Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Franco- is Hollande, forseti Frakklands, lögðu af stað til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í gær og hittu Petró Porósjenkó, forseta landsins. Var tilgang- ur ferðarinnar sá að reyna að stilla til friðar í landinu, en að minnsta kosti 21 maður féll í átök- um í austurhluta Úkraínu í gær. Hyggjast þau fara í dag til Moskvu og bera hugmyndir sínar undir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, heimsótti einnig ráðamenn í Kænugarði í gærmorgun. Sagði hann við fréttamenn að fundi loknum að ágengni Rússa í austurhluta landsins væri helsta ógnin við öryggi Úkraínu. Kallaði hann eftir því að Rússar myndu standa að baki raunverulegu vopnahléi, sem væri ekki eingöngu Kerry, sem lagði áherslu á að Bandaríkin sækt- ust ekki eftir átökum við Rússa. Kerry mun hitta Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um helgina á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í München. Hyggjast auka viðbúnað í austri Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalags- ins funduðu í gær um varnir bandalagsins í aust- ur-Evrópu. Sagði Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri bandalagsins að með því væri verið að svara ásókn Rússa í Úkraínu. Á meðal þess sem bandalagsríkin hyggjast gera er að reisa sex nýjar herstöðvar í þeim ríkj- um bandalagsins sem lengst eru í austurátt. Þær herstöðvar myndu nýtast sem bækistöðvar fyrir nýjan 5.000 manna liðsafla, sem getur verið snöggur að bregðast við, verði ráðist á eitt eða fleiri bandalagsríkjanna í austri. í orði. „Við viljum friðsamlega lausn, en við get- um ekki lokað augunum fyrir skriðdrekum sem fara yfir landamærin frá Rússlandi,“ sagði Halda af stað til Kænugarðs  Angela Merkel og Francois Hollande fara til Úkraínu með nýjar friðartillögur  Kerry segir Rússa helstu ógn Úkraínumanna  NATO styrkir sig til austurs EPA Viðræður Vel fór á með John Kerry og Petró Po- rósjenkó, forseta Úkraínu, á fundi þeirra í gær. Í gær var afhjúpað umdeilt minnismerki um ráðstefn- una í Jöltu á Krímskaganum sem haldin var fyrir sjötíu árum. Minnismerkið vísar í fræga ljósmynd frá fund- inum og sýnir þá Winston Churchill, Franklin Roose- velt og Jósef Stalín sitja hlið við hlið. Ráðgert hafði ver- ið að reisa minnismerkið fyrir tíu árum, en hætt var við það þar sem krímverskir tatarar mótmæltu því að Stal- ín yrði heiðraður með þeim hætti. AFP Umdeilt minnismerki afhjúpað á Krímskaga 70 ár liðin frá ráðstefnunni í Jöltu Seðlabanki Evr- ópu hefur ákveðið að veita grískum bönkum aðgang að 60 milljarða evra neyðarláni, samkvæmt heim- ildum AFP- fréttastofunnar. Bankinn skar í fyrradag á eina af helstu lánalínum landsins með því að draga til baka undanþágu gríska ríkisins til þess að setja skuldabréf sín, sem eru í rusl- flokki, að veði fyrir lánum. Gríski hlutabréfamarkaðurinn hríðféll í gærmorgun vegna ákvörð- unar bankans, en rétti aðeins úr kútnum eftir því sem á leið daginn. Yanis Varoufakis, fjármálaráð- herra Grikklands, heimsótti Þýska- land í gær, og átti viðræður með Wolfgang Schäuble, kollega sínum. Schäuble sagði að á fundinum hefði komið fram að þeir Varoufakis væru ósammála um margt, en að fund- urinn hefði verið betri en von hefði verið á. Varoufakis sagði að Evr- ópuríkin þyrftu að vinna með Grikkjum til þess að viðhalda evr- unni. Taldi hann að brúarlán fram til loka maí gæti gerbreytt stöðunni. Nýtt lán til grískra banka  Varoufakis ræddi við Schäuble Yanis Varoufakis Flugher Jórd- aníu réðst í gær á vígstöðvar hryðjuverka- samtakanna Rík- is íslams í Sýr- landi í kjölfarið á morðinu á flug- manninum Maaz al Kasasbeh, en myndband af því þegar hann var brenndur lifandi var sett á netið fyrr í vikunni. Ab- dullah II. Jórdaníukonungur vott- aði í gær fjölskyldu Kasasbehs virð- ingu sína og lofaði því að viðbrögð landsins yrðu hörð. Áður höfðu yf- irvöld í Jórdaníu tekið tvo hryðju- verkamenn af lífi í hefndarskyni fyrir morðið. Mikil reiði ríkir í Jórdaníu gagn- vart Ríki íslams og fólki ofbýður hversu hrottalegt morðið á Kasas- beh var. Helstu dagblöð í landinu til þess að samtökin yrðu möluð mél- inu smærra. Jórdönsk stjórnvöld höfðu áður boðist til þess að skipta á föngum við Ríki íslams til þess að fá flug- manninn heilu og höldnu heim. Svo virðist hins vegar sem samtökin hafi þá þegar verið búin að myrða Kasasbeh, en myndbandið af morði hans virðist hafa verið tekið upp 2. janúar síðastliðinn. JÓRDANÍA Gera nýjar loftárásir á Ríki íslams Abdullah II. Barack Obama, Bandaríkja- forseti, tók í höndina á Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, og sagði hann vera góðvin sinn, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast opin- berlega. Þeir hittust á morgunverð- arbænafundi í Washington, og hélt Obama ræðu til heiðurs Dalai Lama. „Hann veitir okkur inn- blástur til þess að halda uppi merki frelsis og virðingar gagnvart öllum mannverum,“ sagði Obama. Obama og Dalai Lama hafa áður hist þrisvar sinnum, en aldrei fyrir opnum tjöldum. Kínverjar hafa lagst gegn því að aðrir þjóðar- leiðtogar hitti Dalai Lama, sem þeir segja vera leiðtoga tíbetskra að- skilnaðarsinna, en hann fór í útlegð í kjölfar misheppnaðrar uppreisnar árið 1959. BANDARÍKIN Segir Dalai Lama vera traustan vin Dalai Lama Breska rokk- stjarnan Gary Glitter var í gær fundinn sekur um að hafa beitt þrjár ungar stúlkur kynferð- islegu ofbeldi. Glitter, réttu nafni Paul Gadd, skaust upp á stjörnuhimininn á áttunda áratugn- um, en komst í kast við réttvísina upp úr aldamótum vegna barna- níðsmála. Brotin áttu sér stað þegar Glitter var á hátindi frægðar sinnar, en fórnarlömb hans voru á þeim tíma á aldrinum tíu til þrettán ára. Refsing Glitters, sem er nú sjö- tugur, verður ákvörðuð í lok mán- aðarins, en talið er hugsanlegt að hann muni verja því sem hann á eft- ir ólifað í fangelsi. Glitter var fyrsti maðurinn sem var handtekinn í sérstakri aðgerð bresku lögreglunnar sem ráðist var í þegar upp komst um margvísleg kynferðisbrot útvarpsmannsins Jimmys Saviles. STÓRA-BRETLAND Gary Glitter fundinn sekur um barnaníð Gary Glitter Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín - góð næring fyrir dýrin þín - Ekkert hveiti, soja eða maís Engin erfðabreytt matvæliEngin aukaefni Enginn sykur eða mjólkurafurðir 2.054. - kr. Verð fr á REGAL hunda- og kattafóður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.