Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 tími og þið voruð gift. Ég mun sakna þín, elsku mamma mín, þú varst alltaf svo skemmtileg og mikill húmoristi, við gátum oft hlegið saman. Minningin um þig mun lifa með mér alla tíð og mun ég vitna í mörg skemmtileg orð sem komu bjöguð frá þér vegna þess að þú varst dönsk, og örugg- lega munu öll börnin þín vitna í þessi orð um ókomna tíð. Mamma, ertu vakandi mamma mín? Mamma, ég vil koma til þín. Ó mamma, gaman væri að vera stór. Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og kór. Mamma, þú ert elskuleg mamma mín, mér finnst gott að koma til þín. En mamma, áðan dreymdi mig draum um þig. En datt þá fram úr og það truflaði mig. Þú varst drottning í hárri höll. Hljómsveitin! Álfar, menn og tröll, lék þér og söng í senn, hún var svo stórfengleg. Tröllin þau börðu á bumburnar. Blómálfar léku á flauturnar. Fiðlurnar mennskir menn, á mandólín ég. Allir mændum við upp til þín. Eins og blóm þegar sólin skín. En þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt. Flestum gekk vel að grípa sitt. Glaður náði ég fjótt í mitt. En stóll er steig ég á, stóð tæpt svo hann valt. Mamma, þú ert elskuleg mamma mín, mér finnst gott að koma til þín. En mamma, gaman væri að vera stór. Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og kór. (Freymóður Jóhannsson) Hinsta kveðja, Halldóra (Dóra) og Ólafur (Óli). Lán mitt í lífinu var að eiga tvær mömmur og var Elí önnur þeirra. Af þeim 90 viðburðaríku árum, sem hún lifði, dvaldi hún í tæp 70 ár á Íslandi og kom þar á legg átta börnum sem líklega hafa aldrei áttað sig fyllilega á þeim áhrifum sem hún hafði á þau. Mamma var ekki með mótaðar hugmyndir um það hvernig ætti að lifa, heldur tók jafnan mið af að- stæðum og reyndi að kenna okkur með eigin fordæmi hvað það merkir að vera sannkölluð mann- eskja. Hún var stolt í heiðarleika sínum og eljusemi en eins og allar sterkar persónur óhrædd við að leita aðstoðar hjá sínum nánustu ef svo bar undir. Tilvera mömmu á Íslandi ein- kenndist af togstreitu innflytjand- ans sem rífur sig upp með rótum til að setjast að á framandi stað og eignast þar börn og buru. Fjöl- skyldan var hennar líf og yndi og því kom aldrei til greina að flytja sig um set, ekki heldur eftir andlát afa míns. Þó finnst mér að alltaf hafi verið til staðar vottur af trega eða söknuði eftir heimalandinu þar sem móðurmálið var talað og menningin nærtæk. Togstreitan var látlaus og okkur hinum hulin en því hugsuðum við aldrei út í hversu undarlegt og erfitt hefur verið fyrir hana að yfirgefa nú- tímalega en vissulega stríðshrjáða stórborg á fimmta áratug tuttug- ustu aldar og setjast að í landi á hjara veraldar þar sem innreið aldarinnar hafði varla hafist. Flest erum við sein til að skilja fórnir foreldra okkar. En mamma gerði sjálfa sig heldur aldrei að umtals- efni. Líf hennar snerist ekki um hana sjálfa heldur um að rækta þau sambönd sem felast í því að vera dóttir, systir, eiginkona, móð- ir, amma, langamma, o.s.frv. Þannig var hún fullkomlega æðru- laus, jafnvel án þess að velta vöng- um yfir því sjálf, og tileinkaði sér þetta merkilega og mér liggur við að segja látlausa látleysi, látleysið sem er svo einlægt að það er ósýnilegt og enginn kann að koma orðum að því. Í látleysi sínu kom mamma mér oft á óvart með yfirlætislausri viskunni sem reynslan hafði miðl- að henni. Þegar ég var sjálfur rót- laus sýndi hún mér stöðugt og óbilandi traust sem veitti mér ekki einungis mikilvægan stuðning, heldur blés mér um leið í brjóst metnaði til að bregðast ekki þessu öfluga trausti. Hún vissi hvað hún söng. Mamma var minn eftirlætis heimspekingur sem skildi aðstæð- ur áttavilltra einstaklinga í hring- landa lífsins en vissi um leið að besta hvatning sérhverrar per- sónu er ást, traust og tiltrú þeirra sem standa henni næst. Þar kenndi hún mér meira en allar heimsins bækur gætu nokkru sinni kennt mér. Með þeirri útgeislun heiðar- leika, hreinskilni og einlægni sem stafaði af henni er og verður mamma ávallt mín mikilvægasta fyrirmynd, enda þótt ég muni aldrei geta náð hennar hæðum. Nú þegar bið hennar er lokið finn ég fyrst og fremst til þakklætis, þakklætis til hennar fyrir allt sem hún gaf mér en jafnframt þakk- lætis til örlaganna, hver sem þau eru, fyrir að hafa fært mér þennan einstaka áhrifavald lífs míns. Ég mun sakna hennar en fái ég ein- hverju ráðið verða ljúfar minning- arnar um persónuleika hennar mér leiðarljós svo lengi sem ég lifi. Geir Sigurðsson. Meira: mbl.is/minningar Þá er komið að lokakveðjunni til elsku ömmu Elí. Maður huggar sig við að núna er hún loksins búin að fá friðinn sem hún þráði svo heitt. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem ég bjó til með ömmu töff, amma var jú einn mesti nagli sem ég þekkti. Þetta eru mér mjög dýrmætar stundir, sérstaklega í dag þegar maður saknar hennar hvað mest. Þótt hún hafi búið í Reykjavík og ég í Vestmannaeyjum þá fór ég ekki öðruvísi í bæinn eftir að ég fékk bílpróf en að koma við í smá heim- sókn hjá ömmu. Ef ég kom í há- deginu þá var amma alltaf búin að labba út í Nóatún og kaupa dýr- ustu skinkuna handa dekur- barnabarninu. Svo fékk ég malt- brauð, rándýra aliskinku, bauna- salat og spælt egg ofan á, ásamt nokkrum öðrum áleggstegundum, þar sem amma danska hélt sig við hefðina og hafði svona mini dansk- an smörrebröd-fíling þegar maður kom. Ef ég kom um kvöldmatar- leytið þá fékk ég dýrindis hakka- buff með lauk, brúnni sósu og heimalagaða kartöflumús. Við sát- um oft heillengi við eldhúsborðið í Furugrundinni, ræddum stráka- málin, heimsmálin og í rauninni hvað sem er. Eftir matinn sett- umst við oft inn í stofu og horfðum á Nágranna og Glæstar vonir saman. Við tókum nú í einstaka Rummicub-spil líka, þar sem amma notaði „joggana“ óspart eins og hún orðaði það svo skemmtilega. Það var alltaf svo gott að koma til hennar og hún var svo einlæglega glöð að fá mann. Amma var þvílík kjarnakona og ég virkilega dáist að því sem hún kom í verk. Að koma í heiminn sjö börnum, þar af tvíburum, ásamt því að ala upp stóra bróður minn hann Geir. Hún kom átta einstak- lingum til manns, geri aðrir betur. Hún var einstakur karakter, litrík og blótaði eins og togarasjómaður ef þannig lá á henni. Alveg hreint dásamleg. Nú hefur einn engill safnast í skarann sem ég veit að vakir yfir mér, friður verði með þér, elsku amma engill. Þitt barnabarn, Kristín Ósk. ✝ Lilja Árna Sig-urðardóttir fæddist 15. ágúst árið 1928 í Reykja- vík. Hún lést á öldr- unarheimilinu Sól- vangi 28. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Þorsteinsson frá Brúarhrauni í Hafnarfirði, f. 5.9. 1888, d. 1.11. 1966, og Svein- björg Halldóra Sumarlilja Mar- teinsdóttir frá Traðarkoti í Reykjavík, f. 12.5. 1894, d. 15. júlí 1963. Systkini Lilju eru Ólaf- ur, f. 1921, d. 1987, Jarl, f. 1922, d. 2009, Marteinn Ágúst Sig- urðsson, f . 1923, d. 1999, Sig- urður, f. 1924, d. 2008, María, f . 1926, d. 2010, Þorsteinn, f. 1931. Hálfsystkini samfeðra Hilmar Haukur, f. 1937, d. 1972, Gylfi, f. 1942, Kristín Guðrún, f. 1949 Þann 7. nóvember 1951 giftist Lilja Sveini Halldórssyni, f. 16.12. 1926, d. 18.7. 2006, þau eignuðust tvo syni. Oddur Björn Sveinsson, f. 22.9. 1952, fv. maki Kristín Hulda Jóhannesdóttir, f. 30.11. 1949. Börn þeirra Jó- hannes Oddsson, f. 23.3. 1977, kvæntur Hlín Guðjónsdóttur. Dóttir þeirra Júlía Kristín, f. 2.11. 2005. Lilja Oddsdóttir, f. 21.8. 1985, sambýlismaður hennar Hákon Zimsen. Halldór Árni Sveinsson, f. 22.2. 1955, kvæntur Önnu Kristínu Har- aldsdóttur, f . 21.7. 1957. Synir þeirra: Hilmar Árni Hall- dórsson, f. 14.2. 1992, Hörður Brynjar Halldórsson, f. 12.7. 1995. Haraldur Gunnarsson, f. 25.2. 1988. Þann 22. október 1962 giftist Lilja eftirlifandi eiginmanni sín- um Sigurði Hákoni Kristjáns- syni, f. 20.6. 1927. Börn þeirra eru: Kristján Sigurður Sigurðsson, f. 28.6. 1964, kvæntur Huldu Björg Jón- asdóttur, f. 8.4. 1971. Börn þeirra: Ingibjörg Lilja, f. 10.6. 1994. Sólveig Lára, f. 8.7. 1996, Margrét Linda, f. 25. janúar 1998, Sigurður Hákon, f. 13.11. 1999. María Sigurðardóttir, f. 27.8. 1967. Lilja ólst upp í Reykjavík, lengst af á Freyjugötu 11, í stórum systkinahópi. Hún hleypti snemma heimdraganum og fór til náms og starfa í Dan- mörku og Bretlandi, en átti þess kost einnig að ferðast til fjar- lægra landa þegar hún starfaði sem þerna á olíuflutningaskipi. Hún var í vist í Reykjavík og vann við saumaskap, matseld og þrif, en eftir að hún giftist og fluttist til Hafnarfjarðar vann hún að mestu við heimilið, en sótti einnig framhaldsmenntun í Flensborgarskóla og Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem hún lauk námi í tækniteiknun. Lilja var listhneigð og allt lék í höndum hennar. Hún hafði yndi af hann- yrðum hvers konar; sauma- og prjónaskap, útskurði og postu- línsmálun, svo eitthvað sé nefnt, og matseld hennar og tertugerð var rómuð. Hún starfaði einnig að félagsmálum og var ein af stofnfélögum Lionsklúbbsins Kaldár. Síðustu tvö ár ævi sinn- ar átti hún við heilsubrest að stríða og dvaldi á Eir og síðar Sólvangi. Útför Lilju fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 6. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. „Spurði ég þig, móðir mín, og mildin þín allar gátur greiddi.“ (Örn Anarson) Ég sit í húminu og reyni að koma á blað fátæklegri kveðju til þín, elskuleg móðir mín, sem við kveðjum í hinsta sinn í dag. Þess- ar línur úr kvæðinu „Þá var ég ungur“ eftir Örn Arnarson, skáldið hægláta sem lengst af bjó í Hafnarfirði, banka upp á og ým- ist trufla ljúfsárar minningar – eða vekja aðrar sem glatkista ár- anna hefur falið og litað fölum bláma. Það verður skrýtið að geta aldrei framar spurt þig, því svör þín voru alltaf hreinskilin og gef- andi, og ég átti alltaf hvatningu vísa og hjálp frá þér – ekki síst þegar á brattann var að sækja og aðrir höfðu litla trú á uppátækj- unum. Alltaf hafðirðu tíma og ráð til að hjálpa. Fyrir það stend ég í eilífri þakkarskuld. Sjálf varstu listhneigð, hand- lagin og útsjónarsöm með af- brigðum og allt lék í höndunum á þér; Fínleg postulínsmálningin, útskurðurinn, sauma- og prjóna- skapurinn, bakstur og marsíp- anskreytingar, skrautskrift og bókband. Það var sama hvar bor- ið var niður. Og allt var svo vel gert að aðdáun vakti. Kröfuna um ýtrustu vandvirkni tókstu í arf frá pabba þínum, innramm- aranum. Þú byrjaðir snemma að vinna, annað hefur sjálfsagt ekki verið í boði hjá barnmargri, efnalítilli fjölskyldu þar sem erfið veikindi og sár skilnaður foreldra settu svip á æsku og uppvaxtarár. Þú ræddir það ekki oft, en ég veit að þig hefur langað að mennta þig meira. Enda áttirðu auðvelt með að læra og muna hluti og einstak- lega létt veittist þér að kenna börnum og unglingum stærð- fræði og munu margir þakka þér góða hjálp á því sviði. Þú hleyptir heimdraganum, fórst á danskan húsmæðraskóla, varst í vist hjá heldra fólki í Þing- holtunum og Englandi, sigldir um Súezskurð, Miðjarðarhaf, Mið- og Suður-Ameríku sem þerna á olíuskipi og ýmislegt fleira sem óvenjulegt var í þá daga. Hróður þinn af elda- mennsku barst víða og þú varst fengin til að elda ofan í stórlaxa í Borgarfirði og franska sendi- herrann á Íslandi. En aðall þinn var mildin, hjálpsemin og jákvæðnin. Vel- ferð annarra, sérstaklega fjöl- skyldunnar var þér efst í huga. Börnum mínum og annarra varstu einstaklega góð og kennd- ir þeim að deila kjörum og gjöf- um jafnt – aldrei gerðirðu upp á milli neinna. Síðustu tvö árin voru þér erfið, mamma, vegna veikinda. Vegna þeirra varstu langdvölum að heiman, einkum á Sólvangi. Þrátt fyrir að þú nytir þar góðrar aðhlynningar elskulegs starfs- fólks var hugurinn heima í Köldukinn og þú varst alltaf á leiðinni heim. Pabbi sem alltaf reyndist þér stoð og stytta, kom til þín á hverjum degi. Hans er missirinn mikill nú. Þú fylgdist vel með, last blöðin og prjónaðir en síðustu vikurnar var ljóst hvert stefndi. Og nú hefurðu kvatt okkur, en jafnframt ertu komin heim og verður vel fagnað af gengnum vinum og ættingjum – og eflaust beðin um að hjálpa til og baka þínar himnesku tertur! Vertu vel kvödd, elsku mamma, besti vinur minn og hjálparhella alla mína ævi. „Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag.“ (ÖA) Þinn sonur, Halldór Árni Sveinsson. Lilja Árna Sigurðardóttir láta fylgjast með okkur reglulega. Við vitum ekki enn hve miklu hún hefur áorkað með ákveðni sinni og eftirfylgni. Eitt er víst, hún lagði sig fram um að halda okkur vak- andi og ræddi meira um okkar heilsu en sína. Valdís mín barðist hetjulega fram á síðasta dag, þannig var Valdís. Þessi fallega, duglega og kjarkmikla frænka mín átti sann- arlega skilið lengra líf og hennar verður sárt saknað. Megi Guð vaka yfir fjölskyld- unni hennar og styrkja. Þakka þér fyrir alla umhyggj- una, kæra Valdís, ljós og friður fylgi þér. Helga Arnheiður Erlingsdóttir. Elsku Valdís mín, nú ertu flogin á braut á vit nýrra ævintýra, ferðast um ókunn lönd og umvefur allt og alla sem verða á leið þinni ást og kærleika. Þú varst svo sterk og falleg kona með þitt ljósa hár og brúnu augu. Þú varst sveitastelpa en vildir sjá heiminn og lést drauma þína rætast. New York varð þinn staður, stórborgin heillaði. Það var svo gaman að heimsækja þig þangað, þú tókst vel á móti þínu fólki, leiðbeindir og vildir allt fyrir alla gera. Þú varst aldrei að mikl- ast yfir velgengni þinni en í NY vannstu við förðun, þú varst lista- kona í þínu fagi og ég var óend- anlega stolt af þér. En mest var ég stolt af þér hvernig þú tókst á við veikindi þín. Þú gafst aldrei upp, þú hélst þínu striki og einbeittir þér að settu marki, að ná bata. Þegar þú fékkst vondar fréttir varstu eins og birkihríslurnar í skóginum heima á Þverá, þú bognaðir en brotnaðir ekki. Lífs- kraftur þinn og þrautseigja var okkur öllum sem þekktum þig mikill lærdómur. Nú í janúar kom kallið, við ráðum ekki alltaf för. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku Valdís mín. Það var svo óteljandi margt sem við áttum eft- ir að gera, t.d. að fara upp á Lauf- áshnjúkinn. Þig dreymdi um það en sú ferð var aldrei farin. Þú skalt vita að ég fer á hverju sumri með- an ég get þér til heiðurs og við hitt- umst á toppnum. Þótt þú hafir verið valin allt of snemma í önnur verkefni þakka ég af heilum hug fyrir þann tíma sem við áttum. Þú varst þátttakandi í lífi mínu, það var það besta. Okkur þótti svo vænt hvorri um aðra, við hlógum saman við grétum saman. Takk, Valdís, fyrir allar góðu samverustundirnar, heima eða að heiman. Takk fyrir öll símtölin, ráðleggingar og gjafir sem fóru þó nokkrar á milli landa, s.s. snyrti- vörur, vítamín eða eitthvað allt annað sem átti að gera mér gott. En fyrst og fremst þakka ég þér alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir mér og mínum. Gott er að leggjast í lyngið, sjá lauf glóa, finna kvik fjaðurmjúk atlot þess, fagna í fegurð jarðar meðan rauð og lág sólin lækkar og lyngbreiðan er ilmgrænt haf sem ber þig að hljóðri húmströnd og hylur þig gleymsku. – (Snorri Hjartason) Elsku Valdís, þú ert hetjan mín sem gafst aldrei upp og fylgir mér alltaf. Vegni þér vel. Þín Ragna (Systa). Það er sárt að kveðja Valdísi frænku mína og vinkonu. Ótal- margar minningar fljúga gegnum hugann, minningar frá barnæsku, frá unglingsárunum og svo aðrar nýlegri eftir að við áttum að teljast fullorðnar. Þegar við vorum yngri sköpuðum við okkar eigin heim sem við vorum ekkert endilega viljugar til að veita öðrum hlut- deild í. Við lékum okkur tímunum saman að gömlum dúkkulísum sem við fundum í búrinu hjá ömmu, dvöldum í búinu Skógardal sem var okkar annað heimili á sumrin, fórum ófáar ferðir í Fnjóskána að tína steina og sömd- um ógleymanleg leikrit í kartöflu- garðinum, sem við frumfluttum jafnóðum. Tíminn var fljótur að líða og ekki man ég eftir að okkur hafi nokkurn tímann leiðst. Við höfðum alltaf um nóg að tala og það breyttist aldrei. Þrátt fyrir að Valdís byggi flest sín fullorðinsár í Bandaríkjunum kom hún oft heim síðustu árin og einhvern veginn var þá allt eins og áður, mikið tal- að, hlegið og stundum grátið. Ég er þakklát fyrir hve margar stundir við áttum saman á síðasta ári, á Spáni í frábærri frænkuferð, hér heima og í Bandaríkjunum. Valdís var alveg einstök mann- eskja, róleg, hjartahlý, gjafmild og var umhugað um sitt fólk. Hún var hógvær en var alltaf viss um hvað hún vildi og stóð við sínar ákvarð- anir. Persónuleiki Valdísar kom skýrt fram í baráttu hennar við krabbameinið. Hún stóð sig eins og hetja og leitaði allra mögulegra leiða til að ná bata. Lífsviljinn var ótrúlegur og sama hversu útlitið var svart þá lét hún engan bilbug á sér finna. Það var aldrei inni í myndinni að hugleiða hvað ef allt færi á versta veg. Það kom ein- faldlega ekki til greina. Elsku Valdís mín, ég kveð þig með nokkrum orðum frá langa- langafa okkar, Sigurjóni Friðjóns- syni: „Ekkert ljós er bjartara en ljós vonarinnar. Ekkert svartara en myrkur örvæntingarinnar. Ekkert er sælla en kærleikur, sem gefur og heimtar ekki. Ekkert sárara en að týna því, sem unnað er.“ Vala Björk Stefánsdóttir. Elsku Valdís. Maður velur vel þær manneskj- ur sem ná alveg inn að hjartarót- um og þar hefur þú verið síðan ég man eftir mér. Ég er búin að vera að reyna að rifja upp hvenær við urðum svona góðar vinkonur en ég man það hreinlega ekki. Þegar við vorum yngri var þessi fimm ára aldursmunur á milli okkar stundum erfiður. Ég var eins og skugginn þinn í sveitinni og alveg örugglega frekar óþolandi. Elt- andi þig upp í bú og spæja um þig og vinkonur þínar. En ætli það hafi ekki bara gerst mjög hljóð- lega og án þess að við tækjum eft- ir. Eins og margt hjá okkur. Ég held hreinlega að ekkert markvert hafi gerst í mínu lífi nema ég hafi hringt í þig og spurt þig ráða. Allt- af nenntir þú að hlusta, gefa mér ráð, sömu ráðin endalaust sem ég fylgdi greinilega ekki alltaf. En aldrei gafstu upp og alltaf varstu til staðar. Með hafið á milli okkar, en það skipti engu máli. Stundum var það kostur. Hvað gerir maður um miðja nótt þegar maður getur ekki sofnað og er að reyna leysa heimsgátuna? Hringir í Valdísi. Að hringja í þig og tala við þig bjargaði mér oftar en þig óraði fyrir. Að heimsækja þig og fá að fylgjast með þér og þínu lífi er stór hluti af því sem ég er í dag. Síð- ustu orð eru oft stór. En trúðu mér að þetta eru ekki síðustu orð- in sem ég skrifa um þig og trúðu mér að það var enginn sterkari en þú. Enginn með jafn mikinn lífs- vilja, þrjósku og kjark. En það kemur manni líka langt. En því miður ekki alltaf eins langt og maður vill. Þú yljar hjarta mínu um ókomna tíð og ég lofa að fylgja ráðunum, vera alltaf sterk og nota augnkrem. Ég lofa. Ég ætla síðan að skrifa það sama og ég skrifaði um afa okkar því það á nefnilega líka við um þig. Við þurftum ekki alltaf orð og þurfum þau ekki frek- ar núna. Þín alltaf, Þórdís. HINSTA KVEÐJA Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Valdís, hvíldu í friði. Þínar frænkur, Anna María Þórhallsdóttir, Þórunn Þórhallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.