Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íaðdragandaskoskusjálfstæðis- kosninganna gáfu stóru flokkarnir á breska þinginu það loforð, að skoska heimastjórn- arþingið í Edinborg myndi fá aukin völd, ef Skotar veldu að vera áfram hluti af Stóra- Bretlandi. Þó að einhverjum stjórnmálaskýrendum þætti lof- orðið lykta af örvæntingu átti það eflaust sinn þátt í að snúa Skotum aftur til fylgis við ríkja- sambandið. En loforðum fylgja oftar en ekki væntingar um efndir. Skot- landsmálið er því orðið aftur að hitamáli, sér í lagi, þar sem það mun bíða næsta þings, sem kem- ur saman eftir almennar þing- kosningar í maí, að setja þau lög sem munu veita skoska þinginu hin auknu völd. Samkvæmt þeim drögum sem kynnt hafa verið mun skoska heimastjórnin brátt hafa víðtækar heimildir til þess að afla fjár og verja því til alls kyns málaflokka, svo sem heil- brigðis- og menntamála. Að sama skapi myndi breska þingið í London afsala sér réttinum til þess að setja lög um þau mál í Skotlandi. Og þar liggur hundurinn graf- inn, því að á sama tíma er ekki gert ráð fyrir öðru en að í Lond- on muni sitja áfram 59 þingmenn frá skoskum kjördæmum, sem munu hafa rétt til þess að setja lög um málefni sem snerta ekki skoska hagsmuni, á meðan þing- menn frá Englandi og Wales hafa ekki sama rétt norðan landamæra Englands. Þessi staða verður sér- staklega vandræðaleg, þegar haft er í huga að nýjustu skoð- anakannanir benda til þess að 55 af þessum þingmönnum kunni að koma úr ranni Skoska þjóð- arflokksins, en Nicola Sturgeon, formaður hans, hefur þegar sagt að hún muni beina því til þing- manna sinna í London að þeir hlutist í alla laga- setningu, jafnvel þegar hún muni ekki snerta Skota beint. Íhaldsflokkurinn hefur því ný- verið sett fram tillögur um að sérstök þingmannanefnd, ein- göngu skipuð enskum og velsk- um þingmönnum, fái neit- unarvald yfir öllum lagafrumvörpum sem snerti ekki Skotland. Tillögurnar eru um- deildar af ýmsum ástæðum. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar leggj- ast báðir gegn tillögunum, því að þessir flokkar hafa hingað til getað reitt sig á nokkur þingsæti norðan landamæranna. Þetta á sérstaklega við um Verka- mannaflokkinn, en ljóst er að geta hans til þess að mynda rík- isstjórn mun minnka ef áhrif skoskra þingmanna verða skert. Á hinn bóginn hafa tillögurnar einnig mætt andstöðu innan Íhaldsflokksins, þar sem þær ganga ekki nógu langt til þess að aðskilja skosku þingmennina frá lagasetningu sem snertir ekki skoska hagsmuni, þar sem þeir muni enn fá að greiða atkvæði um þau mál sem hljóta náð fyrir augum nefndarinnar. Benda þeir á að hættan sé sú að skosku þingmennirnir gætu talað sig saman til þess að stöðva mik- ilvæg mál gegn því að fá sínum hugðarefnum framgengt, og þannig tekið þingið í gíslingu. Þrátt fyrir að einn tilgangur atkvæðagreiðslunnar um sjálf- stæði Skota hafi verið sá að koma málinu frá til frambúðar, er ljóst að eftirköst hennar verða langlíf í breskum stjórnmálum þar sem þjóðernissinnar hafa sótt sér aukið fylgi í kjölfar hennar. Spurningunni um fram- tíð ríkjasambandsins hefur því enn ekki verið svarað til fulln- ustu. Eftirköst kosning- anna um sjálfstæði Skota koma í ljós} Skosku spurningunni er enn ósvarað Vefurinn Tímarit.is, sem er í umsjón Landsbókasafns, hefur umbylt rann- sóknum í íslenskri sagnfræði og fleiri fræðigreinum og hefur vaxið hratt frá því hann var opnaður árið 2002. Frá því var greint í vikunni að hann hefði fengið milljón gesti á síðasta ári, en á honum eru hýst dag- blöð og tímarit frá Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi. Eftir því sem tæknivæðing- unni fleygir fram mun varð- veisla gagna á stafrænu formi verða þýðingarmeiri. Á það ekki síst við um þær ómetanlegu heimildir um sam- tímann sem leynast í gömlum blöðum og tímaritum. Morgunblaðinu er það sérstakt ánægjuefni að blaðið skuli ávallt hafa verið mest notaða heimildin, enda hefur blaðið alla tíð lagt ríka áherslu á vandaðar fréttir. Þær hafa af þeim sökum nýst jafn vel þeim sem vilja kynna sér sög- una og þeim sem fylgjast með samtímanum. Það ætti einnig að vera Íslendingum öllum mikið ánægjuefni hversu vel Tímarit.is hefur reynst sem og hversu framarlega vefurinn er í varðveislu mikilvægra heimilda. Tímarit.is hefur vaxið hratt úr grasi}Merkilegur gagnagrunnur S egir það ekki eitthvað um samfélög hvernig hugað er að þörfum þeirra sem þurfa meiri aðstoð og hjálp en gengur og gerist? Samfélagið okkar er hannað og því stjórnað af fólki án fatlana, það er miðað að ófötluðu fólki og fólk með fatlanir þarf oftar en ekki „sér-eitthvað“ ef það vill taka þátt í samfélaginu. Snjallt slagorð fór að heyrast hér á landi fyr- ir nokkrum árum þegar Öryrkjabandalagið tók upp kjörorð samtaka fatlaðs fólks um víða ver- öld: Ekkert um okkur án okkar. Í þessari ein- földu setningu felst sú sjálfsagða krafa að þeg- ar hagsmunir og málefni fatlaðs fólks eru til umræðu eigi það hluteild í að móta stefnuna og taka ákvarðanir. Fatlað fólk hlýtur jú að vera mestu sérfræðingarnir í eigin þörfum, enginn getur verið betur til þess fallinn að ákveða hvernig best er að haga málum en sá sem upplifað hefur á eigin skinni. Þrátt fyrir þessi býsna augljósu sannindi og þrátt fyrir breytingu á hugarfari og viðhorfum, aukna fræðslu og breytta stefnu málefnum fatlaðs fólks, gerist það ítrekað að ákvarðanir eru teknar í þessum málaflokki án þess að hagsmunir fatlaðs fólks virðist hafðir til hliðsjónar. Nýjasta dæmið eru nýlegar breytingar á ferðaþjónustu fatlaðra. en varaformaður Sjálfsbjargar segir að samtökin hafi, áður en að breytingunum kom, bent á að vísbend- ingar væru um að nýja fyrirkomulagið væri ekki við- unandi. Ekkert mark var tekið á þessum viðvörunar- orðum, að sögn varaformannsins, og útkoman er það sem virðist vera fordæmalaust klúður. Hver sorgarsagan á fætur annarri kemur fram í dagsljósið; fatlað fólk týnist eða verður strandaglópar, sumt hvert getur lítið sem ekk- ert tjáð sig og litla björg sér veitt. Frásagnir af niðurlægjandi aðstæðum sem fólk hefur lent í vegna þessa fyrirkomulags hafa ítrekað birst í fjölmiðlum, aðstæðum sem enginn myndi líklega kjósa sér sjálfviljugur að lenda í. Varla er þetta það sem við viljum? Að hluti þjóðarinnar búi við slíkt óöryggi að það sé komið undir hreinni og klárri heppninni einni saman hvort hægt sé að ferðast um í starfi og leik. Að þurfa að búa við óöryggi og valdaleysi í eigin lífi. Ferðaþjónustan er grundvöllur fyrir flesta aðra þjónustu við fatlað fólk, eins og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra benti réttilega á í viðtali á mbl.is í gær.Ef fólk kemst ekki á staðinn þar sem þjónustan er veitt, þá er til lítils að bjóða upp á hana. Það segir sig sjálft. Það hlýtur að vera hagsmunamál okkar allra að sem flestir geti verið eins virkir í samfélaginu og þeir treysta sér til. Þessi málaflokkur – ferðaþjónusta fatlaðra – snert- ir því ekki bara fatlað fólk og aðstandendur þess, heldur okkur öll. Gott aðgengi skiptir alla máli, en fyrir fatlað fólk skiptir það öllu máli. (Þetta slagorð er í boði Sjálfsbjargar.) annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Ekkert um okkur án okkar? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hækkun vatnsborðs Haga-vatns með stíflu munekki draga úr sandfoki oger ekki landgræðsluverk- efni, að mati Jóns Viðars Sigurðs- sonar, jarðfræðings og fararstjóra. Hann hefur fylgst með Hagavatni og umhverfi þess allt frá árinu 1980. Jón Viðar hefur farið þar um sem far- arstjóri og einnig stundað jarðfræði- rannsóknir. Hann kvaðst alls ekki vera sammála sjónarmiðum Sigurðar Greipssonar (sjá hliðargrein). „Ég hef oft gengið þvers og kruss yfir þennan gamla vatnsbotn sem menn gæla nú við að færa í kaf. Þar er enginn sandur á ferðinni. Það er allt annað efni í þessum botni. Sandurinn sem er á hreyfingu er að mestu leyti utan við það svæði sem á að fara á kaf,“ sagði Jón Viðar. Hann sagði að stærsti sandgeir- inn væri nú sunnan og vestan við áformað lónstæði. Sandurinn sem fýkur væri að mestu leyti í Lamba- hrauni. Þar væri gríðarmikill sandur. Hækkun vatnsborðs Hagavatns myndi engu breyta um það. Ekki lengur landgræðsla „Gróður er mikið að sækja í sig veðrið á þessum gamla botni Haga- vatns. Þar er allt öðruvísi umhorfs nú en var í gamla daga. Þetta er votlendi sem er að gróa upp og breytast í mik- ið gróðursvæði. Nú er hugmyndin að færa í kaf svæðið sem er að grænka og þar sem vöxtur gróðursins er hvað mestur. Þetta er ekki lengur land- græðsluverkefni heldur eitthvað allt annað,“ sagði Jón Viðar. Hann sagði að þarna væri mjög skemmtilegt útivistarsvæði með fjöl- breyttum jarðmyndunum og fal- legum stöðum sem fáir vissu af. Jón Viðar nefndi t.d. gamlan farveg ár- innar úr vatninu sem er í mjög fallegu gili. Þetta myndi allt eyðileggjast með virkjun og því væri hvergi haldið á lofti. Hann sagði að sá sandur og fínna efni sem fýkur þarna sem mest í dag kæmi frá svæðinu við Hagafells- jökul vestari. Jón Viðar telur að það myndi ekki lagast með gerð lóns. Í versta falli myndi það valda enn stærra vandamáli en nú. Mikill fram- burður frá jöklinum myndi líklega mynda aurkeilu út í lónið með tilheyr- andi miklu foki við lækkun á vatns- yfirborðinu. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræð- ingur og prófessor við Landbún- aðarháskóla Íslands, fjallar um Hagavatn og virkjun í bloggi á heima- síðu sinni (moldin.net). Hann segir m.a. að Hagavatns- svæðið sé á meðal virkustu uppfoks- svæða á landinu. Sandur berist þaðan til suðurs, allt suður á Rótarsand, meira en 16 km leið. Þá fjallar Ólafur um áhrif stíflu og segir að breytingar á yfirborði Hagavatns geti haft gríð- arlega mikil áhrif á svæðið. „Aðeins örlítil vatnsborðslækkun á hugs- anlegu lóni að vetri/vori stóreykur hættu á foki (þegar snjólaust er). Ör- lítil miðlun getur því verið ávísun á meiri vandræði, meira uppfok o.s.frv. en nú er á svæðinu.“ Þá bendir Ólafur á að jökullæn- urnar, sem nú renna í Hagavatn, muni trúlega fljótt mynda aurkeilu út í vatnsborðið og þar geti skapast veruleg fokvandræði. Eftir því sem aurkeilan lengist aukist fokið og verði mögulega meira en nú er. Hann segir einnig að með lóni breytist aðstæður sunnan Hagafells- jökla. Hugsanlega gæti fokið færst að hluta meira vestur fyrir Þórólfsfell og Hlöðufell. Gamli botn Haga- vatns er að gróa upp Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson Gamli botn Hagavatns Þar er ekki laus foksandur heldur gróður sem er í mikilli sókn, eins og sést á myndinni sem var tekin fyrir nokkrum árum. Ólafur Arnalds Jón Viðar Sigurðsson Haft var eftir Sigurði Greips- syni prófessor í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag að gamli vatnsbotn Hagavatns hefði verið upp- spretta sandfoks síðan Haga- vatnsjökull eystri fór að hopa eft- ir 1890. Gamli vatnsbotn- inn væri nú tvöfalt stærri en vatnið. Sigurður er þeirrar skoðunar að uppspretta sand- foksins muni hverfa verði Hagavatnið stíflað og stækkað þannig að vatnsbotninn fari á kaf. Sigurður segir að með því að stífla og stækka Hagavatn- ið fari gamli vatnsbotninn á kaf. Áform um Hagavatnsvirkjun eru nú aftur komin til umræðu vegna breytingartillögu meiri- hluta atvinnuveganefndar Al- þingis um að færa virkjunina úr biðflokki í nýtingarflokk. Að stífla Hagavatn HAGAVATNSVIRKJUN ER AFTUR KOMIN Á DAGSKRÁ Sigurður Greipsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.