Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 ✝ Elí Møller Sig-urðsson, fædd Nielsen, fæddist 7. ágúst 1924 í Grenå á Jótlandi í Dan- mörku. Hún lést 27. janúar 2015 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Foreldrar voru Kristian Edvard Nielsen múrari, f. 2.12. 1896, d. 1.3. 1991, og Johanne Margrethe Christensen verkakona, f. 18.2. 1899, d. 7.4. 1988, bæði í Grenå, Danmörku. Systkini Elí: Edvin, f. 1919, d. 1984; Enid, f. 1920, d. 2013; Egild, f. 1922, d. 1993; Erli, f. 1928, d. 2004; Elin, f. 1935. Elí ólst upp á Jótlandi en flutt- ist ung að árum til Kaup- mannahafnar þar sem hún kynnt- ist ungum íslenskum málaranema og síðar málarameistara, Ágústi Sveinbirni Sveinssyni Sigurðs- syni, f. 4.6. 1920, d. 17.12. 1978. Þau Ágúst felldu hugi saman, fluttu til Íslands 1945 og varð þeim sjö barna auðið: 1) Ingolf, f. 1945, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Jónínu Jóhannsdóttur, f. 1949. Börn: a) Elí Ingi, f. 1977, umsjónarmaður í Reykjavík; börn hans: Tryggvi Jökull, f. 2003, og Eva Lilja, f. 2008; b) dóttir Ingolfs: Ágústa Hugrún, f. 1967, mat- artæknir í Reykjavík, gift Einari Björgvini Birgissyni, f. 1966, þjón- ustustjóra; synir þeirra: Daníel Örn, f. 1992, þjónanemi, og Jóel Örn, f. 1998, framhaldsskólanemi. 2) Guðbjörg, f. 1946, hjúkrunar- fræðingur í Kópavogi. Börn: a) Kári, f. 2014, og Emilía Dís, f. 2014; b) Klara, f. 1982, leiðbein- andi í Reykjavík, sambýlismaður Þráinn Þórhallsson, f. 1980, tón- listarmaður; sonur þeirra: Dalí, f. 2013; c) Vigfús, f. 1986, bílamálari í Reykjavík, unnusta Sigurveig Hulda Óðinsdóttir, f. 1992. 6) Helgi Björgvin, f. 1956, prentari í Noregi, kvæntur Inger Lise Ag- ustsson, f. 1957, sjúkraliða; synir Helga: a) Ingvar, f. 1982, veit- ingamaður í Svíþjóð; b) Gunnar, f. 1992, leiðbeinandi í Noregi, sam- býliskona Madelen Haugen, f. 1992. 7) Halldóra Ólöf, þjónustu- fulltrúi í Reykjavík, f. 1960, gift Ólafi Jóhannessyni tæknistjóra, f. 1959; börn þeirra: a) Berglind, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bandaríkjunum, f. 1977, gift Björgvini Franz Gíslasyni leikara, f. 1977; dætur þeirra: Edda Lovísa, f. 2001, og Dóra Marín, f. 2008; b) Ágúst Sveinbjörn, f. 1983, bifvélavirki í Reykjavík, unnusta Eva Guðbrandsdóttir, f. 1974, þjónustufulltrúi á Stykkishólmi. Eftir komu sína til Íslands árið 1945 bjó Elí með eiginmanni sín- um og elstu börnunum m.a. um sex ára skeið í braggahverfinu á Seltjarnarnesi sem kennt var við Neskampa. Árið 1957 fluttu þau í Ásgarð í Bústaðahverfi þar sem öll börnin uxu úr grasi, auk Geirs, dóttursonar þeirra og sonar Jó- hönnu, sem þau tóku að sér ungan að aldri. Í desember 1978 varð Ágúst bráðkvaddur. Elí flutti í Furugrund í Kópavogi árið 1989 en þar bjó hún um sautján ára skeið. Síðustu árunum varði hún á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Elí fer fram frá Digraneskirkju í dag, 6. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Ólafur Geirsson, f. 1969, húsasmiður í Hafnarfirði, sam- býliskona Erna Sól- ey Stefánsdóttir, f. 1977, tollvörður; sonur Ólafs: Þórður Sindri, f. 1995, fram- haldsskólanemi á Selfossi; b) Sig- urbjörg Felixdóttir, leiðbeinandi í Kópa- vogi, f. 1978, gift Knúti Guðjónssyni, f. 1972, þjón- ustufulltrúa; sonur þeirra: Máni Snær, f. 1999; c) Felix Felixson, f. 1986. 3) Jóhanna, húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. 1949, gift Óskari Ólafssyni prentara, f. 1951. Börn: a) Kristín Ósk, f. 1981, náms- og starfsráðgjafi í Vest- mannaeyjum, sambýlismaður Jón Helgi Sveinsson, f. 1979, smiður; b) sonur Jóhönnu: Geir Sigurðs- son, f. 1969, dósent í Reykjavík, kvæntur Vilmu Kinderyte, f. 1975, kennara. 4) Ágúst Elías, f. 1952, prentari í Reykjavík, kvænt- ur Hrefnu Sigfúsdóttur, f. 1957. Dóttir þeirra: Helga, sjúkraþjálf- ari í Mosfellsbæ, f. 1978, gift Jó- hannesi Baldvini Jónssyni land- nýtingarfræðingi, f. 1979; börn þeirra: Steinunn Marsilía, f. 2004, Anna Hrefna, f. 2008, og Ágúst Baldvin, f. 2011. 5) Kristján Edv- ard, f. 1952, bólstrari í Reykjavík, kvæntur Kristínu Jónu Vigfús- dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1954. Börn þeirra: a) Elsa, sál- fræðingur í Reykjavík, f. 1978, gift Valtý Jónassyni tölv- unarfræðingi, f. 1981; börn þeirra: Viktor Elí, f. 2012, Emil Elsku mamma mín er farin, sennilega er maður aldrei tilbúinn þótt maður haldi það. En nú kveð ég þig, elsku mamma mín, þú náð- ir að verða á 91. aldursárinu, ég veit að þú varst tilbúin að fara til pabba í blómabrekku og hann hef- ur tekið fagnandi á móti þér, þú varst ekkja í 36 ár sem er svipaður Elí M. Sigurðsson ✝ Valdís ArnaArnórsdóttir fæddist 13. nóv- ember 1973 á Ak- ureyri. Hún ólst upp á Þverá í Dals- mynni, en bjó í Bandaríkjunum lengst af frá tví- tugsaldri. Valdís lést á hjúkr- unarheimili 22. jan- úar í New York eft- ir skamma legu þar. Foreldrar hennar eru hjónin Elín Eydal, f. 1953, og Arnór Erl- ingsson, f. 1952, bændur á Þverá snyrti- og förðunarfræðingur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1999. Valdís fór að loknu stúd- entsprófi til Bandaríkjanna og var til að byrja með au-pair í eitt ár í Washington, síðan kom hún heim og vann ýmis störf hér heima, s.s. hótelum og veit- ingastöðum, en fór fljótt aftur til Bandaríkjanna og vann þar uns hún komst að í snyrti- og förð- unarnámi í FB. Eftir að því námi lauk má segja að hún hafi nær óslitið búið í New York. Þar vann hún við sitt fag og var eftirsóttur starfskraftur. Valdís giftist Lorenzo Cowell árið 2007 en þau skildu eftir stutta sambúð. Útför Valdísar Örnu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 6. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Lauf- ási. í Dalsmynni. Valdís var elsta barn þeirra en bræður hennar eru: a) Bjarki Freyr, f. 1975, búsettur á Akureyri, k.h. er Anna Kristín Magn- úsdóttir, f. 1981. Þau eiga tvo syni; Daníel Orra, f. 2001 og Gabríel Dan, f. 2006. b) Birkir Týr, f. 1994, nemi. Valdís gekk í grunnskólann á Stórutjörnum, varð stúdent frá Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri 1993 og útskrifaðist sem Elsku Valdís frænka. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Þú varst alltaf svo góð við okkur bræðurna. Það brást ekki að í hvert skipti sem þú komst heim þá fengum við pakka, hvort sem það voru föt eða leikföng. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur hvort sem það var göngutúr í sveitinni, keiluferð eða ísrúntur. Við eigum fullt af góðum minning- um um þig eins og þegar þú komst til okkar til Tenerife síðasta sum- ar, þar gerðum við margt skemmtilegt saman. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið og munum aldrei gleyma þér. Þínir uppáhaldsfrændur, Daníel Orri og Gabríel Dan. Í dag kveðjum við Valdísi Örnu Arnórsdóttur, bróðurdóttur mína, sem lést 22. janúar sl. aðeins 41 árs að aldri. Það eru forréttindi að geta fylgst með fólkinu sínu vaxa úr grasi og verða fullorðið. Við viljum að það fái að lifa sem lengst og öðl- ast hamingju og lífsfyllingu. Okk- ur finnst óréttlátt þegar einhver úr hópnum fer of snemma. Ég fann alltaf fyrir mikilli teng- ingu við Valdísi, frænku mína, hún ólst upp á sama stað og ég heima á Þverá og við svipaðar aðstæður. Við áttum það sameiginlegt að þykja vænt um „staðinn okkar“, virtum fallegt umhverfið og teng- inguna við náttúruna, vorum elst- ar systkina okkar og pabbastelp- ur. Þverá var fjölskyldumiðstöð sem varð til þess að barnabörnin kynntust vel, Valdís eignaðist þar strax vini til lífstíðar, sem hún hélt tryggð við og þeir við hana. Valdís okkar nýtti sinn stutta tíma vel. Hún var strax sem barn ákveðin og fylgin sér, hún vissi hvað hún vildi, hún vildi skoða heiminn og upplifa. Það gerði hún á sinn hátt. Hún fór ung til Banda- ríkjanna og má segja að þar hafi hún búið frá tvítugsaldri með svo- litlum hléum í byrjun. Fyrst fór hún til að vinna og læra ensku í eitt ár. Eftir þessa fyrstu dvöl í Bandaríkjunum varð ekki aftur snúið, hún vildi búa og starfa þarna fyrir vestan og New York varð hennar heimaborg, borgin sem aldrei sefur. Valdís var snyrtifræðingur og vann við sitt fag. Hún varð eftir- sótt og fór víða um Bandaríkin til að sinna sínu starfi, það var jafn- vel sóst eftir hennar starfskröft- um í öðrum löndum. Lengi vel gerðum við fólkið hennar okkur ekki grein fyrir hversu eftirsótt hún var, Valdís var ekki að miklast af sinni velgengni og vinsældum. Það átti ekki fyrir henni að liggja að eignast eigin fjölskyldu þarna úti, en hún ræktaði sambandið við fjölskylduna sína hér heima svo sannarlega, átti stóran frændgarð sem fylgdist með henni, virti og dáði og hún var vinmörg. Gjafmildi og umhyggja ein- kenndi hana. Það voru margir sem nutu góðs af hennar hugulsemi. Þegar hún greindist með krabba- mein fyrir fimm og hálfu ári, var það mikið áfall. En hún var aldeilis ekki á því að gefast upp, aldrei. Hún leitaði allra leiða til að finna lækningu og vílaði ekki fyrir sér að fara landa á milli til þess. Hún öðlaðist mikla þekkingu á ýmsum læknisaðferðum og meðulum og miðlaði öðrum upplýsingum sem hún aflaði sér. Í ljós kom að sú tegund af krabbameini sem hún var með er ættgeng. Hún lagði fast að okkur skyldfólki sínu að láta athuga hvort við værum með „genið“ og Valdís Arna Arnórsdóttir ✝ TryggviHjörvar, raf- virkjameistari og kerfisfræðingur, fæddist í Reykja- vík 6. febrúar 1932. Hann lést á Landakotsspítala 27. janúar 2015. Foreldrar hans voru Helgi Hjörv- ar rithöfundur og útvarpsmaður, f. 1888, d. 1965, og Rósa Daða- dóttir Hjörvar húsmóðir, f. 1892, d. 1977. Tryggvi var næstyngstur og síðastur eftirlifenda í átta systkina hópi: Guðrún Kjarval, f. 1917, d. 2011, húsmóðir, Gunnar, f. 1919, d. 1997, við- skiptafræðingur, Solveig, f. 1921, d. 1995, húsmóðir, Þor- móður, f. 1922, d. 1970, loft- siglingafræðingur, Egill, f. 1923, d. 1965, vélstjóri, Daði, f. 1928, d. 1954, fréttamaður hjá SÞ, Úlfur, f. 1935, d. 2008, rithöfundur og þýðandi. Árið 1974 kvæntist Tryggvi skóla. Hann lauk svo sam- vinnuskólaprófi í Reykjavík árið 1951. Um tíma starfaði hann við bílaviðgerðir hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli. Tryggvi lærði raf- virkjun hjá Sambandinu í Reykjavík, og lauk sveinsprófi 1957 hjá Kaupfélaginu á Sel- fossi. Þar starfaði hann í framhaldi af náminu og lagði m.a. rafmagn á bæi í sveitum sunnanlands og í Dölunum. Meistaraprófi lauk hann í sömu grein 1963. Tryggvi hóf störf í Lands- banka Íslands árið 1958, þar sem hann var til starfsloka 1996. Hann starfaði m.a. í ný- stofnaðri rafreiknideild bank- ans og lærði þá kerfisfræði hjá IBM í Englandi. Síðast starfaði Tryggvi í veðdeild þar sem hann aðstoðaði fólk í greiðsluerfiðleikum. Tryggvi og Erla kynntust í rafreiknideildinni og stofnuðu fyrst heimili á Freyjugötu 45, en fluttust fljótlega að Brúna- vegi 8 og síðar Austurbrún 35 í Laugarásnum. Útför Tryggva verður gerð frá Áskirkju í dag, 6. febrúar 2015, kl. 13. Guðbjörgu Erlu Hafliðadóttur, f. 1941, bankafull- trúa. Synir þeirra eru Tryggvi, f. 1975, verkfræð- ingur, og Kjartan, f. 1979, verkfræð- ingur. Bernskuslóðir Tryggva voru Grjótaþorpið, en fjölskyldan bjó í Aðalstræti 8 og síðar Suð- urgötu 6. Þar ólst hann að mestu upp í umsjá föð- ursystur sinnar, Maríu Saló- monsdóttur, en á sumrum var hann í sveit á Skeljabrekku í Borgarfirði hjá hjónunum Sigurði Sigurðssyni og Guð- rúnu Salómonsdóttur, föð- ursystur sinni. Af Sigurði lærði Tryggvi verksvit það sem fylgdi honum alla ævi síðan. Grunnskólagöngu hóf Tryggvi í Miðbæjarskólanum, en veturna 1946-49 fór hann í heimavist að Laugarvatns- Hann Tryggvi frændi hefði orðið 83 ára í dag, en kertin verða tendruð í minningu þess sem blása hefði átt á þau. Tryggvi var sonur hjónanna Helga og Rósu Hjörvar og ólst upp í hjarta Reykjavíkur, í Fjalakettinum og í Suðurgötu 6. Gestkvæmt var á heimili þeirra og líflegt í átta systkina hópi sem nú allur er genginn. Hann upplifði ýmis ævintýri sem drengur í sveit og ungur rafvirki, hann var mikill sögu- maður og það var gaman að hlusta á frásagnir hans þegar systkinin hittust. Tryggvi starf- aði í nær fjóra áratugi í Lands- bankanum, m.a. sem kerfis- fræðingur við uppbyggingu fyrstu tölvukerfanna en einnig við ýmsar lánadeildir. Margir ókunnugir hafa í gegnum tíð- ina sagt okkur að fyrra bragði frá því hve vel Tryggvi hafi reynst þeim í störfum sínum, hvernig hann hjálpaði þeim við að endurskipuleggja fjármál sín, sýndi þeim virðingu í erf- iðleikum og taldi í þá kjark þegar þess þurfti. Það kom okkur ekki á óvart sem þekkt- um einlæga samstöðu hans með almenningi og óbeit á óþarfa skrifræðiskostnaði og forsjárhyggju. Hann vildi að fólk héti það sem það sjálft kysi og kerfið ætti almennt að létta fólki lífsbaráttuna fremur en flækja. Hann reyndist okk- ur ættingjum sínum raungóður ekki síður en vandalausum og hógværð og hlýja umlykja minningu hans. Helgi og Rósa. Föðurbróðir minn, Tryggvi Hjörvar, er fallinn frá, maður verður alltaf jafnundrandi við slíkar fréttir en víst verður þetta hlutskipti okkar allra. Tryggvi frændi var fyrsti „töff- arinn“ sem ég kynntist, þótt ekki hafi það verið honum sér- staklega meðvitað. Hann er einn örfárra sem stóðu undir því alla tíð. Yfirvegaður og ró- legur á hverju sem gekk leysti hann úr málum með bros á vör. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að príla upp í Willys Station-bílinn hans og við fórum í ævintýralega bíl- túra, oftast með viðkomu hjá vinum og kunningjum þar sem Tryggva var ævinlega tekið sem þar væri kóngurinn sjálfur á ferð. Fjölhæfur og forvitinn um allt varð hann hagleiksmað- ur í flestu og óspar á að deila þekkingu sinni með öðrum. Sjálfur naut ég handleiðslu hans í ríkum mæli og bý að þeirri þekkingu enn í dag, skipti þá engu hvort það voru bílar, rafvirkjun, múrverk, heimspeki eða fjármál, alls staðar var Tryggvi á heima- velli. Margar góðar stundir, oft langt fram á nótt, áttum við hjónin yfir kaffi á Brúnavegi og svo Austurbrún hjá Tryggva og Erlu, alltaf voru þau tilbúin að aðstoða með hin ýmsu mál eða bara spjalla. Þar nutum við leiðsagnar við okkar fyrstu íbúðarkaup sem fengu farsælan endi. Siðastur átta systkina úr Að- alstrætinu er Tryggvi nú lagð- ur af stað, hvort systkinin hitt- ast nú aftur veltur á trú hvers og eins en ef marka má KN og þessar línur úr kvæðinu um Aldingarðinn: … alfaðir bar þar að í bíl, en allur var hann í gömlum stíl. Enga glætu var enn að sjá, því Edison var ei fæddur þá. Það hafði rignt í heila öld, en hætti loksins þetta kvöld. Og bíllinn upp að „axel“ sökk, svo orðinn var hann nærri „stökk“ … þá verður Tryggva vel fagn- að á Willys-station með „drullu- tjakk“ í skottinu. Að leiðarlokum lítum við til baka, minnumst góðra stunda með ánægju og hlýju. Erlu, Tryggva og Kjartani sendum við hjónin samúðarkveðjur með þakklæti fyrir það sem af er ferðinni um lífið. Tryggvi og Anna. Tryggvi Hjörvar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLVEIG KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 14.00. . Aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ E. THORSTEINSSON, áður til heimilis að Eiðistorgi 7, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 4. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför hennar verður auglýst síðar. . Pétur G. Thorsteinsson, Birna Hreiðarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Elsa Guðmundsdóttir, Eiríkur Thorsteinsson, Valborg Þ. Snævarr, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KATRÍN R. MAGNÚSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Mörk, áður til heimilis að Lynghaga 10, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 4. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 15. . Jón M. Björgvinsson, Signý Guðmundsdóttir, Grétar Ó. Guðmundsson, Erla S. Kristjánsdóttir, Inga Hanna Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.