða tónskáldanna byrja á A eða verkin eru leikin í A-dúr, Adagio og svo framvegis. Næstu tónleikar þar á eftir munu tengjast B, þarnæstu C og svo koll af kolli. Tekur 10-15 ár ÆVIVERKEFNI ORGANISTA kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Flatkökur& rúgbrauð ádiskinn þinn þjóðlegt, gómsætt og gott Gríptu með úr næstu verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.