Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það eru forréttindi að fá að koma frá öðru heimshorni með mína hug- myndafræði og geta farið til baka og sagt sögur af því þegar ég sá mjaðm- ir víkinga hreyfast í takt við kúb- verska tóna,“ segir Kúbverjinn Jorge Luis Prats kíminn. Píanóleik- arinn heimskunni efnir til einleiks- tónleika í Norðurljósasal Hörpu á laugardaginn kemur. Kynnir nýja hrynjandi „Efnisskráin á laugardaginn verð- ur mjög óhefðbundin, efni sem ég geri ráð fyrir að hafi ekki heyrst oft áður í Reykjavík. Þetta er að stórum hluta tónlist sem tilheyrir Spáni, Kúbu og Rómönsku-Ameríku. Síð- ast þegar ég kom hingað til lands spilaði ég verk eftir Tsjaíkovskíj með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er mjög fær sveit, og ég naut þess mjög. Í þetta skiptið verður þetta hins vegar einleikur og ég vil ekki endurtaka það sem allir hafa spilað, fólk vill heyra eitthvað spennandi og ég vil bjóða upp á eitthvað nýtt,“ segir Prats en hann er þekktur fyrir líflega sviðsframkomu. „Á Íslandi er það mest þýsk og evrópsk hrynjandi sem fær alla at- hyglina. Ég mun kynna fyrir áheyr- endum nýja hrynjandi sem ekki er hægt að dansa við með fótunum, maður verður að dansa með mjöðm- unum. Það er mikil nautn í því,“ seg- ir hann en kveður þó lítið verða dansað á tónleikunum, hann muni einungis sjá um að leika tónana munúðarfullu. Drama, ofbeldi, ástir og dauði „Stíllinn sem ég beiti er mjög sér- stakur, ég tel stílinn vera það erf- iðasta og mikilvægasta þegar tónlist er annars vegar. Þegar maður leikur til að mynda verk eftir tónskáld á borð við hinn brasilíska Villa-Lobos verður maður að leiða hugann að breidd tónanna. Maður verður að sjá fyrir sér breiddina og fjölbreytnina í brasilíska verkinu og ímynda sér brasilísku regnskógana,“ segir hann dreyminn og bendir á þá staðreynd að þegar flogið er yfir Amasón- frumskóginn er allt grænt eins langt og augað eygir í sjö klukkutíma. „Það takast síðan á miklar and- stæður í spænsku verkunum; drama, ofbeldi, ástir og dauði. Þetta fer allt saman. Ég mun ekki bara koma hamingjunni til skila með verkum mínum, ég vil að áhorfendur átti sig á því hversu erfiður tilfinningaheim- urinn getur verið,“ segir hann og bætir við að hann muni flytja verkið „Iberia“ eftir spænska tónskáldið Isaac Albéniz en Prats kveður það vera eitt erfiðasta verk sem samið hafi verið fyrir píanó. „Ég mun síðan spila kúbverska danstónlist á píanóið. Það væri hægt að segja svo mikið um kúbverska dansa að það myndi eflaust fylla all- ar síðurnar í blaðinu þínu,“ segir Prats og skellir upp úr. „Annars legg ég ekki mikið upp úr því að vera með neina svakalega sviðsframkomu, ég vil fremur vera einlægur og tjá mig með tónum mín- um,“ segir hann. Þrjátíu ára fjarveru lokið Prats þótti á sínum tíma hálfgert undrabarn og vann meðal annars hina virtu Marguerite Long-Jacques Thibaud-píanókeppni í París aðeins tuttugu og eins árs að aldri árið 1977. Prats hefur verið gestur ým- issa alþjóðlegra tónlistarhátíða og komið fram með hljómsveitum í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu og má þar nefna Orchestre de Paris, Konunglegu fílharm- óníuhljómsveitina í London, BBC- sinfóníuhljómsveitina og Simón Bo- lívar-hljómsveitina. Þá gegndi hann stöðu listræns stjórnanda Þjóð- arhljómsveitarinnar á Kúbu frá 1985 til 2002. Prats er nú á ferð og flugi en tónleikahald hans síðan árið 2007 markar ákveðna endurkomu eftir um þrjátíu ára fjarveru vegna tak- markana á ferðafrelsi frá heima- landinu, Kúbu. Hann segir rætur Vill hreyfa við víkingamjöðmum  Jorge Luis Prats leikur í Hörpu Stærðfræðingurinn Alan Turing hefur verið kallaður faðir tölvunarfræð- innar. Meðal þess sem hann er frægur fyrir er að hafa ráðið dulmálslykil Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 72/100 IMDB 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 21.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 The Imitation Game 12 Nick Wild dreymir um að eignast svo mikla peninga að hann geti flutt til Feneyja og haft það náðugt. Hann er hins vegar forfallinn spilafíkill sem tapar alltaf öllu sem hann er með á sér. IMDB 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 17.50, 20.00, 20.00, 22.10, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Wild Card 16 Svampur og félagar halda upp á þurrt land eftir að sjóræningi stelur frá Svampi blaðsíðu úr galdrabók til að öðlast mátt til illra verka. IMDB 8,1/10 Laugarásbíó 18.00 Sambíóin Álfabakka 17.50, 17.50, 18.20, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 18.00, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50, 17.50 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.45, 17.45 Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi Paddington Paddington er ungur björn frá Perú. Hann ákveður að fara til Lundúna en áttar sig fljótlega á því að stórborgar- lífið er ekki eins og hann ímyndaði sér. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 76/100 IMDB 7,6/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 17.30 Borgarbíó Akureyri 18.00 American Sniper 16 Bandarískur sérsveitar- maður rekur feril sinn sem leyniskytta í Írak þar sem hann drap 150 manns. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 74/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 18.15, 21.00 Sambíóin Keflavík 22.20 Mortdecai 12 Listaverkasalinn Charles Mortdecai leitar að stolnu málverki sem tengist týnd- um bankareikningi. IMDB 5,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Smárabíó 20.00, 22.25, 22.45 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Birdman 12 Metacritic 88/100 IMDB 8,3/10 Háskólabíó 20.00 Search Party 12 Metacritic 29/100 IMDB 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 22.10 The Wedding Ringer 12 IMDB 7,1/10 Smárabíó 20.00, 22.25 Háskólabíó 22.20 Borgarbíó Akureyri 20.00 Taken 3 16 Metacritic 29/100 IMDB 7,9/10 Laugarásbíó 22.35 Smárabíó 20.00, 20.00, 22.25 Háskólabíó 22.25 Borgarbíó Akureyri 22.00 Blackhat 16 Tölvuþrjótinum Nicholas Hathaway er sleppt úr fang- elsi til að ná stórhættulegum hakkara. Metacritic 75/100 IMDB 8,3/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 22.25 Night at the Museum: Secret of the Tomb Metacritic 42/100 IMDB 7,2/10 Smárabíó 17.45 Háskólabíó 17.30 Mr. Turner 10 Metacritic 94/100 IMDB 7,1/10 Háskólabíó 20.00 The Hobbit: The Battle of the Five Armies 12 Morgunblaðið bbbbn IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Smárabíó 17.00 Love, Rosie 12 Metacritic 46/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Horrible Bosses 2 12 Metacritic 40/100 IMDB 6,8/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 Mörgæsirnar frá Madagaskar Metacritic 55/100 IMDB 7,5/10 Smárabíó 15.30 Ömurleg brúðkaup Morgunblaðið bbbnn Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó 18.00 Bélier-fjölskyldan Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 17.30 Girlhood Bíó Paradís 20.00 Mommy Bíó Paradís 17.30 A Most Wanted Man 12 Metacritic 73/100 IMDB 7,0/10 Bíó Paradís 22.15 Whiplash Bíó Paradís 18.00, 22.00 Winter Sleep Bíó Paradís 20.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna –– Meira fyrir lesendur . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 20. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Food and Fun verður haldin í Reykjavík 25. feb. - 1. mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.