Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 35
Bragi byrjaði sjö ára að vinna á fiskireit, fór í sveit um fermingu til Guðmundar Guðmundssonar í Húsabæ á Fellsströnd, vann síðan hjá múrara, var eitt sumar á snurvoð og þrjú sumur í vegavinnu. Eftir barnaskóla stundaði Bragi nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1951. „Um það leyti gerðist ég aðventisti, fór á trúboðsskóla í Englandi, og gerðist kennari við Aðventistaskólann í Eyjum. Ég gekk svo af trúnni eftir nokkur ár og fór þá að kenna við Gagnfræðaskólann hjá Þorsteini Víg- lundssyni. Fjölskyldan flutti til Bandaríkj- anna 1961. Þar lauk Bragi dokt- orsprófi í samanburðar-uppeldisfræði 1968 við Vanderbilt University í Nas- hville. Sama ár hóf hann kennslu við Western Kentucky University. Bragi var ráðinn deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu 1973, var rekinn 1975 en brottvikningin dæmd ólögmæt í héraðsdómi. Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu í tvö ár, námsráðgjafi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti önnur tvö ár og síðan sendikennari við Virginia Poly- technic Institut í Blacksburg í Bandaríkjunum. Bragi var skipaður lektor við Kennaraháskóla Íslands 1980, var þar síðan dósent og loks prófessor við KHÍ þar sem hann starfaði til ársins 2000. Bragi stofnaði Skáís, fyrsta fyr- irtæki sem sérhæfði sig í skoð- anakönnunum hér á landi, árið 1980 og starfrækti það til 1997. Hann sat í fræðsluráði Reykjavíkur 1978-87, var formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1978-82, var vþm. fyrir Alþýðuflokkinn 1978-79 og formaður Skólasafnanefndar Reykjavíkur 1981-90. Bragi hefur sinnt skáldskap frá unglingsárum en fyrstu tvær bækur hans eru Spíruskip og Djúpfryst ljóð, undir höfundarnafninu Kor- mákur Bragason: „Með aðalstarfi hef ég alltaf stundað skáldskap og frá aldamótum og fram til þessa dags hefur skáldskapurinn verið mitt að- alstarf.“ Fjölskylda Fyrri kona Braga var Dorte Odds- dóttir, f. 3.4. 1934, hjúkrunarforstjóri í Bandaríkjunum. Börn Braga og Dorte eru Oddur, f. 2.7. 1953, rafmagnsverkfræðingur í Texas en kona hans er Theodóra Steinþórsdóttir verslunarmaður og eru börn þeirra Steinþór, f. 1975, Christine, f. 1980, og Katrina, f. 1986; Ingigerður Saga, f. 26.6. 1960, hús- freyja í Los Angeles en maður henn- ar er Mark Nicholas Beder fjárfestir og eru börn þeirra Stephanie Anna Katarína, f. 2000, og Danielle Josep- hine, f. 2002, en fyrri maður Ingi- gerðar Sögu er Michael Warren Coc- hran verslunarmaður og eru börn þeirra Alexander Joseph, f. 1986, og Nicolette Sara, f. 1992. Seinni kona Braga er Greta Frey- dís Kaldalóns, f. 14.2. 1947, fyrrv. menntaskólakennari. Synir Braga og Gretu eru Logi, f. 7.8. 1975, forritari hjá Bloomberg stofnuninni í New York en kona hans er Yulia Oleinik, starfsmaður hjá Sþ og eru börn þeirra Emil, f. 2011, og Míla Ísabella, f. 2014; Sigurður Ósk- ar Lárus, f. 14.7. 1977, listmálari og grafískur hönnuður hjá RÚV, en kona hans er Nicole Simone Keller, jarðfræðingur við HÍ og sonur þeirra er Felix, f. 2012, og Bragi Kormákur, f. 1.10. 1981, sjálfstætt starfandi. Hálfsystkini Braga, samfeðra: Hulda, f. 1930, listhönnuður í Reykjavík; Haraldur, f. 1932, d. 1971, lengst af rennismiður í Noregi, og Þorbjörg, f. 1938, d. 2015, hús- freyja í Reykjavík. Hálfsystkini Braga, sammæðra: Eyjólfur Guðmundsson, f. 1937, d. 2015, verkamaður í Noregi; Gunnar Bjarni Guðmundsson, f. 1940, fyrrv. skólastjóri, nú búsettur á Hellu. Foreldrar Braga voru Jóhanna Bjarnrós Bjarnadóttir, f. í Klettakoti á Skógarströnd 30.6. 1907, d. 5.5. 1943, húsfreyja í Litlutungu í Rang- árvallasýslu, og Jósep Ingvar Jak- obsson f. á Ísafirði 17.6. 1905, d. 15.5. 1942, bifreiðastjóri í Reykjavík. Úr frændgarði Braga Jósepssonar Bragi Straumfjörð Jósepsson Helga Bjarnadóttir húsfr. á Geitastekk Jósef Jónsson b. á Geitastekk, Hörðudal Guðrún Kristín Jósefsd. húsfr. á Skálatóftum Bjarni Sveinn Stefánsson b. á Skálatóftum á Skarðsströnd Jóhanna Bjarnadóttir húsfr. í Litlutungu, Rangárvallasýslu Jóhanna María Brynjólfsd húsfr. á Reynikeldu Stefán Sveinsson b. á Reynikeldu á Skarðsströnd Margrét Hjaltadóttir húsfr. á Bæjum Ólafur Ólafsson b. á Bæjum á Snæfjallaströnd Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. í Stykkishólmi Jakob Jakobsson skósmiður í Stykkishólmi Jósep Jakobsson bílstj. í Rvík Kristín Jónsdóttir húsfr. á Litlu Hvalsá Jakob Björnsson söðlasmiður á Litlu Hvalsá, dóttursonur Magnúsar Ketilssonar sýslum. í Búðardal ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Páll fæddist í Reykhúsum íHrafnagilshreppi í Eyjafirði6.2. 1912. Foreldrar hans voru Hallgrímur Kristinsson, for- stjóri SÍS, og María Jónsdóttir hús- freyja. Fyrri kona Páls var Áslaug Þ. Símonardóttir en seinni kona hans var Svava Steingrímsdóttir. Dóttir Páls og Áslaugar Þ. er Drífa Pálsdóttir, fyrrv. skrif- stofustjóri en sonur Svövu og fóst- ursonur Páls er Kristinn Ingvarsson ljósmyndari. Önnur börn Svövu eru Steingrímur verkfræðingur, Björn rafvirki, Ingvar aðstoðarskólastjóri og Helga bókari. Páll lauk stúdentsprófi frá MA 1931 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1936. Hann starfaði hjá SÍS árið 1936 en í ársbyrjun 1937 var hann skipaður sýslumaður í Árnessýslu og gegndi því embætti samfellt til ársins 1982, í hálfan fimmta áratug. Páll var síðasti konungsskipaði sýslumaðurinn hér á landi. Hann var bæjarfógeti á Selfossi 1978-82, og alþm. Árnesinga á sumarþingi 1942 fyrir Framsóknarflokkinn en gaf ekki kost á sér til frekari þingsetu. Páll sat m.a. í stjórn Kaupfélags Árnesinga um áratugaskeið, var for- maður stjórnarinnar um árabil og endurskoðandi SÍS í sex ár. Hann var stjórnarformaður Sjúkrahúss Suðurlands í rúman áratug, sat í yf- irkjörstjórn Suðurlandskjördæmis, í skólanefnd Héraðsskólans á Laug- arvatni í tuttugu ár og hafði for- göngu um uppbyggingu og rekstur skólasetra þar. Hann hafði forystu um viðreisn Þorlákshafnar og bygg- ingu Sjúkrahúss Suðurlands á Sel- fossi, sat lengi í stjórn Héraðsdóm- arafélags Íslands og Sýslumanna- félags Íslands og var formaður þess um skeið. Þá var hann fyrsti heið- ursfélagi Sýslumannafélagsins og heiðursfélagi í Dómarafélagi Ís- lands. Páll þótti milt yfirvald, þótt emb- ættisrekstur hans einkenndist af festu, og einstakur mannasættir. Hann mun hafa gegnt embætti sýslumanns lengst allra manna á Ís- landi. Páll lést 3.12. 2005. Merkir Íslendingar Páll Hall- grímsson 90 ára Ragna Aðalsteinsdóttir 85 ára Anna Guðmundsdóttir Brynjólfur Brynjólfsson 80 ára Guðrún Marinósdóttir Karl Magnús Zophoníasson Sigurbjörg Karlsdóttir 75 ára Gylfi Eyjólfsson Hörður Jóhannsson Jónína Guðmundsdóttir Jón Ólafsson Margrét Pálína Guðmundsdóttir Valur Páll Þórðarson 70 ára Aðalheiður Ingibj. Mikaelsdóttir Hákon Hákonarson Hulda Hanna Jóhannsdóttir Kristján Sigvaldason Magnús Jósefsson Margrét Gunnarsdóttir Ómar Örn Anderson Sigríður G. Árnadóttir Sigurður Vilhjálmsson 60 ára Björn Björnsson Halldóra V. Gunnlaugsdóttir Helga Sigurðardóttir Kristján Gunnarsson Sigurjón Ólafur Sigurðsson 50 ára Albert Guðmundsson Arnheiður S. Þorsteinsdóttir Brynja Ósk Pétursdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Herbert Guðmundsson Hólmfríður Karlsdóttir Jóhannes Gísli Ásgeirsson Jóhann Garðarsson Jón Ágúst Björnsson Leifur Eiríksson Már Wolfgang Mixa Robert Wladyslaw Kosior Skapti Þórhallsson Þröstur Ingi Auðunsson 40 ára Brynjar Einir Einarsson Ester Þorsteinsdóttir Friðrik Þór Erlingsson Geir Ómarsson Waage Guðbjörg Guðmundsdóttir Kjartan Ólafsson Lena Reynisdóttir Ólafur Eyberg Rósantsson Páley Borgþórsdóttir Svavar Sigurðarson 30 ára Hallgrímur Óskar Hallgrímsson Leifur Þorbergsson Til hamingju með daginn 30 ára Dóra Sif ólst upp á Akureyri og í Grenivík, býr á Akureyri og er í fæðingarorlofi. Maki: Stefán Þórisson, f. 1987, vinnuvélamaður. Börn: Alexía Lind, f. 2006; Anton Már, f. 2011, og óskírður, f. 2014. Foreldrar: Inga Dóra Halldórsdóttir, f. 1960, skrifstofumaður hjá Sam- göngustofu, og Indriði Hallur Helgason, f. 1959, starfsmaður hjá Víking. Dóra Sif Indriðadóttir 40 ára Tryggvi býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í efnafræði og starfar hjá VPS Verkfræðiþjónustu. Maki: Kristín Hrönn Guð- mundsdóttir, f. 1976, kennari við Árbæjarskóla. Börn: Katrín Inga, f. 2001; Ólafur Kári, f. 2005, og Viktoría Helga, f. 2010. Foreldrar: Pétur Sigurðs- son, f. 1950, efnafræð- ingur, og Jóhanna Ólafs- dóttir, f. 1947, hjúkrunar- fræðingur. Tryggvi Pétursson 30 ára Bjarni ólst upp í Leirársveit og Árbænum, býr í Kópavogi, er raf- virkjameistari og raf- magnstæknifræðingur hjá Eflu – verkfræðistofu. Maki: Aldís Guðmunds- dóttir, f. 1985, verk- efnastjóri hjá Atlantik. Foreldrar: Haukur Páls- son, f. 1959, sérfræðingur á Hagstofu Íslands, og Una Björg Bjarnadóttir, f. 1959, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Bjarni Páll Hauksson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er Búðu til þitt eigið gagnaský á örfáum mínútum. Engin mánaðargjöld! Nálgastu gögnin hvar sem er - hvenær sem er! Verð 32.900 kr. Western Digital MyCloud 3TB Edimax WiFi Extender fyrir þráðlaust net Stækkaðu núverandi þráðlaust net án fyrirhafnar Einföld uppsetning og engin þörf á köplum Verð 8.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.