Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 ✝ Árný HrefnaÁrnadóttir fæddist 21. október 1933 í Reykjavík. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 27. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Hrefna Þor- steinsdóttir, f. 5.6. 1910 í Kirkjuvogi, Hafnarhreppi, d. 11.8. 1977, og Árni Elías Snjólfs- son skipstjóri, f. 3.6. 1907, Strýtu, Ölfusi, d. 8.4. 1995. Hún átti einn bróður sammæðra, Halldór Óskarsson, f. 25.5. 1929, d. 28.7. 1983. Hrefna ólst upp að mestu í Reykjavík. Gekk í Laug- arnesskóla, varð gagnfræðingur frá Núpi í Dýrafirði. Hinn 21.10. 1951 gekk hún að eiga Guðmund Karlsson, f. 2.10. 1927 í Reykjavík, d. 15.6. 1999. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Karl, f. 1954, d. 1988, kvæntur Hólmfríði Birnu Sigurðardóttur, þeirra sonur Sigurður Karl, f. 1980, sambýliskona Hrefna Hrafnsdóttir, eiga þau fjögur börn. 2) Ásdís Elín, f. 1961, gift Claus Her- manni Magnússyni, eiga þau tvö börn, Árna, f. 1989, sam- býliskona Áróra Lind Biering, og Dóru Magneu, f. 1993. 3) Hrefna Margret, f. 1962, d. 2006, hún var í sam- búð með Friðgeiri Guðjónssyni, þau skildu. Þeirra dætur eru Hrefna Freyja, f. 1988, Ásthildur Embla, f. 1990, og Oddrún Lára, f. 1991. 4) Anna, f. 1968, gift Árna Sæmundi Unnsteinssyni, og eiga þau einn son, Karl, f. 1993. Hrefna vann í Húsgagnaversl- uninni Víði í nokkur ár og í Hús- gagnaverslunni Skeifunni í Kjör- garði, en lengst af vann hún hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Útför hennar verður frá Vída- línskirkju í Garðabæ í dag, 6. febrúar 2015, kl. 11. Elsku amma. Fyrirmyndin mín, kletturinn minn, vinkona mín. Þú lékst svo stórt hlutverk í mínu lífi. Það sem ég sakna þín. Lífið var þér ekki alltaf sann- gjarnt. Misstir svo margt en gafst samt svo mikið. Þú varst líka svo ótrúlega fyndin, elsku amma, og hafðir alltaf svör á reiðum hönd- um. Núna sit ég eftir með minn- ingarnar, margar og góðar. What happens at Grandmas, stays at Grandmas. Takk fyrir mig, amma. Takk fyrir allt. Svartir eyðisandar svo langt sem augað eygir Árný Hrefna Árnadóttir ég get ekki varist þeim grun stúlka að gengnir séu á enda allir vegir en það er einfaldast bara áfram að halda þegar svo sem engu er að tjalda en hvað svo sem gerist, það gleymist ekki neitt og það var gott á meðan það var og áfram til eilífðar nei það er ekkert til sem fær því nokkurntíma breytt (Megas) Þín Oddrún Lára. Elsku Amman. Eins sárt og það er að þurfa að kveðja þig þá vil ég trúa að þú sért komin á betri stað með ástvinum þínum sem kvöddu þig allt of snemma. Ég vil þakka þér fyrir að leyfa mér að kynnast þér og vera vin- kona þín. Þú sýndir mér heiminn í nýju ljósi og það var alltaf jafn gott að koma í heimsókn til þín í nokkra kaffibolla með hitablásar- ann á tánum. Lífsspeki og húmorinn þinn var skrautlegur, vægast sagt, og er það eitt af því sem ég elskaði og virti við þig. Þú komst til dyranna eins og þú varst klædd og varst ekkert feimin við það. Þú hefur alltaf hjálpað þínum nánustu og gátu allir leitað til þín þegar eitthvað bjátaði á, hvort sem það var stórt eða smátt. Þú munt alltaf eiga stóran sess í hjarta mínu. Ég vil votta dætrum þínum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Kveðja með miklum söknuði. Þín vinkona, Inga. hún suður og tók við börnum og búi og alltaf átti hún ömmurúm hér hjá okkur. Þegar hún fór að eldast skildi hún ekkert í því að við værum að hafa áhyggjur af sér og vildum heyra í henni reglulega. Það var bara oft svo mikið að gera hjá henni að hún mátti nú bara ekkert vera að því að vera með einhverja tilkynn- ingaskyldu eða að hún sagðist nú bara ekkert vera að standa í að trufla okkur, þó að hún vissi að við brunuðum oft með lífið í lúk- unum í bæinn til að athuga hvort allt væri nú í lagi. Já hún var sjálfstæð kona og elskaði þegar nóg var um að vera og í sumar sem leið, þegar Stefán og Ari endurnýjuðu kjallaraíbúðina hennar, kunni hún sér ekki læti, þreif eftir iðnaðarmennina jöfn- um höndum og fór upp í stiga til að hengja upp gardínur og fannst nú óþarfi að maður væri með öndina í hálsinum að koma að henni uppi í 70 ára gömlum tröppum og hún orðin 99 ára, hún hélt nú að þetta væri ekkert til að æsa sig yfir. Já, hún var engin venjuleg amma, alltaf með á nótunum og ef henni leiddist, sem kom nú varla fyrir, þá fór hún bara í strætó og kíkti í nýj- ustu hverfin til að fylgjast með framkvæmdum. Þær systur Guðrún og Gústa í Ameríku hafa verið einstaklega nánar, þrátt fyrir fjarlægð þeirra á milli og hafa oft dvalið lang- dvölum hvor hjá annarri. Miss- irinn er mikill fyrir elsku Gústu, en þær þurftu oft ekki annað en horfa hvor á aðra til að vita hvað hin hugsaði. Það voru algjör forréttindi fyrir okkur að fá Guðrúnu ömmu hingað suður síðustu mánuði. Að geta hjólað til ömmu eftir æfing- ar daglega og aftur á kvöldin hefur verið yndislegt fyrir yngstu börnin okkar, að geta kíkt við í hádeginu og líka á kvöldin. Eftir lærbrot í haust, þegar hún var að taka til í garð- inum sínum, sem hún var þó búin að hrista af sér, fékk hún íbúð hér inni á Nesvöllum með fallegu húsgögnunum sínum þar sem hún undi sér vel, en auðvitað stefndi hugurinn aftur inn á Mel- haga, já hún sagðist ábyggilega verða orðin góð eftir svona sex mánuði. Að leiðarlokum er ég óendan- lega þakklát fyrir samfylgdina og þann stóra þátt sem Guðrún Stefánsdóttir átti í mínu lífi í bráðum 40 ár. Saknaðarkveðja, þín Eydís. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undirblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku besta amma mín, nú ertu farin frá mér en ert svo ná- lægt mér samt að ég finn svo mikið fyrir þér í hjartanu mínu. Við vorum svo miklir vinir og ég var augasteinninn þinn „hann Tómás þinn“. Alltaf hafðir þú tíma til að spjalla við mig, spila og fylgjast með því sem ég var að gera. Þú vildir alltaf vera að gefa mér eitthvað gott að borða og lagðir alltaf svo fallega á borð. Það var svo gaman að koma til þín inn á Melhaga, garðurinn þinn svo mikið ævintýri og ömm- uróló sá allra flottasti. Þú varst svo skemmtileg, fyndin og falleg langamma. Við áttum alltaf svo mikinn streng okkar á milli, al- veg frá því að ég fæddist var ég alltaf sjúkur í þig og mamma sagði mér sögu af því þegar ég var rétt um 2ja ára og hún var að keyra Einar bróður minn í bekkjarpartý og ók niður Hring- brautina og vorum við stopp á ljósum þar sem við beygjum til Guðrúnar ömmu. Ég beið stilltur á ljósunum, en þegar við síðan brunuðum beint áfram, lét ég duglega í mér heyra og kastaði mér til og frá og benti og benti og hrópaði, amma, amma. Það var svo gott að skríða uppí til þín í ömmuból hér heima og alltaf svo gott að hafa þig hér í Heið- arbólinu. Síðustu mánuði þegar þú varst hér fyrir sunnan gat ég alltaf hjólað til þín eftir skóla og körfuboltaæfingar og alltaf varstu svo glöð að sjá mig. Þú sagðir öllum að ég væri prinsinn þinn. Þú varst svo ánægð hvað mér gekk vel í skólanum og þér fannst líka gaman að sitja og horfa á mig spila tölvuleiki og prófaðir meira að segja líka. Það sem ég elskaði alltaf að fá að knúsa þig, amma mín, þegar ég kom og fór, þú hélst mér alltaf svo lengi í faðmi þínum og það fannst mér gott. Ég mun alltaf hafa þig hjá mér í hjartanu mínu. Ég er svo heppinn að hafa átt þig fyrir ömmu. Ég elska þig alltaf. Þinn Tómas Elí Stefánsson (Tómás). Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Það verður tómlegt og skrítið að koma inn á Melhaga og finna þig ekki þar, elsku amma mín. Við leituðum nú stundum að þér, því þá varstu kannski á kafi að róta í blómabeðunum þínum, eða að koma úr Melabúðinni. Þú hugsaðir svo vel um garðinn þinn og fuglana. Þú varst alltaf svo fín og flott og ég var alltaf svo spennt að sofa í prinsessurúminu þínu. Þú barðist oft við krull- urnar mínar og fléttaðir á mér hárið og alltaf hafðirðu tíma til að spjalla, spila eða horfa með mér á myndir og myndbönd. Við vorum góðar vinkonur og ég fékk að lakka á þér neglurnar, setja í þig krullur og gera þig fína. Það var alltaf gaman að fara á ömmuróló og stutt í Vest- urbæjarís og Vesturbæjarlaug- ina, enda bjóst þú á besta stað í bænum. Það var svo gott að hafa þig hér heima þegar ég kom úr skólanum. Þú fylgdist alltaf svo vel með nýjungum og leyfðir mér að taka upp grettumyndbönd af okkur og þegar ég sýndi þér þau hlóstu svo mikið og hafðir gaman af. Mér fannst þú aldrei neitt gömul. Ég er svo ánægð að hafa verið litla stúlkan þín og ég sakna þín svo mikið, elsku amma mín, en þú verður alltaf með mér og ég gleymi þér aldrei. Ég elska þig alltaf – þín Lovísa Íris Stefánsdóttir. „Elsku vinurinn hennar ömmu.“ Þetta kallaðir þú mig alltaf. Þegar ég fæddist varst þú nýorðin 73 ára og ég oft í pössun hjá þér ásamt systkinum mínum. Það var stutt að fara á róluvöll- inn og svo hafðir þú hjá þér kubba og teiknimyndabækur sem ég veit ekki hversu oft ég las í gegnum. Skemmtilegast var þó að fara með þér á rúntinn sem endaði oftar en ekki í Perlunni þar sem við kíktum á efstu hæð- ina og fengum okkur ís, fórum út á svalirnar og ég hljóp óteljandi hringi í kringum glerkúpulinn, alltaf jafn ánægður að sjá þig þegar ég mætti þér. Eftir því sem ég varð eldri fannst mér þú ekkert breytast, alltaf var jafn gaman að kíkja í heimsókn til þín og einhvern veginn varstu alltaf eins. Alltaf til í að elda góðan kvöldmat og ef eitthvað vantaði var stutt að stökkva út í Melabúð fyrir þig. Ef við vorum bara tvö þá létum við okkur duga gamla eldhúsborðið þar sem þú hafðir lesið óteljandi Morgunblöð yfir tíðina, en ef við vorum fleiri þá var sko lagt á borð í betri stof- unni og mátti ekkert minna. Eft- ir matinn var svo fréttatíminn í sjónvarpsherberginu næst á dagskrá og ekki sjaldan að mað- ur dottaði í sófanum. Svo gerðist það, eftir erfiða tíð árin áður, þar sem bæði Ásgeir frændi, bróðir pabba og Einar afi féllu frá, að ég hélt að við myndum missa þig líka þegar þú fékkst heilablóðfall 94 ára að aldri. Þú varst lögð inn á spítala og það var erfitt að sjá þig, kraftakonuna sjálfa, svona mátt- vana þar sem þú bæði misstir málið og gönguhæfileikann. En einhvers staðar fannstu kraft til þess að læra að ganga og tala á ný og ekki leið á löngu áður en þú varst aftur komin þangað sem þú áttir að vera, á Melhagann. Þegar ég var kominn í háskól- ann kom ég alltaf til þín á mið- vikudögum og gisti. Ég lokaði að mér og sat yfir bókunum og kíkt- irðu stundum á mig og fussaðir yfir hversu stórar þessar skruddur væru sem ég væri að lesa. Þú hvattir mig áfram í nám- inu og fannst mikilvægt að við unga fólkið nýttum tækifærin sem ekki voru í boði í gamla daga. Þú varst alltaf til í að læra nýja hluti og hafðir endalaust eitthvað fyrir stafni. Ekki leið á löngu þar til þú varst farin að fikta í snjallsímanum mínum, eða eins og þegar þú lást í rúminu undir lokin og talaðir um að þú þyrftir að fara að klára að læra enskuna, 99 ára gömul. Þú settir mér alltaf gott for- dæmi í því að vera þakklátur fyr- ir það sem ég hef. Til dæmis þegar þú sagðir mér frá því að þig langaði alltaf til að læra á hljóðfæri eins og píanó, eitthvað sem ég fékk að læra á og fékk í ævilanga gjöf frá foreldrum mín- um. Einnig passaðirðu alltaf upp á mig að ég væri ánægður þar sem ég væri staddur í lífinu, hvað varðar nám og/eða vinnu og það er eitthvað sem er rosalega mikilvægt fyrir alla að geta ver- ið. Ég get ekki lýst því hversu sorgmæddur ég er að geta ekki fengið að kíkja til þín aftur í heimsókn á Melhagann, eða þess vegna bjóða þér á American Style, sem þér fannst „rosalega smart staður“. Að geta ekki spjallað við þig um daginn og veginn þar sem þú spurðir frétta af öllum sem ég þekkti, eða hvernig vinnan gengi hjá mér. Nú eða bara að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu með þér. Ég held að nú sértu komin til ást- vina þinna sem hafa tekið vel á móti þér og veit að þú vakir ár- vökul yfir okkur hinum áfram. Hvíl í friði, elsku amma mín. Ég elska þig. Vinurinn hennar ömmu, Einar Þór Stefánsson. Nú hefur hún Guðrún amma kvatt okkur og er komin á vit nýrra ævintýra. Við vorum góðar vinkonur og alltaf kynnti hún mig sem tengdadóttur sína og var ég mjög stolt af því. Hún var á hundraðasta aldursári, en þó var alla tíð lítið kynslóðabil á milli okkar. Hún hafði ómældan áhuga á lífinu og að hafa eitthvað fyrir stafni, já hún nennti sann- arlega að vera til. Garðurinn var hennar líf og yndi, enda var grasið hvergi grænna og engar stjúpur stærri og fallegri en í garðinum hennar á Melhaga. Það sem hún var dugleg, hún málaði, flísalagði, fór upp á þak, hreinsaði rennur og útihurðin hennar var glansandi fín, enda pússaði hún hana og málaði á hverju vori og fallega steypta grindverkið hennar út við götu var alltaf nýmálað og bar af. Hún var ekki lengi að galdra fram ómótstæðilega bragðgóðan mat. Mikið sem ég á eftir að sakna hennar, að sitja yfir ostum og kræsingum, gista og við tvær að spjalla fram á nótt og hún í kappi að sofa nú ekki lengur fram eftir en ég síðustu árin, sagðist alltaf hafa verið löngu vöknuð. Enda stóðst það oft og ég vaknaði við kaffiilm og soðin egg. Þegar við hjónin brugðum okkur utan kom hún suður og tók við börnum og búi og alltaf átti hún ömmurúm hér hjá okkur. Þegar hún fór að eldast skildi hún ekkert í því að við værum að hafa áhyggjur af sér og vildum heyra í henni reglulega. Það var bara oft svo mikið að gera hjá henni að hún mátti nú bara ekkert vera að því að vera með einhverja tilkynn- ingaskyldu eða að hún sagðist nú bara ekkert vera að standa í að trufla okkur, þó að hún vissi að við brunuðum oft með lífið í lúk- unum í bæinn til að athuga að allt væri nú í lagi. Já hún var sjálfstæð kona og elskaði þegar nóg var um að vera og í sumar sem leið, þegar Stefán og Ari endurnýjuðu kjallaraíbúðina hennar, kunni hún sér ekki læti, þreif eftir iðnaðarmennina jöfn- um höndum og fór upp í stiga til að hengja upp gardínur og fannst nú óþarfi að maður væri með öndina í hálsinum að koma að henni uppi í 70 ára gömlum tröppum og hún orðin 99 ára, hún hélt nú að þetta væri ekkert til að æsa sig yfir. Já hún var engin venjuleg amma, alltaf með á nótunum og ef henni leiddist, sem kom nú varla fyrir, þá fór hún bara í strætó og kíkti í nýj- ustu hverfin til að fylgjast með framkvæmdum. Þær systur Guð- rún og Gústa í Ameríku hafa ver- ið einstaklega nánar, þrátt fyrir fjarlægð þeirra á milli, og hafa oft dvalið langdvölum hvor hjá annarri. Missirinn er mikill fyrir elsku Gústu, en þær þurftu oft ekki annað en horfa hvor á aðra til að vita hvað hin hugsaði. Það voru algjör forréttindi fyrir okk- ur að fá Guðrúnu ömmu hingað suður síðustu mánuði. Að geta hjólað til ömmu eftir æfingar daglega og aftur á kvöldin hefur verið yndislegt fyrir yngstu börnin okkar, að geta kíkt við í hádeginu og aftur eftir vinnu. Eftir lærbrot í haust, þegar hún var að taka til í garðinum sínum, sem hún var þó búin að hrista af sér, fékk hún íbúð hér inni á Nesvöllum með fallegu húsgögn- unum sínum, þar sem hún undi sér vel, en auðvitað stefndi hug- urinn aftur inn á Melhaga, já hún sagðist ábyggilega verða orðin góð eftir svona sex mánuði Að leiðarlokum er ég óendan- lega þakklát fyrir samfylgdina og þann stóra þátt sem Guðrún Stefánsdóttir átti í mínu lífi í bráðum 40 ár. Saknaðarkveðja – þín tengdadóttir, Eydís. Sterk, sjálfstæð og lífsglöð eru orð sem koma upp í hugann þegar ég minnist hjartkærrar móðursystur minnar, Gunnu frænku. En einnig heimsborg- ari, fagurkeri og dugnaðarfork- ur. Fjölmargar eru æskuminn- ingarnar. Heimili hennar á Mel- haganum var öðruvísi en önnur íslensk heimili sem ég kom á sem barn. Svona útlenskt. Heimilið var smekklega búið fal- legum hlutum, suma hafði hún haft með sér heim úr ferðum um heimsins höf. Hún bauð upp á hakkeböff og svínakótilettur að dönskum sið, stundum var horft á 8mm filmu frá framandi slóð- um. Það var í huga mínum í æsku nefnilega ávallt einhver ævintýraljómi yfir henni Gunnu frænku. Hvort sem maður kom að henni með sjóarahatt í gúmmí- stígvélum úti í garði eða að dytta að einhverju innandyra var manni ávallt tekið höfðinglega. Þegar ég varð eldri fór ég að skynja og skilja að þarna var engin venjuleg kona á ferð, því lífið hafði spunnið henni örlaga- vef sorgar og veikinda. En með jákvæðni, ákveðni og eljusemi komst hún í gegnum það þótt að- spurð segði hún að ekkert yrði aftur eins, bara aðeins öðuuvísi. Og nú ertu farin, elsku frænka. Næstum hundrað ár eru langur tími. Takk fyrir allar góðu stundirnar en mest takk fyrir að vera góð frænka gegnum árin. Við fáum okkur kaffi í sól- inni seinna þegar við hittumst. En hver veit nema ljósir lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar hittist fyrir hinumegin. Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn. (Tómas Guðmundsson) Votta Stefáni, Eydísi, Ara, Ásu og afkomendum svo og syst- ur hennar Ágústu einlæga sam- úð mína. Björg. Látin er nágranni minn og heiðurskonan Guðrún Stefáns- dóttir tæplega tíræð. Við urðum nágrannar þegar ég fluttist á Melhaga 18 fyrir átta árum. Ég varð undrandi þegar ég horfði á aldraða konuna sístarf- andi í garðinum sínum. Hún átti hann að öllu leyti frá upphafi um miðbik síðustu aldar. Garðurinn var enda hennar og blóm, runnar og tré spruttu upp fyrir hennar tilstilli. Mér þótti hún ótrúlega kraftmikil, komin yfir nírætt, að bisa við þunga steina, halda beðum hreinum og sjá um að allt væri í lagi. Hún ók bíl fram á síðasta haust og fórst það vel. Miklu færari en ég að bakka inn og út langan veg að bílskúrnum. Ég spurði hana fyrir tveimur árum hvort hún væri með gilt ökuskír- teini og svar hennar var að svo hlyti að vera. Við drukkum kaffi saman og stundum eitthvað sterkara á góðum stundum. Þá sagði hún mér frá merkilegri for- tíð sinni sem annarra er að rekja. Hún hélt reisn sinni til æviloka. Við leiðarlok þakka ég henni góð kynni og aðstandendum hennar einnig og bið þeim guðs blessunar. Hún hvíli í friði. Einar Magnússon.  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.