Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Miðvikudaginn 28. janúar sl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Bjarna V. Bergmann atvinnubílstjóra undir fyrirsögninni „Hæsti- réttur er vanhæfur“. Þar er því haldið fram að dómstólar hér á landi séu vanhæfir og ekki mark á þeim tak- andi. Gagnrýnin bein- ist einkum að Hæstarétti og nafn- greindum dómurum við réttinn en sú umfjöllun verður hér látin liggja milli hluta. Þó er ástæða til að leiðrétta misskilning um störf aðstoðarmanna dómara við héraðsdómstólana í upp- hafi greinarinnar þar sem látið er í veðri vaka að ekki sé mark takandi á héraðsdómstólunum vegna þeirra starfa sem aðstoðarmenn sinna þar. Talin eru nokkur dæmi um dóms- athafnir aðstoðarmanna sem Bjarni telur ógerlegar nema dómari sé við- staddur og vísar í þeim efnum til 2. gr. stjórnarskrár þar sem segir að dóm- endur fari með dómsvaldið. Lengi vel störfuðu löglærðir fulltrúar hjá stofnunum og emb- ættum sem fóru með dómsvald og þeir jafnan nefndir dómarafulltrúar. Rekja má heimildir í lögum til að fela þeim dómsathafnir til ársins 1936 þegar samþykkt voru lög nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Að jafnaði þurfti skipun og löggildingu ráðherra til starfans og hélst sú skip- an til 1995. Þá féll dómur í Hæstarétti sem beinlínis varðaði störf dómara- fulltrúa (H 1995:1444) en þeir þóttu ekki nægilega sjálfstæðir í störfum sínum og óháðir handhöfum fram- kvæmdarvalds svo fullnægði áskiln- aði stjórnarskrár þar sem ráðherra gat hlutast til um ráðningu þeirra. Lögum var breytt í kjölfarið og dóm- arafulltrúum heimilað að annast hvers konar dómsathafnir en þó ekki fara með eða leysa úr einkamálum þar sem vörnum var haldið uppi eða sakamálum frá því að þau komu til aðalmeðferðar. Hélst þessi skipan til ársins 1998 þegar lög nr. 15/1998 um dómstóla voru sett en með þeim var starf dómarafulltrúa lagt niður og í stað þess komið á fót starfi löglærðs aðstoðarmanns dómara. Aðstoðar- menn nutu þó ekki sömu heimilda og dómarafulltrúar áður. Lögum um dómstóla var breytt 2012 með lögum nr. 51/2012 og að- stoðarmönnum heimilað að sinna dómstörfum öðrum en þeim að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum þar sem vörnum er hald- ið uppi, og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar, sbr. 2. mgr. 17. gr. dómstólalaga, en dómstjóri ber ábyrgð á störfum aðstoðarmanns og getur gefið honum fyrirmæli um hvaðeina sem lýtur að rækslu þeirra. Þannig eru starfsheimildir aðstoð- armanna sambærilegar þeim sem dómarafulltrúar nutu áður. Þar sem aðstoðarmenn eru ráðnir af dóm- stjóra og starfa á hans ábyrgð, og ekkert samband er lengur milli þeirra og framkvæmdarvaldsins, hefur ekki þótt ástæða til að draga í efa sjálf- stæði þeirra og óhæði í störfum. Nýverið fjallaði nefnd um dóm- arastörf um störf aðstoðarmanna dómara en hún er sjálfstæð og óháð nefnd sem starfar á grundvelli dómstólalaga. Í henni sitja þrír menn sem ráðherra skipar og er nefndinni ætlað að taka fyrir mál sem varða störf dómara, t.d. ef hann er talinn hafa sýnt af sér ámælisverða hátt- semi eða vanrækslu í starfi, en hverjum þeim sem telur dómara hafa gert á hans hlut með störfum sínum er heimilt að beina skriflegri kvörtun til nefnd- arinnar. Í áliti nefndarinnar nr. 1/ 2014 var tekin fyrir kvörtun manns sem taldi á sér brotið með því að dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefði falið aðstoðarmanni að stjórna reglu- legu dómþingi þegar mál hans var þingfest. Í álitinu var vikið að laga- breytingunni 2012 og athugasemdum með breytingalögunum þar sem sagði að starfsheimildir aðstoðarmanna yrðu færðar til þess horfs sem áður gilti um dómarafulltrúa. Niðurstaðan var sú að dómstjórinn hefði verið „í fullum rétti samkvæmt lögum að fela aðstoðarmönnum sínum að stýra reglulegu dómþingi“ þar sem mál álitsbeiðandans var tekið fyrir. Þá eru ótaldar þær úrlausnir aðstoð- armanna sem Hæstiréttur hefur end- urskoðað en ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við. Með heimild í 2. mgr. 17. gr. laga um dómstóla hafa dómstjórar við hér- aðsdóma landsins falið aðstoðar- mönnum að annast dómstörf í eigin nafni að því marki sem lögin heimila. Í því felst m.a. að löglærðum aðstoð- armönnum er heimilt að fara með og leysa efnislega úr einkamálum þar sem vörnum er ekki haldið uppi og sakamálum fram að aðalmeðferð þeirra. Á þetta við um þingfestingu máls, fyrirtöku þess og ákvörðun um dómtöku ef ágreiningur er ekki uppi í málinu. Gerist þetta reglulega, m.a. á hverju reglulegu dómþingi, og hafa aðstoðarmenn til þess fullar heimildir dómstjóra. Þá hefur almennt þótt við- eigandi að aðstoðarmenn klæðist dómaraskikkjum við fyrirtöku mála í dómsal. Það er ekki aðeins í 2. gr. stjórnar- skrár sem minnst er á dómendur eða dómsvaldið. Í 59. gr. hennar segir að skipun dómsvaldsins verði eigi ákveð- in nema með lögum. Því hefur lög- gjafinn sett lög nr. 15/1998 um dóm- stóla þar sem finna má heimild til að fela aðstoðarmönnum dómara að fara með þau störf sem dregið var í efa að þeir hefðu heimildir til í grein Bjarna. Ég vona að með þessari athugasemd hafi tekist að leiðrétta þennan mis- skilning og læt hana duga sem mitt innlegg í umræðuna sem kallað var eftir í lok greinarinnar. Eftir Hrannar Hafberg Hrannar Hafberg »Lengi vel störfuðu löglærðir fulltrúar hjá stofnunum og embættum sem fóru með dómsvald og þeir jafnan nefndir dómarafulltrúar. Höfundur hefur starfað sem aðstoð- armaður dómara við héraðsdómstól- ana frá 2008 og sem settur héraðs- dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Leiðrétting um störf aðstoðarmanna dómara Í Höfnum er flúru- eldisstöð og búið er að slátra fyrstu flúrunum til út- flutnings. Mér finnst þetta frábær- ar fréttir og ekki verra að flúran verður til sölu hér á landi líka fljótlega. Ég hlakka til að smakka hana. Borgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Eldisstöð Þessi heitsjávarfiskur vex hratt. Senegalflúrur BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Spilað um Oddfellowskálina við dans norðurljósa Það mættu 19 pör í fjórðu lotu um Oddfellow-skálina á heiðskíru þorra- kvöldi og styrktu félagsauðinn með- an norðurljósin dönsuðu um himin- inn. Geysileg barátta var fram á síðasta spil en þegar 2 spil voru eftir gátu 8 pör tyllt sér á toppinn. Rúnar Sveinsson og Ragnar Hall- dórsson fundu réttu uppgönguleið- ina og náðu að toppa á réttum tíma. Rúnar Sveinsson - Ragnar Halldórss. 225 Jón Briem - Ágúst Ástráðsson 223 Ólafur I. Jóhannsson - Ásgeir Gunnarss. 219 Sigurbjörn Samúelss. - Helgi Samúelss. 216 Mjög jafnt er hjá efstu tveim pör- um í kepninni. Heildarskor 768. Helgi G. Jónsson - Hans Óskar Isebarn 901 Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 901 Björn Júlíuss. - Hreinn Ó. Sigtryggss. 762 Jóhannes Sverrisson - Óskar Karlsson 755 Sigurður Sigurðss. - Arnar Óskarsson 755 Alls verða sjö lotur og gilda fimm bestu skorin. Næst verður spilað 2. mars. Spilastjóri er Sigurpáll Ingi- bergsson. Háþróaður svefnbúnaður DUXIANA Ármúla 10 S-5689950 duxiana.com Frábærar gæsadúnssængur og koddar úr hvítum gæsadún. Hágæða sængurfatnaður frá Georg Jensen Damask, Gant Home og DUX. 20% afsláttur af dúnsængum og koddum 17% afsláttur af öllum rúmum, göflum, yfirdýnum og sængurfatnaði Tilboðin gilda 2. - 7. febrúar Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15 Síðustu dagar ÚTSÖLUNNAR 20-70% afsláttur Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.